Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 AKUREYRI Jón Ingvarsson um sölu á hlut Akureyrarbæjar í ÚA Eðlilegt að SH komi inn í viðræðumar Áskorun *_________ ársþings IBA Eina yfir- stjórn yfir íþróttamálin ÁRSÞING íþróttabandalags Akur- eyrar, sem haldið var fyrir helgi, samþykkti að skora á stjórnir Iþróttasambands íslands, Ung- mennafélags íslands og Olympíu- nefndar íslands að beita sér fyrir því að ein sterk yfirstjórn verði yfir íþróttamálum í landinu. Jafnframt skoraði þingið á aðild- arfélög sín að halda vöku sinni og efla umræðu um skaðsemi vímu- efna, í samvinnu við foreldra, skóla og bæjaryfírvöld. Þá beinir þingið þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að allir þjálfarar sem starfa á þeirra vegum hafí í það minnsta þá lágmarksmenntun sem til þess þarf, svo sem þjálfaranámskeið sem ISI eða sérsambönd þess hafa viður- kennt. Þröstur endurkjörinn formaður Þröstur Guðjónsson var endur- kjörinn formaður ÍBA en hann hef- ur stýrt bandalaginu sl. tvö ár. Alls eiga 13 félög aðild að ÍBA, sem öll eiga fulltrúa í fulltrúaráði banda- lagsins. Fulltrúaráðið mun á fundi sínum í maí skipa í framkvæmda- stjórn, þar sem sitja þrír fulltrúar auk formanns. Fjögur sérráð eru innan IBA, fímleikaráð, skíðaráð, knattspyrnu- ráð og handknattleiksráð. Um 60 fulltrúar sátu þingið og auk þess fjórir gestir, Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ, Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, Eiríkur Björg- vinsson, íþrótta- og tómstundafull- trúi Akureyrarbæjar og Þórarinn E. Sveinsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs. Tekjur ÍBA næsta starfsárs eru áætlaðar um 26,6 milljónir og koma að stærstum hluta frá Akur- eyrarbæ, eða rúmar 20 milljónir króna. Tekjur af Lottó eru áætlaðar 4 milljónir króna og tekjur af Get- raunum 1,2 milljónir króna. ----------» ♦ ♦--- Messur GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 11. Bamakór Glerárkirkju syngur. LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli laugardaginn 27. apríl kl. 11. í Sval- barðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkur- kirkju. Kirkjuhátíð barna úr Þingeyj- arprófastsdæmi verður sunnudaginn 28. apríl og hefst með samveru í Svalbarðskirkju kl. 14. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnu- dagskvöldið 28. apríl kl. 21. Pólskir járn- iðnaðar- menn ráðnir FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Slippstöðinni hf. heimild til að ráða tímabundið 10 pólska járniðnaðarmenn til starfa hjá stöð- inni. Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera að vinna í þvi að útvega þessa menn og hann vonast til að þeir geti kom- ið til starfa í næstu viku. Eins og fram kom í Morgunblað- inu fyrir helgi er ástæða þess að Slippstöðin þarf að leita út fyrir landsteinana eftir iðnaðarmönnum, góð verkefnastaða næstu vikurnar. Þýski ísfisktogarinn Cuxhaven kom til Akureyrar í gærmorgun, en framundan eru miklar endurbæt- ur á honum, þar sem Slippstöðin FYRSTI viðræðufundur fulltrúa Akureyrarbæjar, Útgerðarfélags Akureyringa og Samheija um hugs- anlega sameiningu þriggja dóttur- fyrirtækja Samheija og ÚA og möguleg kaup Samherja á þriðjungi hlutafjár bæjarins í ÚÁ er fyrirhug- aður í vikunni. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að honum fyndist eðlilegt að SH fengi að koma inn í viðræðumar. Erindi sent til bæjarstjóra Jón sendi bréf í vikunni til Jak- obs Bjömssonar, bæjarstjóra á Ak- ureyri, þar sem SH óskar eftir við- ræðum við bæjarstjórn og ofan- greinda aðila um það með hvaða hætti sölu bréfanna verði hagað, þannig að tekið verði tillit til fyrir- liggjandi skuldbindinga og að hags- munum hluthafa og félagsins verði best gætt. SKIPULAG suðurhluta Oddeyr- ar var til skoðunar á morgun- göngu bæjarmálaráðs Sjálfstæð- isflokksins nýlega. Hugmyndir að nýju skipulagi milli Glerár- götu og Hjalteyrargötu norður er aðalverktaki. Togaranum, sem er í eigu DFFU, dótturfyrirtækis Samheija, verður breytt í frystiskip. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samheija, er kostn- aður við breytingarnar og aðkeypt- an búnað þeim tengdum um 80 milljónir króna. Jón Ingvarsson sagðist telja það jákvætt fyrir Útgerðarfélag Akur- eyringa að skjóta fleiri stoðum und- ir rekstur fyrirtækisins með meiri íjölbreytni, sem myndi leiða af sam- einingu við Samheija. SH marglýst yfir áhuga á bréfunum Hann segist fagna því sérstak- lega sem hafí komið fram í bréfi Þorsteins Más Baldvinssonar til bæjarstjórans að sala afurða ÚA yrði áfram á hendi SH, enda hafí samkomulag SH og bæjarstjórnar Akureyrar frá því í janúar 1995 verið um að svo yrði. Jón sagði SH margoft hafa lýst yfír vilja til að kaupa hlutabréf bæjarins í ÚA ef og þegar þau yrðu til sölu. Hagsmunir SH væru tryggðir I bréfi Jóns til bæjarstjóra í vik- unni er minnt á bréf SH frá janúar að Eiðsvallagötu sem nú er í vinnslu voru kynntar í gamla Lundi og síðan gengið um svæðið og hús og umhverfi skoðað. Páll Tómasson arkitekt kynnti svæðið og tillögurnar. I lok göngunnar Cuxhaven landaði um 35 tonnum af karfa, sem seldur var f gegnum Fiskmarkað Suðumesja. í dag er ráðgert að hafist verði handa við breytingarnar hjá Slippstöðinni. Á myndinni er verið að landa úr skip- inu í Fiskihöfninni og hífa veiðar- færi frá borði. 1995 þar sem SH fór fram á að bæjarstjórn Akureyrar tryggði með óyggjandi hætti að sala afurða fyr- ir ÚÁ yrði á vegum SH. í samtölum hefur þessi skilningur verið marg- ítrekaður og báðir aðilar skilið á þann veg að bæjarstjórn myndi sjá til þess svo lengi sem hún hefur vald á því. Þess vegna hefur jafn- framt legið fyrir, að SH teldi nauð- synlegt að bæjarstjóm hefði það í huga við hugsanlega sölu bréfanna, að hagsmunir SH væm tryggðir. SH treystir því að svo verði. SH lagt út 120 milljónir Þá er í bréfínu til bæjarstjóra bent á að SH hefur þegar lagt út 120 milljónir króna við að flytja þriðjung starfsemi aðalskrifstofu sinnar til Akureyrar og að koma upp þeim störfum öðmm sem sam- komulag varð um á milli SH og Akureyrarbæjar í janúar 1995. var boðið upp á veitingar í gamla Lundi og opnuð sýning á tré- skurðarmyndum og teikningum Jóns Gíslasonar byggingameist- ara sem á sínum tíma endur- byggði húsið. Árásum á afkomu- öryggi mótmælt AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra á Akureyri og ná- grenni, mótmælir harðlega síend- urteknum og áframhaldandi árás- um núverandi ríkisstjórnar á kjör og afkomuöryggi fatlaðs fólks og öryrkja. Um leið og aðalfundur Sjálfs- bjargar tekur undir hörð mótmæli hinna almennu verkalýðs- og stétt- arfélaga vegna framkominna frumvarpa ríkisstjórnarinnar um skerðingar á félagslegum réttind- um félagsmanna, væntir hann þess að samtök þessara félaga minnist þess í komandi kjarasamningum að þau eru eina haldreipi öryrkja og lífeyrislaunþega sem geta tryggt þeim mannsæmandi fram- færslulaun og félagslegt öryggi. Framkvæmdir við nýtt skipulag í Miðbæ Ný Geisla- gata og 30 bíla- stæði FRAMKVÆMDIR fara að hefjast eftir nýju skipulagi í norðurhluta miðbæjar Akur- eyrar. Það er fyrsti áfangi verksins, sem er ný Geislagata og gerð bifreiðastæða. Óskað hefur verið eftir tilboðum í jarðvegsskipti, lagnir, hellu- lögn og götulýsingu. Um er að ræða gerð 115 metra götu og 1.100 fermetra stórt bíla- stæði ásamt tilheyrandi hoi- ræsalögnum, undirbúningi undir gangstéttir, 470 fer- metra hellulögn og uppsetn- ingu götulýsingar. Tilboð verða opnuð 3. maí en skila á verkinu 28. júní næstkomandi. Gunnar Jóhannesson, verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ, sagði að núverandi Geislagata yrði þrengd og gerð að ein- stefnugötu væntanlega til suð- urs, en við Standgötu 7 verður gerð tvístefnugata. Þá er gert ráð fyrir að á svæðinu norðan Ráðhústorgs verði gerð gjald- skyld bifreiðastæði til bráða- birgða, en um er að ræða byggingalóð samkvæmt skipu- lagi. Gunnar sagði að á svæð- inu yrðu um 30 bílastæði. Áætlað er að sögn Gunnars að planta tjám umhverfís bíla- stæðið. Skátamessa og- fána- hylling við Valhöll SKÁTAR munu safnast saman við gömlu slökkvistöðina við Geislagötu kl. 10 á morgun, sumardaginn fyrsta, og ganga þaðan til messu í Akureyrar- kirkju sem hefst kl. 11. Skátahöfðinginn Ólafur Ás- geirsson flytjur hugvekju, Að- algeir Pálsson landgildismeist- ari les boðskap St. Georgs- skáta. Vonast er til að sem flestir bæjarbúar og gamlir skátar taki þátt í þessum há- tíðisdegi skáta. Fyrsta fánaathöfnin við nýja Valhöll í landi Veigastaða verður kl. 14 á morgun, en þar hafa skátar fengið land- spildu til umráða nokkru ofan við gömlu Valhöll. Þar er nú 80 fermetra hús sem verður tilbúið til notkunar næsta haust. Skeifan úr gamla hús- inu verður borin í það nýja og landeigendum verður afhentur lykill að gamla húsinu sem þeir nú eignast. Séra Birgir Snæbjörnsson blessar staðinn. í lokin verður boðið upp á kakó og mjólkurkex. Vínar- tónleikar ÁRLEGIR tónleikar söng- deildar Tónlistarskóla Eyja- fjarðar í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit verða sum- ardaginn fyrsta, fimmtudag- inn 25. apríl kl. 20.30. Fram koma söngnemendur á efri stigum og flytja fjöl- breytta efnisská við undirleik Dórotheu Dagnýjar Tómas- dóttur og Guðjóns Pálssonar. Nýtt skipulag Oddeyrar skoðað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.