Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 35 MINNINGAR allir fundu gleði, uppörvun og vel- vild. Daníel var ljúfur og umhyggju- samur heimiiisfaðir, sameinaði al- vöru og léttleika þannig, að ekki var hægt annað en líða vel í návist hans. Það var í eðli hans að setja svip á umhverfi sitt. Lognmolla var honum fjarri skapi. Hann var þrek- mikill og kappsfullur að hveiju sem hann gekk og hafði lifandi áhuga á hinum ólíkustu málefnum, stórfróð- ur og stálminnugur, hafði mjög gott vald á málinu, hvort sem var í ræðu eða riti og gæti ég trúað að þar léti hann eftir sig drjúgan skerf. Daníel gegndi á þessum árum fullu kennarastarfi og var auk þess mikið í félagsmálum og stjórnmálum. Þáttaskil urðu þegar hann gerðist bæjarstjóri á Akranesi og íjölskyld- an fluttist þangað. Þar naut sín kraftur hans, áræði og dugnaður og í hönd fóru ár mikilla framfara og framkvæmda og séu þær grannt skoðaðar munu fáar finnast, sem Daníel hefur ekki komið að með einum eða öðrum hætti. Heimsóknir til vina okkar á Akranesi eru orðnar margar. Síðast fyrir ári. Daníel var eins og hann hafði alltaf verið. Ald- urinn merkti hann ekki, glaður og reifur, fullur af áhuga og fróðleik sem hann átti svo auðvelt með að miðla öðrum. Hann keyrði okkur í bíl sínum og sýndi okkur nýjustu framkvæmdimar á Akranesi. Það vakti sérstaka athygli mína hve mikið átak hafði verið gert til þess að fegra umhverfið og mörgum góðum listaverkum verið komið fyr- ir við opinberar byggingar, bæði úti og inni. Svo var keyrt að Ytra- Hólmi að líta á afastrákana hjá Ingu og Antoni eins og svo oft áður. Heima í Háholti 7 var síðan sest að veisluborði hjá Önnu, sem hún hefur alltaf kunnað að búa flestum öðrum betur. Það er komið að leiðarlokum og við kveðjum Daníel vin okkar síð- asta vetrardag. Hugurinn leitar til Önnu, Edda og Ingu og fjölskyldna þeirra í djúpri samúð. Hulda Jósefsdóttir. Haustið 1934 kom í 2. bekk Kennaraskólans hópur ungs fólks, er næstu tvö árin setti svip sinn á skólalífið, bæði hvað nám og félags- líf snerti. í þessum hópi var Daníel Ágústínusson, námsmaður ágætur, þjálfaður í félagsmálum, hafði alist upp í ungmennafélagsanda undir leiðsögn Aðalsteins Sigmundssonar, skólastjóra á Eyrarbakka, og for- ystumanns ungmennafélaganna á þeirri tíð. Það var kannski ekki hvað síst glaðværð og félagslyndi Daníels að þakka, að þessi hópur samlagaðist fljótt okkur, sem fyrir vorum og myndaði samstæða heild. Það er nú svo, að á meðal ungs fólks, sem er samvistum í tiltölulega fámennum skóla, myndast vináttutengsl, er vara ævina út, eitthvað sem maður á innra með sjálfum sér og varðveit- ir á lífsgöngunni. Það var jafnan Daníel, sem átti frumkvæðið að því að þessi hópur, sem útskrifaðist 1936, hittist við og við á umliðnum 60 árum og endurnýjaði og styrkti vináttuböndin. Lagði hann á sig oft og tíðum á seinni árum ómælda fyrirhöfn að greiða þeim leið á þess- ar samkomur okkar, sem á einhvern hátt áttu erfitt með það af sjálfsdáð- um. Á þessum samkomum okkar var Daníel hrókur alls fagnaðar. Daníel setti svip á samtíð sína hvar æm hann fór. Forysta hans í UMFI um áratuga skeið er alkunn, svo og afskipti hans af stjómmálum og sveitarstjórnarmálum. Margir munu minnast hans sem mikils málafylgjumanns, sem hélt fast á sinni skoðun og lét ekki hlut sinn fyrirhafnarlaust. En við, nánir vinir hans, minnumst hans ekki hvað síst fyrir velviljann, hlýjuna og vinarþel- ið, hvenær er fundum bar saman, hvort heldur var í heimahúsum eða á ferðalögum. Við Sólveig áttum því láni að fagna að eiga margar ánægjustund- ir með þeim hjónum. Önnu og Dan- íel, bæði á þeirra fallega heimili svo og á ferðalögum um byggðir og óbyggðir. Þau voru einstaklega samhent um að taka höfðinglega á móti gestum sínum og vinum og láta þá njóta alls hins besta er ís- lensk gestrisni hefur að bjóða. Ferðirnar með Önnu og Daníel um margar af fegurstu sveitum landsins eru okkur hugljúf minning. Daníel hafði næmt auga fyrir feg- urð landsins og hafði yfirgripsmikla þekkingu á landi og fólki hvarvetna er við fórum og hafði hann unun af að veita öðrum af þekkingu sinni. í sumar er leið fórum við um byggðir Borgarfjarðar og á Snæfeil- sjökul. Það var ógleymanleg ferð. En einhvem veginn hvarflaði það að okkur að líklega yrði þetta síð- asta ferðin okkar saman, en að það yrði af þessum sökum kom okkur ekki til hugar, því að Daníel var í hugum okkar gæddur þeim lífs- krafti, að flest okkar bekkjarfélag- anna, sem enn erum ofar moldu yrðum á undan honum í áfanga- stað. Nú er hann horfinn sjónum okkar en eftir lifir minningin um góðan vin og félaga, sem ávallt var unun af að vera samvistum við. Blessuð sé minning hans. Við Sólveig þökkum vináttuna og samfylgd alla. Þér, Anna mín, send- um við samúðarkveðjur, einnig bömum ykkar og bamabörnum. Guð veri með ykkur um ókomin ár. Ólafur H. Kristjánsson. Daníel Ágústínusson var í áratugi einn mestur áhrifamaðurinn í starfí Framsóknarflokksins og var af störfum sínum mjög virtur af öllum flokksmönnum. Hann hafði mikil áhrif á mótun stefnu flokksins og var jafnan fundarstjóri á flokksþing- um eða miðstjómarfundum, þegar mikið lá við. í því starfi var hann einstakur. Hann var leiftrandi mælsku- og málafylgjumaður og lét fiest undan er hann sótti af kappi. Ráðagóður og ráðhollur var hann þeim sem til hans leituðu, en líka gat hann sagt mönnum til syndanna, ef þess var þörf. Hann hafði sérstakt Iag á að leita uppi ungt efnisfólk og hvetja til þátttöku í stjórnmálum og styðja síðan til mannvirðinga, stundum á kostnað eigin frama. Traustið sem hann bar til unga fólksins alla tíð var einn merkilegasti og göfugasti þátturinn í fari hans. Þótt aldurinn færðist yfir hann, slokknaði aldrei hugsjónaneistinn sem einkenndi hann alla tíð. Hann sótti fundi af kappi og tók þátt í starfinu. Röksemdafærsla hans brást ekki og því átti hann alltaf marga bandamenn. Framsóknarflokkurinn stendur í djúpri þakkarskuld við Daníel Ág- ústínusson og ég sjálfur á honum gott að gjalda. Konu hans, börnum og öðm venslafólki sendi ég samúðarkveðj- ur. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins. Fáum mönnum auðnast að verða í lifanda lífi persónugervingar ákveðins tímaskeiðs, verða eins og hlutgerð hugsjón heillar kynslóðar. Slíkur maður var Daníel Ágústínus- son og líklega án þess að vita af því sjálfur. Allt til hinsta dags varð- veitti hann í brjósti sér ófölskvaðan hinn bjarta og heita loga þeirra hugsjóna um ræktun lands og lýðs og einkenndu þá æsku sem í héraðs- skólana þyrptist úr stijálum byggð- um á ámnum milli heimsstyijald- anna tveggja. „Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman!“ voru sannindi sem Matthías Jochumsson hafði blásið vökumönnum þjóðarinn- ar í bijóst. Samhugur og samvinna eru smáþjóð nauðsyn ef hún á að halda menningu sinni og sjálfstæði. Og til þess samstarfs þarf heila menn og ómengaða eitri en ekki flöskubrot „á mannfélagsins haug“. Því var bindindi forsenda blómlegs og árangursríks starfs þeirra vor- manna sem vinna vildu Islandi allt. Atorka, glaðværð, verkgleði eru orð sem upp í hugann koma þegar hugsað er til Daníels Ágústínusson- ar. Og þar eð þessir eiginleikar áttu samleið með skarpri greind, vinfesti og heilindum, sem aldrei brugðust, má ljóst vera að mannkostamaður og góður dyengur er genginn. Daníel Ágústínusson var ham- ingjumaður. Eiginkonu sína, Önnu Erlendsdóttur, sótti hann í Odda austur, prestsdóttur af Hallbjarnar- staðaætt. Anna er einstök kona að öllu atgervi. Heimiii þeirra var rausnargarður, ógleymanlegur þeim sem geyma í þakkiátum huga minn- ingar frá góðum og glöðum stundum í þeim ranni. Börnin þeirra tvö eru dugmikið öndvegisfólk og niðjar þeirra mannvænt lið og þroskavæn- legt. Hetja er hnigin í val. Von okkar er sú að merkið hreint sem Daníel bar djarft og hátt, hugsjónin um fagurt mannlíf í fijálsu landi, standi þó að merkisberinn glæsti sé til fold- ar fallinn. Olafur Haukur Árnason. Fimmtudaginn 11. apríl sl. lést Daníel Ágústínusson fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi á Akra- nesi. Daníel var fæddur á Eyrar- bakka, en flutti á Akranes árið 1954 er hann tók við starfi bæjarstjóra, sem hann gegndi til ársins 1960. Hann sat í bæjarstjórn Akraness frá árinu 1962 til ársins 1982 og var forseti bæjarstjórnar Akraness 1970-1971 til 1976 auk þess, sem hann sat um árabil í bæjarráði Ákra- ness. Þau 42 ár sem Daníel bjó á Akra- nesi gegndi hann auk starfs bæjar- stjóra og stöðu bæjarfulltrúa, fjölda- mörgum trúnaðarstörfum og gat sér ætíð gott orð fyrir röggsemi og brennandi áhuga á þeim málum sem hann fékkst við hveiju sinni. Meðal annars var Daníel varaþingmaður Framsóknarflokksins um skeið, átti sæti í íþróttanefnd ríkisins, stjórn félagsheimilasjóðs, stjórn Andakíls- árvirkjunar, fulltrúaráði Brunabóta- félags íslands, stjórn Sementsverk- smiðju ríkisins svo fátt eitt sé talið. Síðustu árin helgaði Daníel sig upp- byggingu Dvalarheimilisins Höfða og sat frá árinu 1988 til dauðadags í fjáröflunar- og framkvæmdanefnd heimilisins. Þar eins og annars stað- ar starfaði hann af einstökum eld- móði og dugnaði. Stýrði fjármálum framkvæmdanna af einstakri út- sjónarsemi og rak duglega á eftir fulltrúum bæjarins að leggja til og afla peninga til framkvæmdarinnar. Það gátu menn vitað að þegar Dan- íel Ágústínusson lagðist á árina var ekkert eftir gefíð og Höfði var hans hjartans mál. Daníel Ágústínusson var allt frá komu sinni til Akraness virkur þátt- takandi í málefnum bæjarins og lét þau mikið til sín taka. Um hann gustaði oft hressilega á pólitískum vettvangi og hann talaði tæpitungu- laust um þau málefni, sem hann hafði áhuga á. Þeir sem ekki voru jafn mælskir og Daníel áttu stund- um erfítt uppdráttar í kappræðum við hann og skipti liann litlu hvort um var að ræða samflokksmenn eða pólitíska andstæðinga. Alla tíð bar hann þó hagsmuni Akraness fyrir bijósti og vann af ósérhlífni að framfaramálum í bænum um ára- tugaskeið. Þann tíma sem Daníel var í bæjarstjóm og bæjarstjóri voru miklar breytingar í bænum og stór skref stigin til framfara. Hann var í fararbroddi bæjarmála þegar verk- smiðjurnar tvær Sementsverksmiðj- an og Jámblendiverksmiðjan tóku til starfa og var því þátttakandi í mótun bæjarins á því mikla breyt- ingaskeiði. Með Daníel er genginn einn af litríkustu þátttakendum í bæjarmál- efnum síðustu áratuga og við leiðar- lok leyfi ég mér að færa honum fyrir hönd bæjarfélagsins, alúðar- þakkir fyrir mikilsvert framlag og störf í þágu Akraneskaupstaðar. Eftirlifandi eiginkona Daníels er Anna Erlendsdóttir. Henni og fjöl- skyldu Daníels sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Gísli Gíslason, bæjarstjóri. • Fleiri minningargreinar um Daniel Ágústínusson bíða birting- ar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Islandsmótið í tvímenningi hefst á morgun ÍSLANDSMÓTIÐ í tvímenningi hefst kl. 13 á morgun. Spilaðar verða þijár lotur. Önnur lotan hefst kl. 19 og þriðja lotan kl. 13 á föstudag. Liðlega 90 pör eru skráð til keppni. Átta kjördæmameistarar hafa tilkynnt þátttöku og verður spilað um a.m.k. 23 sæti í úrslitunum. 32 para úrslitakeppni Urslitakeppnin hefst svo á laugardag kl. 11 og er spilað til kl. 12.15 aðfaranótt sunnudags, samtals 19 umferðir. Á sunnudag verður byijað að spila kl. 11 og áætluð lok kl. 18.45. Spilarar eru beðnir að mæta tímanlega til að staðfesta skrán- ingu. Sveinn Rúnar Eiríksson er keppnisstjóri en Jakob Kristinsson sér um útreikninginn. Austurlandsmótið í sveitakeppni Austurlandsmótið í sveitakeppni var haldið á Egiisstöðum 19.-21. apríi sl. Röð þriggja efstu sveita varð sem hér segir: Herðirhf. 161 Spilarar: Pálmi Kristmannsson, Guttormur Kristmannsson, Stefán Kristmannsson, Jón Bjarki Stef- ánsson, Siguijón Stefánsson. Aðalsteinn Jónsson 152 Vélaleiga Sigga Þór 141 Þátt tóku 22 sveitir og voru spilaðar 8 umferðir eftir Monrad- kerfi. Keppnisstjóri og reiknimeist- ari var Sveinbjörn Egilsson. Bridsdeild félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitchell tvímenn- ingur þriðjud. 16. apríl. 24 pör mættu, úrslit urðu: N/S: Eysteinn Einarss. - Sigurleifur Guðjónsson 250 Þorsteinn Sveinsson - Eggert Kristinsson 250 Jóhanna Gunnlaugsd. - Gunnar Pálsson 234 JónAndrésson-ValdimarÞórðarson 228 A/V: HannesAlfonsson-EinarElíasson 271 Garðar Sigurðsson - Hörður Davíðsson 224 Alfreð Kristjánsson — Stígur Herlufsen 221 Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 220 Meðalskor 216. Spilaður var Mitchell tvímenn- ingur föstud. 19. apríl. 20 pör mættu, úrslit urðu: N/S: wÁsthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 287 Sæmundur Björnss. - Böðvar Guðmundss. 274 Cyrus Hjartarson - Siguijón H. Siguijónss. 272 A/V: Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónss. 257 Alfreð Kristjánsson - Stefán Jóhannesson 244 Þorsteinn Erlingss. - Þorleifur Þórarinss. 220 Meðalskor 216. Fréttin var af Kópavogsbúum í gær var sagt frá sigri Ragnars Jónssonar og félaga í Board A Mateh sveitakeppni. Láðist að geta í hvaða félagi spilamennskan hefði farið fram en það var Brids- félag Kópavogs. Næsta spilakvöld hjá þeim verður 2. maí. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnd- uð okkur samúð og vináttu við andlát og útför GUÐBJARGAR FINNBOGADÓTTUR frá Minni-Mástungu, Álftarima 11, Selfossi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi, fyrir góða umönnun og alúð í garð hinnar látnu. Sigurbjörg Finnbogadóttir, Sveinbjörn Steindórsson, Tryggvi Sveinbjörnsson, Ingunn Sveinsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Ólafur Jóhannsson, Finnbogi Jóhannsson, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Ingigerður Jóhannsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR, Auðunarstöðum Víðidal. Ingibjörg Ólafsdóttir. Kristin Jóhannesdóttir, Tryggvi Eggertsson, Margrét Jóhannesdóttir, Guðmundur Gislason, Guðmundur Jóhannesson, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Ólöf Jóhannesdóttir, Björn Þorvaldsson og barnabörn. NAUÐUNGARSALA Lausafjáruppboð Eftirtaldar bifreiðar vera boðnar upp að Aðalstraeti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 2. maí 1996, kl. 17.00: FX-656 GE-387 GJ-345 SR-008 HH-629 IA-548 IF-025 IG-658 IÞ-781 TJ-490 PX-906 UA-494 VG-907 HV-448 Einnig verður boðið upp eftirtalið lausafé: Massey Fergusson dráttarvél, árg. 1982, nr. ZE-907. ELHO rúllupökkunarvél. Lyftari Manitou 4 RM 30 NP 4 hjóladrifinn, verksm.nr. 76715. Gervihnattardiskur. Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykkir uppboðshaldara. Sýslumaðurínn á Patreksfirði, 23. apríl 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.