Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 1
100 SIÐUR B/C/D/E 105. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ciller bíður ósigur í atkvæðagreiðslu á þingi Tyrklands Rannsókn stofnar stj órninni í hættu Ankara. Reuter. ÞING Tyrklands samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða ályktun um að hefja bæri nýja rann- sókn á meintri spillingu Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra og leið- toga annars af stjómarflokkunum, Flokks hins sanna vegar (DYP). Rannsóknin gæti orðið til þess að stjórnin félli og flokkur heittrúaðra múslima kæmist til valda. Tillagan um rannsókn var sam- þykkt með 376 atkvæðum gegn 141. Margir þingmenn Föðurlandsflokks- ins (ANAP), hins stjómarflokksins, greiddu atkvæði með álýktuninni og hættu þannig á að DYP sliti stjórnar- samstarfinu. Samþykkt var að hefja rannsókn á ásökunum Velferðarflokksins, flokks heittrúaðra múslima, um að Ciller og eiginmaður hennar hefðu misnotað aðstöðu sína til að hagnast á einkavæðingu bílafyrirtækisins TOFAS. „Málið snýst um spillingu, þar sem Tansu Ciller opnaði innsigluð kauptil- boð - þótt henni væri það ekki heimilt - án þess að nokkur í einka- væðingarráðinu væri viðstaddur,“ segir í ályktun- inni. „Einkavæð- ingarráðið tók ekki hæsta tilboð- inu heldur seldi hlutabréfm tveimur öðrum fyrirtækjum, sem vit- að er að eru í nánum tengslum við Ciller-hjónin.“ Vill splundra stjórninni Áður hafði þingið samþykkt að hefja aðra rannsókn á ásökunum um að Ciller-hjónin hefðu beitt áhrifum sínum til að fá ríkisorkufyrirtækið TEDAS til að taka tilboðum fyrir- tækja, sem tengjast þeim, um lagn- ingu nýrra rafmagnslína til 32 tyrk- neskra borga. Rannsókn þessara mála gæti orðið til þess að Ciller yrði leidd fyrir rétt, sem myndi þýða að hún gæti ekki orðið forsætisráðherra á næsta ári, eins og stjórnarflokkarnir höfðu sam- ið um. Mesut Yilmaz, forsætisráðherra og leiðtogi Föðurlandsflokksins, hefur neitað að koma Ciller til varnar frá því spillingarmálin komu upp. „Þess- ari þjóð líkar ekki við menn sem koma aftan að öðrum og skjóta þá í bakið,“ sagði Ciller þegar hún ávarpaði þingið fyrir atkvæðagreiðsl- una. Velferðarflokkurinn vonast til þess að spillingarmálin splundri stjóminni og greiði þannig fyrir því að leiðtogi múslimaflokks verði skipaður forsæt- isráðherra Tyrklands í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins árið 1923. Reuter Flokkur de Klerks úr þjóð- stjóminni Höfðaborg. Reuter. F.W. DE Klerk, varaforseti Suður- Afríku og leiðtogi Þjóðarflokksins, tilkynnti í gær að flokkurinn myndi ganga úr þjóðstjórninni, sem hefur verið við völd frá afnámi kynþáttaað- skilnaðarins. Nelson Mandela forseti sagði ákvörðunina geta styrkt lýðræðið í Suður-Afríku. Mandela sagði að brotthvarf Þjóðarflokksins merkti ekki að verið væri að lýsa yfir vantrausti á þjóðstjórnina. „Þvert á móti endur- speglar það þá staðreynd að Þjóðar- flokkurinn viðurkennir að lýðræðið hafi náð þroska og þurfi öfluga stjómarandstöðu. Við virðum þetta mat flokksins." Mandela bætti við að efnahags- stefna stjómarinnar myndi ekki breytast. F.W. de Klerk Máttu sín lítils í sljórn De Klerk sagði að Þjóðarflokkur- inn myndi segja skilið við þjóðstjórn- ina 30. júní. Hann bætti við að lýð- ræðið í Suður-Afríku væri þegar orð- ið nógu traust í sessi fyrir öfluga stjómarandstöðu. Áður hafði de Klerk rætt við helstu forystumenn Þjóðarflokksins, sem kvörtuðu yfir því að áhrif flokksins innan þjóðstjómarinnar hefðu minnkað og að Afríska þjóðarráðið, flokkur Mandela, virtist ekki telja sig þurfa að stjórna með öðrum. Stríðs- loka minnst í Kreml BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti heldur í Sovétfánann sem flagg- að var á þaki ríkisþinghússins í Berlín í maí 1945 er Sovéther- inn hafði tekið borgina. Þess var minnst með viðhöfn í Rúss- landi í gær að 51 ár var liðið frá sigrinum yfir nasistum, um 7.300 hermenn tóku þátt í skrúðgöngu á Rauða torginu. Hróp gerð að Gorbatsjov Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti sovétforsetinn, fór til Volgograd, áður Stalíngrad, þar sem Rússar hröktu lið Þjóð- verja á brott í ársbyijun 1943. Hugðist Gorbatsjov vekja at- hygli fjölmiðla á forsetafram- boði sínu en hann hefur lítið fylgi í könnunum. Koma hans og eiginkonunnar, Raísu, vakti verulega athygli, sumir hylltu hann fyrir að leggja grunn að lýðræðisumbótum og frelsi. Mun fleiri veifuðu rauðum fán- um, gerðu hróp að Gorbatsjov og kölluðu hann svikara en kommúnistar eru öflugir í borg- inni. „Skömm sé banamanni Sovétríkjanna," stóð á spjaldi liðsmanns Viktors Anpílovs, leiðtoga nýs flokks stalínista. ■ Javlínskí setur skilyrði/21 TALNINGARMAÐUR í Nýju Delhí sefur við kjörkassa eftir annasaman dag við talningu atkvæða í þingkosningum fjölmennasta lýðræðisríkis heims. 590 milljónir manna eru á kjörskrá. Rao segir af sér Nýju Delhí. Reuter. P.V. Narasimha Rao, forsætisráð- herra Indlands, hyggst segja af sér vegna afhroðs Kongress-flokksins í indversku þingkosningunum, að sögn embættismanna í Nýju Delhí í gær. Embættismennirnir sögðu að Rao hefði fallist á afsögn á fundi með Shankar Dayal Sharma forseta og myndi leggja fram afsagnarbréf í dag. Indverska ríkissjónvarpið Doord- arshan spáði því í gær að Kongress- flokkurinn yrði í þriðja sæti í þing- kosningunum, með 130-140 þingsæti af 545. Þetta yrði mesti kosningaó- sigurinn í sögu flokksins, en hann hefur verið við völd á Indlandi frá því landið hlaut sjálfstæði árið 1947, að undanskildum ijórum árum. Samkvæmt spá sjónvarpsins yrði Bharatiya Janata, flokkur þjóðernis- sinnaðra hindúa, stærsti flokkurinn, með 175-185 þingsæti. Þjóðfylking- in-vinstrifylkingin, laustengt banda- lag vinstri- og kommúnistaflokka, fengi 140-150 þingmenn og yrði í öðru sæti. Stefnir í veika stjórn Óvissa ríkti þó enn um úrslit kosn- inganna í gær, á öðrum degi talning- arinnar, þegar um þriðjungur at- kvæðanna hafði verið talinn. Ljóst þótti að enginn flokkanna fengi nægilegt kjörfylgi til að geta mynd- að sterka stjórn. Óháðir þingmenn og svæðis- bundnir smáflokkar virtust hafa sótt í sig veðrið í kosningunum og gætu komist í oddaaðstöðu. Talið er að erfitt verði fyrir Bhar- atiya Janata að semja um myndun meirihlutastjórnar með öðrum flokk- um þar sem flokkurinn þykir hafa horn í síðu múslima. Flestir frétta- skýrendur telja líklegast að Kongr- ess-flokkurinn eða hluti hans myndi stjórn með vinstriflokkunum en hún verði mjög veik og falli áður en kjör- tímabilinu lýkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.