Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 33 OLAFUR E. ÓLAFSSON + Ólafur Eggert Ólafsson, fv. kaupfélagssljóri frá Króks- fjarðarnesi, var fæddur á Vals- hamri í Geiradalshreppi 30. janúar 1918. Hann lést í Borg- arspítalanum 11. april síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 19. apríl. Þegar komið er að kveðjustund, langar mig til að minnast nágranna míns, Ólafs E. Ólafssonar með nokkrum orðum. Ég mun hafa ver- ið um átta ára gömul, þegar ég fyrst heyrði talað um Ólaf í Króks- fjarðarnesi. Rúmum tuttugu árum síðar var það mér og dóttur minni mikil gæfa að flytja í sama hús og þau hjónin, Ólafur og Rikka. A þeirra heimili vorum við ætíð vel- komnar; jafnvel þegar bamabömin voru í heimsókn þótti þeim engin fyrirhöfn að fá eitt bam til viðbót- ar. Og Ólafur hafði oft á orði við dóttur mína að hún væri jafnvel- komin þó að þau hjónin væm ein heima. Það voru þau raunar ekki oft. Ég held að það hafi varla liðið sá dagur öll þessi ár að ekki hafi eitt eða fleiri barna þeirra eða bamabarna komið í heimsókn. Hann var mikill afi í sér og afabörn- in em enn að fæðast, lítil stúlka tæplega fjögurra vikna og eitt barnabarn er rétt ófætt þegar þetta er skrifað. Ólafur vann um skeið hjá Rauða krossi íslands og hafði umsjón með starfsemi í Múlabæ og Hlíðabæ. Hann fékk ýmsa tónlistarmenn til að koma á þessa staði báða að stytta vistmönnum stundir og var ég með- al þeirra. Ég kynntist Ólafi sem einstak- lega ljúfum manni. Hann var oft kíminn og þá ljómuðu augun með, en hann gat líka verið einlægur og alvarlegur. Ég minnist samtals okk- ar á haustmánuðum. Þá hafði dótt- ursonur hans núverið gengið í gegn- um erfið veikindi og Ölafur var svo þakklátur læknum og öðm starfs- fólki sjúkrahússins. Þá hefur hann sjálfur verið orðinn veikur af þeim sjúkdómi sem læknavísindin fá enn ekki við ráðið. Rikka hefur sýnt mikið æðmleysi frá því að Ólafur veiktist. Börn þeirra og tengabörn hafa veitt henni og þeim báðum mikinn stuðning. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur frá mér og Valdísi Guðrúnu til allr- ar fjölskyldunnar. Við biðjum Guð að blessa minningu Ólafs Ölafsson- ar. Hvíli hann í friði. Guðríður St. Sigurðardóttir. Ólafur Eggerts Ólafsson var son- ur Ólafs Þórðarsonar bónda og konu hans Bjameyjar Ólafsdóttur. Hann ólst upp á Valshamri í Geirdals- hreppi til sex ára aldurs og síðan í Króksfjarðarnesi. Eftir nám í unglingaskóla hjá séra Helga Konráðssyni og nám í Samvinnuskólanum í Reylq'avík 1934-36 gerðist Ólafur starfsmað- ur Sambands ísl. samvinnufélaga, þá 18 ára að aldri en hóf störf hjá Kaupfélagi Króksíjarðar árið 1938 og tók við stjóm þess 1943 og lauk þar starfsferli 1973. Má af þessu sjá að Ólafur helg- aði samvinnuhreyfíngunni meiri- hluta starfsævi sinnar og var mik- ils metinn sem góður samvinnumað- ur og drengur góður, sem allsstaðar lagði gott til mála. Hann sat í stjóm Sambandsins frá 1968-78. Ólafur lét sig öll mál, er til heilla horfðu fyrir land og lýð, miklu skipta. Rúmlega tvo áratugi var Ólafur hreppsstjóri í fæðingarbyggð sinni, með öðrum störfum. Hann var hvatamaður að stofnun Þörunga- vinnslunnar hf. að Reykhólum og í stjórn hennar frá upphafi. I stjórn Gests hf. á Patreksfirði og Baldurs hf. í Stykkishólmi. Þá var hann formaður Æðarræktarfélags ís- lands um langt árabil. Þegar Ólafur lét af störfum sern kaupfélagsstjóri gerðist hann full- trúi hjá Ríkisendurskoðuninni í Reykjavík og hefur búið hér syðra síðan. Ólafur kvæntist afbragðskonu, Friðrikku Bjarnadóttur. Friðrikka reyndist manni sínum traustur lífs- förunautur og studdi hann á allan hátt á langri göngu. Á þessu ári, hinn 3. ágúst, verða liðin 50 ár frá því þau gengu í hjónaband. Þau eignuðust sex mannvænleg böm. Það er ljúft að minnast samfunda við Friðrikku og Ólaf á liðnum ámm. Þó er ein minning sem stend- ur upp úr. Þau hjónin voru flutt í bæinn, en áttu ennþá aðstöðu í Króksfjarðarnesi. Þangað buðu þau mér og konunni minni eitt sinn að sumarlagi og áttum við með þeim ógleymanlega daga. Inn í þessa ferð fléttuðust heimsóknir til ótal vina þeirra í sýslunni - út í Breiða- fjarðareyjar og alla leið vestur á Látrabjarg. í dýrlegu veðri nutum við útsýnis yfir Breiðafjörð og leið- sagnar þeirra hjóna og vina þeirra sem allsstaðar tóku þeim opnum örmum. Augljóst var að engum þótti nóg gert fyrir Ólaf og Frið- rikku, svo vinsæl og vinmörg voru þau. Það orð fór af Ólafi að hann hefði ætíð reynt að leysa vanda og tekist það ótrúlega oft. Þessi orð að skilnaði em engan veginn úttekt á ferli Ólafs því að hann átti svo ótal mörg áhugamál, sem hér em ótalin. Þó vil ég ekki láta hjá líða að minnast á hve líknar- málin - kirkjan og viðgangur kristn- innar í jandinu, stóðu hjarta hans nærri. Ég og konan mín fiytjum Friðrikku og fjölskyldunni allri inni- legustu samúðarkveðjur og mann- vininum Ólafi E. Ólafssyni þökkum við samfylgdina. Agnar Tryggvason. Á mínu uppeldisheimili var hann alltaf nefndur Ólafur E. og þegar þurfti að skýra það nánar kom i viðbót, kaupfélagsstjóri í Króks- ijarðarnesi. Alltaf var talað um hann með svo mikilli virðingu og lotningu sem tilheyrði aðeins þeim sem vom af konungakyni. Ég held jafnvel að hann hafi verið af því konungakyni, sem einkennir marga að vestan. Ég man þegar ég sá þennan mann fyrst, þá á hlaðinu við Kaup- félagið í Króksfjarðamesi og hann var eins kurteis og tignarlegur og hann hefði verið alinn upp við hirð. Ég bar þá eins og ætíð síðan ótta- blandna virðingu fyrir þessum manni, sem talaði svo hægt og hljóðlega, eins og hann væri að yfirvega hvert orð sem hann sagði. Leiðir okkar lágu lítið saman þangað til að hann og Rikka, konan hans, Friðrika Bjamadóttir frá Hornafirði, fóm út í hinn þýsku- mælandi heim. Komu þau þá við hjá okkur Steinari í Vínarborg í fáeina daga. Hann var alltaf glaður í bragði, að tala um pólitík og allt það sem íslandi var fyrir bestu. Það vom góðir dagar sem við áttum saman sem við minnumst oft. Mörg fengum við líka bréfin frá honum, með tíðindum frá heima- landinu, hvar sem við vorum, í hin- um ýmsu löndum. Enginn var eins sannur vinur og Ólafur E. Því kynntist ég þegar pabbi minn, Árelíus Níelsson, var hættur prestsstörfum í Langholts- sókn, og fannst hann vera gleymd- ur og grafínn í Kvosirini á Vestur- götu 7. Enginn kom þá eins oft í heimsókn og fór með honum í Guðs- hús eða kaffíhús, á sýningar eða í bíltúr í kirkjugarðinn á Eyrarbakka, að leiðinu hennar mömmu. Fyrir allt þetta og miklu fleira viljum við þakka þér, Ólafur minn. Steinari fínnst leitt að geta ekki fylgt Ólafí, vini sínum, síðasta spöl- inn, þar sem hann er að vinna í fyrrum Júgóslavíu. Við vottum ykkur öllum, fjöl- skyldunni stóru og þér sérstaklega, Rikka mín, samúð okkar. Ég veit að Guð geymir Ólaf E., vin og velgjörðarmann ótal margra. Þakka þér fyrir ajlt. María Árelíusdóttir. Mín reynsla er sú, að þegar frétt- ist að aldraður heiðursmaður og kunningi frá fyrri tímum sé fallinn frá, þá grípur mann sorgartilfínning í augnablikinu, en síðan snýst hug- urinn snögglega að minningum frá fortíðinni varðandi kunningsskap- inn við hann og samstarf. Þetta er einföld lýsing á því, sem átti sér stað, þegar frétt af andláti Ólafs E. Ólafssonar barst mér, en hann var lengi kaupfélagsstjóri í Króksfjarðamesi í Reykhólahreppi. Á því langa tímaskeiði kom hann víða við í baráttu fyrir bættum hag fólksins í héraðinu. Um miðja öldina gætti líklega mest áhuga hans gagnvart upp- byggingu veganna á svæðinu innan sveita Austur-Barðastrandarsýslu. Á þeim tíma var unnið stíft að þeim málum og átti Ólafur kaupfélags- stjóri mikinn þátt í hve góður árang- uc náðist á skömmum tíma. Síðan, eða upp úr 1970, þegar ég var við kennslustörf á Reykhól- um, þá áttum við Ólafur ítarlegt samstarf um undirbúning við að koma þar upp þörungaverksmiðju. Það tókst á skömmum tíma og má þakka Ólafí meginhluta þess að svo varð. Hann fylgdi jafnan stíft eftir sín- um áhugamálum og átti yfirleitt auðvelt með að ræða við fólk, hvort sem það var honum sammála eða ekki. Það var að mínu mati áfall fyrir sveitimar í austursýslunni, sem síð- ar voru sameinaðar í einn hrepp, þegar Ólafur E. Ólafsson flutti til Reykjavíkur. Að vísu virðist kaupfé- lagið í Króksfjarðamesi hafa hlotið góða stjórnun á eftir og er nú eina kaupfélagið sem eftir stendur í byggðum Breiðaíjarðar. Þegar maður á mínum aldri get- ur litið yfir langt tímabil og minnst margra vina og kunningja, þá ætti mat hans á mannkostum að geta haft gagnlegt gildi. Stutt og einföld lýsing mín á Ólafí E. Olafssyni er sú að hann var heiðursmaður í hvívetna, sem ætíð mátti treysta að stæði við sín fyrirheit. Hann var maður sem mik- ið lét sig varða um annað fólk, - ekki síst það sem aðstoðar þurfti. Það eru svona menn, sem já- kvæðar minningar geymast um til lengri tíma. Það er slíka menn, sem þjóðina skortir mjög um þessar mundir. Ég læt þessi fáu orð nægja á þessari stundu og óska konu hans, bömum og ættingjum heilla og hamingju og sendi þeim samúð mína. Jakob Gunnar Pétursson. • Fleiri minning&rgreinar um Ólaf E. Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fímmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Ástkær móðir okkar, MÁLFRÍÐUR GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áðurtil heimilis á Hagamel 38, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, mánudaginn 22. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Elskuleg systir mín, LOVÍSA DAGBJÖRT GÍSLADÓTTIR, Víðigrund 8, lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 22. aprfl. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 11.00 f.h. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigurborg Gísladóttir. + Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN ERLENDSSON, Ránargötu 12, Akureyri, lést 22. apríl. Helgi Jónsson, Eyþór Jónsson, Erlendur Snæbjörnsson, Hrefna Jónsdóttir, og systkini. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma,. SVEINBJÖRG INGIBERGSDÓTTIR, frá Nýjabæ, Meðallandi, sfðast til heimilis að Kópavogsbraut 1 b. sem lést í Landspítalanum þann 19. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 26. apríl kl. 10.30. Elías Þorkelsson, Þórhildur Eliasdóttir, G. Inga Eliasdóttir, Gunnar Jóhannsson, Eyþór Elíasson, Eygló Pála Sigurvinsdóttir, Árni Jón Elíasson, Lára Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, GUÐRÍÐAR KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjallatúns. Páll Jónsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föð- ur okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SKARPHÉÐINSSONAR, Reynimel 54, Reykjavík. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á deild 4-B, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Helga Jónsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Hans Þór Jensson, Gerður Siguröardóttir, Eyjólfur Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur embættisins verða lokaðar frá hádegi í dag - 24. apríl 1996 - vegna jarðarfarar DANÍELS ÁGÚSTÍNUSSONAR, fyrrverandi aðalbókara. Sýslumaðurinn á Akranesi. Sigurður Gizurarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.