Morgunblaðið - 24.04.1996, Page 11

Morgunblaðið - 24.04.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 11 FRÉTTIR sig inn á siglingar feijunnar. Þetta fólk er líka mjög háð vöruflutning- um á landi. Armann Leifsson, vöruflutninga- bílstjóri í Bolungarvík, hefur lengi talað á móti „vitleysunni“ eins og hann nefnir ferjuáformin. Telur hann bílfeiju við hliðina á Djúpveg- inum tímaskekkju, hún hefði getað átt við fyrir 25 árum en ekki í dag. Bendir hann á að flutningabílstjórar muni ekki nota feijubátinn. Hann muni aðeins geta tekið tvo venju- lega flutningabíla og einn aftaní- vagn að auki og fari auk þess að- eins þijá daga vikunnar. Flutning- arnir séu miklu meiri og bílarnir verði að'laga sig að þörfum kaup- enda þjónustunnar og séu því á ferðinni á öllum timum sólarhrings en geti ekki stillt sig inn á feijuna. Halldór Jónsson segir að vegur- inn í Isafjarðardjúpi sé svo slæmur að margir geti ekki hugsað sér að keyra hann. Sjálfur segist hann vera í þeim hópi og það megi vera brýnt erindi til þess að hann geri það. Hann leggur áherslu á að fólk- ið sjálft verði að fá að dæma þetta framtak. Minna til vegarins Er þá komið á tengslum hug- myndarinnar um bílfeiju á ísafjarð- ardjúp og vegabóta í Djúpinu. Þeir sem beijast á móti bílfeijufram- kvæmdunum óttast áhrif þess á fjárveitingar til Djúpvegar þegar öðrum „þjóðvegi" verður komið upp við hliðina á hinum. „Sjálfur hef ég alltaf óttast að bílfeijurekstur muni síðar bitna á fjárveitingum til vegarins," segir Gísli Eiríksson. Vegurinn frá ísafirði og að vega- mótunum upp á Steingrímsfjarðar- heiði er um 177 km að lengd. Bund- ið slitlag er frá ísafirði og töluvert inn fyrir Súðavík. 45-50 km til við- bótar er allgóður malarvegur en 60-70 km verri. Bundið slitlag er síðan frá Arngerðareyri og upp á miðja Steingrímsfjarðarheiði. Einna vérsti vegurinn í Djúpinu er 30 km kafli úr Skötufirði, um Ögur og Laugardal og inn í Mjóa- fjörð. Á síðasta ári var tekinn fyrir fyrsti hluti þess vegar, 12 km, og er fyrirhugað að leggja slitlag á hann í sumar. Vegagerðarmenn vonuðust eftir því að fá það fé sem annars færi í feijubryggjur og rekstur, að þeirra mati um 70 millj- ónir kr., til að flýta vegabótum og hugðust bjóða næsta kafla vegarins út í haust. Ef feijubryggjan verður byggð, eins og allt útlit er fyrir, frestast það til næsta árs og Gísli Eiríksson segir að lúkning þessa forgangsvegar frestist um eitt ár vegna þessa, vegurinn verði líklega búinn 1999, miðað við núverandi fjárveitingar, í stað 1998. Hver á að borga tapið? „Ég tel að við eigum að halda okkur við þá niðurstöðu sem fékkst í fyrra og leggja á hilluna öll áform um bílfeijusiglingar en taka af al- vöru á vegabótum í Djúpinu. Tilboð ráðherrans við síðustu fjárlagagerð var gott og ég vil halda mig við það,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. Skiptar skoðanir hafa verið í þingmannahópnum um málið en nú virðist Kristinn sitja einn eftir í andstöðu við feijuáformin. Það þýð- ir að varla er grundvöllur fyrir Iaga- breytingu, um að færa þá peninga sem ætlaðir hafa verið til feiju- mannvirkja til vegamála í Djúpinu. Kristinn óttast að erfiðara verði að réttlæta íjátveitingar í Djúpveg og leita eftir stuðningi annarra þingmanna við þá framkvæmd þeg- ar komin verður bílfeija í sam- keppni við veginn. Hann fullyrðir að feijuævintýrið muni kosta 300 milljónir kr. á næstu tíu árum og telur að þeir peningar myndu nýt- ast vel í Djúpveginum ef þeir rynnu þangað. Rökstyður hann þessa fjár- hæð með því að benda á framlög til Djúpbátsins nú og fyrirhugaðra brygguframkvæmda og segir óraunhæft að ætla að hægt verði að reka bílaflutningana fyrir minni styrki en nú er gert. „Hver á að borga tapið? Verður ekki komið eftir á til ríkisins?" segir Kristinn. Bendir hann á að nú þegar séu átta ónotaðar bryggjur við Djúp og óþarfi að bæta einni við. Aðspurður segist samgönguráð- herra telja að ekki komi til greina að auka ríkisstyrk til Fagranessins þótt reksturinn gangi ekki upp. „Stjórn Djúpbátsins hefur lagt mál- ið fyrir með þessum hætti og lagt áherslu á að þetta væri nægilégt," segir hann. Einar Kristinn Guð- finnsson leggur á það áherslu að eigendur Djúpbátsins, sem eru aðal- lega sveitarfélögin á svæðinu, muni bera rekstrarlega ábyrgð á starf- seminni. Hinn nýi ísafjarðarkaup- staður mun eiga meginhluta hluta- bréfanna eftir sameiningu. Að mati Kristins er enginn ávinn- ingur af bílfeiju því Djúpvegurinn sé yfirleitt fær. Þá bendir hann á að aðeins verði siglt þijá daga í viku og fólk verði þá að aka veginn hina fjóra dagana. Þá sé ekki ákveð- in áætlun yfir sumarið, þegar veg- urinn sé leiðinlegastur. „Nei, ráðið er að bæta veginn,“ segir hann. Gunnlaugur Sigmundsson, þing- maður Framsóknarflokksins, segist hafa verið þeirrar skoðunar að frek- ar ætti að leggja áherslu á upp- byggingu Djúpvegar en taka upp feijusiglingar. Það væru sér hins vegar mikil vonbrigði hvað lítið fé fengist í veginn og þegar lögð væri á það áhersla af fulltrúum sveitarfélag- anna sem væru að sam- einast um að feijan feng- ist, þótt það þýddi seinkun á vegin- um, teldi hann sig verða að beygja sig undir það. Gunnlaugur er þarna að vitna til fundar sem Halldór Jónsson, bæjarfulltrúi á ísafirði og formaður hafnarstjórnar, og Krist- ján Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri og stjórnarmaður í Hf. Djúpbátnum, áttu með þingmönn- um um málið. Halldór Jónsson telur að valið standi ekki um feiju eða veg. Bend- ir hann á að uppbygging Djúpvegar kosti nokkuð á annan milljarð króna og hún taki langan tíma. Ef bílfeiju- hugmyndirnar yrðu lagðar á hilluna þyrfti eftir sem áður að gera breyt- ingar á bryggjum í Djúpinu og eft- ir yrði hugsanlega 30 milljónir kr. sparnaður til að leggja í veginn. Sú íjárhæð skipti engum sköpum fyrir uppbyggingu Djúpvegar. Hann segir mikilvægt að hafa feiju þangað til vegurinn verður boðleg- ur. „Menn myndu sætta sig við að vera án feijunnar ef það sæi fyrir endann á framkvæmdum við veg- inn. Nú er útlit fyrir að það taki að minnsta kosti 10 til 15 ár og við erum ekki tilbúnir til að leggja það af sem við höfum við þær að- stæður,“ segir Halldór Jónsson. Halldór Blöndal segir að pening- arnir sem fara í feijuframkvæmdir verði auðvitað ekki notaðir tvisvar en hann telur þó að rekstur bílfeiju ráði engum úrslitum um uppbygg- ingu vegarins. „Ég beitti mér fyrir því að Djúpvegur kæmist á stór- verkefnaskrá. Það er eðlilegt í beinu framhaldi af Vestfjarðagöngum að tengja ísafjörð við hringveginnn," segir samgönguráðherra. Skiptar skoðanir í héraði Fram kemur hjá samgönguráð- herra og þingmönnum að það sem þeir telja eindregna afstöðu heima- manna hafi ráðið miklu um að út í feijuframkvæmdir verður farið. í þessu sambandi segir Kristinn Jón Jónsson, forseti bæjarstjórnar ísa- fjarðar, að málið hafi ekki komið til kasta bæjarstjórnar. Metur hann það svo að bæjarstjórnarmenn skiptist í tvo hópa í afstöðu sinni. Hugsanlega sé meirihluti fyrir feij- unni en ekki muni miklu. Sjálfur segist hann telja það stórt skref aftur á bak að koma upp bílfeiju á Djúpið á kostnað vegarins. Umferð- in sé svo lítil að þessar leiðir hljóti að bitna hvor á annarri. fjinni sveitarfélögin sem eru að sameinast Isafjarðarkaupstað eiga ásamt ísfirðingum flesta stjórnar- mennina í Djúpbátnum og hafa hreppsnefndirnar almennt verið taldar frekar fylgjandi bílfeijunni. Hins vegar eru miklar efasemdir í Bolungarvík og hreppsnefndin í Súðavík hefur sent samgönguráð- herra hörð mótmæli vegna fyrir- hugaðrar uppbyggingar á feiju- bryggjum. Olafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að ekki hafí verið ályktað um málið á vettvangi bæjarstjórnar og menn vilji bíða umræðna á Fjórðungsþingi Vest- firðinga næstu daga. Spurður um eigin afstöðu segist Olafur telja að Vestfirðingar hafi ekki efni á tvö- földu samgöngukerfi í Djúpinu og hann myndi frekar kjósa veginn ef feijuframkvæmdin kæmi niður á honum. Ágúst Kr. Björnsson, sveitar- stjóri í Súðavík, segir að fyrirheit stjórnvalda um öfluga uppbyggingu Djúpvegar og að veitt yrði til þess 300 milljónum kr., hafi verið megin- forsendan fyrir sameiningu þriggja hreppa þar í nýjan Súðavíkurhrepp í ársbyijun 1995 enda séu góðar samgöngur innan hreppsins einn af hornsteinum þess að byggðin hafi möguleika til að dafna. Með feijubryggjum væri umferðinni beint framhjá hreppnum, frá ísa- íjarðarkaupstað og beint í Hólma- víkurhrepp, og áherslan myndi fær- ast frá uppbyggingu vegarins. Ekki af baki dottnir Leikurinn virðist tap- aður fyrir andstæðinga bílfeijunnar með yfirlýs- ingu samgönguráðherra um að framkvæmdir við feijubryggju á Arngerðareyri og ísafirði verði boðnar út á næst- unni. Þeir eru þó ekki af baki dottn- ir enda hafa þeir á síðustu fimm árum, allt frá því ferjan kom til landsins, oft náð að snúa stöðunni sér í hag á síðustu stundu. Næsti átakapunktur er á Ijórð- ungsþingi Vestfirðinga sem haldið verður á ísafirði á morgun og föstu- dag. Tímaskekkja að hafa tvö- falt sam- göngukerfi OPNA úr kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum, sem verður meðal annars fjallað um á málþinginu í Skálholti. Málþing um tónlist o g skáldskap 17. aldar MÁLÞING um tónlist og skáldskap 17. aldar verður haldið í Skálholti í dag og á morgun, sumardaginn fyrsta. Málþingið verður sett kl. 17 í dag en meginefni þess er veraldleg- ur og trúarlegur skáldskapur 17. aldar og tónlist sem tengist honum. Verk þriggja skálda aldarinnar verða skoðuð, sr. Hallgríms Péturssonar, sr. Ólafs Jónssonar á Söndum og sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi. Að sögn Helgu Ingólfsdóttur, skipuleggjanda Málþingsins, verður fjallað um Passíusálma Hallgríms og lagboðana sem hann tilgreindi við hvern þeirra. „Það hefur vafist fyrir mönnum hvaða lagagerðir Hallgrím- ur átti við þegar hann tilgreindi lög- in með sálmunum. Margrét Eggerts- dóttir og Smári Ólason ætla að kynna hugmyndir sínar hvað þessu viðvíkur í erindum á málþinginu og Smári stjórnar söng sálmanna í Skálhoíts- kirkju á miðvikudagskvöldið." Helga segir að þótt það sé ef til vill ekki mjög mikið vitað um söngl- ist íslendinga á 17. öld þá sé það vitað að margir frábærir og gagn- menntaðir söngmenn voru uppi á þessari öld. „Einn af þeim var sr. Ólafur Jónsson á Söndum, skáld. Eftir hann liggur mikil kvæðabók sem einnig inniheldur nokkur söng- lög. Bókin er varðveitt í uppskrift Hjalta Þorsteinssonar og er álitin ein af gersemum Landsbókasafnsins. Á málþinginu mun verða fjallað um þessa bók en hún hefur mikið til leg- ið órannsökuð til þessa. Munum við Margrét Bóasdóttir einnig flytja nókkra lítt kunna sálma úr kvæða- bókinni í Skálholtskirkju í lok Mál- þingsins á sumardaginn fyrsta." Kári Bjarnason, handritavörður, og Margrét Eggertsdóttir, bók- menntafræðingur, halda tvö erindi hvort á málþinginu og sögðu í sam- tali við Morgunblaðið að megintil- gangur þess væri að leiða saman fólk af ólíkum fræðasviðum til að ræða um menningararf 17. aldarinn- ar. „Það er margt merkilegt frá þess- ari öld sem hefur orpist sandi gleyms- kunnar en það er eitt af markmiðum þessa málþings að vekja athygli á því.“ AÐALFUNDUR 1996 Aöalfundur Granda hf. verður haldinn miövikudaginn 24. apríl 1996, kl. 17:00 í matsal fyrirtækisins að Noröurgaröi, Reykjavík. DAGSKRÁ í. Venjuleg aöalfundarstörf. o o 2. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnartil að hækka hlutafé meö sölu nýrra hluta. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæöaseölar og fundargögn veröa afhent á fundarstaö. Óski hluthafar eftir að ákveöin mál veröi tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiöni um þaö aö hafa borist félagsstjórn meö nægilegum fyrirvara, þannig aö unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera þaö skriflega. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.