Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ AT&T með 14% hagnað New York. Reuter. AT&T fjarskiptafyrirtækið hefur birt yfirlit um afkomu sína í fyrsta sinn síðan það var endurskipulagt og sam- kvæmt því hagnaðist það um 1.4 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi, sem er 14 aukn- ing miðað við sama tíma í fyrra. í reikningunum eru ekki taldar með deildir, sem AT&T ætlar að selja eða breyta. Arður á hlut er 90 sent. Fyrir ári nam hagnaður sambærilegra deilda AT&T 1.3 milljörðum dollara og arð- ur á hlut 80 sentum. Ekki er reiknað með fjar- skiptabúnaðar og tæknideild- inni Lucent Technologies, sem AT&T breytti í almenn- ingshlutafélag fyrr í þessum mánuði, NCR Corp. og AT&T Capital Corp. Að hinum deildunum með- töldum nam hagnaður AT&T 1.362 milljörðum dollara og arður á hlut 85 sentum, sam- anborið við 1.198 milljörðum dollara og 76 sent á hlut. í Wall Street hafði verið búizt við 86 senta hlut. Mettap hjá Olivetti í fyrra Mílanó. Reuter. OLIVETTI upplýsinga- og tæknirisinn á Italíu hefur skýrt frá mettapi í fyrra og mun tapið auka mikinn kostn- að af endurskipulagningu, sem er þegar orðinn hár, en vonir eru bundnar við bætta stöðu tölvufyrirtækisins. Hreint tap nam einum milljarði dollara eða 1.589 billjónum líra 1995 saman- borið við 679 milljarða líra tap 1994, en einkatölvufyrir- tæki Olivetti kom slétt út í febrúar og marz. Vonir standa til að batinn haldi áfram út árið. Sala einkatölvufyrirtækis Olivetti í heiminum jókst um 28% á fyrsta ársfjórðungi 1996. Í Evrópu jókst salan um og markaðshlutdeild hef- ur aukizt. Intel með óbreyttan hagnað Santa Clara, Kalifomíu. Reuter. INTEL-fyrirtækið, mesti tölvukubbaframleiðandi heims, hefur skýrt frá því að hagnaður þess hafi verið óbreyttur á fyrsta ársfjórð- ungi, en segir að eftirspurn eftir hálfleiðurum virðist í föstum skorðum. Intel segir að nettótekjur á fyrsta ársfjórðungi hafi num- ið 894 milljónum dollara, samanborið við 889 milljónir fyrir ári. Tekjur á hlutabréf voru óbreyttar: 1,02 dollarar. Tekjur Intel á fjórða árs- fjórðungi 1995 voru minni en búizt hafði verið við í Wall Street. Þá var bent á að dreg- ið gæti úr tekjum af sölu eink- atölva og að hagnaður yrði óbreyttur. Góð afkoma hjá Fiskveiðasjóði á síðasta ári Hagnaðurnam um 487milljónum HAGNAÐUR Fiskveiðasjóðs á síð- asta ári nam 487 milljónum króna og er það umtalsvert betri afkoma en árið 1994 er hagnaður sjóðsins nam tæpum 329 milljónum króna. Aukningin milli ára nemur þvi 48%. Á sama tíma drógust hreinar vaxta- tekjur sjóðsins og aðrar rekstrar- tekjur saman um 114 milljónir króna samtals. Rekstrargjöld hækkuðu einnig lítillega. Aukinn hagnaður Fiskveiðasjóðs á síðasta ári skýrist fyrst og fremst af því að sjóðurinn bakfærði af af- skriftareikningi sínum 71 milljón króna. Árið 1994 hafði sjóðurinn hins vegar lagt 121 milljónar króna framlag á afskriftareikning sinn og munar hér því rúmum 190 milljón- um króna á milli ára. Afskriftareikningur Fiskveiða- sjóðs stóð í tæpum 633 milljónum króna í árslok 1995 og námu endan- lega töpuð útlán ársins rúmum 44 milljónum króna. Eigið fé sjóðsins var 5,2 milljarðar í árslok. Kjörvaxtakerfi tekið upp Stjórn Fiskveiðasjóðs hefur af- ráðið að taka upp kjörvaxtakerfi í útlánum sínum og býður sjóðurinn nú þegar upp á lán af þessum toga, en kjörvaxtakerfinu er alfarið ætlað að taka við af eldra fyrirkomulagi þann 1. júlí á þessu ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Alls eru 4 flokkar í kjörvaxta- kerfi sjóðsins, auk grunnvaxta. Vaxtamunur milli þessara fjögurra flokka er allt að 2%, mestur milli neðstu tveggja flokkanna eða 1%. Lántakendur geta valið milli lána í myntkörfu sjóðsins eða lána í ein- stökum myntum. Vextir af mynt- körfunni eru í dag 5,75% en vextir í erlendum myntum miðast við líbor aul< álags á bilinu 1-3,4%. í A-flokki lenda stór fyrirtæki með eigið fé umfram 300 milljónir, eiginfjárhlutfall umfram 30%, veltufjárhlutfall umfram 1,2 og eru skráð á Verðbréfaþingi. í B-flokki lenda síðan fýrirtæki með eiginfjár- hlutfall yfir 20%, eigið fé yfir 50 milljónum og veltufjárhlutfall yfír 0,9. í C-flokki þarf eiginfjárhlutfall að vera jákvætt, eigið fé yfir 5 milljónum og veltufjárhlutfall að vera yfir 0,5. í D-flokki lenda síðan fyrirtæki sem ekki uppfylla ofan- greind skilyrði, en auk þeirra er m.a. litið til reynslu af viðskiptum, ýmissa kennitalna og rekstraráætl- ana, svo eitthvað sé nefnt. Fiskveiðasjóður íslands Úr reikningum ársins 1995 Rekstrarreikningur mnónn kmna 1995 1994 Breyt. Vaxtatekjur 1.931,8 2.117,5 -8,8% Vaxtagjöld 1.320,7 1.448,5 -8,8% Hreinar vaxtatekjur 611,1 668,9 -8,6% Aðrar rekstrartekjur 108,2 164,0 -34,0% Hreinar rekstrartekjur 719,3 832,9 -13,6% Önnur rekstrargjöld 145,9 133,1 +9,6% Framlag af/(á) afskriftareikn. útlána 72,5 (129,2) +156.2% Hagnaður fyrir skatta 645,9 570,7 +13,2% Hagnaður af reglul. starfs. e. skatta 407,6 343,8 +18,5% Hagnaður ársins 486,9 328,8 +48,1% Efnahagsreikningur 31. desember I Eianir: t Milliónir króna Útlán 23.038,9 24.935,4 -7,6% Aðrir eignaliðir 3.243,6 3.769,1 -13,9% Eignir samtals 26.282,5 28.704,5 -8,4% I Skuldir og eigið fé: I Skuldir 21.077,3 24.067,9 -12,4% Eigið fé 5.205,2 4.636,6 +12,3% Skuldir og eigið fé samtals 26.282,5 28.704,5 -8,4% Ekkert lát á vaxta- lækkunum Landsbankinn segir rekstrarafkomu betrí en gert var ráð fyrír 1993 Rekstrarhagnaður langt umfram áætlanir BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoð- arbankastjóri Landsbankans, segir að afkoma bankans sé mun betri en skilja hafi mátt af frétt Morgunblaðsins í gær. Þar var vitnað til ummæla Finns Ingólfs- sonar, viðskiptaráðherra, á alþingi á þriðjudag um að afkoma bank- ans undanfarin þijú ár væri um 1.500 milljónum króna lakari en áætlanir frá árinu 1993 gerðu ráð fyrir. Brynjólfur segir að samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafi verið í tengslum við lánveitingar ríkisins og eiginfjárframlag til bankans árið 1993, hafí hagnaður áranna 1993-1995 verið áætlaður samtals um 1.330 milljónir króna. Jafnframt hafi verið gert ráð fyrir því að framlag á afskriftareikning myndi nema um 3 milljörðum króna á þessum þremur árum. „Niðurstaðan varð sú að saman- lagður hagnaður þessara þriggja ára nam 242 milljónum eða um tæpum 1.100 milljónum minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hins vegar nam framlag á af- skriftareikning samtals rúmum 5,5 milljörðum eða 2,5 milljörðum umfram áætlanir. Þar af er eitt mál sem veldur bankanum um 7-800 milljóna króna tapi á þess- um tíma. „Rekstrarhagnaður er því í raun verulega meiri en áætl- anirnar gerðu ráð fyrir,“ sagði hann. Stuðst við skýrslu bankaeftirlits Finnur Ingólfsson segir að mál þetta megi rekja til þess að Banka- eftirlit Seðlabankans hafí sent honum og fjármálaráðherra skýrslu um framkvæmd samnings- ins um aðgerðir til að bæta eigin- fjárstöðu Landsbankans. „í samningnum var gert ráð fyrir því að hagnaður Landsbank- ans fyrir skatta og óreglulega liði yrði 929 milljónir að meðaltali á hveiju ári fyrir sig, miðað við verð- lag ársins 1995. Þegar rekstrar- reikningur bankans er borinn sam- an við þessa áætlun kemur í ljós að hagnaður fyrir skatta er ekki nema 454 milljónir. Mismunurinn þarna er 475 milljónir króna á ári, eða nálægt 1.500 milljónum á þremur árum.“ Finnur segir að áætlanir um tekjur bankans, launakostnað, annan rekstrarkostnað og afskrift- ir hafi staðist í öllum megindrátt- um. Munurinn liggi því í mun meira framlagi í afskriftarreikn- inga vegna tapaðra útlána en áætlað hafí verið. VEXTIR fóru áfram lækkandi í við- skiptum á Verðbréfaþingi í gær. Ávöxtunarkrafa á 20 ára spariskír- teinum lækkaði úr 5,40% í 5,35% og ávöxtunarkrafa annarra flokka spariskírteina fór einnig lækkandi. Þá lækkaði Seðlabankinn ávöxtunar- kröfu á 3ja mánaða ríkisvíxlum um 0,1% og kemur sú lækkun til viðbót- ar við 0,75% lækkun nýverið. Viðmælendur Morgunblaðsins á verðbréfamarkaði sögðu í gær að það vekti athygli að vaxtamunur hús- bréfa og 20 ára spariskírteina hefði verið að aukast. í upphafí hefði þessi munur verið um það bil 8-10 punkt- ar en væri nú orðinn nærri 20 punkt- um. Er þetta talið endurspegla eðli- legan vaxtamun á bréfunum. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur einnig farið lækkandi og stendur hún nú í um 5,54% hjá verðbréfafyrir- tækjunum, en var 5,57% á mánudag. Talið er að mikil ásókn í langtíma- verðbréf endurspegli þá trú fjárfesta að vextir eigi eftir að lækka enn frek- ar. Viðmælendur blaðsins töldu greinilegt að svigrúm væri fyrir frek- ari lækkanir á næstunni. Sparisjóður Hafnarfjarðar með 101 milljónar hagnað Sparisjóður Mýrasýslu 40 milljóna hagnaður HAGNAÐUR Sparisjóðs Mýrasýslu, Borgarnesi, nam 40,4 milljónum króna á síðasta ári. Heildarinnlán Sparisjóðsins jukust um 16,7% í 2,2 milljarða króna og er sú aukning meiri en nemur meðaltalsaukningu hjá sparisjóðunum, sem var 13,7% á síðasta ári, skv. frétt frá SM. Útlán jukust um 5,3% frá fyrra ári og námu í árslok 1995 25 millj- örðum króna. Afskriftareikningur útlána stóð í árslok í 211,2 millón- um, eða um 7,4% af útlánum og veittum ábyrgðum. Eigið fé SM í árslok var rúmar 480 milljónir og jókst um 9,2% um- fram verðlagsbreytingar. Eiginfjár- hlutfall samkvæmt lögum um við- skiptabanka og sparisjóði var 18,3% í árslok. SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar skil- aði alls tæplega 101 milljónar króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 59,6 milljóna hagnað árið 1994. Þessi bætta afkoma skýrist fyrst og fremst af aíiknum umsvifum sem leiddu til aukinna tekna. Rekstrar- gjöld hækkuðu mun minna en nam hækkun tekna og framlag í afskrift- arreikning útlána lækkaði milli ára. Eigið fé var 1.076 milljónir í árs- lok 1995 og arðsemi eigin §ár 10,3%, samanborið við 6,4% árið áður. Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins samkvæmt Bis-reglum var 19,3% í árslok 1995, en þarf að vera 8% að lágmarki. Heildarinnlán, spari- sjóðsvíxlar og sparisjóðsbréf voru alls 5.565 milljónir í árslok 1995 samanborið við 5.132 milljónir árið áður og jukust um 8,4%. Útlán námu alls um 5,9 milljörðum og jukust um 799 miiljónir eða 15,7%. Framlag í afskriftarreikning nam alls 49 milljónum og stóð afskriftar- reikningurinn í 196 milljónum í árs- lok 1995. Lækkaði afskriftarfram- lagið um 14 milljónir milli ára. Vaxandi samkeppni um útlán og innlán Matthías Á. Mathiesen, stjórnar- formaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, segir í ávarpi sínu í ársskýrslu að þótt sparisjóðnum hafi vegnað vel á árinu sé ástæða til að staldra við og meta áhrif aukinnar samkeppni á fjármagnsmarkaðnum. „Vaxandi samkeppni á árinu frá tryggingafélögum, lífeyrissjóðum og kaupleigufyrirtækjum um lán- takendur hefur leitt til lækkunar útlánsvaxta. Samkeppnin um spari- fé landsmanna hefur jafnframt auk- ist á liðnum árum. Má í því sam- bandi nefna stóraukinn áhuga al- mennings á hlutabréfum sem fjár- festingarvalkosti, verðbréfaútgáfu ríkisins og opinberra aðila, verð- bréfasjóði og nú síðast aukinn fjölda líftryggingarfyrirtækja á íslenskum sparifjármarkaði. Búast má við að hin aukna samkeppni eigi eftir að hafa áhrif til lækkunar á vaxtamun sparisjóða og banka á næstu árum. Afar brýnt er að fylgjast náið með þessari þróun og grípa til nauðsyn- legra aðgerða til þess að tryggja áframhaldandi vöxt og góða af- komu sparisjóðsins." Matthías var endurkjörinn í stjórnina ásamt þeim Stefáni Jóns- syni og Eggert ísakssyni. Auk þess verða tveir stjórnarmenn til viðbót- ar tilnefndir af bæjarstjórn Hafnar- fjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.