Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bensínverð liækkar
um 1,90 kr. lítrinn
Bensíngjald lækkað tímabundið
vegna þróunar á heimsmarkaðsverði
VERÐ á bensíni hækkar til neytenda
um 1,90 kr. lítrinn, eða um 2,4 til
2,6%, hjá Skeljungi hf. og Olíufélagi
íslands hf. í dag vegna hækkunar á
heimsmarkaðsverði og óhagstæðrar
gengisþróunar. Bensínverð mun
einnig hækka hjá Olís í dag og verð-
ur hækkunin svipuð og hjá hinum
olíufélögunum. Fjármálaráðuneytið
hefur ákveðið að lækka tímabundið
gjald af bensíni vegna þróunarinnar
á heimsmarkaðsverði.
Gjald af blýlausu bensíni lækkar
úr 25,51 kr. af hveijum lítra í 24,85
kr. Með virðisaukaskatti nemur lækk-
unin 82 aurum á hvem lítra. Lækkun-
in jafngildir breytingu gjaldsins sem
ákveðin var í febrúar.
Verð á 95 oktana bensíni, sem var
73,40 kr. lítrinn, hækkar í 75,30 kr.
hjá Skeljungi hf. og verð á 98 okt.
bensíni, sem var 78,10 kr. verður
80 kr. lítrinn eftir breytinguna. í
frétt frá Skeljungi segir að án af-
skipta fjármálaráðuneytis og Félags
íslenskra bifreiðaeigenda hefði verð-
hækkunin orðið mun meiri. Frá ára-
mótum hafi tonnið af 95 oktana
bensíni hækkað um 65 dollara á
heimsmarkaði. Ef fylgja hefði átt
eftir hækkunarþörfmni hér innan-
lands hefði verð á hveijum lítra af
95 okt. bensíni átt að hækka um 8
krónur og 10 aura. Með hækkuninni
sem tekur gildi á morgnn hefur verð
á hveijum lítra af 95 okt. bensíni frá
Skeljungi hf. hækkað um 5,40 kr.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins hf., sagði að félagið hefði
þurft að hækka hvem lítra um ná-
lægt 3,50 kr. til þess að fylgja eftir
hækkunarþörfinni innanlands. Geir
sagði að rekstur bfls væri hár liður
í neysluvísitölu og því hefði fjármála-
ráðuneytið lækkað bensíngjaidið.
Einar Benediktsson, forstjóri OLIS
sagði að bensínhækkunin nú væri
undir þeim þörfum sem heimsmark-
aðsverð gæfi tilefni til en ljóst væri
að ákvörðun félagsins um bensín-
verðhækkun hlyti að taka mið af
verðhækkun samkeppnisaðilanna.
Ákvörðun um bensínhækkun yrði
tekin strax í dag.
Lýst eftir fólki
LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir
Sigurði Hjálmari Jónssyni, Hlíðar-
hjalla 53 í Kópavogi. Ekki hefur
spurst til hans síðan
um kl. 11.30 að
morgni mánudags- j
ins 6. maí. Hann ]
var þá við Breið- !
holtsútibú Lands-
bankans á bifreið- !
inni LG-372, sem i
er Subam 1800
station, grá að lit, ;
með áberandi gulu
auglýsingamerki á ökumannshlið.
Sigurður er 37 ára gamall, um
175 sm á hæð, gráhærður með stutt
liðað hár.
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir
Angélu Csehó, 24
ára ungverskri j
konu, sem ekkert
hefur spurst til síð-
an kl. 23 föstudag- '
inn 3. maí sl. Þá |
var hún stödd við :
Selfoss.
Angéla er há og |
grönn, brúneygð j
með axlarsítt dökkt I
hár. Hún er klædd í svartan leður-
jakka, þverröndóttar svartar og
hvítar buxur en gæti verið í ljósblá-
um slitnum gallabuxum og bláum
kuldasamfestingi.
Hún er á bifreiðinni Y-15733,
sem er Nissan Sunny, árg. 1985,
rauð að lit.
------»-♦--♦-----
Safnað fyrir
Sophiu Hansen
LANDSSÖFNUN til styrktar bar-
áttu Sophiu Hansen í Tyrklandi
fer fram á öllum útvarpsstöðum í
dag. Yfírskrift landssöfnunarinnar
er „Styrkur þinn verður hennar
styrkur."
Utandagskrárumræða
Hvatt til
hvalveiða
FÆRRI komust að en vildu í utan-
dagskrárumræðu á Alþingi um
hvalveiðar í gær og hvöttu flestir
til þess að hvalveiðar yrðu leyfðar
sem fyrst.
Efnt var til umræðunnar að
beiðni Guðjóns Guðmundssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins,
sem m.a. gagnrýndi að sjávarút-
vegsráðherra hefði ekki enn lagt
fram þingsályktunartillögu á þingi
um að hefja hvalveiðar að nýju og
spurði eftir hveiju verið væri að
bíða.
Þingpallarnir voru þéttsetnir á
meðan á umræðunni stóð, en í kjöl-
far hennar var sjávarútvegsráð-
herra afhent ályktun frá Sjávamytj-
um, félagi áhugamanna um sjálf-
bæra nýtingu sjávarspendýra, sem
hvatti til þess að Islendingar fengju
að veiða hvali á ný.
■ Eftir hverju.../8
Guðrún Pétursdóttír
gssH í nærmynd
MEÐ blaðinu í dag fylgir
fjögurra síðna auglýsinga-
blað um Guðrúnu Pétursdótt-
ur, forsetaframbjóðanda.
190.000 eintök í einu
og tveimur bindum
Fjörutíu skip á síld
PRENTUN nýju símaskrárinnar
er í fullum gangi og er stefnt að
því að henni verði dreift í lok
maí. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Pósts og síma, segir
að farið hafi verið að óskum sím-
notenda og meiri hluti upplagsins
prentaður í einu bindi. Hrefna
sagði að 190.000 eintök af síma-
skránni væru í prentun. Af því
upplagi væru 160.000 eintök í einu
bindi og 30.000 eintök í tveimur
bindum. Höfuðborgarsvæðið og
gulu síðumar væru í öðru bindinu
og landsbyggðin í hinu. Fyrra bind-
ið verður um 750 blaðsíður og hið
síðara 350 blaðsíður. Yfir 200.000
númer verða í skránni og eru al-
mennu númerin þar af 150.000,
yfir 10.000 GSM númer og yfir
21.000 NMT númer. Endurbætt
kort af Reykjavík fylgir skránni.
Eins og áður verður hægt að fá
harðspjalda kápu á símaskrána
gegn vægu gjaldi. Sama letur verð-
ur í skránni og fyrri skrá. Símnot-
endum ættu að berast tilky nningar
vegna dreifingar símaskrárinnar
eftir hvítasunnu. Hún tekur svo
gildi 31. mai næstkomandi.
Súlan EA 300. Morgunblaðið.
SÍLDVEIÐAR úr norsk-íslenska
sfldarstofninum hófust á miðnætti
í nótt. Um 40 íslensk skip voru
komin á miðin við landhelgismörk-
in austur af landinu í gær. Flest
skipin urðu vör við margar sfldar-
torfur, bæði smáar og stórar báð-
um megin við landhelgismörkin.
Veiðisvæðið er mjög stórt og
hafa skipin sem komu tímanlega
á miðin notað tímann til að leita
á mjög stóru svæði.
Súlan EA 300 hélt á miðin um
kl. 22 á þriðjudagskvöld og var
við landhelgismörkin í gærmorg-
un. Bjami Bjamason, skipstjóri á
Súlunni, varð fyrst var við lóðningu
um 12 sjómflur innan íslensku
landhelginnar. Rannsóknarskipið
Ámi Friðriksson hefur kannað
veiðisvæðið síðustu daga. í máli
Hjálmars Vilhjálmssonar, leiðang-
ursstjóra, kom fram að mikið væri
af sfld en hún stæði djúpt, á allt
að 100-160 föðmum. Hjálmar seg-
ir síldina koma upp um kl. 21-22
en fara niður á meira dýpi aftur
um kl. 2-3 á nóttunni. Hann átti
hins vegar erfitt með að segja til
um á hvaða leið sfldin væri. Það
er því viðbúið að mikið gangi á á
miðunum næstu daga, ekki síst
ef síldin er aðeins fáar kjukku-
stundir á veiðanlegu dýpi. í gær-
kvöldi var suðsuðvestan kaldi á
miðunum og 4-5 vindstig.
SFÁÚ farið að lengja eftir úrskurði samkeppnisráðs
Veiðiheimildir sem
rekstrarfé fiskvinnslu
SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar,
SFÁÚ, gagnrýna seinagang í af-
greiðslu á erindi sínu til Samkeppn-
isstofnunar um mismunandi sam-
keppnisaðstöðu kaupenda á fisk-
markaði.
Samtökin lögðu fram erindi til
Samkeppnisstofnunar í marsmánuði
á síðasta ári þar sem kvartað var
undir samkeppnismismunun í fisk-
vinnslu. „Sú mismunun felst í því að
rekstraraðilar sem hafa fengið út-
hlutað veiðiheimildum frá stjómvöld-
um geta fénýtt heimildimar og gera
það og nota þá fjármuni í rekstur
fiskvinnslu. Við óskuðum eftir því að
samkeppnisráð tæki þetta til athug-
unar,“ sagði Óskar Karlsson, formað-
ur SFÁÚ.
Óskar sagði að á haustmánuðum
hefði samtökin verið farið að lengja
eftir niðurstöðu í málinu og innt eft-
ir gangi þess. Síðastliðið haust skrif-
uðu samtökin nýtt bréf til stofnunar-
innar og beindu sjónum að þeim atrið-
um sem þau gera ágreining um.
„Við vildum í bréfinu líka leiðrétta
rangfærslur sem höfðu komið fram
í umsagnarbréfum annarra hags-
munaaðila sem tengjast þessu máli,“
sagði Óskar.
Fénýta veiðiheimildir til að
kaupa fisk
í bréfinu er farið fram á að kom-
ið verði í veg fyrir samkeppnismis-
munun sem felist í því að útgerðir
með veiðiheimildir geti fénýtt þær
til þess að kaupa fisk af óskyldum
aðilum, í beinum viðskiptum eða með
leiguveiðum. í bréfinu er líka bent
á að útgerðir með veiðiheimildir geti
selt þær og notað söluverðið til þess
að yfírbjóða aðra í fiskviðskiptum á
fiskmörkuðum. Útgerðir sem reka
fiskvinnslu geta einnig leigt frá sér
hluta af úthlutuðum kvóta og notað
fjármagnið til rekstrar fiskvinnsl-
unnar. Þannig megi t.d. niðurgreiða
físk sem keyptur hefur verið á fisk-
mörkuðum. SFÁÚ benda á svo dæmi
sé tekið að leigi aðili frá sér 100
tonn af þorski í eitt ár nægi leigju-
tekjurnar til þess að kaupa 500 tonn
af þorski á mörkuðum og niður-
greiða verðið um 20% með leigutekj-
unum.
í bréfinu segir að úthlutun veiði-
heimilda jafngildi úthlutun á rekstr-
arfé til þeirra sem uppfylla tiltekin
skilyrði.
„Þetta mál sem SFÁÚ hefur lagt
fyrir samkeppnisráð snýst um það
hvaða kröfur eigi að gera til löggjaf"
ans varðandi lögbundnar leikreglut
í íslensku viðskipta- og atvinnulífi
sem tryggi sanngjörn samkeppnis-
skilyrði, eðlilega samkeppni ^ og
verðmyndun á markaði," sagði Ósk-
ar.
„Við munum halda þessari bar-
áttu áfram af fullum þunga án til-
lits til þess hver niðurstaða sam-
kepnnisráðs verður og fara þær lög-
legu leiðir sem færar eru og nauð-
syn krefur," sagði Óskar.