Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 39 FRÉTTIR SKÁTAMESSA verður í Hall- grímskirkju á sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11 f.h. Sr. Karl Sigurbjörnsson mun þjóna til alt- aris og predikari verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Organisti verður Hörður Áskels- son. Að aflokinni messu verður selt kaffi í sal Skátasambands Reykja- víkur á 3. hæð Skátahússins við Snorrabraut 60. Skátar fara að venju í skrúð- göngu frá Skátahúsinu eftir Snorrabraut niður Laugaveg og síðan upp Skólavörðustíg sem leið liggur að Hallgrímskirkju. Skrúð- gangan hefst kl. 10. Kaffisala Kópa og Urta SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar og kvennadeildin Urtur halda sína árlegu kaffisölu í Félagsheimilinu í Kópavogi frá kl. 15-18. Kaffi- salan er til styrktar starfsemi skátafélagsins. Kaffisala Vatnaskógar SKÓGARMENN KFUM standa fyrir kaffisölu á sumardaginn fyrsta til styrktar sumarbúðunum í Vatnaskógi. Kaffisalan verður í félagshúsi KFUM og KFUK við Holtavegi 28 og er frá kl. 14-18. Nýlega hófust framkvæmdir við nýjan svefnskála í Vatnaskógi Sumardagurinn fyrsti Skatamessa í Hallgrímskirkju og mun allur ágóði af kaffisölunni ranna til þeirra framkvæmda. Á kaffisölunni verður einnig tekið við skráningu í dvalarflokka sum- arsins. Um kvöldið verður síðan kvöldvaka í umsjá Skógarmanna og hefst hún kl. 20.30. Hátíðarhöld í Garðabæ HÁTÍÐARHÖLD verða í Garðabæ í tilefni sumardagsins fyrsta og verður ýmislegt um að vera. Kl. 11 verður fánaathöfn við Garðakirkju og strax að henni lokinni verður skátamessa í Garðakirkju. Ræðumaður dagsins verður Hilmar Ingólfsson skóla- stjóri. Kl. 14 leggur skrúðganga af stað frá Vídalínskirkju og mun Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar sjá um undirspil. Gengið verður að Hofsstaðaskóla þar sem við tekur fjölbreytt dag- skrá, s.s. þrautabraut, tónlist og skemmtiatriði. Vorsýning myndlistarskóla Garðabæjar verður í Stjörnuheim- ilinu frá kl. 16-19. Nemendur myndlistarskólans verða með brúðuleikhús kl. 17 og 17.30 og á sama tíma stendur yfir sýning hjá fullorðinsdeild myndlistarskóla Garðabæjar á Garðatorgi. Félags- miðstöðvar aldraðra FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR aldraðra í Reykjavík standa fyrir skemmtun á Hótel Sögu á sumardaginn fyrsta. Skemmtunin hefst kl. 14 en húsið verður opnað fyrir gestum kl. 13.30. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði m.a. kórsöng, upp- lestur og danssýningu. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á kaffi og síðan stiginn dans við undirleik Hljómsveitar Hjördísar Geirs. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari verður á staðnum dönsur- um til halds og trausts. Sumri fagnað í Seljahverfi HALDIN verður hverfishátíð í Seljahverfi á sumardaginn fyrsta á vegum ÍTR, Félagsmiðstöðvar- innar Hólmasels, ÍR, Skátafélags- ins Seguls og Seljakirkju. Dagskráin hefst kl. 11 með ÍR- Visa-hlaupi fyrir 6-12 ára börn. Lagt af stað frá Seljaskóla. Kl. 13.30 verður svo farin skrúðganga sem leggur upp frá Kjöt og fisk undir stjóm skáta frá Skátafélag- inu Segli í Seljahverfí. Kl. 14 verð- ur svo haldin fjölskylduguðsþjón- usta í Seljakirkju og kl. 14.30 hefst skemmtidagskrá við Hólmas- el. Sumarkaffi í Hafnarfirði SYSTRAFÉLAG Víðistaðakirkju heldur sitt árlega sumarkaffí á sumardaginn fyrsta kl. 15 en þetta er í 15. sinn sem systrafélagskon- ur hafa kaffi þennan dag og bjóða upp á vöfflur og ijóma með kaff- inu. í kirkjunni er svo blómamessa kl. 14. Dagskrá í Nor- ræna húsinu BARNABÓKARÁÐIÐ, íslands- deild IBBY, fagnar sumri með börnum og fullorðnum í Norræna húsinu kl. 14, fímmtudaginn 25. apríl. Meðal skemmtiatriða mun Kór Snælandsskóla syngja undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur, Barna- bókaráðið veitir viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar, 6 og 8 ára börn úr ísaksskóla flytja leikþætti í tilefni 70 ára afmæli skólans. Stjórnendur eru Herdís Egilsdóttir og Edda Huld Sigurð- ardóttir. Leikhópurinn Perlan sýn- ir stutt atriði undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur og nemendur úr Fós- truskóla íslands sýna brúðuleik- hús. Aðgangur er ókeyps og allir velkomnir. Opið í Húsdýra- garðinum OPIÐ verður í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum á sumardaginn fyrsta frá kl. 10-18. Furðufjölskyldan kemur í heim- sókn kl. 14 og skemmtir gestum til kl. 14.40 og Pétur Póker, töfra- maður leikur listir sínar kl. 14. Nokkur tæki í Fjölskyldugarðinum verða sett úr þennan dag í prufu- keyrslu fyrir sumarið. Ungviðum dýranna fer óðum fjölgandi og eru í garðinum núna fjórir kiðlingar og átta lömb ásamt hænuungum.. Kaffíhús Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins er opið á sama tíma og garðurinn. Aðgangseyrir: 0-5 ára ókeypis, 6-16 ára 100 kr. og 200 kr. fyrir fullorðna. Fræðsla um vímuefna- varnir unglinga ALLA miðvikudaga eru haldnir fyr- irlestrar og umræður um vímuefna- vanda unglinga hjá dagdeild Tinda, Hverfisgötu 4a, 3. hæð. Fyrirlestrarnir og umræðurnar standa yfir frá klukkan 17.30-19 og þeim stjórnar Ragnheiður Óla- dóttir fjölskylduráðgjafí. Allir eru velkomnir og foreldrar,, sem grunar að börn þeirra eigi við vímuefnavanda að etja, eru sérstak- lega velkomnir. „Reynslan hefur kennt okkur á Tindum að þegar foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé byijaður í drykkju eða annari vímnuefnaneyslu er það yfír- leitt rétt,“ segir í frétt hjá dagdeild- inni. HAMRAHLÍÐARKÓRINN mun syngja á þekktri æskukórahátið í Japan í sumar. j w - mi' 2r,; SEr Y| 10 1 ■ 1 yyre Ana- naust lattaríð Grófin Skóla- vörbu holtí Gamla Járnbrautar- leiðin gengin HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð miðviku- dagskvöldið 24. apríl eftir leið þar sem gamla járnbrautarsporið lá frá Örfiriseyjargranda yfír Skildinga- nesmela að Öskjuhlíð, Skóiavörðu- holti og með ströndinni niður á Batt- eríið. Fráárinu 1913 ogframundir 1928 voru tvær eimreiðar notaðar við hafnargerð í Reykjavík til flutninga á gijóti og möl. Bækistöð þeirra var svonefnd Hafnarsmiðja en hún stóð þar sem Miklatorg var seinna. Mæting í ferðina er kl. 20 við Hafnarhúsið. Við upphaf ferðar verður ýmislegt gert til að rifja upp sögu þessarar einu járnbrautarstarf- semi á Islandi, m.a. farið niður á Miðbakka að annarri eimreiðinni. Ýmislegt verður gert til skemmtunar og fróðleiks í Hafnarhúsportinu. Boðið verður upp á sýrudrykk og kaffísopa og kandís. Allir velkomnir. Orfirisey Jarn- ^ s brautar- leibin sk"din£ 1913-1928 Kórarnir við Hamrahlíð syngja inn sólina og vorið SUMARDAGINN fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, halda kórarnir við Hamrahlíð undir sfgórn Þorgerðar Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Mennta- skólans við Hamrahlíð undir heitinu Vorvítamín. Ekkert kostar inn. Kórfélagarnir, sem eru 120 talsins, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl. 14:30, hús- ið opnar kl. 14, en hinir seinni hefjast um kl. 16. Á milli tón- leikanna og eftir þá verður boðið upp á veitingar, söng- leiki og sagnastundir fyrir börn, happdrætti og spákona verður á staðnum ásamt ýmsu öðru. Opið hús verður allan eftirmiðdaginn. Á tónleikunum verða m.a. flutt nokkur sumar- og æt- tjarðarlög, sem allir ættu að geta sungið með í. Einnig flylja kórarnir fjölda tónverka, sem hafa verið á efnisskrá þeirra í vetur. Ljóðin við mörg þess- ara laga eru um sumar, sól og vorkomu. Á fyrri tónleikunum verða eingöngu flutt íslensk tónverk. Á seinni tónleikunum verða flutt bæði íslensk og er- lend sönglög. Kór Menntaskólans við Iiamrahlíð er nýkominn úr söngferð um Norðvesturland. Kórinn hélt 9 tónleika, dagana 12. til 14. apríl, á Sauðár- króki, Hólum, Hofsósi og Blönduósi. Sungið var í spí- tölum, skólum, kirkjum og samkomuhúsum og vakti tær og fagur söngurinn hrifningu. Japansför undirbúin Hamrahlíðarkórinn hélt tón- leika í Listasafni Islands 9. apríl þar sem hann flutti ein- göngu íslensk tónverk. Mörg þeirra höfðu verið samin sér- staklega fyrir Þorgerði Ing- ólfsdóttur og kóra hennar. Nokkur lög voru frumflutt á þessum tónleikum þar á meðal Afmorsvísa eftir Snorra Sigfús Birgisson við texta Páls Vídal- íns og 3 lög eftir Jón Nordal við ljóð Snorra Hjartarsonar: Haust, Þögn og Vor, og verða þau flutt aftur nú. Hamrahlíðarkórinn undir- býr nú söngferð í sumar til Japans á virta æskukórahátíð. Boney M til Islands ÞÝSKI söngflokkurinn Boney M hélt tónleika hér á landi fyrr á árinu og er nú kominn aftur til tónleika- halds. Flokkurinn verður á Hótel íslandi síðasta vetrardag og á Akur- eyri sumardaginn fyrsta, en einnig stendur til að taka upp sjónvarps- þátt með flokknum. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Vegna fjölda áskorana halda Boney M og tíu manna hljómsveit tónleika aftur á Hótel íslandi 24. apríl og daginn eftir verða fjöl- skyldutónleikar í KA íþróttahöllinni á Akureyri. Einnig er möguleiki á að þriðju tónleikunum verði bætt við á Hótel íslandi kl. 22 það kvöld.“ I tengslum við tónleikana verður gerður sjónvarpsþáttur sem byggður verður upp á upptökum frá tónleik- unum og viðtölum við hljómsveitar- meðlimi í íslenskri náttúru. Kynnir á tónleikunum verður Þor- geir Ástvaldsson, en hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi að þeim loknum. Trú og nútímalist í KVÖLD kl. 20:30 flytur dr. Gunn- ar Kristjánsson erindi í Ingólfs- stræti 8 um trú og nútímalist og sýninguna sem þar stendur yfir, „Blóð Krists". Steingrímur Eyfjörð, Sara Bjömsdóttir, Börkur Arnarson og Svanur Kristbergsson eiga verk á sýningunni, sem hefur að sögn forráðamanna Ingólfsstærtis 8 ver- ið afar vel sótt. Sýningunni lýkur þann 28. apríl. Allir eru boðnir vel- komnir á fyrirlestur dr. Gunnars. ------»■■♦"♦---- ■ SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur sumarfagnað í félagsheimilinu Drangey, Stakka- hlíð 17 síðasta vetrardag, 24. apríl. Húsið verður opnað kl. 21. Þar verð- ur sungið og dansað fram eftir nóttu og miðaverð er 500 kr. ■ ÁRSHÁTÍÐ árgangs 1957 úr Hagaskóla verður haldinn í Fé- lagsheimili Seltjarnamess föstu- daginn 26. apríl. Ræðumaður kvöldsins verður Haraldur Finn- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.