Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 17 ERLENT VEL fer á með Lino Oviedo hershöfðingi (t.h.) og Juan Carlos Wasmosy forseta Paraguay á mynd- inni, sem tekin var í nóvember sl., en annað er nú uppi á teningnum. Friðargæslulið í Bosníu óbreytt Brussel. Reuter. ÆÐSTU hershöfðingjar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) mæltust til þess í gær að ekki yrði fækkað í friðargæsluliðinu í Bosníu fyrr en um miðjan september, að sögn Johns Shalikashvilis, forseta banda- ríska herráðsins. Shalikashvili sagði hershöfðingj- ana hafa mælst til þess að ekki yrði fækkað í liðinu fyrr en eftir kosningarnar sem ráðgerðar eru í Bosníu í september. Áður höfðu embættismenn NATO sagt að lík- lega yrði friðargæsluliðunum fækk- að fyrir lok júní. Friðargæslan framlengd? Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði á mánudag hugsanlegt að friðargæsl- an í Bosníu tæki lengri tíma en eitt ár, eins og gert var ráð fyrir í Day- ton-samningunum um frið í landinu. Ákveðið var að senda 60.000 manna fjölþjóðaher til Bosníu til að framfylgja Dayton-samningun- um og hann fékk árs frest til að ljúka verkefninu. Án slíkra tima- marka hefði Bandaríkjaþing ekki samþykkt að senda 20.000 banda- ríska hermenn til landsins. Friðargæslan hefur nú staðið í 120 daga og Solana kvaðst ánægð- ur með árangurinn. Múslimar, Kró- atar og Serbar hefðu staðið við 90% hernaðarþátta samninganna og kosningamar í september væm næsti mikilvægi áfanginn. Óvissuástand í Paraguay Oviedo sagður munu gefa eftir Madríd, Reuter. LUIS Maria Ramirez, utanríkisráð- herra Paraguay, sagði í gær, að Lino Oviedo hershöfðingi, sem Juan Carlos Wasmosy forseti hefur leyst frá störfum, myndi senn láta af yfirstjóm hersins. Oviedo neitaði að taka brottvikn- ingu sína til greina en Wasmosy tók ákvörðun þar að lútandi á mánu- dag. Sagði Oviedo forsetanum sjálf- um að fara frá og lokaði sig af í herstöð sinni. Ramirez sagði í fyrrinótt að Ovi- edo myndi hverfa úr herstöðinni og fela öðrum yfirstjórn hersins „á morgun“ en óljóst var í gær hvort átt var við gærdaginn eða í dag. Vísaði Ramirez því á bug að her- inn hefði fylkt sér að baki Oviedo og sagði að fregnir fjölmiðla um liðsflutninga víða um land væm staðlausir stafir. Oviedo stjórnaði herbyltingu árið 1989 sem batt enda á 36 ára ein- ræði Alfredo Stroessners hershöfð- ingja. Þingmenn sem fylgja honum að málum komu í síðustu viku í veg fyrir að stjórn landsins afhenti einkafyrirtæki forræði yfir tveimur alþjóðlegum tollbrúm við landa- mæri Brazilíu. Andstæðingar for- setans segja hann sjálfan eiga fyrir- tækin tvö. Stuðningsmenn Oviedo segja því að brottvikning hans hafi verið gerð til að Wasmosy gæti betur varið einkahagsmuni sína og ætti auðveldara með að koma ár sinni fyrir borð á kostnað almenn- ings. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Samtök Ameríkuríkja (OAS) lýstu stuðningi við Wasmosy og hvöttu her Paraguay til að hlýða ákvörðun hans. Morð í Kosovo tilefni ásakana Belgrad. Reuter. SERBNESKA innanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að fimm manns hefðu verið myrtir og fímm særðir í árásum hryðjuverkamanna í hér- aðinu Kosovo, þar sem Albanar eru í miklum meirihluta. Pólitískir leiðtogar Serba annars vegar og Albana hins vegar sökuðu hvora aðra um að nota árásirnar til að auka spennuna milli þjóðar- brota í héraðinu. Sósíalistaflokkur Serbíu, sem er nú við völd, kvað árásirnar „stað- festa að albanska aðskilnaðarhreyf- ingin hefði ákveðið að grípa til hryðjuverka . . . og útiloka þann- ig friðsamlega lausn í Kosovo“. Lýðræðisbandalag Kosovo eins og albanska aðskilnaðarhreyfingin nefnist sakaði serbnesk yfírvöld um að nota árásirnar til að hefja „ógn- ir og hryðjuverk í skjóli ríkisvalds". Petta er bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum! * VAKA-HELGAFEll GRILLAÐIR BANANAR var valin besta sagan í samkeppninni um Islensku barnabókaverðiaunin 1996 enyfir fimmtíu handrit bárúst í keppnina. Hröð atburðarás, spenna og fyndni einkenna þessa nýju verðlaunasögu eftir mæðg- urnar Ingibjörgu Möller og Fríðu Sigurðardóttur. Lesandinn slæst í för með tíu sprækum og skemmtilegum krökkum sem halda í nokkurra daga gönguferð um óbyggðir íslands. Krakkarnir lenda í miklum hremmingum og ótrúlegum ævintýrum. 20% afsláttur af öllum ”wt Tefal vörum m.a. matvinnsluvélar, brauSristar, affivélar grill, eldhús og baövogir ofLofl. 18.-30. apríl Afsláttur af öllum Indesit oq Tefal vörum í verslun okkar í 10 daga! Indesit kæliskápar, þvottavélar.uppþvottavéiar, etdavélar ofl. ofi. i_ BRÆÐURNIR (qh OKMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.