Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 19 LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Ásdís FRÍÐA Sigurðardóttir og Ingibjörg Möller taka við Barnabókaverðlaunum íslands úr hendi Ármanns Kr. Einarssonar, en fjölskylda hans er einn þeirra aðila sem stendur að verðlaununum. Á myndinni til hægri taka verðlaunahafar í samkeppni Samtaka iðnaðarins um hönnun og útlit bóka við viðurkenningum sínum. Grillaðir bananar á degi bókarinnar ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin voru af- hent í gær í tólfta sinn á degi bókarinnar sem var haldinn hátíðlegur um heim allan í fyrsta skipti að tilstuðlan Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það voru mæðgur sem hlutu verðlaunin að þessu sinni, Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðar- dóttir, fyrir bók sína, Grillaðir bananur, sem kom út í gær hjá Vöku-Helgafelli. Mæðg- urnar sendu handritið inn í keppnina undir dulnefninu Geirmundur heljarskinn en sá mikli garpur nam einmitt land á Vestfjörð- um þar sem verðlaunasagan gerist. Mæðgurnar sögðu í spjalli við Morgun- blaðið að upphaflega hefði Ingibjörg skrif- að bókina ein. „Eg skrifaði sögu í fyrra sem hafði Hornstrandir að sögusviði. Eftir margra vikna þrásetu við tölvuna lagði ég hana stolt en þó hikandi undir dóm barna minna. Þegar þau höfðu öll þijú lesið yfir handritið og komið með athugasemdir og beitt miskunnarlausum útstrikunum hafði það skroppið ótrúlega mikið saman, því hundrað og tuttugu blaðsíður voru orðnar þrjátíu. Á öftustu síðu handritsins hafði frumburðurinn skrifað: Fín bók, - fyrir fólk á þinum aldri. Nú voru góð ráð dýr. Eftir að hafa lagt heilann í bleyti smástund datt mér snjall- ræði í hug. Auðvitað ættum við fjögur í sameiningu að leggja drög að nýrri bók - úr rústum hinnar. Og það gekk eftir. Án teljandi vandræða tókst mér að fá unga fólkið á mitt band og saman bjuggum við til viðburðaríkari atburðarás en sögusviðið hélst óbreytt." Fríða, sem stundar nám í tíunda bekk Kópavogsskóla og er yngst barna Ingibjarg- ar, segir að hennar hlutur í samningu bók- arinnar hafi einkum verið sá að færa sam- töl og málfar almennt í átt til þess sem unglingar eiga að veiyast. „Sagan var skrif- uð á frekar hátíðlegu máli þótti mér, hún var heldur ekki nógu hröð og spennandi eins og mamma skrifaði hana í upphafi og því reyndi ég að skerpa svolítið undir þeim þáttum.“ Aðspurðar sögðu mæðgurnar að sam- starfið hefði iðulega gengið ágætlega. „Ekki vorum við alltaf sammála," sagði Fríða, „en okkur tókst yfirleitt að komast að ásættanlegri niðurstöðu enda höfðum við að leiðarljósi að oft er það gott sem gamlir kveða og að nýir vendir sópa best.“ I viðurkenningarskjali sem mæðgurnar fengu stendur um bókina: „Þetta er skemmtileg og jafnframt spennandi saga um ævintýraferð nokkurra ungmenna um óbyggðir íslands. Höfundarnir hafa einkar gott vald á íslenskri tungu, stíllinn er léttur og leiftrar af kímni. Samvinna höfundanna skilar sér í fjörlegum texta á máli sem börn og unglingar þekkja." Barnabókaverðlaunin voru afhent í Þjóð- arbókhlöðunni en þar var einnig efnt til sýningar bókbindara á verkum sínum í til- efni af degi bókarinnar. Þá afhentu Samtök iðnaðarins bókaviðurkenningu sína sem er af eilítið öðrum toga en sú fyrrnefnda. Þessi viðurkenning tekur mið af fram- leiðslu bókarinnar, er hún dæmd með tilliti til lesturs, prentunar, bókbands, hönnunar og heildarútlits. Metin er fagvinna bókanna en ekkert mat lagt á bókmenntalegt gildi. Því koma hvers konar bækur til greina; kennslubækur, skáldsögur, barnabækur, ljóðabækur, myndabækur og fleira. Til viðurkenninga að þessu sinni unnu sex bækur sem allar eru prentaðar af Prent- smiðjunni Odda hf. Bækurnar eru Ströndin í náttúru Islands, útgefin af Máli og menn- ingu og hönnuð af Guðjóni Inga Eggerts- syni og Guðmundi Páli Ólafssyni, Undir fjalaketti,útgefin af Ormstungu og hönnuð af Soffíu Árnadóttur og Marteini Viggós- syni, íslenskt grjót, útgefin og hönnuð af Hjálmari R. Bárðarsyni, Karlssonur, LítiII, Trítill og fuglarnir, útgefin af Máli og menningu, Jökulheimar, útgefin af Orms tungu og hönnuð af Prentsmiðjunni Odda hf. og Leifur Breiðfjörð, útgefin af Máli og menningu og hönnuð af Leifi Breiðfjörð. r NOATUN Sumardagurinn fyrsti er á morgun! . m Gleðilegt sumar! **ekingeiicfur PYt-SUPAfíTv 399mk9 699."- f ' 'T~Uí ’ W■’ 11 Mmt* II II Hvítiauks Jómatsósa, 1 f/- sfimejT^ *-amba|æ- •«V99i, 09 Thermos Gasgrill m/ þrýstijaf nara 9.999.- ogzf ■ JPryab,atnara í* t3.898..l? ? 769. mm fr-*s- &!?maker **~;ö«fce,úrp^. Verslanir Nóatúns eru opnar til Kl. 21, öll kvöld CT»TW*TO NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062 ÞVERHOLT 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511. KLEIFARSEL 18 - S. 567 0900, AUSTURVER, HÁALEITISBR 68 - S. 553 6700,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.