Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 10

Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR íslenskur byssusmiður, útlærður í Belgíu, hefur sett á stofn byssusmiðju í Reykjavík Smíðar eftir ýtrustu kröfum FYRIR skömmu tók til starfa ís- lensk byssusmiðja sem er sú eina sem er starfandi um þessar mundir í Reykjavik, en hún ber nafn eiganda síns, Jóhanns Vil- hjálmssonar. Jóhann lærði byssu- smíði í Liege í Belgíu um þriggja ára skeið. Onnur byssusmiðja er starfandi í Kópavogi. Hann ólst upp í Breiðafjarðar- eyjum og segir áhuga á byssum hafa verið rikulegan á æskuslóð- unum. Hann hafi þvi alltaf haft áhugaá faginu en ekki látið eft- ir «ér nám á því sviði fyrr en hann hætti til sjós. Lærði í Mekka byssusmíði „Ég lagði drög að þessu námi 1992 þegar ég datt niður á yfir aldar gamlan skóla i Belgíu, en aðeins tveir slíkir eru til í heimin- um. Liege er nokkurs konar Mekka byssusmiði í heiminum, en þarna voru 200 byssusmiðir um aldamótin, eða ekki ósvipað og fiskiðnaður hérlendis,“ segir Jóhann. Hann lærði sérstaklega skepti- smíði og málmgröft ytra, en sið- an hann tók til starfa hefur ver- ið mest að gera við lagfæringar á vopnum. Fyrsta verkefnið var þó af öðrum toga, eða verðlauna- gripur fyrir fjármálaráðuneytið í líki áttavita. Jóhann segir að rifflamenn- ingin sé á undanhaldi en hagla- byssueign sæki í sig veðrið. Hann hefur auk þess smíðað hnífa og gert upp gamla ættargripi. Boðið að smíða fyrir þjóðhöfðingja Ytra fékkst hann meðal annars við smiði á nyög dýrum byssum og var gefinn kostur á að vinna fyrir belgískt fyrirtæki sem sér- hæfir sig í smíði vopna fyrir þjóð- höfðinga, en slíkar gersemar geta kostað allt upp í tvær millj- ónir króna. Jóhann kveðst hins vegar hafa langað heim eftir ríf- lega þriggja ára dvöl erlendis, þótt hann hafi verið á báðum áttum, enda boðið gott. Borgarráð Húsnæðisskrifstofa stofnuð BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að stofnuð verði Hús- næðisskrifstofa er sinni málefn- um húsnæðislausra Reykvíkinga. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjómar, er hér um verulega hagræðingu að ræða þegar búið er að sameina á einn stað öll úrræði sem fyrir hendi eru fyrir þá sem eru í húsnæðis- vandræðum. „Núna þarf fólk að leita á marga staði,“ sagði Guðrún. „Það er leitað til húsnæðisskrifstofu félagsmálastofnunar, Húsnæðis- nefndar Reykjavíkurborgar á Suðurlandsbraut vegna félags- legra eignaríbúða, kaupleigu- íbúða og verkamannabústaða. Svo eru það leigjendasamtökin og Húseigendafélagið en nú hef- ur verið tekin ákvörðun um að stofna eina sameiginlega skrif- stofu, sem fólk leiti til. Hún verð- ur staðsett á Suðurlandsbraut hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur- borgar. Það fólk sem er láglaun- að og er í húsnæðisvanda leitar þá á einn stað, þar sem mat er lagt á hvort það ræður við að að kaupa samkvæmt félagslega húsnæðiskerfmu eða hvort leigu- húsnæði á vegum borgarinna leysi vandann." Andlát BIRGIR STEINDÓRSSON BIRGIR Steindórsson, kaupmaður í Siglufirði, lézt í fyrrinótt 45 ára að aldri. Birgir var fæddur 8. júlí 1950 í Siglufirði. Hann var sonur Stein- dórs Hannessonar, bak- arameistara á Siglu- firði, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Hann fór ungur til Kaupmannahafnar og var þar við nám og störf í tengslum við verslun, lærði m.a. útstillingar. Að því loknu stundaði hann verslunarstörf í Reykajvík um nokkurra ára skeið. I september 1978 keypti Birgir Aðalbúðina á Siglufirði og sameinaði hana Bóka- verslun Hannesar Jónassonar og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur. Birgir sinnti margvíslegum fé- lagsstörfum. Hann var stjórnarmaður og síðast formaður Björgun- arsveitarinnar Stráka á Siglufirði. Hann var mikill áhugamaður um ferðamál og einn af aðalhvatamönnum að uppbyggingu Síldar- minjasafnsins. Hann sat í bæjarstjórn Siglu- fjarðar 1982-1986 og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Siglu- fjarðarkaupstað. Birgir var formaður fulltrúar- áðs sjálfstæðisfélag- anna á Siglufirði og gegndi margvís- legum störfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í kjördæminu svo og á landsvísu. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ásta Margrét Gunnarsdóttir og eignuðust þau fjóra drengi. Hafnarfjörður Vil taka á leigu gott húsnæði með sérinngangi frá og með 1. júlí nk. Lágmarksstærð 3ja herb. Kristín, sími 555-0386. JÓHANN Vilhjálmsson einbeittur við fyrsta smíðaverkefni sitt hérlendis, verðlaunagrip fyrir fjármálaráðuneytið, sem var tals- vert á skjön við sérmenntun hans á sviði vopnasmíði. Hann segir að handsmíðuð byssa sé aðlöguð ýtrustu kröfum kaupandans, hvað varðar hlaup- lengd, skepti o.s.frv. og henti slíkt aðallega vönum byssumönn- um sem þekki vopn, eigin óskir i því sambandi og eigi handsmíð- aða byssu jafnvel til æviloka. „Þessu má líkja við muninn á jeppa sem búið er að breyta til að fullnægja kröfuhörðum kaup- endum og venjulegum jeppa með staðalbúnaði. Það er hægur leik- ur að smíða kostagrip fyrir um 500 þúsund krónur en ég hika heldur ekki við að bjóða upp á byssur sem eru samkeppnishæf- ar í verði við þær sem fást í búðum hér og annars staðar,“ segir Jóhann. Reykjanesbraut- Fífuhvammsvegur JVJbauð 70 millj. undir áætlun VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ JVJ hf. í Hafnarfirði átti lang- lægsta tilboð í gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Fífuhvammsveg í Kópa- vogi. Býðst fyrirtækið til að vinna verkið fyrir tæpar 96 milljónir kr., tæplega 70 m. kr. undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 165 m.kr. tæpar. Lægsta tilboð er 58% af kostn- aðaráætlun. Umrædd framkvæmd er á vegum Vegagerðarinnar og Kópavogabæjar. Á henni að verða lokið 1. október nk. Byggð verður 28 m löng brú yfir Fífuhvammsveg. Meðan á framkvæmdum stendur verð- ur umferð leidd hjá vinnu- svæðinu um bráðabirgðaveg vestan við gatnamótin. Alls bárust sjö tilboð í verk- ið, það hæsta rétt undir áætl- Læknaráð Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur mótmælir tillögum sljórnar stöðvarinnar Sammála þörf á endurskipulagningn LÆKNARÁÐ Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur mótmælir harðlega tillögum stjórnar Heilsuvemdar- stöðvarinnar um að leggja stöðina niður í núverandi mynd. Að sögn Helga Guðbergssonar, formanns Læknaráðsins, er Læknaráðið hins vegar sammála því að þörf sé á því að endurskipuleggja starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar enda heyri starfsemin aðeins að hluta til undir núgildandi heilbrigðisþjón- ustulög og að hluta til undir gömul heilsuverndarlög. Læknaráðið sendi frá sér ein- róma samþykkt í framhaldi af til- lögum stjórnar Heilsuverndar- stöðvarinnar. í henni er átalið að ekki skuli hafa verið haft samráð við lækna stöðvarinnar og tekið er fram að í veigamiklum atriðum hafi faglegra sjónarmiða ekki verið gætt. Læknaráðinu sé ekki kunn- ugt um að ráðgast hafi verið við aðra fagaðila á stöðinni. Að lokum gerir læknaráðið at- hugasemd við að stjórnin skuli leggja til við ráðherra að Heilsu- vemdarstöðin verði lögð niður í núverandi mynd án samráðs við samstarfsráð Heilsugæslunnar í Reykjavík og héraðslækninn í Reykjavík. Bakhjarl fyrir heilsuvernd Helgi sagði að læknaráðið teldi ákaflega illa fara á því að starfs- menn sjúkraþjónustunnar sinntu heilsuverndinni enda ætti heilsu- verndin mjög erfítt uppdráttar í því samhengi og ekki síst á sparnaðar- tímum en tillaga stjórnarinnar felur í sér að starfsemi Heilsuverndar- stöðvarinnar verði að hluta flutt inn á sjúkrahúsin. Helgi sagði að ekki mætti heldur gleyma því að nauð- synlegt væri að heilsuverndarstarf- ið hefði ákveðinn bakhjarl og hefði Heilsuverndarstöðin gegnt veigam- iklu hlutverki í því sambandi. Um einstaka liði í tillögum stjórnarinnar nefndi Helgi að lagt væri til að ungbarnaeftirlit væri sameinað svipaðri starfsemi á göngudeild Bamaspítala Hringsins. Læknaráðið vissi hins vegar ekki til að sérstakt heilsuverndarstarf vegna annarra en veikra bama og innflytjendabarna færi þar fram. Hann sagði að læknunum þætti hafa sýnt sig að þegar berklavörn- um hefði í öðrum löndum verið dreift til heimilislækna og heilsu- gæslu hefðu berklavarnir farið úr böndunum. „Við teljum því fulla þörf á því að reka sérstaka berkla- varnarstöð til að halda utan um berklavarnir og tryggja að ekki séu skildir eftir lausir endar,“ sagði hann og tók fram að í tengslum við vaxandi fjölda innflytjenda hefði orðið vart við aukningu í já- kvæðum berklaprófum hér á landi. Að ónæmir berklar væru enn að stinga sér niður út um allan heim yki enn á áhyggjurnar. Góður árangur í tannlækningum Helgi sagði að eðlilegt væri talið að Heilsuverndarstöðin sæi um meðferð og veitti heilsugæslustöðv- um leiðbeiningar og stuðning varð- Morgunblaðið/Sverrir andi meðferð fyrir reykingafólk. „Við teljum heldur ekki auðvelt að koma fyrir atvinnusjúkdómavörn- urri á öllum heilsugæslustöðvum. Hagkvæmara væri að veita þá þjónustu á sérstakri atvinnusjúk- dómadeild á Heilsuvemdarstöðinni. Af og frá er að heilbrigðisþjónusta á þessu sviði falli undir Vinnueftir- litið sem heyrir undir félagsmála- ráðuneytið enda er slík þjónusta í öllum löndum í kringum okkur á vegum heilbrigðisþjónustunnar." Helgi sagði ekki rétt að íslending- ar væru skemmra á veg komnir en nágrannaþjóðimar í skólatannlækn- ingum og forvömum gegn tann- skemmdum. „Sú staðhæfing er alls ekki rétt. Við vorum svolítið á eftir en emm búin að ná hinum. Að eitt- hvað af börnum hefur dottið út úr tannlæknaþjónustunni upp á síðk- astið stendur fyrst og fremst í sam- bandi við að ákveðið var af heil- brigðisyfirvöldum að fara að láta foreldra greiða fyrir hluta af tann- læknaþjónustunni," sagði hann og tók fram að núverandi kerfi hefði ekki afsannað sig, heldur þvert á móti stuðlað að því að íslendingar hefðu náð fyrmefndum árangri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.