Morgunblaðið - 24.04.1996, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða
Línuskíp ehf. fái
flak Kofra afhent
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
þann úrskurð Héraðsdóms Vest-
fjarða að Línuskipi ehf. sé heimilt
að láta taka vélskipið Kofra ÍS úr
vörslu Frosta i Súðavík með beinni
aðfarargerð. í því felst einnig að
Línuskip fær umráð yfír þeim afia-
heimildum, sem fylgja skipinu, en
skyldu Frosta til að flytja frekari
aflaheimildir á skipið yrði fullnægt
með aðfarargerð, ef Línuskip aflar
sér aðfararheimildar fyrir þeirri
skyldu.
Deila Línuskips og Frosta spratt
af kaupsamningi sem gerður var
6. desember sl. þar sem Frosti seldi
Linuskipi Kofra með tilteknum afla-
heimildum og skyldi skipið afhent
1. mars sl. Umsamið kaupverð
skips, kvóta, sem var 137 tonn af
þorski og 245 tonn af grálúðu i
varanlegum aflaheimildum og afla-
marksheimildir sem námu 150
tonnum af þorski, 350 tonn af grá-
lúðu, og samtals um 188 tonn af
ýsu, ufsa og karfa, var 280 milljón-
ir króna að því er fram kemur í
dóminum.
Kofri brann í febrúar. en skipið
er talið viðgerðarhæft. Áætlað er
að viðgerð kosti 157 milljónir króna.
í framhaldi af brunanum lýsti Frosti
kaupsamningnum rift. í málatilbún-
aði lögmanns Frosta kom m.a. fram
að við frágang kaupsamnings hafi
m.a. verið haft í huga að ef sú
aðstaða kæmi upp að skipið færist
eða gjöreyðilagðist og vátrygginga-
bætur og greiðslur vegna úrelding-
ar yrðu hærri en söluandvirðið ætti
andvirðið að renna til Frosta.
Skemmdir hindra ekki
afhendingu
Linuskip mótmælti þessu, greiddi
14 millj. kr. greiðslu samkvæmt
samningnum inn á geymslubók, og
vildi fá skip og aflaheimildir afhent-
ar í því ástandi sem skipið var eft-
ir brunann. Línuskip ehf. taldi
Frosta hf. eiga þann rétt einan að
fá umsamið kaupverð greitt á rétt-
um tíma.
Hæstiréttur segir, að Frosti geti
fullnægt þeirri skuldbindingu sinni
að afhenda Kofra, hvað sem líður
skemmdum á skipinu og geti því
ekki stuðst við ákvæði kaupsamn-
ings um heimild til að rifta kaupun-
um ef ekki yrði unnt að afhenda
skipið.
Frosti hélt því fram fyrir Hæsta-
rétti að Línuskip hafi vanefnt skyld-
ur sínar samkvæmt kaupsamningi,
þar sem kaupverð skyldi einkum
greitt með yfirtöku veðskulda.
Ofullnægjandi væri að framvísa
bankabók með innstæðu. Hæsti-
réttur hafnaði þessu, og benti á að
Frosti hefði lýst yfir riftun kaup-
samnings. Línuskip hafi því ekki
vanefnt skyldur sínar þótt fyrirtæk-
ið hafi ekki leitað samþykkis veð-
hafa fyrir skuldskeytingu áhvílandi
lána.
Þá verði að una við einhliða út-
reikning Línuskips á fjárhæð, sem
lögð var á bankabók, enda Frosti
ekki veitt atbeina sinn við þann
útreikning.
Bleikjuveislan heldur áfram
Margir veiðimenn héldu
á síðasta sumri á vit
öræfaparadísarinnar á
Kili og Auðkúluheiði og
komu heim klyfjaðir
fiski. Segjafræðimenn
sem Guðmundur
Guðjónsson ræddi við
að breytingar á vatna-
svæðinu við gerð miðl-
unarlóns hafi hraðað
vexti og flýtt kynþroska
í bleikju.
UNG veiðikona með fallega bleikju í Seyðisá á Kili.
MIKIL og góð silungsveiði í Blöndu-
lóni, skurðunum, vötnunum Þrí-
stiklu og Austara Friðmundarvatni,
Galtará og Seyðisá á Kili og Auð-
kúluheiði á síðasta sumri vakti at-
hygli silungsveiðimanna. Mikið af
fiskinum sem veiddist var vænn,
2-3 pund og nokkuð af stærri fiski
í bland. Ein 10 punda bleikja veidd-
ist í Seyðisá.
Guðni Guðbergsson fískifræðing-
ur og Þórólfur Antonsson líffræð-
ingur, báðir hjá Veiðimálastofnun,
hafa rannsakað hvað þarna er að
gerast. Segja þeir m.a., að breyting-
ar á vatnasvæðinu við gerð miðlun-
arlóns hafi hraðað vexti og flýtt
kynþroska í bleikju. Slíkt sé áður
þekkt og er ástand sem gengur sér
til húðar á nokkrum árum.
Athuganir þeirra Guðna og Þór-
ólfs felast í því að bera saman
bleikjustofna á veituleið Blöndu-
virkjunar fyrir og eftir virkjun
Blöndu. Rannsóknirnar ná aftur til
1988, en vegna örra breytinga á
svæðinu segja þeir félagar að enn
muni nokkur tími líða áður en hægt
er að meta stöðuna endanlega.
í skýrslu sem unnin hefur verið
fyrir Landsvirkjun rita sérfræðing-
arnir m.a. eftirfarandi: -Vatns-
borðsbreytingar leiða til útskolunar
jarðvegsefna á svæðinu frá hæsta
til lægsta vatnsborðs. Hvernig og
hve mikil útskolunin verður er m.a.
háð lögun vatnsskálarinnar, botn-
gerð, öldugangi og miðlunarhæð.
Það sem skolast fyrst eru fínustu
agnirnar og er rofið því verulega
háð því úr hveiju bakkarnir eru
gerðir. Rofið annaðhvort skolast út
úr vatninu eða botnfellur.
Aukin framleiðsla
Og einnig stendur: -Rof á strand-
svæðum leiðir til aukinnar útskol-
unar næringarefna og því verður
áburðaraukning í vatninu og sam-
fara henni aukning í svifþörunga-
framleiðslu meðan rofs gætir.
Aukning svifþörunga er þó háð því
að gegnsæi minnki ekki vegna rofs-
ins. Samfara aukningu á svifþör-
ungum getur orðið mikil aukning á
framleiðslu dýrasvifs, auk þess sem
mikil breyting getur orðið í tegund-
arsamsetningu í því.
í framhaldi af þessu tala þeir um
að áhrif af gerð miðlunarlóna séu
einnig oft fólgin í því að í- og úr-
rensli vatna er stíflað og gönguleið-
ir fiska teppist því. Geti það skert
hrygningarskilyrði, sérstaklega
þegar urriði á í hlut. Síðan segir:
- Algengt er að fyrst eftir miðlun
verði aukning í fæðuframboði fyrir
fiska vegna aukins magns dýrasvifs
eins og framan greinir. Vaxtarhraði
og kynþroskastærð eykst. Þessi
áhrif standa meðan rofs gætir, en
tíminn sem það tekur getur verið
breytilegur."
Ékki segir það mikið um hvað í
vændum er fyrir stangaveiðimenn
á svæðinu, en síðar í skýrslunni
stendur þó þetta: - Búast má við
að sá góði vöxtur og gott holdaVfar
bleikjunnar sem nú sést í Þrístiklu,
A-Friðmundarvatni og Blöndulóni
standi ekki nema fá ár.
Og síðan: - Að framan sögðu er
sett fram sú spá að draga muni úr
heildarfískframleiðslu og kyn-
þroskastærð muni einnig minnka í
vötnunum á veituleiðinni og
Blöndulóni þegar útskolunaráhrif-
um lýkur. Stækkun Blöndulóns mun
fresta þeirri þróun um nokkur ár.“
Rétt er að taka fram, að hvergi
er þess getið að rannsóknin nái til
Seyðisár, sem rennur í Blöndu ofan
miðlunarlónsins. Fyrrum gekk í
hana sjóbleikja, en þótt tekið sé nú
fyrir aðgang að sjó, hefur bleikja
gengið úr Blöndu og Blöndulóni í
talsverðum mæli og stangaveiði
gengið vel.
Utflutningsskóli á Sauðárkróki
Hagnýtt nám
að þörfum
atvinnulífsins
Þórólfur Gíslason
SUMAR verður í fyrsta
skipti boðið upp á sum-
arnám í útflutnings-
fræðum hér á íslandi. Nám-
ið, sem fer fram í Utflutn-
ingsskólanum á Sauðár-
króki frá 10. júní til 21. júlí,
er haldið í samstarfi við
Danska útflutningsskólann
en sá skóli hefur verið
starfsræktur í sautján ár.
Lögð er áhersla á að námið
verði á háskólastigi og mið-
ist við þarfir starfsfólks út-
flutningsfyrirtækja og
þeirra sem hafa áhuga á að
leggja alþjóðlega markaðs-
setningu fyrir sig. Ákveðin
þemu verða tekin fyrir í
hverri viku en námið bygg-
ist upp á sjálfstæðum nám-
skeiðum sem haldin verða
nokkra daga í senn.
Þórólfur Gíslason á sæti
í framkvæmdanefnd Útflutnings-
skólans ásamt Þorsteini Sigfús-
syni, prófessor í Háskóla íslands
og Vilhjálmi Egilssyni, þingmanni
og framkvæmdastjóra Verslunar-
ráðs.
- Hvert er hugmyndin að út-
flutningsskólanum sótt og hver er
fyrirmyndin?
„Menn hafa verið að velta hug-
myndinni að skólanum fyrir sér í
um það bil tvö ár. Þá var farið
að skoða hvort ekki væri hægt
að nota fyrirmyndir frá útlöndum
og stofnuð var verkefnisnefnd sem
í erum við þrír, Þorsteinn, Vil-
hjálmur og ég. Sú hugmynd kom
upp að leita fyrirmynda hjá Dön-
um því þeir hafa náð mjög góðum
árangri í útflutningi og eru fræg-
ir fyrir markaðssetningu. Við
fengum skólastjóra Danska út-
flutningsskólans, sem kom hingað
til lands í boði utanríkisráðuneyt-
isins síðastliðið sumar, til að
kynna starfsemi skólans fyrir aðil-
um í viðskiptalífinu. Um tuttugu
til þrjátíu manna hópur hlýddi á
kynninguna og hugmyndin um
skóla hér á landi fékk mjög áhuga-
verðar undirtektir."
- Hvers vegna er skólanum
valinn staður á Sauðárkróki?
„Danirnir eru með sinn skóla á
Jótlandi og okkur fannst tilvalið
að athuga hvort staður eins og
Sauðárkrókur, þar sem atvinnulíf-
ið er mjög fjölbreytt, hentaði fyrir
skólann. Hér er sjávarútvegur og
töluvert unnið úr sjávarfangi og
hér er landbúnaður auk þess sem
unnið er úr landbúnaðarafurðum.
Hér er einnig nokkuð
fjölbreyttur iðnaður, til
dæmis í steinullarverk-
smiðjunni og í sútunar-
verksmiðjunni. Síðan er
hér mjög myndarleg
aðstaða í nýju bók-
námshúsi Fj'ölbrautaskóla Norður-
lands vestra. Niðurstaðan varð sú
að gera tilraun með sumarskóla
hér á Sauðárkróki og nýta þessa
góðu aðstöðu sem staðurinn, skól-
inn og heimavistin bjóða upp á.
Aðstaða til skólahalds er mjög
góð víða á landsbyggðinni og full
ástæða er til að reyna að nýta
hana yfir sumarmánuðina. Auk
þess verður símenntun æ mikil-
vægari og tilvalið að hún fari að
einhverjum hluta fram á lands-
byggðinni þar sem allar aðstæður,
skólahúsnæði og gisting, eru fyrir
hendi.“
- Verður lögð áhersla á ein-
hveija sérstaka þætti í skólanum
nú í sumar?
„I sumar ætlum við að höfða
►Þórólfur Gíslason lauk sam-
vinnuskólaprófi frá Samvinnu-
skólanum á Bifröst og stúdents-
prófi frá framhaldsdeild sama
skóla. Hann hefur starfað að
framkvæmdastjórn kaupfélaga
frá því hann lauk námi og er
nú framkvæmdastjóri Kaupfé-
lags Skagfirðinga á Sauðár-
króki og stjórnarformaður
Fiskiðjunnar Skagfirðings.
sérstaklega til sjávarútvegsins, þó
að námið verði alls ekki einskorð-
að við hann. Sjávarútvegurinn
hefur tekið miklum breytingum á
undanförnum árum og snýst ekki
lengur um það eitt að selja fisk.
íslenskt sjávarútvegsfólk er einnig
farið að selja þekkingu í sambandi
við tækni, sem og ráðgjöf, eins
og til dæmis á sér stað í Rúss-
landi, Mexíkó og Chile.
Danir hafa verið svo vinsamleg-
ir að vera okkur hjálplegir við að
skipuleggja námið og tengja það
atvinnulífinu. Þeir hafa mikla
reynslu og þekkingu sem við höf-
um notið og munum njóta en
kennarar frá Danska útflutnings-
skólanum koma og kenna í skólan-
um í sumar.
Við teljum að svona sumarnám,
sem ekki er mjög langt, geti höfð-
að til fólks í atvinnulífinu og að
það muni notfæra sér að geta
lært þessi fræði hér á landi. Við
reiknum með því að fyrirtæki
styðji starfsmenn sína og jafnvel
sendi þá í skólann auk þess sem
skólinn er opinn öllum þeim sem
hafa áhuga og hafa
stúdentspróf eða sam-
bærilega menntun. Þá
höfum við fengið vilyrði
frá fyrirtækjum um að
minnsta kosti þrjá 150
þúsund króna náms-
styrki til nemenda skólans."
- Hvernig undirtektir hefur
skólinn fengið?
„Hann hefur fengið mjög góðar
undirtektir og við erum sannfærð-
ir um að það sé mikil þörf fyrir
þennan skóla. Við erum í sam-
starfi við Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og íslenskar sjávarafurð-
ir og þeir munu styðja við bakið
á okkur hvað varðar kennslu og
ýmislegt annað. Síðan höfum við
líka átt viðræður við utanríkis-
ráðuneytið um að tengja skólann
við utanríkisþjónustuna eins og
Danirnir gera þannig að nemend-
ur gætu fengið að fara utan til
að sinna verkefnum erlendis. Þá
höfum við fundið fyrir velvilja frá
menntamálaráðuneytinu.“
Undirtektir
hafa verið
mjög góðar