Morgunblaðið - 10.05.1996, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Formaður LIU vildi láta auglýsa síldveiðileyfin á ný
FJÖLDI íslenskra síldveiðiskipa er nú að veiðum í Síldarsmugxinni. Veiðar máttu hefjast þar á
miðnætti í gær og skv. upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni var 41 síldveiðiskip búið að tilkynna
sig úr höfn í gærkvöld.
Utilokað að fresta
upphafi veiðanna
„MÍNIR menn eru að rífast út af
síldarkvótanum út um allt land,“
segir Kristján Ragnarsson, formaður
Landsambands íslenskra útvegs-
manna, en það sem aðallega orkar
tvímælis, að hans sögn, er að ekki
skyldi hafa verið auglýst eftir um-
sóknum upp á nýtt í ljósi breyttra
forsendna. Nú eigi ekki að leyfa
skipum að sækja frjálst í síldina,
eins og gert hafi verið ráð fyrir þeg-
ar auglýst var eftir umsóknum, held-
ur hafi nú verið úthlutað aflahá-
marki á hvert skip, sem breyti ýmsu.
„Menn sóttu um leyfi á grund-
velli auglýsingar, sem sagði að veið-
ar yrðu fijálsar upp að 190 þús.
tonnum og afganginum, 54 þús.
tonnum, skipt á skip. Það, sem fældi
minni skipin frá því að sækja um,
var að þurfa að standa í samkeppni
við stærri skipin við að ná aflanum
úr sjó á sem stystum tíma. Nú telja
útgerðarmenn smærri skipa að þeim
hafi ekkert gefist kostur á að sækja
um þetta á grundvelli nýrra for-
sendna. Þetta er rétt metið,“ segir
formaður LÍU.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði að ný auglýsing hefði
þýtt að fresta hefði þurft síldarvert-
íð. „Það voru engin tök á því og öll
rök fyrir því að láta þær umsóknir,
sem komnar voru, standa. Það var
algjörlega útilokað að fresta upphafi
veiðanna sem ný auglýsing hefði að
sjálfstöðu leitt til.“
Karfinn hagkvæmari
Kristján segir að í öðru lagi væri
umdeilanlegt að síldarkvótanum
hefði að hluta til verið úthlutað til
togara, en átta þúsund tonn yoru
tekin frá fyrir nítján togara. Óvíst
er þó enn hvort þeir munu halda í
Síldarsmuguna, en þegar síðast
fréttist var enginn togari lagður af
stað enda fiestir á karfaveiðum á
Reykjaneshrygg. Þeir togarar, sem
ætla að nýta kvótann, þurfa að stað-
festa það við ráðuneytið fyrir 20.
maí og hefja veiðar fyrir 5. júní.
Síldarkvótinn verður ekki framselj-
anlegur þannig að ef skip eða togar-
ar koma ekki til með að nýta það
aflahámark, sem kemur til skiptana,
verður því endurúthlutað til þeirra
nótaveiðiskipa, sem þegar hafa sótt
um leyfi og fengið kvóta, að sögn
ráðherra.
Formaður LÍÚ hefur enga trú á
því að togaramir nýti sér síldarkvót-
ann þar sem þær veiðar væru ekki
með neinum hætti hagkvæmar fyrir
þá. Togararnir væru á karfaveiðum
á Reykjaneshrygg með góðum ár-
angri og gæfu þær veiðar tvímæla-
laust meira af sér en síldveiðarnar.
„Eg tel það hinsvegar hafa verið
Togaraflotinn
vill fá að veiða á
meðan von er um
mest verðmæti
fullkomlega eðlilegt af hálfu ráðu-
neytisins að gefa togurunum kost á
að nýta sér hluta kvótans. Það kem-
ur þá í ljós hvort þeir hafi raunveru-
legan áhuga eða ekki. Ég tel að síld-
veiðarnar henti þeim alls ekki, held-
ur sé þetta fyrst og fremst verkefni
fyrir nótaveiðiskipin, segir Kristján."
Óeðlileg vinnubrögð
Ingvar Hólmgeirsson, skipstjóri á
Sigþóri ÞH 100, tekur í sama streng
og Kristján varðandi það að gefa
mönnum kost á að sækja um að nýju
í ljósi breyttra aðstæðna. Ekki var
sótt um síldarkvóta fyrir Sigþór ÞH,
en að sögn Ingvars hefði það skilyrð-
islaust verið gert ef fyrir hefði legið
aflahámark á skip, eins og nú er stað-
reynd. „Við hefðum hiklaust sótt um
leyfi til síldveiða á þeim forsendum,
sem nú liggja fyrir, og ég er viss um
að svo er um fleiri. Þetta eru mjög
óeðlileg vinnubrögð af hálfu ráðherra
og ekki fallin til að auka trúverðug-
leika. Forsendurnar eru allt aðrar en
lagðar voru upp í byijun.“
Ekki nógu frjóir
Dagbjartur Einarsson hjá Fiska-
nesi í Grindavík, segist fyrst og
fremst vera feginn út frá því sjónar-
miði að búið sé að semja um skipt-
ingu síldarinnar milli þjóðanna fjög-
urra. Sjálfsagt megi þó deila um
allt, bæði samninginn og úthlutun-
ina. Nýmæli sé að miða við rúmtölu
skipa í úthlutun aflamarks. Honum
sýndist að skv. því fengi Grindvík-
ingur GK minna til sín heldur en ef
miðað væri við burðargetu, eins og
tíðkast hefði hingað til. „Sumir bát-
ar eru t.d. að fá meiri kvóta en við
þó þeir séu með minni burðargetu
en stærri í rúmmetrum.“
Grindvíkingur hélt á miðin sl.
þriðjudag ásamt fjölmörgum öðrum
síldveiðiskipum, en íslensk skip
máttu hefja veiðar í Síldarsmugunni
á miðnætti í gær. Dagbjartur sagði
að Fiskanes yrði aðeins með Grind-
víking á síldveiðum að þessu sinni.
Hægt hefði svo sem verið að sækja
um leyfi fyrir þijá báta til viðbótar,
Gauk, Geirfugl og Skarf, sem allt
væru gamlir síldveiðibátar, „en við
vorum bara ekki nógu fijóirtii þess.“
Verðlaus veiðitími
Sigurbjörn Svavarsson, útgerðar-
stjóri hjá Granda, segist hafa verið
þeirrar skoðunar að síldveiðarnar
hefðu átt að vera fijálsar, éins og
aðrar veiðar hefðu verið á meðan
verið væri að skapa einhveija veiði-
reynslu. „Atta þúsund tonn fyrir
togarana finnst mér frekar lágt
aflamark í ljósi þess að um er að
ræða þann hluta kvótáns, sem gæti
orðið verðmætastur. Ætli verðmæti
frystrar síldar sé ekki um það bil
fjórum sinnum meira heldur en
fæst úr afurðum í bræðslu sem var
meginröksemd ráðherra fyrir því
að auka verðmæti síldarinnar með
því að hún færi sem mest til mann-
eldis. Það á að takmarka það við
átta þúsund tonn.“
Sigurbjörn telur jafnframt óeðli-
legt að setja þau mörk að togararn-
ir þurfi að hefja veiðar eigi síðar
en 5. júní til að missa ekki af
kvótanum. „Ef verið er að úthluta
togurum ákveðnum tonnafjölda,
ætti það ekki að skipta nokkru
máli á hvaða tíma það magn er
veitt. Það á auðvitað að leyfa mönn-
um að veiða síldina á þeim tíma,
sem von er um mest verðmæti."
Sigurbjörn sagði að togarahópur-
inn myndi fara á fund ráðherra á
næstunni til að fá tímamörkunum
frestað eða þau felld niður. Það
gengi ekki alveg upp í hugum
manna að á sama tíma og ráðherra
talaði um að auka verðmæti síldar-
innar væru veiðar togaranna skil-
yrtar verðlausum tíma. „Síldin er
ekki hæf til manneldis á þessum
tíma og því er í raun verið að úti-
loka okkur frá veiðunum ef þessi
tími er óumbreytanlegur."
Úthluta til annarra
Þorsteinn Pálsson sagðist ekki
enn hafa fengið erindi þessa efnis
til sín, en hann myndi meta það
þegar að því kæmi. „Þessi tímatak-
mörk á togarana voru auðvitað sett
með hliðsjón af því að ef togararnir
ætla sér ekki að hagnýta kvótann,
þá þarf auðvitað að úthluta þessum
afla til annarra og þá þeirra, sem
þegar hafa sótt um leyfi.“
Grandi sótti um leyfi fyrir þrjá
frystitogara, Þerney, Örfirisey og
Snorra Sturluson. Öll eru þau á
karfaveiðum á Reykjaneshrygg eins
og er. Sigurbjörn segir að skipin
hafi í gegnum tíðina verið að hætta
í úthafskarfanum um mánaðamótin
júní/júlí því þá gangi karfinn svo
langt suður eftir og orðin lítil veiði
í honum. Þá myndi það henta ágæt-
lega fyrir skipin þijú að fara í
Síldarsmuguna enda væri síldin þá
fyrst komin í það ástand að hægt
væri að frysta hana til manneldis.
Samningar í Miðausturlöndum
Peres treystir Assad
Jerúsalem. Reuter.
SHIMON Peres, forsætisráðherra ísrael, sagðist í gær sannfærður um að
Hafez al-Assad Sýrlandsforseta væri
komulög er hann gerði.
Fréttastofan Itim sagði forsætis-
ráðherrann hafa látið þessi ummæli
falla á fundi með gagnfræðiskóla-
nemendum.
Minnti Peres á að fyrir 23 árum
hefði Assad fallist á bráðabirgðasam-
komulag og staðið við það þrátt fyr-
ir að það fæli í sér að ísraelar réðu
yfir Gólan-hæðum. „Það er mjög
erfitt að ná samkomulagi við Assad,
en ef maður nær samkomulagi þá
stendur hann við það,“ sagði Peres
og tók jafnframt fram að ekki væri
hægt að semja um frið án þess að
gera málamiðlanir um landssvæði.
Helsti andstæðingur Peresar í
kosningunum, Benjamin Netanyahu,
leiðtogi Likud-bandaiagsins, sagði á
miðvikudag að hann teldi mögulegt
treystandi til að standa við þau sam-
að semja við Assad án þess að láta
Gólanhæðir af hendi.
Hamas mótmæla
Hamas, samtök heittrúaðra pa-
lestínskra múslima, mótmæltu í gær
ákvörðun Bandaríkjamanna á mið-
vikudag um að framselja einn helsta
leiðtoga samtakanna til Israels.
Bandarískur dómari kvað upp þann
úrskurð að nægilegar sannanir hefðu
verið lagðar fram um að Abu Marz-
ak, sem verið hefur í haldi í New
York, „ætti aðild að samsærinu er
gengur undir nafninu Hamas".
I yfirlýsingu Hamas segir að þessi
ákvörðun hafi verið tekin til að að-
stoða Peres í kosningabaráttunni og
að gripið verði til hefndaraðgerða.
Bandarískur nýnasisti
fyrir þýska dómstóla
Hamborg;. Reuter.
RETTARHOLD hófust í Hamborg
í gær yfir bandaríska nýnasista-
foringjanum Gary Lauck. Honum
er gefið að sök að hafa kynt und-
ir kynþátta-
hatri með því
að senda hægri
öfgaáróður til
Þýskalands.
Það tók sak-
sóknara eina og
hálfa klukku-
stund að lesa
ákærurnar á
hendur Lauck.
Þær eru í 38 lið-
um og varða
dreifingu Iím-
miða, merkja og lesefnis, sem
beinist gegn gyðingum og hampar
málstað nýnasista.
Þýska rannsóknarlögreglan
segir að Lauck hafi í tvo áratugi
nýtt sér bandarisk málfrelsislög
til að koma bönnuðum nýnasista-
áróðri á framfæri í Þýskalandi
og hafi verið orðinn stærsti dreif-
ingaraðili slíks efnis í landinu.
Hans-Otto Sieg, veijandi
Laucks, krafðist þess þegar í upp-
hafi réttarhaldanna að málinu
yrði vísað frá vegna þess að fram-
sal skjólstæðings hans frá Dan-
mörku, þar sem hann var hand-
tekinn í mars, hefði verið byggt
á öðrum forsendum en fram
kæmu í ákæruskjali.
Um 50 andstæðingar nýnasista
gengu fyrir utan réttarsalinn með
spjöld, sem meðal annars var á
ritað „Gleymum ekki! Fyrirgefum
ekki!“
Allsherj arverk-
falli aflýst
Helsinki. Reuter.
STÆRSTU stéttarfélög Finnlands
aflýstu í gær allsheijarverkfalli eftir
að Martti Ahtisaari, forseti landsins,
miðlaði málum. Verkfallið átti að
standa í dag og hefði atvinnustarf-
semi í Finnlandi lamast.
Tvö helstu stéttarfélög Finnlands
samþykktu nýjar tillögur fimm
flokka samsteypustjórnar landsins.
Þessar tillögur tengjast áformuðum
breytingum á reglum um atvinnu-
leysisbótakerfi Finnlands.
Einnig var hætt við aðrar fyrir-
hugaðar aðgerðir og í yfirlýsingu frá
finnska flugfélaginu Finnair sagði
að nú væri tryggt að samgöngur
myndu ekki raskast.
Boðað var til verkfallsins vegna
áforma um að skera niður atvinnu-
leysisbætur. Talið er að það hefði
kostað finnskan efnahag fimm millj-
arða íslenskra króna.
Stjórnin kom meðal annars til
móts við stéttarfélögin með því að
heita fólki á aldrinum 20 til 24 ára
starfsmenntun með tryggingu fyrir
atvinnu og lofa að láta atvinnurek-
endur standa undir stærri hluta
kostnaðar af atvinnuleysi, en þeir
gera nú.
í sænska dagblaðinu Göteborgs-
Posten sagði að stjórninni hefði tek-
ist að ná samkomulagi við forystu
stéttarfélanna án þess að slá af fyrir-
huguðum sparnaði.
7.800 á skrá vegna
stjórnmálastarfs
UM 7.800 Norðmenn eru enn á
skrá norsku leyniþjónustunnar
vegna pólitískrar starfsemi sinn-
ar. Kemur þetta fram í skýrslu
Lund-nefndarinnar um eftirlit
leyniþjónustunnar með.einstakl-
ingum.
Samkvæmt skýrslunni er í 6.821
tilviki um að ræða félaga í komm-
únistaflokki maóista, APK, eða
fólk sem hefur haft afskipti af
samtökunum, t.d. með því að
skrifa undir yfirlýsingar af ein-
hveiju tagi.
Samkvæmt þeim reglum sem
leyniþjónustan á að starfa eftir
þá gefur þátttaka í löglegu póli-
tísku starfi ekki tilefni til sér-
stakrar skráningar.
Einnig eru á annað hundrað
hægriöfgamenn á skrá leyniþjón-
ustunnar og um fjórtán hundruð
félagar í gamla kommúnista-
flokknum, NKP.
Af þeim ellefu þúsund einstakl-
ingum, sem til eru skrár um hjá
leyniþjónustunni er einungis í 550
tilvikum um að ræða ólöglega
pólitíska starfsemi.
Frá árinu 1986 hafa aðeins 100
einstaklingar verið teknir á skrá
vegna pólitískrar starfsemi.