Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 23 LISTIR JÓHANN G. Jóhannsson í hlutverki Skúla í leikritinu Ekki svona! Sýningnm á Þremur konum stórum lýkur fyrr en ætlað var Gert að rýma húsið Síðasta sýning á Ekki svona! SÍÐASTA sýning á leikritinu Ekki svona! verður í Möguleik- húsinu við Hlemm föstudaginn 26. apríl kl. 20.30. „Ekki svona! er leiksýning sem er samin og sviðsett með það fyrir augum að vekja ungt fólk til umhugsunar um líf sitt og tilveru. í leikritinu er dregin upp raunsæ mynd af daglegu lífi unglinga með áherslu á atvik sem ýmsum kunna að þykja létt- væg en geta skipt sköpum í lífi þeirra sem málið varðar,“ segir í kynningu. „Leikritið er á létt- um nótum er fjallar þó öðrum þræði um jafnalvarleg mál og sjálfsvíg. Hvað er það sem fær ungt fólk í blóma lífsins til að grípa til svo hörmulegra örþrifa- ráða? Það er sjaldgæft að fjallað sé um þessi mál með þeim þeim hætti sem hér er gert, en um- Óður til vorsins TÓNLISTARFÉLAG ' Borgar- farðar heldur tónleika í Borgar- neskirkju á sumardaginn. Flutt verður blandað efni í tónum og texta nokkurra skálda er tengj- ast héraðinu. Á dagskránni verður meðal annars flutt efni eftir Björn Jakobsson, Halldóru B. Björnsson og Hallgrím Helgason. Kveðið verður í anda alsheijargoðans Sveinbjörns Beinteinssonar frá Draghálsi. Óður til vorsins, ljóð og tónar verður fluttur í Borgameskirkju sumardaginn fyrsta kl. 21. Flytjendur verða Kammerkór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson. Einsöngvararnir Svava Kr. Ingólfsdóttir, Eiríkur Hreinn Helgason og Harpa Harðardóttir. Rímnakveðskap flytja Sigurður Sigurðarson og Steindór Andersen. Flosi Ólafs- son les upp. Óður til vorsins verða loka- tónleikar afmælisárs Tónlistar- félags Borgaríjarðar. Söngreisla á sumardaginn fyrsta SUMARDAGINN fyrsta, stend- ur Kvennakór Reykjavíkur fyrir söngveislu í húsi kórsins á Ægisgötu 7. Þar koma fram allir þeir sönghópar sem í hús- inu starfa, alls tæplega 300 konur, ásamt gestum. Milli kl. 15.30 og 17.30 syngja Léttsveit Kvennakórs- ins, Vox feminae, Senjoriturnar og Kórskólinn, ásamt söngkon- unum Björku Jónsdóttur, Jó- hönnu Þórhallsdóttur og Mar- gréti J. Pálmadóttur og öðrum gestum. Um kvöldið frá kl. 20.30 til 23 syngur svo Kvenna- kór Reykjavíkur ásamt gestum. Handverks- sýning SNORRI Snorrason opnar sýn- ingu í Set-salnum Eyrarvegi 41 á Selfossi á morgun sumardag- inn fyrsta. Á opnuninni syngur Samkór Selfoss nokkur lög. Á sýningunni eru myndir málaðar með pastel og olíu, einnig myndir og skúlptúr úr tré og íslensku móbergi. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til 18 til 5. maí. ræðan er þó mikilvæg að margra áliti. I leikritinu er ekki boðið upp á neinar lausnir, en spurt er margra spurninga sem ræða má að sýningu lokinni." Höfundar Ekki svona! eru þeir Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son og Pétur Eggerz. Tónlist gegnir einnig þýðingarmiklu hlutverki í sýningunni, en höf- undur hennar er hinn kunni tón- listarmaður Björn Jr. Frið- bjömsson. Leikendur em: Jó- hann G. Jóhannsson, Alda Am- ardóttir, Bjami Ingvarsson, Bjöm Jr. Friðbjömsson, Einar Rafn Guðbrandsson, Ellert A. Ingimundarson, Erla Ruth Harð- ardóttir, Ingrid Jónsdóttir og Óskar Ögri Birgisson. Leikmynd hannaði Jón Þórisson og leik- stjóri er Pétur Eggerz. Sýningin Ekki svona! er unnin í samvinnu Möguleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur með stuðningi frá menntamálaráðu- neytinu, Biskupsstofu og Land- læknisembættinu. SYNINGUM á leikverki Edwards Albee, Þijár konur stórar, þarf að ljúka um miðjan maí vegna samn- ings sem sumarleikhúsið Ligt Nights hefur um afnot af Tjarnarbíói, þar sem sýningar fara fram. Þorsteinn M. Jónsson fram- kvæmdastjóri Kjallaraleikhússins sem sýnir verkið, segir samninginn sæta furðu og vera ákaflega óheppi- legan fyrir leikhúsið þar sem aðsókn hafi verið góð og hefðu sýningar því að óbreyttu staðið mun lengur. Furðulegur samningur „Forsvarsmenn Light Nights, sem hefur um langt skeið staðið fyrir leikrænum myndasýningum fyrir ferðamenn, komu hér fyrir skömmu og tilkynntu að við þyrft- um að rýma húsið um miðjan maí. Þessar fregnir komu okkur í opna skjöldu og töldum við eðlilegt að hægt væri að hafa samstarf, þannig að tvær sýningar væru í húsinu samhliða, en forkólfar Light Nights voru fráleitt á þeirri skoðun. Var meðal anriars því borið við að ferða- mannasýningin krefðist naglfastrar leikmyndar, þannig að allt samstarf væri útilokað. Við könnuðum málin og það virðist vera svo, einhverra hluta vegna, að Light Nights hafi óskorað eignarhald á húsinu frá maf og fram í ágústlok. Þetta er furðulegur samningur að mínu viti og einkennilegt að einn aðili hafi slíkan rétt gagnvart húsinu, að öðr- um sé gert ókleift að vinna þar einn- ig,“ segir hann. Þorsteinn segir öll tormerki á að finna ásættanlegt húsnæði fyrir leiksýningu Kjallaraleikhússins með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni, og því sé fyrirséð að sýn- ingum verði að hætta um miðjan maí, þegar „næturnar björtu úthýsa okkur endanlega," segir hann. „Aðsókn hefur verið allgóð og áhugi mikill þannig að okkur fellur þetta afar þungt, en getum því miður ekki deilt við þá aðila sem flagga margstimpluðum plöggum um alvald á Tjarnarbíói. Eina ráðið er að hvetja leikhúsgesti til að hafa hraðann á áður en við neyðumst til að taka saman föggur okkar,“ seg- ir Þorsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.