Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 15
VIÐSKIPTI
Hagnaður Tryggingar
hf. 39 milljónir
Besta
afkoma
frá upp-
hafi
HAGNAÐUR Tryggingar hf. á
síðasta ári nam tæpum 39 milljón-
um króna og er það nærri því fjórð-
ungsaukning frá fyrra ári. Iðgjöld
ársins námu röskum 890 milljón-
um króna og jukust þau um 3,3%
á milli ára. Tjón ársins námu 792
milljónum króna. Fjármunatekjur
umfram -gjöld gera þó gæfumun-
inn í rekstri félagsins, en þær
námu 124 milljónum króna á síð-
asta ári.
Að sögn Ágústs Karlssonar,
forstjóra Tryggingar hf., er þetta
besta afkoma félagsins frá upp-
hafi. Hann segir að í ljósi þessa
ríki mjög mikil ánægja hjá félag-
inu með afkomuna. Félagið hafi
aukið lítillega við sig í iðgjöldum,
en nokkur samdráttur hafi orðið
á markaðnum í heild, einkum
vegna lækkana á bifreiðaiðgjöld-
um. Markaðurinn væri hins vegar
áfram nokkuð lítill og samkeppnin
á honum mjög hörð. Félagið væri
því rekið með ýtrustu hagkvæmni
og léti almennt lítið á sér bera.
Að sögn Ágústs hafa orðið
breytingar á hluthafahópi félags-
ins á árinu. Einn stór hluthafi með
liðlega 11% hlut hafi selt sinn hlut
og hafi aðrir hluthafar í félaginu
nýtt sér forkaupsrétt sinn á þeim
bréfum. Heildarhlutafé félagsins
um áramót var 133,1 milljón
króna.
Eigið fé Tryggingar hf. um síð-
ustu áramót nam 250 milljónum
króna og hækkaði um 15% á milli
ára. Arðsemi eigin fjár var því 17%
á árinu og eiginfjárhlutfall félags-
ins var tæp 12%. Tryggingaskuld
þess nam 1.726 milljónum króna
um áramót og jókst um 174 millj-
ónir á milli ára.
Nýr fjar-
skiptarisi
New York. Reuter.
SAMKOMUIAG náðist um
það í gær, að sameina fjar-
skiptafyrirtækin NYNEX
Corp. og Bell Atlantic Corp.
Úr samrunanum verður til
næst stærsta fjarskiptafyrir-
tæki Bandaríkjanna.
Hið nýja fyrirtæki mun bera
nafn þess síðarnefnda, eða
Bell Atlantic. Markaðsvirði
þess er áætlað rúmlega 52
milljarðar dollara, jafnvirði
3.432 milljarða króna.
Verður fyrirtækið ráðandi á
sviði fjarskipta í 13 ríkjum við
austurströnd Bandaríkjanna,
frá Maine til Virginíu, og í
Washington D.C.
Einnig verður það með
stærstu símafyrirtækjum
heims á sviði þráðlausra fjar-
skipta.
Höfuðstöðvar Bell Atlantic
verða í New York-borg. Starfs-
menn þess verða um 133.000
og ársveltan um 28 milljarðar
dollara, miðað við umsvif fyrir-
tækjanna árið 1995.
Raymond W. Smith forstjóri
Bell Átlantic Corporation verð-
ur yfírmaður nýja fyrirtækisins
og næstur honum að yfirráðum
kemur Ivan G. Seidenberg, for-
stjóri NYNEX.
Góð rekstrarafkoma hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf.
Næg verkefni og
bjartsýni á framtíðina
REKSTUR Skipasmiðastöðvar Þor-
geirs & Ellerts hf. á Akranesi gekk
vel á síðasta ári og fóru rekstrar-
tekjur 8% fram úr áætlun og námu
röskum 253 milljónum króna.
Hagnaður af rekstrinum varð tæp
3% af veltunni eða 7,4 milljónir
króna, eftir að tekið var tillit til
reiknaðra skatta. Þetta kom fram
á aðalfundi skipasmíðastöðvarinnar
sem haldinn var fyrir skömmu.
Þetta var fyrsta heila starfsár
fyrirtækisins. Rekstur var þungur
í byijun ársins, en verulega rættist
úr verkefnum þegar líða tók á vor-
ið og síðan hafa verið yfirdrifið næg
verkefni og stundum í það mesta,
segir Þorgeir Jósefsson fram-
kvæmdastjóri. Hann segir næg
verkefni vera til staðar fyrir allar
deildir fyrirtækisins til haustsins.
Vart sé við því að búast að menn
í þessum iðnaði sjái lengra fram í
tímann, nema til komi nýsmíði
skipa. Varðandi nýsmíðaverkefni
segir Þorgeir að helsti vandinn sem
verið sé að glíma við snúi að úreld-
ingarreglum í lögum um stjórn fisk-
veiða. „Ráðamenn eru ekki tilbúnir
að beita sér fyrir breytingu á þess-
um lögum og meðan svo er getum
við ekki vænst þess að draumurinn
um að aftur verði farið að smíða
fiskiskip á íslandi rætist," segir
Þorgeir og bætir við: „Mér finnst
grátlegt að úreltar úreldingarreglur
skuli fyrst og fremst standa í vegi
fyrir því að nýsmíðar hefjist aftur
hér á land;.“
Traustur efnahagur
Þorgeir segir efnahag fyrir-
tækisins traustan og þeir séu vel
búnir til að takast á við stærri
verkefni. Hreint veltufé er jákvætt
um tæpar 24 milljónir króna. í lok
síðasta árs var selt nýtt hlutafé
fyrir 4,6 milljónir króna og nemur
hlutafé félagsins tæpum 35,6 millj-
ónum króna. Félagið fjárfesti á
árinu í fasteignum og lausafé
þrotabús Þorgeirs og Ellerts hf.
sem var í eigu Iðnlánasjóðs og Iðn-
þróunarsjóðs. Kaupverð eignanna
var 48 milljónir króna. Rekstrar-
Með þessu stórkostlega fyrir-
komulagi næst hámarksnýting
á lagersvæði. Mjög hentugt
kerfi og sveigjanlegt við mis-
munandi aðstæður. Greiður
aðgangur fyrir lyftara og vöru-
vagna.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725
GuðœunduR Rapi Gemöal
vœmanleqm ponserapmmkjódandi
,Úg er algjörlega hlutlaus í stjómmálum,
er ekki skráður í neinn stjómmálaflokk
og hef ekki setið á þingi. Ég tek hlutleysi
mitt svo alvarlega að ég kaus hvorki í
síðustu Alþingiskosningum né borgar-
stjómarkosningum til að hægt væri að
staðfesta að ég hefði ekki einu sinni nýtt
mér möguleikann til að kjósa einn öðttim
ffemur. Eg er á móti ,ilokkapólitík“ í
formi þess að eining sé um málefhi til
þess eins að keyra það í gegn burtséð ffá
því hvort það sé skynsamlegt eður ei.
Hins vegarerég fylgjandi málefhalegum
stjómmálum, hef oft tekið þátt í þeim
ýmist sem leikmaður eða fagmaður og
er líklegur til að gera ef ég vetð forseti;
en þó með gætni og tillitssemi gagnvart
viðkomandi aðilum, svo og þjóðinni sem
einni heild.“
.. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson.
HOFRUNGUR AK 91. Nýr hvalbakur var settur á skipið í vet-
ur. Oll vinna var unnin af starfsmönnum Skipasmíðastöðvar
Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi.
áætlun fyrir yfirstandandi ár gerir
ráð fyrir að rekstrartekjur aukist
um 25% milli ára og veltan milli
fyrstu tveggja mánaða þessa árs
og sömu mánaða á síðasta ári sé
65% meiri nú. Starfsmenn félags-
ins í dag eru um 70 talsins og
hefur fjölgað um 64% milli ára.
Gert er ráð fyrir einhverri fjölgun
starfsmanna í ár.
Nýbygging fyrir stáldeildina?
Til umræðu er að reisa nýja við-
byggingu fyrir stáldeild fyrirtækis-
ins og yrði um 770 mz stálgrinda-
hús að ræða. Slík bygging myndi
gera kleift að mæta væntanlegri
aukningu í ryðfrírri smíði. Það er
hins vegar ljóst að ekki verður ráð-
ist í þessa stækkun nema samning-
ar náist við IA-hönnun hf. um sam-
einingu á stálsmíði fyrirtækjanna,
en samningaviðræður standa nú
yfir. Það er ljóst að báðir aðilar
telja sig hafa töluverða hagsmuni
af slíkri sameiningu. Velta skipa-
smíðastöðvarinnar myndi aukast
verulega og um leið styrkja Ingólf
Árnason eiganda IA-hönnunnar hf.
verulega í hans þróunarvinnu og
sölumennsku sem síðan kæmi báð-
um aðilum til góða. IA-hönnun hf.
keypti í lok síðasta árs hlut Akra-
neskaupstaðar í skipasmíðastöðinni
og og á nú 21,6% af heildarhlutafé
í fyrirtækinu.
VINKLAR A TRE
HVERGI LÆGRI VERÐ
|u
ln
ÞYZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
EINKAUMBOÐ
Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640
Tilkynning frá ,
LAUGAVEGS APOTEKI
vegna verðkönnunar DV á lyfjum sl. föstudag 19. apríl 1996
Verðlisti sá yfir vörur okkar, sem birtur er í DV er mjög villandi og ýmsar upplýsingar um verð okkar
sömuleiðis. DV segir að í Laugavegs Apóteki „virðist miðað við lægri gjaldskrá en annars staðar1'.
Þetta er óþarflega ruglingslegt. Hið rétta er að í Laugavegs Apóteki notum við lægri álagningu á
allar vörur, sem hið opinbera ákveður ekki verð á, og við notum sömu álagningu á allar vörur, sem
frjáls álagning er á.
Við veitum einnig öllum 10% afslátt af vörum, sem greiddar eru með peningum, ávísunum eða
debetkortum, þ.e. af 85-90% af öllum vörum, sem okkur eru greiddar við sölu. Auk þess fá allir
örorkuþegar svo og félagar í Félagi eldri borgara (sem allir 60 ára og eldri geta gengið í) 15% afs-
látt af öllum vörum, sem þeir greiða okkur á sama hátt.
Vinsamlegast athugið einnig, að þetta er ekki nein „stuttlíf afsláttarhrina" í Laugavegs Apóteki.
Þetta er okkar fasta verð eins og það hefur verið um langan tíma. Álagning lyfja, sem selja má án
lyfseðils, lækkaði í okkar eðlilegu, almennu álagningu um leiö og stóri bróðir sleppti taki sínu á
þeim vörum.
Hér er svo endurbirtur listi DV yfir ýmsar vörur frá ýmsum apótekum og nú meö
réttu veröi:
Laugav. Apótek Verð með 10% alsl. Borgar Apótek Lyfja Apótek Apótek Norðurb. Rvíkur Apótek Apótek Kópav. Ingólfs Apótek
Nicor tygg. 2 mg/30 stk. 533 558 558 698 628 558 698
Nicor plást. 10mg/7stk. 1.545 1.746 1.745 2.182 1.964 1.745 2.182
Parkódín, 10 s. 134 170 169 212 212 170 212
Paratabs, 500 mg/20 stk. 102 142 141 177 177 140 177
„Ein á dag", fjölvít. 100 stk. 476 527 515 513 511 515 498
Lactúlósa, 100 ml 220 254 254 318 318 254 318
Teldanex, 60 mg/20 stk. 508 534 533 667 667 534 667
Hýdrókortísón, 20 g 410 440 440 550 550 440 550
Otrivin 293 326 326 408 408 326 408
Samtals kr. 4.221 4.697 4.681 5.725 5.435 4.682 5.710
Fólk er vinsamlegast beðið að athuga, að vöruverðið í Laugavegs Apóteki í dag er okkar fasta
verö eins og það hefur verið um lengri tíma. Annað verð hér í listanum er allt meira og minna með
bráðabirgöa afslætti inniföldum, sérstaklega frá þeim apótekum, sem fjölmiðlar hafa haft
sérstakan áhuga á að veita ókeypis auglýsingar. Oddur C.S.