Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir veisiu HlMP \//tpÉG S bAE> b'ííBII?? 1( rÆAPÉTA / HANA? > tff/iA [7AVíe> 2-19 Tommi og Jenni £FÍG SiT HéfZA ViB V DVfiNAR. MvNSTARr* - ' FOl-kUÐ SkA/nmASTSÍN PS&llt /M> FARA Ot ALVeQ A SLAGINU. Ferdinand Smáfólk MI55 MANNERS \ ^ 5Af5 TMAT \ U/HITE 5M0E5 \ { MAY BE UJORN ONLV BETOJEEN UJ MEMORIAL PAV / * ANO LABOR DAi'../ H U)HAT ABOUT Ia/HITE feet? Ungfrú kurteisi segir að það sé aðeins hægt Hvað um hvíta fætur? að vera í hvítum skóm frá hvítasunnu fram að höfuðdegi. BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Umferðaröryggi og þingmenn Reykjavíkur Frá Gunnari Levý Gissurarsyni: ÞANN 28. október 1994 skrifaði Halldór Blöndal samgönguráðherra grein í Morgunblaðið um vegamál undir fyrirsögninni „Vegaátak nauðsynlegt á höfuðborgarsvæð- inu“. Þar lýsti hann því yfir að stór- auka þyrfti fjárframlög til vegamála í Reykjavík aðeins til að viðunandi lámarkskröfur um umferðaröryggi næðust og að uppbygging á þjóð- vegagatnakerfinu innan höfuðborg- arinnar væri ásættanleg og í takti við nútímann. Ríkið sér um uppbyggingu þjóð- vega í þéttbýli og kostar þær fram- kvæmdir í öllum bæjum og sveitar- félögum á landinu. Umferðaröryggi hér í Reykjavík er því að miklu leyti komið undir áhuga og vilja fjárveit- ingarvaldsins sem samanstendur af þingmönnum allra flokka í fjárveit- inganefnd og þeim áherslum sem þingmenn einstakra kjördæma leggja á þennan málaflokk. Svo vitnað sé orðrétt í grein Halldórs þá sagði hann: „A síðastliðnu ári var haldin ráð- stefna um þessi efni og þar kom fram að árleg framkvæmdaþörf næmi 700 milljónum kr. næstu 20 árin. Því miður hefur frekari athug- un leitt í ljós að þessi fjárhæð hrekk- ur hvergi til. Hér er einungis verið að tala um þann hluta gatnakerfís- ins sem fellur undir þjóðvegi í þétt- býli og Vegasjóður stendur undir. Arðsemi vegaframkvæmda má reikna út með ýmsum hætti. En hvernig sem hún er reiknuð er hún mjög mikil á þeim vegaframkvæmd- um á höfuðborgarsvæðinu þar sem umferðarþunginn er mestur. Þá er m.a. tekið tillit til tímatafar og slysahættu. Ef tekið er dæmi af Ártúnsbrekku upp að Höfðabakka urðu 97 slys á þeim vegarkafla að meðaltali á árunum 1986 til 1990. Með nauðsynlegum úrbótum og mislægum gatnamótum er talið að unnt sé að fækka slysum um helm- ing. Þó svo að þær framkvæmdir kosti 1.250 milljónir kr. er arðsemin af þeim mikil og í rauninni má það ekki dragast mikið lengur að í þær sé ráðist.“ Þessar framkvæmdir hafa nú þegar hafist og er allt gott um þær að segja að öðru leyti en því að ekki á að klára málið heldur skilja eftir flöskuháls neðst í Ártúnsbrekk- unni sem stóreykur slysahættuna þar sem er ærin fyrir og hindrar að sá tímaávinningur, sem var einn af aðalkostum þessara fram- kvæmda, náist. Svo vitnað sé áfram í grein sam- gönguráðheerra þá segir hann að ekki megi dragast lengur að ráðast í eftirfarandi framkvæmdir. „Önnur mislæg gatnamót sem brýnt er að ráðast í eru á mörkum Suðurlandsvegar og Vesturlands- vegar 130 milljónir kr., Miklubraut- ar og Skeiðarvogs 450 milljónir, Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar 700 milljónir kr. og Reykja- nesbrautar og Breiðholtsbrautar 500 millj. kr. Þá vil ég nefna breikk- un Reykjanesbrautar frá Breiðholts- braut til Hafnarfjarðar ásamt mis- lægum gatnamótum, 1200 milljónir kr. Þessu til viðbótar er auðvelt að tína til margvíslegar endurbætur, göngubrýr og undirgöng." Það er gott og blessað að tala um þetta en hvar eru efndirnar? í lokin segir Halldór. „Mér kæmi ekki á óvart þótt þörf- in yrði 1400 milljónir króna á ári næsta áratuginn. Það er því ekki eftir neinu að bíða að búa sig undir frekari framkvæmdir." Það er engu líkara að samgöngu- ráðherra, utanbæjarmaðurinn, sé eini þingmaður Reykvíkinga á Al- þingi, einn og yfírgefínn, að beijast fyrir úrbótum í umferðaröryggis- málum í Reykjavík og fær lítinn sem engan stuðning frá öðrum þing- mönnum í þeirri baráttu sinni, því ekki heyrir maður í þingmönnum Reykjavíkur um þessi mál. Aukið umferðaröryggið og minni slysa- hætta er aðeins einn þáttur þessara framkvæmda. Hinn þátturinn er sú mikla atvinna sem mundi skapast á höfuðborgarsvæðinu. Það væri ekki ónýtt að fá 1400 milljónir kr. á ári næstu 10 árin til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar gætu þó þingmenn Reykjavíkur reynt að beita sér og aðstoðað samgönguráð- herra, þó þeir hafí ekki sérstakan áhuga á umferðarmálum. Ekki veit- ir af í þessu mikla atvinnuleysi sem nú ríkir. Það er ekki nóg að það sé aðeins uppsveifla í stjórnarráðinu og á Alþingi. Uppsveiflan verður líka að skila sér til fólksins og fólk- ið verður að verða vart við hana. GUNNAR LEVÝ GISSURARSON, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Athugasemd við forystu- grein um kvóta Frá Leó E. Löve: í FORYSTUGREIN Morgunblaðs- ins sl. laugardag er fjallað um gjaldtöku af viðbótarkvóta. Af greininni má ráða að höfund- ur hennar telji að þessari hugmynd hafi fyrst verið hreyft á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins í síðustu viku. Af þessu tilefni þykir mér rétt að upplýsa að í grein minni í dag- blaðinu Tímanum 4. janúar sl. var þessari hugmynd hreyft og hún síðan nánar útfærð í grein minni „Viðbótarkvóti leigður — efnahags- legt snjallræði" í sama blaði hinn 15. febrúar sl. LEÓ E. LÖVE, héraðsdómslögmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.