Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ekkert er eins hlægilegt og ástfangið fólk Þjóðleikhúsið frumsýnir Sem yður þóknast, einn af gamanleikjum Williams Shakespe- ares, á Stóra sviðinu í kvöld. Um er að ræða ævintýraleik um ástir og örlög ungs fólks á viðsjárverðum tímum, eins og Orri SEM yður þóknast er stútfullt af kynlegum kvistum. Morgunblaðið/Ásdís Páll Ormarsson komst að raun um þegar hann leit inn á æfíngu og hitti aðstandendur sýningarinnar að máli. ASTFANGIÐ fólk hefur orð- ið mörgu skáldinu að yrk- isefni enda upplagt í gam- anleik, þar sem ekkert er eins hlægilegt fyrir áhorfendur í leik- húsi. Sú er að minnsta kosti skoðun Erlings Gíslasonar, eins leikenda í Sem yður þóknast eftir William Sha- kespeare, sem Þjóðleikhúsið frum- sýnir á Stóra sviðinu í kvöld. Greint er frá Rósalind, dóttur út- lægs hertoga, og frænku hennar Selíu. Saman hrekjast þær að heiman og halda til skógar, dulbúnar ásamt hirðfíflinu Prófsteini — í leit að föður Rósalindar. Þangað flýr einnig ungur maður, Orlando, sem orðið hefur fyr- ir barðinu á bróður sínum og fellir ástarhug til Rósalindar. Endurfundir þeirra verða þó ekki með þeim hætti sem ætla mætti. Valdhafar takast á um yfirráð, bræður beijast og lífið í skóginum er enginn dans á rósum. En ástin nær ávallt að blómstra, leggur álög sín á mannanna böm og allt fer vel að lokum. Shakespeare er talinn hafa skrifað Sem yður þóknast (á tungu skáldsins As You Like It) um 1599 og er sögu- þráðurinn að mestu byggður á hirð- ingjasögninni Rosalynde eftir Thom- as Lodge. Heimur Shakespeares er þó töluvert flóknari og harðari en unaðsheimur hjarðljóðsins. Snilldarverk William Shakespeare (1564-1616) fæddist í Stratford-Upon-Avon í Englandi; hóf feril sinn sem leikari og leikhússtjóri en tók síðan að semja leikrit sem talin eru mestu snilldar- verk leikbókmenntanna. Þau 36 leik- verk eftir skáldið sem varðveist hafa eru einkum byggð á arfsögnum úr sögu Englands eða ítölskum smásög- um og jafnvel norrænum sögnum. Eru þau að stærstum hluta í bundnu máli og spanna allt frá glaðværum gamanleikjum, svo sem Draumur á Jónsmessunótt og Snegla tamin, til stórbrotinna harmleikja um napurleg örlög og margslungið sálarstríð á borð við Rómeó og Júlíu, Hamlet, Júlíus Sesar, Makbeð, Óthelló og Lé konung. Athygli vekur að Sem yður þókn- ast gerist í Frakklandi en ekki Eng- landi. Að sögn Erlings Gíslasonar er ástæðan hins vegar augljós: Harð- stjóranum Elísabetu I drottningu hafí verið lítt um háðsádeilu á hirð- ina gefið og því hafí Shakespeare tekið þann kost'vænstan, af ótta við refsingu, að flytja sögusviðið yfir Ermarsund. „Enda þykir öllum Eng- lendingum en þann dag í dag sjálf- sagt að gera grín að Frökkum." Guðjón Pedersen leikstjóri segir að Sem yður þóknast sé í sínum huga ævintýraleikur um átök góðs og ills. Sagan hefjist á slæmum stað en frels- ið sé ekki langt undan. „Þetta verk er nokkurskonar samsafn frá Sha- kespeares hendi enda hefur það marg- ar ólíkar sögur að geyma, þótt grunn- tónninn sé einatt sá sami. Verkefni okkar er að koma þessu til skila." Guðjón hefur aldrei verið þekktur fyrir að fara troðnar slóðir í leik- húsi. Sem yður þóknast er engin undantekning. „Ég kann ekkert ann- að en að gera verkin sem ég er að fást við að okkar — nákvæmlega eins og Shakespeare gerði sjálfur. Síðan svífur andi skáldsins alltaf yfír vötnum, þannig að það er erfitt að villast af leið.“ Engin minnimáttarkennd Guðjón segir ekki skilið við Shake- speare eftir frumsýninguna í kvöld en í haust mun hann færa Ofviðrið upp í Svenska Riksteatem í Svíþjóð, þar sem hann leikstýrði Þrem systrum eftir Tsjekhov nýverið. Ber hann Svíum vel söguna. „Það er gaman að skipta um umhverfí og öðlast nýja reynslu. Eitt af því sem stendur upp úr er hins vegar hvað við íslendingar eigum mikið af góðu leikhúsfólki. Við þurfum ekki að hafa minnimáttar- kennd gagnvart öðrum á því sviði.“ Elva Ósk Ólafsdóttir, sem leikur Rósalind, segir yndislegt að fá tæki- færi til að vinna texta Shakespeares. Hann opni nýjar víddir og hún gæti eytt mörgum mánuðum í að velta sér upp úr hugsunum og pælingum sem búi að baki textanum. Elva Ósk lék síðast í verki eftir Shakespeare í leiklistarskóla og seg- ir Sem yður þóknast hafa verið kær- komið tækifæri til að endumýja kynnin. „Upphaflega var ég ekkert sérstaklega hrifín af Shakespeare en eftir að ég fór að vinna hann sjálf skil ég hvers vegna hann er svona mikils metinn í leikhúsheiminum." Hlutverk Rósalindar er, að sögn Elvu Óskar, ákaflega spennandi. UNGT fólk og ástfangið, Rósalind (Elva Ósk Ólafsdóttir) og Orlando (Benedikt Erlingsson). MARGT drífur á daga Prófsteins (Ingvars E. Sigurðssonar), Selíu (Eddu Heiðrúnar Backman) og hinnar dulbúnu Rósalindar í skóginum. Kom til mín áreynslulaust TÓNLIST hefur umtalsvert vægi í Sem yður þóknast og elstu tón- smíðar sem vitað er til að tengist verkinu eru frá því um 1600. Mun Thomas nokkur Morley hafa verið þar að verki en síðan hafa fjöl- mörg tónskáld fetað í fótspor hans. Nú er röðin komin að Agli Ólafssyni. „Ég byrjaði á því að lesa verk- ið og fljótlega tók það stefnuna fyrir mig. Shakespeare réð því ferðinni og tónlistin kom til min áreynslulaust. Hann ætlar ákveðnum persónum söngva og svo bættum við söngvum við eftir efni og músíkaliteti leikaranna. Eftir á fór ég síðan að kynna mér hvernig aðrir hafa gert þetta en það var meiratil fróðleiks," segir Egill um tilurð tónsmíðanna sem eru af tvennum toga: Annars veg- ar tólf sönglög, eins og fyrr grein- ir, sem vekja eiga óskipta athygli áhorfenda, og hins vegar bak- grunnshljóð sem ætlað er að styrkja söguna, það er „tónlist sem á ekki að heyrast en heyrist samt,“ eins og Egill kemst að orði. Að sögn Egils eru til margar kenningar um það hverskonar tónlist hafi prýtt verk- ið á tímum Shakespe- ares en flestir haldi _ því fram að hann hafi EgiII Ólafsson nýtt sér dægurlög þess tíma — ýmist notað lag og texta eða samið nýjan texta að þekktu lagi. Egill lætur vel af samstarfinu við Guðjón Pedersen leikstjóra og segir að hann hafi meðal ann- ars gefið sér frjálsar hendur við tónsmíðarnar. Þannig hafi marg- ar leiðir opnast. „Ég nýtti mér það og segja má að þarna ægi öllu saman; allt frá gallíard [dans í þrískiptum takti], sem var mjög vinsæll í Bretlandi þegar verkið var samið, til tuttugustu aldar tónlistar. Þá viðhöldum við þeirri venju að syngja söngva á frönsku, en verkið gerist að hluta í æv- intýraskógi í Frakk- landi, og hefur Pétur Gunnarsson samið afar fallegan texta fyrir okkur, auk þess sem einn leikarinn, Ingvar E. Sigurðs- son, hefur spunnið upp texta í anda síns karakters. Ennfrem- ur notum við falleg- an texta um ástina eftir Heine." Tæp tuttugu ár eru síðan Egill Ólafs- son þreytti frumraun sína sem leikhústón- skáld í Grænjöxlum Péturs Gunn- arssonar í Þjóðleikhúsinu. Síðan hefur hann samið tónlist við fjöl- margar sýningar Þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur og ís- lenska dansflokksins. Má þar nefna Kirsiblóm á Norðurfjalli, Gretti, Súkkulaði handa Silju, Ég dansa við þig, Dampskipið, Sögur úr sveitinni og Eva Luna, auk þess sem Egill hefur nýlega sam- ið lög fyrir sönglcikinn People come, people go eftir Sellu Pals- son, sem nýverið var fluttur í John Houseman Theatre í New York. „Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að leika kven- mann sem er að leika karlmann sem er stundum að leika kvenmann. Við þetta bætist síðan að Shakespeare skrifaði hlutverkið upphaflega fyrir karlmann. Þetta er snúið en sniðugt." Margt spaugilegt Steinn Ármann Magnússon, sem jafnframt fer með hlutverk í sýning- unni, talar í sama anda og Elva Ósk. „Sem yður þóknast er gamanleikur og út frá þeirri staðreynd hefur verið unnið, þótt það verði að viðurkennast að ég skynjaði ekki allan húmorinn þegar ég kom fyrst að textanum. Þegar leikritið fór að rúlla kom hins vegar- fljótt í ljós að það hefur margt spaugilegt að geyma og núna þegar hillir undir frumsýninguna er sýnin á verkið orðin mun heilsteyptari. Það er engin tilviljun að William Sha- kespeare hefur lifað svona lengi.“ Áð mati Steins Ármanns á hver uppfærsla á leikritum Shakespeares að vera listaverk á eigin forsendum. Sumir séu þó fastheldnir á hefðina og þeir sömu eigi eflaust eftir að kvarta yfir því að leikaramir skuli ekki vera klæddir í sokkabuxur með sverð. „Leikritið stendur fyrir sínu eftir sem áður — eins og það hefur alltaf gert.“ Erlingur tekur í sama streng enda bjóði Shakespeare upp á fjölbreytni í túlkun. Leikarar og leikstjórar sem gangi að efninu megi ekki vera bók- stafstrúar; textinn eigi ekki að vekja ugg heldur hugmyndir. Steinn Ármann er sjaldséður gestur á ijölum Þjóðleikhússins — lék þar síðast í Rómeó og Júlíu fyrir íjórum ámm. Þeir Guðjón Pedersen sameina nú krafta sína á ný en Steinn Ár- mann tók meðal annars þátt í sýning- um Frú Emilíu á Kirsjubeijagarðinum eftir Tsjekhov og Makbeð Shakespe- ares. Síðasta kastið hefur hann hins vegar starfað meira sem skemmti- kraftur — undir merkjum Radíus. Klassík og spaug En hvernig gengur að sameina spaugið og klassíkina? „Það hefur gengið vel, þetta hjálpar hvort öðru. Klassíkin er mjög hollur skóli en maður lærir líka margt á fíflagangin- um, ef svo má að orði komast. Ég hef haft mjög gaman af því að búa til mitt eigið efni og flytja á skemmt- unum eða í sjónvarpi en leikhúsið höfðar hins vegar alltaf jafnsterkt til mín, ekki síst Þjóðleikhúsið þar sem andinn er góður og metnaður mikill. Þar langar inig að starfa meira á næstu árum.“ Aðrir leikendur í Sem yður þókn- ast eru Edda Heiðrún Backman, Benedikt Erlingsson, Ingvar E. Sig- urðsson, Stefán Jónsson, Sigurður Skúlason, Hjálmar Hjálmarsson, Björn Ingi Hilmarsson, Gunnar Eyj- ólfsson, Edda Arnljótsdóttir og'Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, sem þreyt- ir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. Dramatúrg er Hafliði Arngríms- son, höfundur leikmyndar Grétar Reynisson og búningar eru eftir El- ínu Eddu Ámadóttur. Ljósahönnuður er Páll Ragnarsson. Islensk þýðing á Sem yður þókn-. ast er eftir Helga Hálfdanarson en hann hefur þýtt flest verka Shake- speares sem komið hafa út á ís- lensku. Áður hafði Matthías Joch- umsson þýtt nokkur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.