Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 52
HYUNDAI Hátækni til framfara W Tæksiival Skelfunnl 17 • Slml 568-1865 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hagnaður Fiskveiðasjóðs 487 milljónir á síðasta ári 71 milljón færð af afskriftareikningi HAGNAÐUR Fiskveiðasjóðs ís- lands jókst um 48% á milli áranna 1994 og 1995 og nam 487 milljón- um króna á síðasta ári. Þessi hagn- aðaraukning skýrist að verulegu leyti af því að sjóðurinn bakfærði á síðasta ári 71 milljón króna af afskriftarreikningi sínum, en árið 1994 nam framlag á reikninginn hins vegar 121 milljón króna. Hreinar vaxtatekjur Fiskveiða- sjóðs drógust saman á síðasta ári og aðrar rekstrartekjur einnig. Samtals lækkuðu þessir liðir um 114 milljónir króna á sama tíma og rekstargjöld sjóðsins jukust lítil- lega. í árslok námu útistandandi lán hjá sjóðnum 23 milljörðum króna, en það er lækkun um tæpa 2 milljarða á milli ára. Eigið fé 5,2 milljarðar Afskriftareikningur Fiskveiða- sjóðs stóð í tæpum 633 milljónum króna í árslok 1995 og námu endanlega töpuð útlán ársins rúm- um 44 milljónum króna. Eigið fé sjóðsins var 5,2 milljarðar í árslok. Stjórn Fiskveiðasjóðs ákvað á fundi sínum nýlega að taka upp kjörvaxtakerfi og verða fyrirtæki m.a. flokkuð eftir eiginfjárhlutfalli, stærð og veltufjárhlutfalli. Það vek- ur at'nygli að til þess að hljóta bestu lánskjör verða fyrirtæki að vera skráð á Verðbréfaþingi. Lánveiting- ar samkvæmt hinu nýja kerfi eru þegar hafnar en gert er ráð fyrir að það komi að fullu í stað eldra fyrirkomulags þann 1. júlí. ■ Hagnaður jókst/14 Morgunblaðið/Gunnar Feðgar í eldlínunni ÞEIR Amór og Eiður Smári Guðjohnsen eru í landsliðshópi ís- lands sem leikur gegn Eistlending- um ytra í kvöld. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem feðgar eru vald- ir í landslið í knattspymu. Amór leikur í Svíþjóð, en Eiður Smári í Hollandi og er myndin tekin er þeir hittust í Kaupmannahöfn i fyrradag á leið til Tallinn. ■ Feðgar/Dl Marín eins árs og hress MARÍN litla Hafsteinsdóttir var komin á fætur og í fínan „ skokk í gærmorgun, aðeins degi eftir hjartaþræðingu á Landspítalanum. Anna Oðins- dóttir, móðir Marínar, sagði að ætlunin væri að halda upp á eins árs afmæli hennar seinna um daginn enda var hún fastandi fyrsta afmælisdaginn og aðgerðardaginn á mánudag. Hún sagði að Marín væri mjög hress eftir aðgerðina. Marín var hins vegar um og ó þegar hjartasérfræðingurinn Stanton Perry frá Children’s Hospital í Boston tók hana upp enda vildi hún miklu heldur reyna fótstyrkinn á gólfinu. Með þeim Stanton og Marín á -myndinni er Hróðmar Helgason sérfræðingur í hjartasjúkdóm- um barna á Landspítalanum. Hann aðstoðaði Stanton við að- gerðina. ■ Vongóður um árangur/4 Morgunblaðið/Ámi Sæberg STANTON Perry med Marín í fanginu. Hróðmar fylgist með. Efnahagsstarfsemi í örum vexti, segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Aukning í bíla- sölu og ferðum til annarra landa ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að vís- bendingar séu um að mjög góður gangur sé í efnahagslífinu um þess- ar mundir. Vöxturinn sé meiri en ráð hafi verið fyrir gert og það sé ástæða til að vera á varðbergi vegna hugsanlegrar þenslu, þó ekki þurfi að svo komnu að grípa til sérstakra aðgerða vegna þessa. I nýjum hagvísum Þjóðhags- stofnunar kemur fram að bifreiða- innflutningur fyrstu þtjá mánuði þessa árs var 44% meiri en þijá fyrstu mánuði ársins í fyrra, en nýskráning bifreiða í fyrra jókst um . 25% frá árinu áður. Þá kemur einnig fram að utan- landsferðir fyrstu þijá mánuði þessa árs voru 20% fleiri en sömu mánuði í fyrra, en á árinu 1995 fjölgaði utanlandsferðum um 14% frá árinu á undan. F'ram kemur að þetta skýrist af auknum tekjum, en ráðstöfunartekjur hafi aukist um 6% í fyrra og gert sé ráð fyrir svip- aðri aukningu á þessu ári. Efnahagsstarfsemin í vexti „Þetta er vitnisburður um það að efnahagsstarfsemin er í örum vexti og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með á næstu vikum og mánuðum. Sérstaklega á það við um þætti eins og verðlagsþróun, atvinnuþróun og innflútning,“ sagði Nýskráning bifreiða jan. til mars 1994-96 Þórður í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að atvinnuleysið hefði til dæmis minnkað töluvert meira en ráð hefði verið gert fyrir þó enn væri það nokkuð mikið. Verðlagsþróun hefði verið talsvert hagstæð það sem af væri árinu, en innflutningur hefði hins vegar verið mikill og það væri ekki síst á því sviði sem hafa þyrfti góðar gætur á þróuninni á næstu mánuðum. „Að öllu samanlögðu er ekki hægt að draga aðrar ályktanir af þessum vísbendingum heldur en að allt sé með tiltölulega kyrrum kjörum, þó menn þurfi að sjálfsögðu að hafa andvara á sér,“ sagði Þórður Frið- jónsson ennfremur. Meirihlutinn klofinn á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. Á FUNDI í bæjarstjórn Egilsstaða í gær var tekin ákvörðun um val á brúarstæði yfir Eyvindará. Meiri- hluti bæjarstjórnar Egilsstaða er myndaður af fulltrúum Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks og klofnaði hann í afstöðu sinni um brúarstæðið. Á fundinum voru bornar upp tvær tillögur um málið. Tllaga D- lista um að ný brú verði reist við Eyvindarárgil, eða samkvæmt nú- gildandi aðalskipulagi, var sam- þykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur. Tillaga G-listans um að ný brú yrði byggð við Melshorn var felld með fimm atkvæðum á móti tveimur atkvæðum G-lista. -----» ♦ ♦---- Ferjubryggj- ur við Djúp HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að framkvæmdir við feijubryggjur á Arngerðareyri og ísafirði verði boðnar út þegar Vega- gerðin hefur lokið samningum við stjórn Hf. Djúpbátsins um þjónustu við eyjar á Isafjarðardjúpi, eignar- hald Fagranessins og fleiri hluti. Djúpbáturinn mun þá geta hafið reglulegar feijusiglingar með eðli- legum hætti en það ætlar hann að gera án styrkja ríkisins. ■ Sjóvegur eða landleið?/10 -----♦ ♦ ♦----- Flóttamenn frá Bosníu Beðið um hæli fyrir 40 manns FLÓTTAMANNAHJÁLP Samein- uðu þjóðanna hefur sent utanríkis- ráðuneytinu lista með 40 nöfnum flóttamanna frá Bosníu sem óskað er eftir að ísland taki við. Af þessum 40 þurfa 19 sérstakr- ar aðstoðar við. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að reynt verði að verða við þessari beiðni, en Island hafði boðist til að taka á móti 25 flóttamönnum frá Bosníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.