Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DAGUR BOKAR GÆR VAR alþjóðlegur dagur bóka og höfundaréttar. Það er UNESCO, sem stendur fyrir því að 23. apríl ár hvert verði slíkur dagur. Það er vel til fundið að efna til slíks við- burðar til þess að vekja athygli á bókum og vekja áhuga á bókum. Bókaútgáfa er mjög blómleg víða um lönd. Bókaútgefend- ur og bóksalar hafa leitað nýrra leiða til þess að selja bæk- ur og hefur á margan hátt tekizt vel. Nú er jafnvel svo komið, að í sumum löndum eru bókabúðir svo vel búnar, að ferðamenn sækjast beinlínis eftir því að heimsækja þær og á það ekki sízt við um bókaverzlanir í stórborgum Bandaríkj- anna. Við íslendingar lítum gjarnan svo á að við séum með mestu bókaþjóðum í heimi. Það verður að draga í efa að svo sé. Beggja vegna Atlantshafsins er mikið gefið út af merkum bókum, bæði bókmenntaverkum, sagnfræði, bókum um þjóð- félagsmál og önnur málefni. Okkar útgáfustarfsemi jafnast ekki á við það, sem sjá má annars staðar nema á takmörkuð- um sviðum, einfaldlega vegna þess að smæðar okkar vegna höfum við ekki burði til slíkrar útgáfustarfsemi. Bóksölulistar hafa vakið spurningar í hugum margra um bókasmekk bókmenntaþjóðarinnar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að í flestum nálægum löndum eru metsölubækur reyfarar af ýmsu tagi eða einhvers konar handbækur, sem eru fremur dæmi um snjalla markaðssetningu en merkilegt innihald. En hvað sem því líður fer ekki á milli mála, að bókaútgáfa er blómleg bæði austan hafs og vestan og spá- dómar um að bókin mundi líða undir lok með tilkomu nýrra fjölmiðla á borð við sjónvarp eða myndbönd hafa ekki reynzt á rökum reistir nema síður væri. Margt í bókaútgáfu á íslandi er mjög vel gert. Bækur eru betur gefnar út en áður, þ.e. frágangur þeirra er betri. Ánægjulegt er að sjá hversu mörg erlend bókmenntaverk eru að koma út í íslenzkum þýðingum. Útgáfur á borð við Vídalínspostillu og Grágás eru útgefendum til sóma, svo að nýleg dæmi séu nefnd. Tæpast fer hins vegar á milli mála, að mörg bókaforlög eiga erfitt uppdráttar, sem leiðir aftur til þess, að höfundar eiga erfitt með að koma verkum sínum á framfæri. Þótt ný tækni hafi að vísu léitt til þess, að það er auðveldara fyrir unga höfunda að standa að útgáfu eigin bóka, breytir það ekki því, að eftir því, sem þeim forlögum fækkar, sem hafa eitthvert bolmagn, verður erfiðara fyrir höfunda að fá verk sín gefin út. Raunar er ljóst, að sum forlög gefa bókmennta- verk út, þótt fyrirsjáanlegt tap sé á þeirri útgáfu en greiða tapið með útgáfu á margvíslegu léttmeti. Hinn takmarkaði sölutími bóka er líka áhyggjuefni. Bók- sölulisti, sem birtist í menningarblaði Morgunblaðsins sl. laugardag yfir sölu bóka fyrstu tvo mánuði ársins sýnir að bóksala er afar takmörkuð á þeim árstíma, svo að ekki sé meira sagt. Þá er ekki ljóst hvaða áhrif mikil umbrot í smá- sölu bóka eiga eftir að hafa. Þau umbrot eru að vísu ekki einskorðuð við ísland. Nákvæmlega það sama er að gerast í Bretlandi og raunar víðar. Þótt alls kyns nýir fjölmiðlar ryðji sér til rúms, sjónvarp, myndbönd, alnet o.s.frv. er alveg ljóst að tími bókarinnar er ekki liðinn. Þvert á móti er ástæða til að ætla að það yfirborðslega léttmeti, sem hinir nýju miðlar hafa upp á að bjóða auki þörf fólks fyrir alvarlegra efni eins og bækur. Stjórnvöld geta með ákvörðunum sínum dregið úr bókaút- gáfu eða ýtt undir hana. Það ætti að vera grundvallarstefna stjórnvalda að stuðla að öflugri bókaútgáfu í landinu. Það ætti að vera grundvallarþáttur í menningarpólitík hverrar ríkisstjórnar að stuðla að blómlegri bókaútgáfu. í þeim efn- um hafa stjórnvöld gert margt vel og annað síður eins og gengur. Við íslendingar eigum að líta á það sem metnaðarmál að verða sú bókaþjóð, sem við viljum vera og teljum okkur stund- um vera. En til þess þarf þjóðin að kaupa bækur og líka á öðrum árstíma en bara fyrir jólin. Sennilega geta fjölmiðlar með breyttri og líflegri umfjöllun um bækur en hér hefur tlðkazt átt drjúgan þátt I þvi, að svo verði. En fyrst og fremst eru það þó bókaútgefendur og bóksal- ar, sem þurfa að laga starfshætti sína að nýjum og breyttum tíma eins og þeir hafa raunar gert með áberandi hætti á undanförnum árum. Þeir þurfa t.d. með einhverjum hætti að gera eldri útgáfur aðgengilegri fyrir almenning en nú er. Það er að vísu ekkert séríslenzkt fyrirbæri. Nýir miðlar á borð við alnetið geta hugsanlega auðveldað bókaforlögum og bóksölum að hafa eldri útgáfur á boðstólum án þess að þær fylli dýrmætt hillupláss í verzlunum. Það þarf að nýta hina nýju miðla í þágu bókanna í stað þess að líta á þá, sem keppinauta bókanna. Andstaðan við stækkun NATO MEGINMÁLIÐ er ekki hvort Pólveijar eða Tékkar fá aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, áhersluna ber að leggja á að treysta samkipti Rússa og Vesturveldanna, segir Trenín. Þau eru sjálf undirstað- an og vestrænir ráðamenn eiga ekki að stofna þeim í hættu með skyndiák- vörðunum um stækkun til austurs, þótt fulltrúar Mið- og Austur-Evrópu- ríkja knýi á dyrnar. Engu skiptir hvort tínd eru til fleiri rök, Rússar skynja stækkun sem ógnun og finnst sem verið sé að segja þeim að Vesturveld- in líti á þá sem mögulega óvini. Trenín segir að taka verði tillit til sálfræðilegra staðreynda og þeirra snöggu og geysilega erfiðu umskipta sem Rússar þurfi nú að kljást við. Eftir nokkur ár geti staðan hafa breyst, andstaðan hafa minnkað en það fari mjög eftir því hvort stjórn- völdum takist að bæta efnahags- ástandið og draga úr glæpafárinu. Trenín flutti erindi um þessi mál á hádegisverðarfundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs á laug- ardag. Hann sagði Rússa viðkvæma gagnvart öllu sem snerti stolt þeirra, hrun heimsveldisins hefði verið þungt áfall sem þeir væru ekki enn búnir að sætta sig við. Það sé úrslitaatriði hvort Rússar muni reyna að öðlast á ný fyrri stöðu sem stórveldi með því að beita sér á efnahagssviðinu eða veðja á hernaðarmátt sinn í þeim efn- um. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Trenín og spurði hann hvort það hefði getað orðið kosningamál í Rúss- landi ef íslendingar hefðu tekið rúss- neskan togara sem nýlega var staðinn að veiðum innan fiskveiðilögsögunn- ar. „Ég held að það sé gott að ekki var gert mikið veður út af þessu,“ svaraði hann. „Svona atburðir hljóta öðru hverju að gerast. Stundum finnst manni að í baráttunni fyrir forseta- kosningarnr séu engin takmörk fyrir því sem sumir geri til að koma boð- skap sínum á framfæri við kjósendur. Ég myndi ekki útiloka að þetta hefði getað gerst.“ Erfið samskipti við grannþjóðir Fyrir rússneska ráðamenn er um mikið tilfinningamál að ræða þegar fjallað er um stækkun NATO og mis- tök gætu valdið alvarlegri kreppu í alþjóðamálum, að sögn Treníns. Fengju A-Evrópuþjóðir á borð við Pólveija, sem áður voru undir járnhæl Sovétríkjanna, aðild myndu t.d. marg- ir Rússar álíta brýna þörf á að hindra aðild Eystrasaltsþjóðanna að banda- laginu og þær myndu á hinn bóginn leggja ofurkapp á aðild. Vítahringur gæti myndast, „fái Austur-Evrópuríkin skyndilega aðild að NATO gætu afleiðingarnar fyrir samskiptin við Vesturlönd orðið svip- aðar og af sigri Zjúganovs í forseta- kosningunum, jafnvel þótt sjálfur sig- urvegarinn yrði annar maður“. Spurt var hvort litlar grannþjóðir Rússa ættu ekki að ráða því sjálfar hvað þær vildu í þessum efnum. „Það er af augljósum ástæðum, sögulegum og sálfræðilegum, erfitt fyrir Rússa að eiga góð samskipti við smáþjóðirn- ar á jaðri ríkisins. Við vorum áður heimsveldi og þurftum við venjulegar aðstæður aðallega að fást ---------- við stórþjóðirnar. í okkar augum var ekki um að ræða neitt land á borð við t.d. Noreg eða Danmörku, við veltum fyrir okkur .............. NATO og Bandaríkjunum. Við hugs- uðum heldur ekki um Pólland sem sérstakt land. Miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins annaðist þau mál ef svo má segja. Það er því nokk- urt andlegt átak fyrir okkur að líta á þessi lönd sem sjálfstæð ríki. Við þurfum tíma til að þróa með okkur skynsamlega stefnu gagnvart þessum löndum". Trenín sagði aðspurður að hægt væri að velta fyrir sér tímasetning- unni í þessum efnum, hvort hægt yrði að íhuga stækkun einhvern tíma síðar þegar Rússar væru búnir að jafna sig betur á þeim hrikalegu umskiptum sem orðið hefðu síðustu árin, þegar þeir væru búnir að skil- greina hagsmuni sína betur og fá aukið sjálfstraust. En ástandið í rúss- neskum stjórnmálum væri viðkvæmt Morgunblaðið/Kristinn DMÍTRÍ Trenín, sem varð fyrsti fyrrverandi liðsforinginn í her Sovétríkjanna gömlu til að á varpa fund Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Tilfinningamál fyrir Rússa Það skiptir ekki öllu hvort Rússum stafar raunveruleg ógn af stækkun NATO, þeim fínnst það og líta svo á að verið sé að ein- angra þá og hundsa. Þess vegna ætti að fara mjög varlega í þessum efnum núna, segir Dmítrí Trenín, lektor við Vamarmálaháskól- ann í Moskvu og fyrrverandi ofursti í Sovét- hemum, síðar rússneska hemum, í viðtali við Kristján Jónsson. Meiri Kætta á upplausn en afturhvarfi núna, andstaðan við útþenslu NATO væri hörð í öllum flokkum og myndi hafa mikil áhrif á stefnuna í utanrík- is- og varnarmálum. Herinn gæti t.d. sagt að nauðsyn- legt væri að treysta landamærin með auknum kjarnorkuvörnum. Á sviði hefðbundinna vopna væru þeir nú mjög illa staddir vegna fátæktar, aga- leysis og féiagslegrar upplausnar. Lægi beint við að bæta sér þann veik- leika upp með kjarnavopnum. Spurt var hvort ekki væri eðlilegt að smáþjóðirnar á vestuijaðri Rúss- lands óttuðust framtíðina vegna ótryggs ástands í rússnesku stjórn- málum. Trenín sagðist telja að Eystra- saltsríkin ættu að tryggja öryggi sitt með aðild að Evrópusambandinu og ef til vill síðar með samstarfi við _________ Vestur-Evrópusambandið. Þannig gætu þau með tím- anum komist alla leið í NATO. Kosið um kerfi? Trenín sagði væntanlegar forseta- kosningar í Rússlandi geta orðið af- drifaríkar, ef til vill væru menn ekki aðeins að velja á milli manna heldur stjórnkerfa. Hann sagði Tsjetsjníu- stríðið valda Borís Jeltsín forseta miklum vanda en hann hefði sýnt mikla seiglu og kænsku og væri sig- urstranglegur. Klókindalegar ögranir Jeltsíns hefðu átt sinn þátt í að Dúman sam- þykkti að lýsa upplausn Sovétríkjanna ógilda. Sér væri kunnugt um að Gennadí Zjúganov, leiðtoga kommún- ista, hefði komið mjög á óvart að svo langt skyldi vera gengið, hann hefði alls ekki ætlað sér að gera annað en nota umræðurnar til að minna von- svikna kjósendur á stórveldisstíma Sovétríkjanna burtsofnuðu. Jeltsín hefði tekist að láta kommúnista koma fram sem öfl ábyrgðarleysis. Trenín segist telja nær útilokað að kosningunum verði frestað eða þeim aflýst og það sé í sjálfu sér mikill áfangi að ekki verði beitt slíkum að- ferðum en lýðræðið látið hafa sinn gang. Hann segir óljóst hver sé í reynd mestu ráðandi í kommúnistafiokkn- um, hvort þar séu tiltölulega hófsam- ir menn á borð við Zjúganov eða þeir sem „ekkert hafa Iært og engu gleymt“. Innbyrðis átök séu mikil í flokknum um stefnuna. Sumir séu þar fullir hefndarþorsta yfir því að hafa misst af tækifærum til að komast að kjöt- kötlunum eftir að markaðsumbætur hófust. Meiri hætta sé á upplausn og ráðleysi ef Zjúganov sigri en raun- verulegu afturhvarfi til gamalla stjórnhátta en hægt sé að valda miklu tjóni með vanhugsuðum efnahagsað- gerðum. Zjúganov þurfi ekki að óttast emb- ættismannakerfið, nóg sé að skipta um nokkur þúsund manns í efstu lög- um þess, „hinir verða stuðningsmenn hans daginn eftir kosningarnar ef Zjúganov sigrar". Trenín álítur að kommúnistar gætu í versta falli siglt öllu í strand á nokkrum mánuðum vegna lélegra ráðgjafa og freistast til að búa til óvini í mynd Vesturlanda og alþjóðastofnana á borð við Alþjóða- gjaldyerissjóðinn, kennt þeim um. Hættan á uppreisn eða valdaráni af hálfu hersins segir Trenín að sé ekki mikil. „Ástandið þar er slæmt en ekkert mikið verra en það var“. Hann gerir ekki ráð fyrir að átökunum í Tsjetsjníju ljúki fyrir forsetakosning- arnar 16. júní og ljóst sé að Tsjetsjen- ar muni ekki fá uppfyllta kröfu sína um algert sjálfstæði. Hann segir að skortur á samhæf- ingu hinna ýmsu hersveita sé helsta ástæðan fyrir óförunum í Kákasus- héraðinu. Þar berjist liðsmenn land- hers og fallhlífasveita Rússlands, her- sveitir innanríkisráðuneytisins og sveitir á vegum stjórnvalda Rússa í héraðinu og grannhéruðum. Vopn fái skæruliðar víða að, þeir noti einkum birgðir sem Sovétherinn átti á þessum slóðum og þeir hrifsuðu til sín. Ekki sé útilokað að þeir kaupi vopn af verk- smiðjum í Rússlandi með aðstoð milli- liða. Auk Tsjetsjníju sé helsti vandi Jeltsíns heilsuleysið, hörð kosninga- barátta muni reyna mjög á hann og sigur geti orðið dýrkeyptur. Forsæt- isráðherra Rússlands er jafnframt varaforseti landsins. Rætt hefur verið um að Jeltsín myndi láta Víktor Tsjernomýrdín, sem nú gegnir emb- ættinu, róa eftir kosningar og skipti þá miklu hver arftakinn yrði, að sögn Treníns. Óraunhæfar væntingar brugðust Trenín var spurður hvers vegna sambúð Rússlands og Vesturveldanna hefði versnað svo mjög síðustu árin, hvers vegna væntingarnar hefðu brugðist. „Ég hygg að þessar vænt- ingar og vongleði hafi fremur byggst á óskhyggju en raunverulegu mati á nýjum aðstæðum. Við héldum að það væri mjög auðvelt að hverfa frá árekstrum, jafnvel stríði, yfir í sam- starf bandamanna eða eitthvað sem líktist slíku milli Rússa og Vesturveld- anna. Þetta er afar löng leið og ef til vill náum við aldrei alla leið en verðum að sætta okkur við málamiðlun. Þetta var skyndihrifning og hvað okkur snertir held ég að þetta hafi að miklu leyti verið sú hugmynda- fræði sem lá að baki stefnu Andrejs Kozyrevs utanríkisráðherra. Ég tel að hún hafi ekki verið mjög heppileg fyrir Rússland. Kozyrev gekk of langt til móts við vestræn viðhorf og gróf þannig undan grundvelli traustra samskipta Rússa og Vesturlanda. Það sem við erum vitni að núna er að mörgu leyti viðbrögð við stefnu Koz- yrevs, einkum fyrstu árin. Hann átti við flókin mál að stríða. Sjálfur tel ég eins og hann að Rúss land sé í aðalatriðum evrópskt ríki er nái alla leið að Kyrrahafi. En þetta merkir ekki sjálfkrafa að Rússland sé vestrænt land, það er það ekki og mun aldrei verða. Við getum harmað þessa staðreynd en hún er þarna samt. Það er enn langur vegur framund- an, við höfum vísi að lýðræði í Rúss- landi og vonandi tekst að treysta það í sessi, það gæti jafnvel unnist fulln aðarsigur á fyrri hluta komandi ald M ALAVEXTIR voru þeir að hinn 7. september 1993 gaf Hafald hf. i Garði út skuldabréf til Endurskoðunarmiðstöðvarinnar Coopers og Lybrand hf. sem tryggt var með veði í báti Hafalds hf., Ás- bergi KE-111, og veiðiheimildum sem honum fylgdu. Tekið var fram í skuldabréfinu að óheimilt væri að selja veiðiheimildirnar án samþykkis veðhafa. í október 1994 seldi Hafald hf. veiðiheimildirnar af bátnum fyrir milligöngu Kvótabankans hf. Á þinglýsingarvottorði sem gefið var út fyrir söluna kom ekki fram sú kvöð að sala aflaheimildanna væri takmörkuð. í janúar 1995 var báturinn seldur nauðungarsölu og fékk Endurskoðunarmiðstöðin Coop- ers og Lybrand hf. þá ekkert greitt upp í kröfu sína. Var þá í kjölfarið höfðað mál á hendur eigendum báts- ins Gunnars Ársælssonar en veiði- heimildirnar höfðu verið fluttar þangað. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kveðnum upp af Sigurði Halli Stef- ánssyni héraðsdómara er vitnað í 1. gr. 1. nr. 38/1990 um stjórn fisk- veiða þar sem segir bæði að nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimildum. Síðan segir: „Aflamarkskerfið fel- ur í sér aðferð við veiðistjórnun, er miðar að takmörkun atvinnuréttinda sem bundin eru við fiskveiðar, og birtist gagnvart hinum einstöku fiskiskipum og útgerðarmönnum þeirra í formi ákvarðaðra aflaheim- ilda. Þær eru að grundvelli neikvæðr- ar merkingar og fela í sér að veiðar eru ekki heimilar umfram tiltekin mörk, að viðlögðum refsingum og öðrum viðurlögum, andstætt því sem hefur gilt um fiskveiðar utan netlaga frá þjóðveldisöld til allra síðustu ára. Samkvæmt þessu og með vísun til hinna stefnumótandi yfírlýsinga í 1. gr. laga nr. 38/1990 telst aflahlut- deild skips ekki til eignarréttinda og getur þegar af þeirri ástæðu eigi verið fylgifé með skipi eða veðandlag ásamt því.“ Þessu til frekari stuðnings byggir dómurinn á því að í frumvarpi til laga um samningsveð, sem lagt hafi verið fyrir Alþingi árið 1993, hafi verið ákvæði þess efnis að heimilað yrði að semja í veðbréfi um að veð- réttur næði einnig til veiðiheimilda skips sem sett væri að veði. Heimild- arákvæði þetta hafi nú verið fellt út úr frumvarpinu. Ekki sé heldur í 1. nr. 38/1990 að finna heimild til að veðsetja aflaheimildir með fiski- skipum. Loks vitnar dómurinn til þess að í greinargerð með 1. nr. 38/1990 segi að ekki sé gert ráð fyrir að samþykki þeirra, sem öðlist veðrétt í skipi eftir gildistöku laganna, þurfi til flutnings aflahlutdeildar og verði þeir veðhafar því að tryggja með öðrum hætti að veð þeirra rýrni ekki. Eigendur Gunnars Níelssonar voru því sýknaðir af kröfu um að viðurkenndur yrði veðréttur Coopers og Lybrand í veiðiheimildum bátsins. Dómurinn slær því föstu í fyrsta lagi að aflahlutdeild skips teljist ekki til eignarréttinda og í ____________ öðru lagi að ekki sé hægt að veðsetja veiðiheimildir. Þessar forsendur dómsins er fróðlegt að bera saman við fræðiskrif um efnið. Svo vill til að tímaritið Úlfljótur birti síðastliðið haust nokkrar stuttar greinar um eðli og inntak aflaheimilda sem koma ein- mitt inn á þessi tvö atriði. Lýtur kvóti eignarrétti? Það sem veldur mestum vafa við ákvörðun þess hvers konar réttindi kvótaúthlutun veiti mönnum eru fyr- iivararnir í 1. gr. 1. nr. 38/1990 sem fyrr er getið, þ.e. að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiði- heimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Rauði þráðurinn í þeim greinum sem Úl- fljótur birti um efnið er sá að annað- hvort séu fyrirvarar þessir merking- Kvótadómur kemur áóvart Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um veðsetningu aflaheimilda hefur vakið þó nokkra athygli, skrifar Páll Þórhallsson. Dómurinn byggir á fyrirvörum 1. gr. laga um stjóm fískveiða sem fræðimenn hafa hingað til gert sem minnst úr. Morgunblaðið/Ámi Sæberg KARFATROLLIÐ tekið um borð. Viðtekin fræðiviðhorf ganga í aðra átt arlausir eða að skýra beri þá þröngt. Tunglið sé kringlótt og verði ekki ferkantað við það að lög mæli svo. Útgerðarmenn eigi veiðiheimild- irnar og verði almennt talað ekki sviptir þeim bótalaust. Þó myndu þeir verða að una því ef veiðar yrðu gefnar fijálsar, þ.e. sérréttindi þeirra til veiða numin úr gildi, sem og til- teknum almennum takmörkunum. Hjá Sigurði Líndal prófessor kem- ur fram það viðhorf að 1. málsliður 1. gr. laga nr. 38/1990 um að nytja- stofnarnir séu sameign þjóðarinnar hafi enga merkingu aðra en þá að árétta þá fornu reglu að utan net- laga (ná 115 m út frá fjörumáli) megi allir veiða að ósekju. Fiskur í sjó geti nefnilega hvorki verið í einkaeign né sameign samkvæmt viðurkenndum skilningi á þessum hugtökum. Skúli Magnússon dómarafulltrúi telur að fiskveiðiréttur í sjó njóti að öllum likindum verndar 72. gr. stjórnarskrár (áður 67. gr.) sem at- vinnuréttur jafnvel þótt aflaheimild- irnar sem slíkar teldust ekki eign. _________ 3. málsliður 1. gr. 1. nr. 38/1990 haggi þessu ekki. Eftir því sem kvóta- kerfið festist betur í sessi hljóti heimildir löggjafans til að kollvarpa því bóta- laust að þrengjast. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. segir að aflahlutdeild sem skipi hefur verið úthlutað uppfylli öll skilyrði fyrir því að njóta verndar eignarná- msákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinn- ar. Um sé að ræða réttindi sem hafi fjárhagslegt gildi í höndum tiltek- inna manna, enda gangi þau kaupum og sölum. Telur hann að 3. ml. 1. gr. 1. nr. 38/1990 standi þessu ekki í vegi. Nærtækast sé að skýra ákvæðið svo að menn verði að sæta því bótalausl að takmarkanir á heim- ildum til veiða verði felldar niður. „Ef á hinn bóginn yrði talið að hugtakið „eignarréttur“ hefði þarna þá sömu almennu víðtæku merkingu og í (72.) gr. stjórnarskrárinnar, tel ég að ákvæðið standist ekki, þar sem löggjafinn getur ekki ákveðið í ai- mennum lögum, að réttindi sem upp- fylla öll hin almennu efnislegu skil- yrði til að geta talist eign í skilningi stjórnarskrárinnar skuli ekki njóta verndar samkvæmt (72.) gr.,“ segir Jón Steinar. Má veðsetja kvótann? í Úlfljóti er einnig fjallað um veð- setningu kvóta. Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, bendir á að ákvæði til bráðabirgða V í 1. nr. 38/1990 verði ekki skilið öðruvísi en svo að heimilt sé að veðsetja skip með kvóta. Veðheimildin hafi því verið fyrir hendi í lögum frá árinu 1990. Það hafi komið á óvart að menn skyldu mótmæla því er frum- varp til veðlaga var lagt fram þar sem tekið var fram að semja mætti um að veðréttur næði einnig til afla- heimilda. Þorgeir Örlygsson, prófessor í eigna- og veðrétti, er svipaðrar skoð- unar: „Á hinn bóginn verða ákvæði laganna tæpast túlkuð á þann veg, að veðsetning aflahlutdeildar sé eftir gildistöku laganna ekki ___________ heimil, enda er slík lög- skýring ekki í samræmi við réttarframkvæmd hér á landi eftir gildistöku laga nr. 38/1990.“ Síðar segir hann: ,Þar sem veðsetning er ráðstöfun að lög- um, sem að öllu jöfnu gengur skemmra en framsal, er eðlilegt, að veðsetning aflahlutdeildar fiskiskips sé heimil. Má í raun segja, að það væri óeðlilegt misræmi í löggjöf, að handhafar tiltekinna réttinda eins og aflahlutdeildar geti framselt rétt- indin og fénýtt sér þau með þeim hætti, en að þeir geti ekki fram- kvæmt þær ráðstafanir, sem skemmra ganga, í þessu tilviki veð- sett þau.“ Réttaróvissa? Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem hér hefur verið til umfjöllunar stangast samkvæmt framansögðu á við viðtekin fræðiviðhorf. En fræði- viðhorf jafngilda ekki lögum. Á meðan ekki liggur fyrir dómur Hæstaréttar um veðsetningu kvóta má því segja að nokkur óvissa ríki um veð í skipum og veiðiheimildum þeirra. Hæstiréttur hefur reyndar þurft að dæma í málum þar sem kvótinn var bitbein manna þótt ekki reyridi á sömu atriði og hér hafa verið til umfjöllunar. í dómi Hæstaréttar í Hrannarmálinu svokallaða, H 1993.2061, þar sem reyndi á skatta- lega meðferð kvótans segir þannig: „Aflahlutdeild skips ræður mestu um það magn, sem í þess hlut fell- ur. Er því um að ræða fémæt rétt- indi. Þeir, sem þeirra njóta, hafa ekki að lögum tryggingu fyrir því, að þeir geti síðar notað aflahlutdeild- ina til tekjuöflunar, en á grundvelli reynslu og spár um, hvað verða muni í fiskveiðum, eru kaup engu að síður gerð, eins og þetta dóms- mál sýnir.“ í nýlegum dómi, kveðnum upp 18. janúar síðastliðinn, kom það viðhorf fram í sératkvæði Péturs Kr. Haf- stein hæstaréttardómara að úthlutun veiðiheimilda skapaði ekki eignarrétt yfir þeim, sem varinn væri af eignar- réttarákvæðum stjórnarskrárinnar, enda væru nytjastofnar á ísland- smiðum sameign íslensku þjóðarinn- ar skv. 1. gr. 1. nr. 38/1990. Meiri- hlutinn tók ekki afstöðu til þessa atriðis. í þessum tveimur tilvitnunum virðist lögð áhersla á þá óvissu sem bundin er við úthlutun veiðiheimilda^ Viðhorfið sýnist vera það að kvótinn sé ekki eign í hefðbundnum skiln- ingi. Þessi gögn eru þó allt of fátæk- leg til að gegna öðru hlutverki en vera eilítil vísbending um afstöðu Hæstaréttar. Samt má segja að Hæstiréttur hafi gefið tóninn um að fyrirvararn- ir í 1. gr. 1. nr. 38/1990 séu ekki merkingarlausir með öllu. Títtnefnd- ur héraðsdómur fær því stuðning að því leytinu. Spurningin er hvort það þurfi samt að ganga svo langt að lýsa gerninga þar sem menn semja um að veðsetja veiðiheimildir sínar marklausa. Dómurinn sýnir hve mörgum spurningum er ósvarað um lagalega þýðingu kvótans og það hróplega ósamræmi sem er milli framkvæmd- arinnar annars vegar þar sem kvót- inn gengur kaupum og sölum, erfist og er skattlagður og veðsettur eins og hver önnur fémæt réttindi og 1. gr. laganna hins vegar þar sem seg- ir að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði. Pólitíkin Ekki dregur það úr óvissunni hve hér er um eldfim pólitísk úrlausnar- efni að ræða sem dómstólar vildu sjálfsagt fremur að Alþingi réði til lykta. Það hefur Alþingi ekki gert og því koma málin til kasta dómstól- anna. Á þeirra herðum lendir að taka ákvörðun um grundvallarmál- efni sem hafa gífurlega fjárhagslega þýðingu fyrir íjölmarga aðila en Al- þingi hefði fyrir löngu átt að vera búið að afgreiða. Eins og kunnugt er hefur frum- varp til veðlaga beðið afgreiðslu svo árum skiptir einmitt vegna ákvæðis- ___________ ins um veðsetningu afla- heimilda. Dómstólarnir geta þá lent út á þá braut að fara að byggja niðúr- stöðu sína á breytingu sem gerð hafi verið á frumvarpi sem þó hefur Leita dyrum og dyngjum að pólitískri leið- sögn ekki enn verið afgreitt sem lög. Sem- sagt; það er ekki verið að skyggnast eftir réttri skýringu á gildandi laga- texta eins og venjulega þegar vitnað er í breytingar á frumvarpi í meðför- um Alþingis, heldur leita dyrum og dyngjum að pólitískri leiðsögn. Þetta minnir á skinkudóminn fræga, H 1994.79, þar sem ekki var síður um pólitískt hitamál að ræða, og minniluti Hæstaréttar greip til þeirrar óvenjulegu lögskýringarað- ferðar að leita löggjafaiviljans í ummælum þingmanna sem féllu eft- ir samþykkt lagafrumvarps. Höfundur er héraðsdómslögmaður og hcfur starfað scm blaðnmuður á Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.