Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÖIÐ MIÐVIKUDAGUR 24, APRÍL1996 41 BREF TIL BLAÐSIIMS Askorun til stjórnvalda Nú er nóg komið Frá Pálma Gunnarsson: NÚ LÍÐUR senn að þeim degi þegar við íslendingar samkvæmt dagatali kveðjum veturinn og fögnum sumrinu með tilheyrandi hátíðarhöldum. Biðin á enda og sól og sumar tekur völdin í hugum okkar. Á morgni sumardagsins fyrsta verður tekið fyrir eina ferðina enn, í undirrétti í Istanbul í Tyrklandi, mál sem varðar alla íslensku þjóð- ina. Og þá verur bið Sophiu Hans- en og dætra hennar sem rænt var fyrir mörgum árum vonandi á enda. Ég sest niður og skrifa þessi orð fyrst og fremst sem hvatningu til Sophiu Hansen sem aldrei hefur gefist upp í þessu svokallaða for- ræðismáli og hefur heitið dætrum sínum að ná þeim úr því víti sem þær hafa þurft að búa við síðan þeim var rænt. Barátta hennar hefur ekki farið fram hjá neinum og hefur vakið heimsathygli og skipta þær hundruðum konurnar sem bíða í eftirvæntingu eftir nið- urstöðu tyrkneska dómkerfisins í málinu. Það sem ég vildi gera að um- ræðuefni hér er þáttur stjómvalda í máli Sophiu og dætra hennar. Meðan almenningur hefur sýnt vilja sinn í verki og stutt við bak- ið á Sophiu á margvíslegan hátt hafa íslensk stjórnvöld dregið lappirnar og þvegið hendur sínar líkt og Pílatus forðum. Nú er það borðleggjandi að málið er eins ís- lenskt og það getur verið. Sophia Hansen og Halim A1 voru gift samkvæmt íslenskum lögum og skildu samkvæmt sama lagabók- staf. Dætur þeirra eru fæddar á íslandi og eru því íslenskir ríkis- borgarar. Hæstiréttur í Tyrklandi hefur viðurkennt þetta og fyrir- skipað að máli sé afgreitt sam- kvæmt íslenskum lögum en á ein- hvern illskiljanlean hátt hefur ís- lenskum sjtörnvöldum tekist að draga upp aðra mynd af málinu. Eðlilegt og rétt hefði verið að stjómvöld hefðu tekið málið upp Eru Ríkisút- varpið og leikritahöf- undar orðin uppiskroppa með efni? Frá Önnu Silfu Þorsteinsdóttur: HVERNIG stendur á því að í annað skipti á þessu ári, að mér vitandi, er sögu Júlíönu Silfu komið á fram- færi? Fyrst sem útvarpsleikrit, Bróður- morð í Dúkskoti og næst verður saga hennar leikin í leikhúsi. Þar sem ekki er lengra liðið síðan þessir atburðir gerðust finnst mér þetta mikið virðingarleysi í garð aðstandenda. Mig langar að segja við Ríkisút- varpið og Elísabetu Jökulsdóttur „eruð þið alveg tilfinningalaus? Látið þið allt flakka hvað sem það kost- ar?“ Ég get ekki lýst óánægju minni og hugarangri. Mér finnst þið ættuð að hugsa ykkar gang, það mætti halda að þið væruð uppiskroppa með efni. ANNA SILFA ÞORSTEINSDÓTTIR, Björtuhlíð 9, Mosfellsbæ. á sína arma frá fyrsta degi og tekið á því samkvæmt íslenskum lögum. Því miður hefur annað ver- ið uppi á teningnum. Stjórnvöld sem börðust með kjafti og klóm við breska ljónið á sínum tíma í hinu svokallaða þorskastríði, stjórnvöld sem hafa mannréttindi og mannúðarmál á stefnuskrá sinni og eru þekkt fyrir að láta ekki ganga yfir sig í mikilvægum milliríkjamálum, hafa í máli Soph- iu Hansen og dætra hennar sýnt heybrókarhátt sem erfitt er að skilja og er til háborinnar skamm- ar fyrir okkur sem þjóð. Tveim íslenskum ríkisborgur- um, saklausum stúlkubörnum var rænt fyrir mörgum árum í Tyrk- landi og hefur þeim verið haldið þar nauðugum síðan og sannan- lega verið beittar líkamlegu og andlegu harðræði. Brotin hafa verið aftur og aftur mannréttindi móður og barna í þessu hræðilega máli og því miður lítur út fyrir að ekki sjái fyrir endann á þeim glæp. Ég skora á hið háa Alþingi að taka á málinu á viðeigandi hátt. Ráðherrar og þingmenn: Það er skylda ykkar samkvæmt stjórnarskrá að veija alla rétt- borna íslendinga gegn hverskon- ar óréttlæti. í máli Sophiu Hansen og dætra hennar hafið þið ekki sinnt þeirri skyldu svo sæmandi geti talist. Snúið nú blaðinu við og grípið til aðgerða sem duga til að hún megi njóta þeirra mann- réttinda að endurheimta dætur sínar. Að lokum vil ég beina orðum mínum til fráfarandi forseta ís- lenska lýðveldisins, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þú hefur í ræðu og riti innanlands sem utan látið mannúðarmál og mannrækt hafa forgang. Það væri því varla hægt að hugsa sér betri endi á farsælum og glæsilegum forsetaferli þínum en að þú beitir þér með öllum þeim ráðum sem þér eru gefín til að Sophia megi fá dætur sínar til baka frá Tyrklandi. PÁLMI GUNNARSSON, tónlistarmaður, Jódísarstöðum, Eyjafirði. Frá Daníel Þorsteinssytii: GETI það talist eðlilegt að tveir einstaklingar af sama kyni hafi mök við hvorn annan, hefji sambúð og fái þennan lífsmáta viðurkenndan I lögum, þá þarf að huga að réttind- um ýmissa annarra sem í dag er svipað ástatt um. Því með staðfest- ingu laganna um staðfesta samvist samkynhneigðra eru þingmenn þjóðarinnar nefnilega að leggja blessun sína yfir allt sem lýtur að afbrigðilegri kynhneigð mannsins. Hvað rekur þingmenn þjóðarinnar annars út í svona lagasmíð? Hafa þeir „siðferðilega“ tapað öllum átt- um? Megum við eiga von á að þeir sjálfir séu að koma út úr „skápn- um“? Þeir hljóta, séu þeir sjálfum sér samkvæmir, að ætla að stíga það skref. Af vandlætingu einstaka þingmanns í garð fólks sem varað hefur við þessari lagasmíð má að minnsta kosti ráða að „fordómar" eru þeim ekki fjötur um fót í þessum efnum. Um litróf kynhegðunar mannsins Kynfræðingurinn, Jóna Ingibjörg, setur fram þá kenningu að svokallað litróf kynhegðunar mannsins rétt- læti „samkynhneigð", tal um annað sé bara fordómar í ljósi þess. En hvernig er litróf kynhegðunar mannsins í raun? Þolir það nánari skoðun og réttlætir það þá lagasmíð sem nú er í gangi? Nei! Það sem kynfræðingurinn kallar litróf kyn- hegðunar mannsins brýtur einfald- lega allt siðferðislögmál hins kristna samfélags. Hinn dæmigerði „flass- ari“ er hluti af litrófi kynhegðunar Frá Hildigunni Högnadóttur: SÚ ÁKVÖRÐUN Morgunblaðsins að hætta að gefa úr sérstakt dag- skrárblað fyrir vikuna olli mér mikl- um vonbrigðum. Ég veit að ég tala fyrir munn margra á landsbyggð- inni, því blaðið var mjög gott að hafa við höndina og á mínu heimili var því flett oft á dag. Könnun sú sem Morgunblaðið ku hafa gert hef- ur örugglega ekki verið gerð meðal landsbyggðarfólks og rök blaðsins að samgöngur hafi batnað svo mikið að fólk lesi dagskrána bara í blaði dagsins eru léttvæg. Við, sem búum á landsbyggðinni vitum, að þó samgöngur hafi batnað þá eru enn fjölmargir staðir sem verða að treysta eingöngu á flugið með sinn póst og veður geta hamlað flugi, oft svo dögum skiptir. Þetta bréf er skrifað á föstudegi. Hingað til ísafjarðar hefur Morgun- blaðið ekki borist síðan á miðviku- Nei, sam- kynhneigð er ekki eðlileg mannsins, barnaníðingar, þ.e. menn er hafa kynferðislega þörf til barna, eru það einnig, nú svo ekki sé minnst á þá sem svala kynþörfum sínum með dýrum og svona má lengi telja. Allt á þetta sér það sammerkt að lýsa brenglaðri kynlífsútrás og „samkynhneigð" er hluti af þeim meiði. Svo sem sjá má stenst kenn- ingin um litróf kynhegðunar manns- ins engin réttlætisrök og getur því ekki mælt samkynhneigð bót á nokk- urn hátt. Það gerir hins vegar sjálfs- réttlætingin og af henni virðist nóg hjá því fólki sem hvað hatramast berst fyrir þeirri firringu sem felst í lögunum um staðfesta samvist samkynhneigðra. Það hefur markvisst verið vegið að siðferðisvitund fólks Kynfræðingurinn, Jóna Ingi- björg, talar um fámennan hóp for- dómafulls fólks sem setji sig upp á móti samkynhneigð. Ég vii meina að hún fari ekki með rétt mál í þeim efnum. Þjóðin hefur þurft að sitja undir stöðugum áfellisdómum um fordóma í garð þeirra sem hneigjast til kynvillu, því tjá sig svo Bagalegt að hafa ekkert dag- skrárblað dag. Það þykir nú ekkert sérlega vandræðalegt en verður það eftir því sem hver dagur líður og við þekkjum það öll að fá blaðið oft ekki dögum saman og þ.a.l. enga dagskrá. Og þar sem ég er nú byrjuð, ætla ég að nefna dæmi um sambands- leysi við landsbyggðina, að fyrir ekki margt löngu kom auglýsing frá blaðinu eitthvað á þann veg hvort menn gætu hugsað sé morgun án fáir um málið sem raun ber vitni. Þannig var fordómakjaftæðinu, frá upphafi, ætiað að rugla fólk í rím- inu svo kæfa mætti allar siðferðis- spurningar um kynvilluna og hvers eðlis hún í raun er. Fjölmiðlar eiga þar stóran þátt í hvernig komið er. Þeir hafa nefnilega sett fordæm- ingu á samkynhneigð á stall með kynþáttahatri og öðru í þeim dúr, en samkynhneigð á þar hreinlega ekki heima frekar en önnur kyn- brenglun. Það er ekki ætlan þeirra að láta hér staðar numið því... Þeir sem hvað harðast ganga fram í því að samkynhneigð njóti almennr- ar viðurkenningar í þjóðfélaginu hafa gert þá kröfu að börnum okkar verði innrætt ,jákvæðni“ tii þess lífs- máta sem samkynhneigð er. Þessi krafa er uppi á borðum og er hugs- uð sem innlegg í kynfræðslu skól- anna. En með þeirri kröfu er alvar- lega vegið að forræði foreldra yfir börnunum hvað snertir fræðslu um þessi mál. Gegn því eigum við að berjast af fullri hörku. Samkyn- hneigð er ekki eðlileg og réttlætist ekki þó svo vinir eða fólk okkur nær temji sér slíkar kenndir. Krafan um réttlætingu á samkynhneigð er í raun krafa um það siðferðishrun sem var á tímum Sódómu og Gómorru. Okkur ber, án tillits til þess hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, að af- neita þeim stjórnmálamönnum sem ljá málefnum kynvillunnar brautar- gengi, þar reynir á hvort við teljum okkur kristna þjóð. DANÍEL ÞORSTEINSSON, Mávahlíð 31, Reykjavík. Moggans? Menn skemmtu sér vel yfir þessari, því hér er Mbl. síðdegis- blað (ef það er þá flogið). Ekki veit ég hvort eitthvað sam- band er á milli þessarar ákvörðunar Mbl. og þeirrar hjá Stöð 2 sem hætt- ir á sama tíma að gefa út Sjónvarps- vísi, en allt ofangreint á líka við um þá ákvörðun. Við höfðum þó alltént það blað og dagskrá að hluta ef ekki var flogið, en nú er fokið I flest skjól. Ég trúi að nú muni vænkast veru- lega sala DV þann dag sem vikudag- skrá fjölmiðlanna birtist I því blaði. Ég og Mogginn höfum árum sam- an verið áskrifendur hjá hvort öðru og ég hef ekki ekki haft undan neinu að kvarta hingað til nema síður sé og ég óska eftir því að þessi ákvörð- un hjá blaðinu verði endurskoðuð. HILDIGUNNUR HÖGNADÓTTIR, Túngötu 1, ísafírði. Vegna breytinga á innréttingurrE seljum við BLOMBERG svninaar helluborð Ennfrenciur nokkra útKtsgallaða BLOMBERG ttavélar með verulegum Hafið hraðar hendur því rýmingarsalan stendur aðeins fram á miðvikudag! Opiðtiikt \8.00- Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 °^* símar 562 2901 og 562 2900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.