Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR GÍSLASON + Guðmundur Gíslason hús- gagnasmiður fædd- ist í Reykjavík 8. apríl 1915. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík að kvöldi mánudagsins 15. apríl síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dóra Þórðardóttir, f. 14.5. 1891, d. 25.1. 1984, frá Ráð- garði á Seltjarnar- nesi og Gísli Guð- mundssonar, f. 6.7. 1884, d. 26.9. 1928 gerlafræðingur, frá Hvammsvík í Kjós. Systur Guð- mundar er Guðrún, f. 21.12. 1913. Hún var gift Þorvarði Jónssyni og eignuðust þau eina dóttur, Eddu. Hinn 11. desember 1948 kvæntist Guðmundur eftirlif- andi konu sinni, Guðbjörgu Sig- urbergsdóttur, f. 10.5.1919, frá Eyði við Fáskrúðsfjörð. Guð- mundur og Guðbjörg eiga þrjár dætur. Þær eru: 1) Dóra, f. 9.2. 1950, var gift Sören Videbæk Nielsen, skilin. Eiga þau tvær dætur, Birgitte, f. 12.12. 1977 og Bar- böru, f. 30.1. 1975. Barbara og sambýl- ismaður hennar, Denis Jörgensen, eiga einn son, Nic- holas Videbæk, f. 28.3. 1996. 2) Oddný, f. 25.8. 1952, var gift Gunnari Dagbjarts- syni, skilin. Eiga þau tvö börn, Gísla Viðar, f. 6.10. 1972, sambýliskona hans er Margrét Þóra Guðmundsdóttir, og Guð- björgu, f. 2.8. 1970, sem er gift Valdimari Jónssyni og eiga þau tvö börn, Hörn, f. 20.10. 1993 og Atla Snæ, f. 29.1.1996. Eiginmaður Oddnýjar er Guð- mundur Guðmundsson og eiga þau tvö börn, Hildi Dröfn, f. 26.9.1981 og Guðmund, f. 12.7. 1983. 3) Erna, gift Daða Jó- hannessyni. Þeirra sonur er Gauti, f. 27.8. 1995. Útför Gumundar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn Guðmundur Gíslason átti við veikindi að stríða á liðnum árum og var þrotinn að kröftum. Tók hann örlögum sínum af fullkomnu æðruleysi. Hlotnaðist honum styrkur fyrir trú sína á al- góðan Guð. Var hann kristinn mað- ur í bestu merkingu þess orð. Guðmundur var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Olst hann upp á heimili foreldra sinna á Smiðjustíg 11 í Reykjavík, þar sem húsakostur og annar aðbúnaður var eins og best gerðist á þeim tíma og bjó fjölskyldan að því alla tíð. Gísli faðir hans var gerlafræðingur og einn af frumkvöðlum á því sviði hérlendis. Var hann ósérhlífínn og áorkaði miklu á stuttri ævi. Má þar nefna að hann stofnsetti smjörlíkis- gerðina Smjörlíki, gosdrykkjaverk- smiðjuna Sanitas og sælgætisgerð- ina Nóa í sínum húsum við Smiðju- stíginn. Mun honum fyrst og fremst hafa verið umhugað um að koma starfsemi fyrirtækjanna af stað en MINNINGAR eftirlét síðan öðrum að annast dag- legan rekstur þegar hjólin voru far- in að snúast. Gísli lést fyrir aldur fram er Guðmundur var á 14. ári. Eftir fráfall bónda síns rak Hall- dóra móðir Guðmundar heimilið áfram af sama myndarbrag og ver- ið hafði. Vegna veikinda í æsku var skóla- ganga Guðmundar ekki með hefð- bundnum hætti. Hann komst þó til fullrar þeilsu og lærði húsgagna- smíði. Árið 1939 fór hann til Sví- þjóðar í atvinnuleit ásamt vini sín- um Sigurgeir P. Gíslasyni. Síðari heimsstyijöldin skall á fljótlega eft- ir að þeir komu til Svíþjóðar, og komust þeir heim árið 1940 með strandferðaskipinu Esju. Fljótlega eftir heimkomuna settu þeir á stofn húsgagnaverkstæði á Smiðjustíg lla í Reykjavík. Síðar gerðist Karl Maack sameigandi þeirra að fyrir- tækinu. Var þar starfsvettvangur Guðmundar á meðan kraftar entust. Hinn 11. desember 1948 gekk Gumundur að eiga Guðbjörgu Sig- urbergsdóttur frá Eyri í Fáskrúðs- firði. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Smiðjustígnum en síðar í Skipholti 50 en þar hafði Guðmund- ur byggt tvílyft raðhús ásamt Karli Maack félaga sínum. Voru Guð- mundur og Guðbjörg mjög samhent í að búa sér og dætrum sínum þar gott heimili sem einkenndist af reglusemi og myndarskap. Frá 1991 bjuggu Guðbjörg og Guð- mundur á Flyðrugranda 20 í Reykjavík. Guðmundur var listelskur maður. Einkum hreifst hann af málaralist og fögru handverki. Ber heimili hans og Guðbjargar þess merki. Alla muni innanhúss hafa þau í sameiningu valið af kostgæfni og smekkvísi. Kynni okkar Guðmundar hófust er ég fór að gera hosur mínar græn- ar fyrir dóttur hans. Er vafalaust að oft hefur honum þótt tengdason- urinn verðandi glannalegur, ábyrgðarlitill í háttum og uppátæk- in furðuleg. Aldrei lét hann þó styggðaryrði falla. Tók mér alltaf jafn vel og lagði sig fram um að láta mig finna að ég væri velkominn á heimili hans. Á námsárum mínum átti ég mér athvarf í kjallaranum hjá Guðbjörgu og Guðmundi í Skipholtinu. Ósjald- an tældi hann mig frá námsbókun- um að hlöðnu kaffiborði. Áttum við þá margar okkar bestu stundir. Við þau tækifæri spjölluðum við margt um allt milli himins og jarðar og kom aldrei að sök þó við deildum ekki sömu skoðunum. Einnig sagði hann mér sögur frá uppvaxtarárum sínum í Skuggahverfinu og frá dvöl hans og Sigurgeirs vinar hans í Svíþjóð. Þá var.heimferð þeirra árið 1940 honum óþrótandi umræðu- efni. Voru þeir meðal þeirra 258 íslendinga sem komu með Esjunni frá Petsamo í Finnlandi til íslands eftir ævintýralega för. Guðmundur var mikill reglumað- ur, háttvís, hjartahlýr og nærgæt- inn. Gerði hann aldrei á hlut nokk- urs manns, gætti hófs í orðum og vildi öllum vel. Nákvæmni og fyrir- hyggja var honum í blóð borin, þannig að stundum þótti manni nóg um. allt skyldi hugsað til enda. Eg minnist þess að í fyrsta skipti sem hann var farþegi hjá mér í bifreið, spurði hann mig útúr um hvaða leið ég ætlaði að fara. Samvisku- samlega játaði ég fyrir honum að engin slík áætlun lægi fyrir og lagði hann þá umsvifalaust til ákveðna akstursleið. Nefni ég þetta þar sem það er lýsandi fyrir þann mann er hann hafði að geyma. I upphafi skyldi endinn skoða. Þá reglu hafði hann í hávegum, enda rataði hann sjaldan í vandræði. Alla hluti vildi hann gera vel og af heilum hug, en láta kyrrt liggja ella. Einhvetju sinni sem oftar ætlaði hann að hjálpa mér við smíðar. Ég mætti galvaskur út á verkstæði með efni í bókahillur og vildi drífa í smíð- inni. Guðmundur bað mig þá um teikninguna. Ég sagði honum að slíkt plagg væri ekki til því ég ætl- aði að leika þetta af fingrum fram. Það þótti honum ekki góð aðferð og sagði mér að slíkt væri sjaldn- ast gert og ekki á allra færi. Byrjuð- um við því á að teikna og málsetja bókahilluna áður en smíðar hófust og fór vel á því. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Guðmundi samfylgdina og vinskap- inn. Ég er þakklátur fyrri að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng. Daði Jóhannesson. Guðmundur Gíslason var trúr og samviskusamur góður drengur. Hann mátti ekki vamm sitt vita. Fengi hann t.d. sendan heim reikn- ing, eins og oft gerist, var hann ekki í rónni, fyrr en búið var að greiða hann. Það þurfti helst að gerast strax. Hann var vandvirkur fagmaður og vissi vel, hvort hlutirnir voru vel eða ekki nógu vel gerðir. Hann skilaði ekki hlutunum frá sér, fyrr en hann var sjálfur sáttur við vinnubrögðin. Um árabil var hann í prófnefnd í fagfélaginu okkar. Starf þeirra prófnefndarmanna var meðal ann- ars og aðallega að dæma prófsmíð- ar þeirra nemenda sem voru að ljúka námi í iðngeininni. Þar var hann á réttri hillu, enda þótt hann væri tregur til þess að taka svo ábyrgðamikið starf að sér. Við Sigurgeir Gíslason rákum vinnustofu ásamt honum í 48 ár og aldrei komu upp nein vandamál í samskiptum okkar þriggja. Guðmundur og ég undirritaður byggðum saman húsið í Skipholti 50 í aukavinnu og tók það okkur um þrjú ár. Aldrei lét hann sig vanta á meðan á þessu stóð, svo skyldurækinn var hann. Við félagarnir í Húsgögn co, Björn, Friðrik og Sigurgeir, þökk- um Guðmundi fyrir samfylgdina og sendum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Karl Maack. + Guðríður Guð- mundsdóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 3. sept- ember 1901. Hún lést á Landspítalan- um 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jónsson, sjómaður i Súg- andafirði og á ísafirði og síðar Vestfjarðapóstur, og kona hans Anna Jónsdóttir, húsmóð- ir. Þau voru ættuð frá Breiðafirði. Systkini Guð- ríðar voru: Haraldur, Herborg, Guðrún, Jón, Ástráður, Kristín Mig langar að minnast elskulegr- ar móðurömmu minnar, Guðríðar Guðmundsdóttur, þó í litlu verði. Hún var á 95. aldursári þegar hún dó; orðin veikburða og þjökuð eftir heilsuleysi til margra ára. Hún var hins vegar ætíð andlega hraust og hugsunin var skýr til hinstu stund- ar. Ég veit að þegar hún dó var og Hjálmfríður, sem er nú ein á lífi af þeim systkinum. Maki hennar er Sig- tryggur Jörundsson og eru þau búsett á Isafirði. 23. september 1923 giftist Guðríður Jún- íusi Einarssyni, sjó- manni á ísafirði, f. 27. júní 1897, d. 30. ágúst 1977. Foreldr- ar hans voru Einar Gunnarsson, fisk- matsmaður á ísafirði, og kona hans Ólöf Hinriksdóttir, húsmóðir. Þau voru frá Flóa í Árnessýslu. Guð- ríður og Júníus eignuðust fimm hún lengi búnin að vonast eftir að fá hvíldina einu sem öllum er vís. Ég held að amma mín hafi verið lánsöm kona. Lengstum var hún heilsuhraust og hún var auðug þótt aldrei ætti hún mikið af veraldleg- um gæðum. Hennar ríkidæmi fólst fyrst og fremst í mannkostum henn- ar, eins og raunar á við um svo börn. Þau eru: Stefanía, f. 13. ágúst 1924, maki Sverrir Egg- ertsson, sem lést 12. júní 1987, Herborg, f. 13. desember 1926, maki Guðmundur Hermanns- son, Guðjón, f. 17. maí 1929, maki Erla Sigurðardóttir, sem lést 21. janúar 1995, Ólafur, f. 15. febrúar 1938, maki Árdís Bragadóttir, og Sævar, f. 15. september 1940, maki Guðný Þorsteinsdóttir. Barnabörn og barnabarnabörn Guðríðar og Júníusar eru 48. Á yngri árum vann Guðríður sem vinnukona við ýmis störf og var auk þess húsmóðir eftir að hún giftist. Þau hjónin voru búsett á Isafirði þar til árið 1952 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Starfaði Júníus þar sem verkamaður hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Utför Guðríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. marga af hennar kynslóð. Hún var trú og hún var trygg og hún var umhyggjusöm og hún var elskuleg við alla sem sem hún átti sam- skipti við. Trygglyndi hennar og trúmennsku má lýsa með skírskot- un til Sögunnar af brauðinu dýra; hinnar ógleymanlegu frásagnar Halldórs Laxness í Innansveitar- kroniku. Ég trúi því að amma mín hefði brugðist við með sama hætti og vinnukonan sem lenti í villu í þoku á heiði í þrjá sólarhringa, en varðveitti þó óskert í skjólu hvera- brauðið húsbændanna. Aldrei heyrði ég hana ömmu mína segja styggðaryrði við nokkurn mann og aldrei talaði hún illa um náungann. Hún vildi öllum vel, bæði sínu fólki og öðrum. Þá var það ekki lítil gæfa hennar ömmu að hafa fengið að eiga hann afa. Hann Júnni afi var einstakur maður til orðs og æðis. Miklir kær- leikar voru með þeim, gagnkvæm virðing og samheldni. Og slíkir voru kostir þeirra beggja að aldrei bar skugga á þeirra sambúð meðan bæði lifðu. í hugann koma margar perlur úr safni minninganna um ömmu mína og afa. Þær geymi ég í hjarta mínu. Mér eru minnisstæð þau jólin æskunnar þegar við bræðurnir vor- um svo lánsamir að fá að hafa ömmu og afa hjá okkur á aðfanga- dagskvöld. Við fengum þá einhveija aura til að kaupa gjafir og ég man hvað okkur fannst gaman að sjá þegar amma tók upp pakkann með slæðunni og afi tók upp pakkann með neftóbakskrúsinni og það var eins og þau hefðu himin höndum tekið. Þá þóttust litlir menn vera stórir. Ég trúi því og treysti að á vegi sínum til fundar við skapara sinn muni hún amma mín njóta liðveislu genginna ástvina. Og ég er viss um að hann afi minn tekur á móti henni með glampa í augum og bros á vör og breiðir út faðminn. Ég vil fyrir hönd aðstandenda þakka öllu því góða fólki sem hjúkr- aði ömmu minni og sýndi henni ómetanlega umhyggju og hlýju á erfiðum stundum hin síðustu miss- eri. Því fólki öllu óska ég velfarn- aðar. Ömmu minni bið ég friðar að eilífu. Hermann Guðmundsson. í dag kveð ég ömmu mína sem lést á 95. aldursári. Það var einkennileg tilfinning sem helltist yfir mig þegar mér bárust þær fregnir að hún amma væri dáin. Innst inni var léttir áð veikindi hennar og þrautir voru á enda en um leið fann ég fyrir sökn- uði. En nú hafa leiðir ömmu og afa legið saman á ný og veit ég að hún er í góðum höndum hjá honum. Amma og afí bjuggu á Óðinsgötu þegar ég var lítil og fórum við þá oft til þeirra á sunnudögum. Amma bakaði þá oft pönnukökur en þær þótti honum pabba svo góðar og fengum við alltaf appelsín með þeg- ar fullorðna fólkið drakk kaffi. Aldrei gleymi ég þegar afi kom með strætó inn í Fossvog til að sækja okkur og fara með okkur í þijúbíó. Þá keypti hann alltaf bláan ópal og enn þann dag í dag minn- ist ég afa og bíóferðanna þegar ég fæ mér bláan ópal. Stuttu eftir að afi lést 1977 flutt- ist amma í þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða í Furugerði, en þar bjó hún þar til fyrir fimm árum, en þá var hún lögð inn á Borgarspítalann og lá hún þar í rúmt ár. Eftir þessa löngu sjúkralegu fór hún til Hebbu frænku og Mumma í Háagerði. Snemma á síðasta ári fluttist hún á dvalarheimilið Eir í Grafarvogi. Hjá Hebbu átti amma góða daga og er ekki hægt að minnast þess án þess að færa Hebbu og Mumma þakklæti fyrir alla þá umhyggju sem þau sýndu henni. Einnig langar mig til að minnast þess hversu syst- urnar Hebba og Stebba voru dug- legar og umhyggjusamar við ömmu og fékk hún heimsókn frá þeim daglega og stytti það gömlu kon- unni örugglega stundir. Ég veit að guð hefur tekið á móti ömmu minni og verndar hana og blessar. Blessuð sé minning hennar. Aðalheiður Sævarsdóttir. Elsku langamma. Okkur langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allt. Það var okkur dýrmætt að fá að vera með þér. Þú varst alltaf svo hlý og góð við okkur. Nú ert þú dáin og komin til Guðs og við vitum að nú líður þér vel. Guð blessi minningu þína, elsku Guja amma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar'yfir mér/ (Hallgr. Pét.) Guðmundur Ingi og Elísabet María Rúnarsbörn. t Ástkær eiginkona, móðir, amma og langamma, * ESTER MARÍA SIGFÚSDÓTTIR, Álfheimum 52, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 26. apríl kl. 13.30. Björn Halldórsson, Sigfús Þór Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, börn og barnabörn. GUÐRIÐUR G UÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.