Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bensínverð liækkar um 1,90 kr. lítrinn Bensíngjald lækkað tímabundið vegna þróunar á heimsmarkaðsverði VERÐ á bensíni hækkar til neytenda um 1,90 kr. lítrinn, eða um 2,4 til 2,6%, hjá Skeljungi hf. og Olíufélagi íslands hf. í dag vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og óhagstæðrar gengisþróunar. Bensínverð mun einnig hækka hjá Olís í dag og verð- ur hækkunin svipuð og hjá hinum olíufélögunum. Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að lækka tímabundið gjald af bensíni vegna þróunarinnar á heimsmarkaðsverði. Gjald af blýlausu bensíni lækkar úr 25,51 kr. af hveijum lítra í 24,85 kr. Með virðisaukaskatti nemur lækk- unin 82 aurum á hvem lítra. Lækkun- in jafngildir breytingu gjaldsins sem ákveðin var í febrúar. Verð á 95 oktana bensíni, sem var 73,40 kr. lítrinn, hækkar í 75,30 kr. hjá Skeljungi hf. og verð á 98 okt. bensíni, sem var 78,10 kr. verður 80 kr. lítrinn eftir breytinguna. í frétt frá Skeljungi segir að án af- skipta fjármálaráðuneytis og Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefði verð- hækkunin orðið mun meiri. Frá ára- mótum hafi tonnið af 95 oktana bensíni hækkað um 65 dollara á heimsmarkaði. Ef fylgja hefði átt eftir hækkunarþörfmni hér innan- lands hefði verð á hveijum lítra af 95 okt. bensíni átt að hækka um 8 krónur og 10 aura. Með hækkuninni sem tekur gildi á morgnn hefur verð á hveijum lítra af 95 okt. bensíni frá Skeljungi hf. hækkað um 5,40 kr. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf., sagði að félagið hefði þurft að hækka hvem lítra um ná- lægt 3,50 kr. til þess að fylgja eftir hækkunarþörfinni innanlands. Geir sagði að rekstur bfls væri hár liður í neysluvísitölu og því hefði fjármála- ráðuneytið lækkað bensíngjaidið. Einar Benediktsson, forstjóri OLIS sagði að bensínhækkunin nú væri undir þeim þörfum sem heimsmark- aðsverð gæfi tilefni til en ljóst væri að ákvörðun félagsins um bensín- verðhækkun hlyti að taka mið af verðhækkun samkeppnisaðilanna. Ákvörðun um bensínhækkun yrði tekin strax í dag. Lýst eftir fólki LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir Sigurði Hjálmari Jónssyni, Hlíðar- hjalla 53 í Kópavogi. Ekki hefur spurst til hans síðan um kl. 11.30 að morgni mánudags- j ins 6. maí. Hann ] var þá við Breið- ! holtsútibú Lands- bankans á bifreið- ! inni LG-372, sem i er Subam 1800 station, grá að lit, ; með áberandi gulu auglýsingamerki á ökumannshlið. Sigurður er 37 ára gamall, um 175 sm á hæð, gráhærður með stutt liðað hár. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Angélu Csehó, 24 ára ungverskri j konu, sem ekkert hefur spurst til síð- an kl. 23 föstudag- ' inn 3. maí sl. Þá | var hún stödd við : Selfoss. Angéla er há og | grönn, brúneygð j með axlarsítt dökkt I hár. Hún er klædd í svartan leður- jakka, þverröndóttar svartar og hvítar buxur en gæti verið í ljósblá- um slitnum gallabuxum og bláum kuldasamfestingi. Hún er á bifreiðinni Y-15733, sem er Nissan Sunny, árg. 1985, rauð að lit. ------»-♦--♦----- Safnað fyrir Sophiu Hansen LANDSSÖFNUN til styrktar bar- áttu Sophiu Hansen í Tyrklandi fer fram á öllum útvarpsstöðum í dag. Yfírskrift landssöfnunarinnar er „Styrkur þinn verður hennar styrkur." Utandagskrárumræða Hvatt til hvalveiða FÆRRI komust að en vildu í utan- dagskrárumræðu á Alþingi um hvalveiðar í gær og hvöttu flestir til þess að hvalveiðar yrðu leyfðar sem fyrst. Efnt var til umræðunnar að beiðni Guðjóns Guðmundssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem m.a. gagnrýndi að sjávarút- vegsráðherra hefði ekki enn lagt fram þingsályktunartillögu á þingi um að hefja hvalveiðar að nýju og spurði eftir hveiju verið væri að bíða. Þingpallarnir voru þéttsetnir á meðan á umræðunni stóð, en í kjöl- far hennar var sjávarútvegsráð- herra afhent ályktun frá Sjávamytj- um, félagi áhugamanna um sjálf- bæra nýtingu sjávarspendýra, sem hvatti til þess að Islendingar fengju að veiða hvali á ný. ■ Eftir hverju.../8 Guðrún Pétursdóttír gssH í nærmynd MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað um Guðrúnu Pétursdótt- ur, forsetaframbjóðanda. 190.000 eintök í einu og tveimur bindum Fjörutíu skip á síld PRENTUN nýju símaskrárinnar er í fullum gangi og er stefnt að því að henni verði dreift í lok maí. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Pósts og síma, segir að farið hafi verið að óskum sím- notenda og meiri hluti upplagsins prentaður í einu bindi. Hrefna sagði að 190.000 eintök af síma- skránni væru í prentun. Af því upplagi væru 160.000 eintök í einu bindi og 30.000 eintök í tveimur bindum. Höfuðborgarsvæðið og gulu síðumar væru í öðru bindinu og landsbyggðin í hinu. Fyrra bind- ið verður um 750 blaðsíður og hið síðara 350 blaðsíður. Yfir 200.000 númer verða í skránni og eru al- mennu númerin þar af 150.000, yfir 10.000 GSM númer og yfir 21.000 NMT númer. Endurbætt kort af Reykjavík fylgir skránni. Eins og áður verður hægt að fá harðspjalda kápu á símaskrána gegn vægu gjaldi. Sama letur verð- ur í skránni og fyrri skrá. Símnot- endum ættu að berast tilky nningar vegna dreifingar símaskrárinnar eftir hvítasunnu. Hún tekur svo gildi 31. mai næstkomandi. Súlan EA 300. Morgunblaðið. SÍLDVEIÐAR úr norsk-íslenska sfldarstofninum hófust á miðnætti í nótt. Um 40 íslensk skip voru komin á miðin við landhelgismörk- in austur af landinu í gær. Flest skipin urðu vör við margar sfldar- torfur, bæði smáar og stórar báð- um megin við landhelgismörkin. Veiðisvæðið er mjög stórt og hafa skipin sem komu tímanlega á miðin notað tímann til að leita á mjög stóru svæði. Súlan EA 300 hélt á miðin um kl. 22 á þriðjudagskvöld og var við landhelgismörkin í gærmorg- un. Bjami Bjamason, skipstjóri á Súlunni, varð fyrst var við lóðningu um 12 sjómflur innan íslensku landhelginnar. Rannsóknarskipið Ámi Friðriksson hefur kannað veiðisvæðið síðustu daga. í máli Hjálmars Vilhjálmssonar, leiðang- ursstjóra, kom fram að mikið væri af sfld en hún stæði djúpt, á allt að 100-160 föðmum. Hjálmar seg- ir síldina koma upp um kl. 21-22 en fara niður á meira dýpi aftur um kl. 2-3 á nóttunni. Hann átti hins vegar erfitt með að segja til um á hvaða leið sfldin væri. Það er því viðbúið að mikið gangi á á miðunum næstu daga, ekki síst ef síldin er aðeins fáar kjukku- stundir á veiðanlegu dýpi. í gær- kvöldi var suðsuðvestan kaldi á miðunum og 4-5 vindstig. SFÁÚ farið að lengja eftir úrskurði samkeppnisráðs Veiðiheimildir sem rekstrarfé fiskvinnslu SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar, SFÁÚ, gagnrýna seinagang í af- greiðslu á erindi sínu til Samkeppn- isstofnunar um mismunandi sam- keppnisaðstöðu kaupenda á fisk- markaði. Samtökin lögðu fram erindi til Samkeppnisstofnunar í marsmánuði á síðasta ári þar sem kvartað var undir samkeppnismismunun í fisk- vinnslu. „Sú mismunun felst í því að rekstraraðilar sem hafa fengið út- hlutað veiðiheimildum frá stjómvöld- um geta fénýtt heimildimar og gera það og nota þá fjármuni í rekstur fiskvinnslu. Við óskuðum eftir því að samkeppnisráð tæki þetta til athug- unar,“ sagði Óskar Karlsson, formað- ur SFÁÚ. Óskar sagði að á haustmánuðum hefði samtökin verið farið að lengja eftir niðurstöðu í málinu og innt eft- ir gangi þess. Síðastliðið haust skrif- uðu samtökin nýtt bréf til stofnunar- innar og beindu sjónum að þeim atrið- um sem þau gera ágreining um. „Við vildum í bréfinu líka leiðrétta rangfærslur sem höfðu komið fram í umsagnarbréfum annarra hags- munaaðila sem tengjast þessu máli,“ sagði Óskar. Fénýta veiðiheimildir til að kaupa fisk í bréfinu er farið fram á að kom- ið verði í veg fyrir samkeppnismis- munun sem felist í því að útgerðir með veiðiheimildir geti fénýtt þær til þess að kaupa fisk af óskyldum aðilum, í beinum viðskiptum eða með leiguveiðum. í bréfinu er líka bent á að útgerðir með veiðiheimildir geti selt þær og notað söluverðið til þess að yfírbjóða aðra í fiskviðskiptum á fiskmörkuðum. Útgerðir sem reka fiskvinnslu geta einnig leigt frá sér hluta af úthlutuðum kvóta og notað fjármagnið til rekstrar fiskvinnsl- unnar. Þannig megi t.d. niðurgreiða físk sem keyptur hefur verið á fisk- mörkuðum. SFÁÚ benda á svo dæmi sé tekið að leigi aðili frá sér 100 tonn af þorski í eitt ár nægi leigju- tekjurnar til þess að kaupa 500 tonn af þorski á mörkuðum og niður- greiða verðið um 20% með leigutekj- unum. í bréfinu segir að úthlutun veiði- heimilda jafngildi úthlutun á rekstr- arfé til þeirra sem uppfylla tiltekin skilyrði. „Þetta mál sem SFÁÚ hefur lagt fyrir samkeppnisráð snýst um það hvaða kröfur eigi að gera til löggjaf" ans varðandi lögbundnar leikreglut í íslensku viðskipta- og atvinnulífi sem tryggi sanngjörn samkeppnis- skilyrði, eðlilega samkeppni ^ og verðmyndun á markaði," sagði Ósk- ar. „Við munum halda þessari bar- áttu áfram af fullum þunga án til- lits til þess hver niðurstaða sam- kepnnisráðs verður og fara þær lög- legu leiðir sem færar eru og nauð- syn krefur," sagði Óskar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.