Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 23 Áhugi eykst á fomsögum KRISTIN Liha Eyglóardóttir og Sigurður Bjarnason, sem eru í íslenskuáfanganum 313, lýsa yfir mikilli ánægju með að vinna f ornsögur á verald- arvefnum. Þau segja að frá- bært að vinna verkefni á al- netinu (Inter-netinu). „AUur metnaðurinn fer í að hafa síð- urnar sem flottastar," sagði Kristin. Þau segja að áhuginn fyrir fornsögum verði mun meiri þegar verkefnin séu unnin á þennan hátt. „Við leggjum okkur öll fram til þess að okkar verkefni verði fyrir valinu, því bestu verkefnin fara inn á Inter-netið," sagði Sigurður og bætti við að af þeim sökum þyrftu nemendur að lesa sögurnar vel og velta málum fyrir sér frá ýmsum sjónarhornum. „Svo megum við líka slúðra um fornu hetíurnar eins og við vUjum," bætti Kristín við og visaði til „gulu pressunn- ar" sem er einnig tíl sem verk- efni á netinu. Þar fá nemend- óánægju, þannig að nú hefur verið reynt að breyta áhersl- unum þar," sagði Sigurður. „ Já, kennarinn las bara upp úr bókinni en við sátum og hlustuðum og svo f ór maður að hugsa um eitthvað allt ann- að," bætti Kristin við. „Við lærum tvímælalaust meira á því að gera verkefni sem eru gerð skemmtileg eins og Is- lendingasögurnar." Listalíf í blóma Sigurður býr á Akranesi en Kristín í Borgarnesi og fer daglega heim með rútu. Þau segjast nokkuð ánægð með skólann í heUd og taka fram að virkur listaklúbbur sé starfræktur innan hans. Kristin segist þó ekki geta tekið mikinn þátt í f élagslíf- inu dags daglega því rútan til Borgarness fari strax að skóla loknum. I þeim töluðu orðum gengur Unnur María Berg- sveinsdóttir, formaður Lista- klúbbsins, framhjá, þar sem við sitjum í rými nemenda. Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR Bjarnason og Kristín Lih'a Eyglóardóttir hvort sínu megin við formann Listaklúbbsins Unni Maríu Bergsveinsdóttur. I ur leyfi til að láta ímyndunar- aflið njóta sín og skrifa það sem þá lystir um atferli og hegðan hinna fornu kempa. Ólyginn sagði mér... Slúðrað um fornhetjur Enda kom berlega í ljós þegar Morgunblaðsmenn sátu með nemendum og fylgdust með „gulu pressunni" að þeim þótti íúmskt gaman af slúður- sögunum þó svo að Harpa lýsti því yfir að þau yrðu að gæta þess að ganga ekki of langt. Þarna mátti sjá fyrir- sagnir eins og „Hildiríðarsyn- ir eða Hildiríðarperrar?" og „Egill Skallagrímsson eða hvað?". Spurð hvað væri skemmti- legast við Fornfræðivefinn horf ðu þau hvort á annað og svöruðu síðan skælbrosandi að þetta væri allt jafn- skemmtilegt. „Þetta eru skemmtilegustu tímarnir í skólanum og Harpa er svo frábær kennari að hún gerir alla tima skemmtiiega," sagði Kristín og tók Sigurður snar- lega undir það. Þau segja að þessar nýju aðf erðir við námið veki upp óskir um fleiri verklega tíma í ððrum greinum. „Þegar við lásum til dæmis íslandsklukk- una var bara um þurran lest- ur að ræða og engin verkefni voru gerð. Það vakti mikla Þau eru ekki lengi að hóa í hana. Unnur tók við starfi f or- manns í haust og síðan hefur vikulega verið eitthvað uppi á teningnum. „Ég hef lagt mikla áherslu á fjölbreyti- leika þannig að í'ól k geti feng- ið að (já sig án þess að það sé með þegar tilbúna hæfi- leika. Við leggjum mikla áherslu á að list sé fyrir alla," sagði hún. Meðal nýjunga í listalífi má nefna lokuð Ijóðakvöld þar sem nemendur flytja frum- samin ljóð, sem jafnframt er aðgangseyrir. „Þetta var hugsað þannig að fólk fengi tækifæri til að lesa upp ljóð sín fyrir aðra í stað þess að henda þeim beint í ruslið eins og margir gera. Einnig að þeir fengju að heyra hvað hinir eru að gera," sagði Unn- ur. Þá má geta þess að allt frá hausti hefur listamaður vik- unnar verið valinn, þar sem hugmyndin var að einn nem- andi sýndi einhvers konar verk viku í senn. Hefur það mælst mjög vel fyrir og kom- ast færri að en vilja þannig að stundum hafa tveir sýnt sömu vikuna. Um listamann vikunnar er hægt að lesa um á vefsíðum skólans. Slóðin er: http://rvik.is- mennt.is/"manic/fva Sýni kennari ekki f rum- kvæði gerist ekkert þrátt fyrir að nóg sé tilaf tækjum. hafa gert sér grein fyrir því hvar þessi Ólafur bjó. Nú vildi hann fá að vita með gistingu í Dölunum af því hann ætlar að fara á. slóðir forfeðra sinna. Ég fékk bréf frá honum í morgun og hann er á leið- inni." „Ég er móðurmálskennari!" Þegar Harpa er spurð eftir allar lýsingar á vefvinnunni hvort hún sé tölvunarfræðingur kemur undr- unarsvipur á hana, en hún hefur sýnilega gaman af spurningunni og svarar snögg: „Nei, ég er móð- urmálskennari." Hún segir að þekkingin til að setja verkefnið inn á alnetið og vinna með það þar hafi komið smátt og smátt. Upp- hafið megi þó rekja til þess þegar hún fór í fæðingarorlof 1991, en þá leiddist henni svo að hún fór að nota tölvu- samskipti úr því mótald var til á heimilinu. „Þeg- ar ég rakst á veraldar- vefinn fyrir um það bil ári sá ég strax möguleikana á að nota hann til kennslu. Ég hafði prófað að láta nemendur skrifast á með tölvusamskiptum, en það gekk frekar illa. Kannski var það vegna þess að markmiðin voru aldrei skýr heldur voru nemendur bara að spjalla. Því ákvað ég að vinna með það námsefni sem ég hef kennt undanfarin ár," segir Harpa og kveðst hafa fengið til liðs við sig nemanda, Arnar Valdimars- son, sem hannaði útlit síðanna og byrjaði að vefa þær. Sjálf fór hún í fjarnám á íslenska menntanetinu og lærði það sem á vantaðj til að geta búið til vefsíður. „Ég hef aðallega orðið að læra þetta af sjálfri mér og Arnari, því enginn annar hér hefur sérstakan áhuga á þessum málum. En nú hef ég verið að kenna nokkrum 16 ára strákum að vefa, sem verða góðir næsta vetur," segir hún kankvís á svip. Sú þjálfun hefur farið fram utan hefðbundins skólatíma og spurð hvort tölvuvinnan sé mikið til sjálf- boðavinna segir hún svo vera. Hún hafi að vísu fengið 180 þúsund króna styrk fyrir vefvinnu í ís- lenskukennslu, en annað sé unnið af hugsjón. I ljós kemur að hún sótti meðal annars um verkefni fyrir hönd skólans, sem rakst á fjörur hennar fyrir tilviljun og kallast „Webs for Schools Project" eða Skólavefir og styrkt er af Evrópuráðinu. „Við fengum ný- lega staðfesta þátttöku okkar í þessu verkefni og fáum því fjárveiting- ar til tækjakaupa og að senda kennara á nám- skeið," segir hún. Þess má geta að Harpa og nemendur hennar hafa áður tekið þátt í alþjóðlegu verkefni „24 hrs in Cyperspace" eða Sólarhringur í netheimi, sem fór fram í febrúar með þátttöku 100 ljósmyndara þar á meðal þriggja íslenskra og sagt var frá í Morgunblaðinu á sínum tíma. Hún segist reyndar ekki vita hvernig fari með Skólavefinn, því hún og maður hennar, Atli Harð- arson heimspekingur, sem kennir einnig við skólann, séu að hætta í FVA og fara til starfa annars staðar. „En fornfræðivefinn flyt ég með mér, því hann er mín eign en ekki skólans," segir hún. Aldrei hærri einkunnir Harpa kveðst telja að vinna af þessu tagi sé í alla staði mjög hvetjandi og spennandi bæði fyrir kennara og nemendur. Komið hafi í ljós með sambærilegum prófum milli ára að einkunnir nemenda hafí aldrei verið betri en á síðustu önn. „Þannig virðist verkefnið skila mun betri námsárangri auk þess sem gaman er að geta sagt: „Verkefnið mitt er á Internet- inu"," segir Harpa. Nemendur láta sig ekki ekki vanta í tíma og segir Harpa að Það er leitað til okkar sem „besserwiss- era", sem við eigum að not- færa okkur. reyndar hafi alltaf verið lítið um fjarvistir í þessum áfanga, því hann hafi verið vinsæll. „í fyrra fluttu nemendur til dæmis fyrir- lestra sem máttu ekki vera ein- göngu upplestrar. Einn hópur flutti leikrit, annar skipulagði skoðunarferð í Borgarnes og sá þriðji mætti með tertu af kirkjunni á Borg, sem við átum eftir fyrir- lestur um Borg á Mýrum. Það er því ýmislegt hægt að gera til að lífga upp á kennsluna," segir Harpa. Á vorblót Ásatrúarmanna I því sambandi segir hún frá ferð sinni og nemenda á vorblót Ásatrúarmanna í Nauthólsvík ' á sumardaginn fyrsta þar sem þau dönsuðu fær- eyska dansa af miklum móð. „Það kom til í gegnum tölvusamskipti, því ég hef skrifast á við lögsögumann Ásatrúar- manna, sem sá Snorra- Eddu síðurnar. Ég hef aldrei séð hann en hann bauð mér á vorblótið og þegar ég sagði krökkunum frá því vildu þeir allir fara." Hún nefnir líka að fyrir jól hafi nemendur í ISL 103, sem eru 16 ára, hjálpað norskum kennara að skipuleggja kennslu í Gunnlaugs sögu. „Það er leitað til okkar sem „besserwissera" í Islendingasög- um," segir hún og tekur fram að íslendingar eigi að nýta sér það. „Norræn goðafræði er mjög í tísku og til er fullt af slíkum erlendum vefsíðum en engin íslensk síða nema okkar. Mikill áhugi er á vík- ingum bæði á Norðurlöndum, í Bretlandi og Hollandi. Til dæmis heita allar vélar sem notaðar eru sem miðlarar í Danmörku nöfnum úr goðafræði. Norræna skólanetið heitir Óðinn, færeyska skólanetið heitir Sleipnir, en íslenska skóla- netið heitir íslenska menntanetið!" segir hún í hneykslunartón og bætir við: „Nágrannaþjóðirnar eru búnir að taka nöfnin úr norrænu goðafræðinni en við sýnum henni engan áhuga. Mér finnst að við ættum að tengja goðafræðinni ís- landi." Styrkja þarf einstaklinga Þegar hún er spurð á hvern hátt segist hún telja ákjósanleg- ustu leiðina þá að styrkja áhuga- sama einstaklinga sem sýna frum- kvæði. „Ég hef ekki trú á að Kenn- araháskólinn geti séð um slikt né heldur íslenska menntanetið. Hugsanlega gæti menntamálaráðuneytið tekið eitthvað slíkt að sér," bætir hún við en bendir á að þekkingin sé þar lítil um tölvu- samskipti og skólamál. Það hafí til dæmis tekið hana langan tíma að finna einhvern sem vissi um verk- efni Evrópuráðsins. „Loksins fann ég konu hjá Rannsóknarráði ríkis- ins sem gat gefið mér upplýs- ingar," segir hún. Medisana^ BUXUR SEM VINNA Á APPELSÍNUHÚÐ auk þess að veita góðan stuðning við hné og mjóbak Fer eftir áhuga kennara Hún tekur fram að samt sé þetta ódýr Ieið fyrir skólana. „Verkefni eins og ég hef verið að vinna að er gert á einni tölvu með einu mótaldi, sem kostar kannski 150 þúsund krónur og reksturinn er ódýr, því lítið munar um síma- reikninginn í svona stórri stofnun. Nemendur hafa aðgang að einni tölvu inni á bókasafni á opnunar- tíma og það er allt og sumt! Ef áhugi er fyrir að reka einhver slík verkefni í íslenskum skólum er það fyrst og síðast kennarinn sem kemur því á koppinn. Það er alveg sama hvað keypt er mikið af tækj- um, mörg net og slíkt. Ef kennari sýnir ekki frumkvæði þá gerist ekkert," segir hún og er orðið nokkuð niðri fyrir enda klykkir hún út með: „Og mér finnst mjög æskilegt að þeir fái borgað fyrir það." Slóð Fomfræðivefsins er. http://rvik.ismennt.is/~harpa/forn Þuríður Ottesen ! upphafi keypti ég nokkrar Medisana Turbo fyrir mig og nokkrar vinkonur. Við vorum efins að buxurnar stæðu undir væntingum, en frábær áhrifamáttur þeirra kom fljótt í Ijós og er nú loksins komin hjálp í baráttunni við appelsínuhúð. / dag eru á annað þúsund ánægðar konur sem fjárfest hafa íbuxunum. Eftirfarandi umsagnir áhugasömum til fróöleiks: Ragnheiður Óskarsdóttir Ég get óhikað mælt með buxunum. Hef notað þær í líkamsrækt sl. 8 mánuði og er árangurinn frábær, auk þess eru þær þægilegar og veita góðan stuðning við hné og mjóbak. Krístjana Krístjánsdóttir Ef vandamál eru vegna grindar- gliðnunar eða annarra eymsla í mjóhrygg, mæli ég eindregið með buxunum. Þær veita frábæran stuðning og vinna í leiðinni á hinni hvimleiðu appelsínuhúð. Heiga Gísladóttir Ég vinn við afgreiðslustörf allan daginn. Eftir að ég fór að nota Medhana Turbo þjáist ég ekki lengur af þreytuverkjum í fótum. Einnig hef ég losnað við bjúg sem áður var óþægilegur. Buxurnar eru fáanlegar I tveimur síddum, þ.e. medium sem né niður á mitt lærí ag laag sem ná niður á hné. Ath! Buxurnar eru 85% hluta úr náttúru- efnum og er múgulegt að vera íþeim 8-10 klst. é dag án óþæginda. SuLIMBILAR: Árbæjarapótek, Grafarvogsapótek, Holtsapótek, Háaleitisapótek, Ingólfsapótek, Laugavegsapótek, Snyrtistofa Díu, Dekurhorniö, Kópavogsapótek, Kakí Hafnarfirði, Mosfellsapótek, Ölfusapótek Hveragerði og Porlákshöfn, Selfossapótek, Lyfjasalan Búðardal og Húsavíkurapótek Dreifing iSd... eht, sími 588-2333. TILBQÐ Kr. 1000,- jiWir«15/V96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.