Morgunblaðið - 10.05.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.05.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 10. MAI 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Mótun og hugmynd MYNPLIST Ásmundarsafn RÝMISVERK Ásmundur Sveinsson. Finna B. Steinsson. Opið daglega frá kl. 13-18. Til 19. maí. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ ER vel til fallið að leitast við að lífga upp Ásmundarsafn með því að tefla á móti höggmyndum hans verkum annarra listamanna og ætti að verða til að auka aðstreymi fólks í kúluna ef rétt er staðið að fram- kvæmdum. Kúlan var í eina tíð einn lífrænasti staður borgarinnar, sem margur leit upp til með óblandinni virðingu ekki síst vegna listamanns- ins sem þar starfaði, átti heimili og mönnum þóti afar vænt um Ekki gekk þó að tefla þeim meisturum Asmundi og Kjarvali saman, því myndir þeirra beggja fara jafn illa í húsinu er svo er komið og fram- kvæmdin hafði meiri svip af sérsýn- ingum tveggja listamanna en sam- ræðum milli verka þeirra. Það mun hafa verið eitthvað skárra er K'ristinn Hrafnsson stillti upp verkum sínum, en þó ekki nóg til að „dialógan" gengi upp. Um þessar mundir er þar sýning, sem er eins og sniðin fyrir rýmið og er um leið þörf áminning um það sem gerst hefur á staðnum, meður því að þótt hugmyndin að kúlunni sé bersýnilega sótt til Austurlanda sæk- ir hún formrænan skyldleika til snjó- húsa eskimóa og íslenzku þúfunnar. í „Kálgarði tilverunnar" eða til- raun með þúfu, sem er innsetning hinnar ungu Finnu B. Steinsson, er svo sem segir í sýningarskrá; leikið að andstæðum: „Veðurbitinn og úf- inn kunningi úr sveitinni er nú kom- inn inn í gljáandi og hlýja sali borgar- innar. Dökkleit þúfan er orðin svo svanhvít og hrein að það sjást á henni fingraför barna sem snerta hana. Það sem var mjúkt og frjósamt er nú orðið hart og gelt eins og nú- tíminn. Reynt er að koma kerfi á það sem aldrei verður bundið nokkurri reglu. Margt bendir til að í náinni framtíð verði sérkenni landa og þjóða, einkum smáþjóða, útflött og afmáð í hringiðu viðskiptabandalaga og múgmiðlunar. Á slíkum óvissu- tímum er sjálfsagt að draga þúfuna fram í dagsljósið og minna á dulúð hennar, þjóðlegan kraft og einfald- leik: leyfa henni að rétta úr kútnum á ný.“ Alveg ósjálfrátt er þetta sem ákall og skírskotun til þess að sérkenni í næsta nágrenni bar að virða, halda þeim fram en ekki má þau út, „eins og tún voru sléttuð, fyrst með hand- verkfærum en síðan með þúfnabana var þúfan jöfnuð við jörðu við hvert byggt ból“. Á sama hátt hafa sér- kenni Kúlunnar og lífsins inni í henni verið burtmáð með náköldum marm- ara á öll gólf, þannig að þar sem áður var blóð, tár, sviti og iðandi líf er nú musteri tómleikans. Hvar er Ásmundur og af hveiju mátti ekkert verða eftir til að minna á tilvist þessa veðurbarða og hráa manns, sem var um margt eins og holdtekning þjóð- arsálárinnar langt aftur í aldir? Þannig eru verk Ásmundar í hús- inu sem hann reisti með eigin hönd- um og hugviti sem langt að komnir og áttaviltir gestir. Þau hafa sjaldan virkað jafn umkomulaus og einmitt nú, ná einfaldlega engum samhljómi við umhverfið, skortir þá jarðbundnu dýpt sem lyfti þeim á flug áður. Húsið er að vísu orðið fallegt og fínt og dáindis arkitektúr hið innra, en íburður var ekki manninum sérlega að skapi er þar lagði hönd að ís- lenzkri listmennt. Eitt er það svo sem er ofar mínum skilningi í húsi Ásmundar Sveinsson- ar, að póstkort með myndum af verk- um annars manns virðast er svo er komið hafa meira vægi í sölubúð en slík af hans eigin lífsverki og eins og æpa þar að gestinum. Listaverka- kort af myndum eftir Jón Stefánsson eða Kjarval eru vel að merkja ekki seld í listasafni Ásgríms Jónssonar. Rýnirinn þekkir ekki mikið til list- ar Finnu B. Steinsson, þótt hann hafí úr fjarlægð fylgst með afmörk- uðum athöfnum hennar, en tók strax eftir að þetta hús er sem sniðið fyrir þessa sérstöku innsetningu listakon- unnar. Milli hinna sléttu snoðuðu og mótuðu þúfueininga úr gifsi, sjálfs rýmisins, hússins, birtuflæðisins, andrúmsins allt um kring, skynjaði hann einmitt þá öflugu samræðu „dialógu" sem annars er yfírleitt svo fjarræn og lágvær kringum myndir Ásmundar á staðnum. Gifsþúfumar bera svo dijúgan keim af konubijóst- um sem hafa verið svipt fijósemi sinni, safa og vaxtarmögnum og geirvörtum um leið. Fyrirmæli dagsins Málningarkúla EFTIR URITZAIG Taktu alla litstautana úr kassan- um og búðu til úr þeim kúlu. Fljótlega hætta augu þín að greina mismunandi liti og skynj- unin tengist aðeins snertingunni við efnið; að mola niður, blanda, strekkja á, þjappa saman. Síðan þarftu að venjast því hvernig á að halda á nýja litnum, venjast umbreytingunni við að mála. I hjarta þínu verðurðu að viður- kenna að jafnvel þegar þú teikn- ar einfalda línu er hún samsett af margvíslegum litbrigðum, af litblettum sem þú hefur ekki lengur á þínu valdi. Snúðu bakinu við Sittu í hægindastólnum fyrir framan sjónvarpið og snúðu bak- inu við, til dæmis til að bera sam- an myndina á skjánum og mynd- ina sem hangir á veggnum. Snúðu þér að stóra opna glugga- num og snúðu svo bakinu við, til dæmis til að athuga hver er að beija að dyrum. Snúðu þér að dyrunum en snúðu svo við, þannig að þú snúir bakinu fyrst við og komist loks í upphaflega stöðu. Sittu á stól fyrir framan borð sem er þakið blöðum, orðum sem þú hefur skilið eftir, og snúðu bakinu við. Hefurðu hugsað eitt- hvað nýtt? Snúðu bakinu við. Leitaðu að einhveiju, kannski geturðu leitað að einhveiju með- an þú fvlgir mér og teiknar upp kort af herberginu mínu með hreyfíngum þínum. Segðu mér eitthvað og taktu það svo aftur. (Á meðan tek ég afstöðu og reyni að átta mig þangað til eitthvað nýtt kemur upp í hugann, í munninn og út í loftið í heiminum. Á eftir get- urðu tekið orð þín aftur.) • Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós VERK eftir Ásmund Sveinsson. Þetta er gott dæmi um alvöru inn- setningu sem mikil vinna er lögð í og ólíkt meira sannfærandi en margt sem virðist aðeins nafnið tómt, því nafnið eitt, „installation", réttlætir ekki hvaða framkvæmdir sem er, né gerir þær að gildri og marktækri núlist. Það ætti að vera auðvelt að sjá það á myndinni sem væntanlega fylgir þessum pistli hvað rýnirinn á við, því þótt verkið á gólfinu sé í sjálfu sér ekki tiltakanlega frumlegt né rismikið, fær það öflugan stuðning frá umhverfinu og er sem skapað fyrir það. Jafnframt er það sem þög- ul áminning þess sem gerst hefur með þetta hús, sem ekki átti að ger- ast. Nær undantekningarlaust reyna menn að halda sem mest í þann andblæ sem var í húsum listamanna er þeir féllu frá, skapa verkum þeirra skilyrði til að anda, þannig að gestur- inn sé inni í hugarheimi þeirra, fái hann í æð. það er éinkum þýðingar- mikið á tímum mikilla umbreytinga og takmarkalauss hraða er hið liðna verður stöðugt fágætara og um leið mikilvægara nútímanum, því nú- tæknin þrengir fortíðinni á vit okkar sem aldrei fyrr. Margt í núlistum nú um stundir á sér hliðstæður þúsund- ir ára aftur í tímann og hugmynda- fræðin að baki ekki svo ólík sem er ljós vottur þess að tíminn er afstæð- ur. Myndimar undir gleri á palli njóta sín einnig mjög vel og þótt maður þykist hafa séð keimlíkar athafnir fyrr, undirstrika þær gjöming og innsetningu listakonunnar og gefa framkvæmdinni markmið og tilgang. Það er einmitt styrkur innsetningar- innar að hún er skarplega hugsuð, virk í tímanum og á erindi til okk- ar ... Bragi Ásgeirsson Fjölbreytt dag- skrá í Jónshúsi FRAMUNDAN er fjölbreytt dag- skrá í Jónshúsi en að loknum 17. júní hátíðarhöldum má búast við að um hægist. Þó verður Jónshús opið í allt sumar og opnunartímar í júní, júlí og ágúst verða miðviku- dagar, fimmtudagar, föstudagar, laugardagar og sunnudagar frá kl. 14-18. Minningarsafn Jóns Sigurðssonar forseta er á 3. hæð hússins og er alltaf opið á þessum tímum. Elma Magnúsdóttir opnar mál- verkasýningu þann 11. maí kl. 14. Elma hefur verið búsett í Kaup- mannahöfn mörg ár og sýnir hún málverk unnin úr olíu og akryl. Þann 18. maí kl. 17 verða haldn- ir klassískir tónleikar Hlífar Sigur- jónsdóttur, fiðluleikara, Nönnu Kagan flautuleikara og Sigrúnar Skoumanó píanóleikara. Á efnis- skránni eru verk eftir Bach, Stam- itz, Dourak, Fauré og Ibert. Að- gangseyrir Dkr. 30. Sunnudaginn 19. maí kl. 15 mæta til leiks fjörugir ungir harm- onikkuspilarar sem eru í utan- landsferð og gefa sér tíma til þess að koma við í Jónshúsi og leika fyrir landa sína. Aðgangur er ókeypis. Myndlistarsýning Rutar Bjarnadóttur, sem búsett er í Lundi, verður opnuð laugardaginn 1. júní kl. 14. í tilefni opnunarinn- ar syngur kór íslendingafélagsins í Lundi og leikhúsið Cassiopeia sýnir leikþáttinn Hin sterkari eftir August Strindberg. Aðgangseyrir á leiksýninguna er Dkr. 50. Sunnudaginn 9. júní kemur kór Keflavíkurkirkju í heimsókn og mun syngja frá kl. 15. Aðgangur ókeypis. Penna- teikningar í Kjarna BRYNJA Árnadóttir opnar sýningu á pennateikningum í bókasafninu í Kjarna í Kefla- vík laugardaginn 11. maí kl. 12. Sýningin verður opin frá 11.-24. maí á opnunartíma safnsins frá kl. 10-20 virka daga og laugardaga frá kl. 10-16, en lokað sunnudaga. Sýningin í Kjarna er sjötta einkasýning Brynju. Brynja er fædd á Siglufirði og lærði teikningu þar hjá Birgi Schi- öth. Einnig nam hún hjá Ragn- ari Kjartanssyni myndlistar- manni og Jóni Gunnarssyni listmálara. BRYNJA með eitt verka sinna. SELKÓRINN og Lúðrasveit Seltjarnarness, Hljómsveitarverk og óperukórar SELKÓRINN á Seltjamamesi og Lúðrasveit Seltjarnarness munu halda vortónleika laugardaginn 11. maí kl. 17.00 og sunnudaginn 12. maí kl. 20.30. Á efnisskránni em þekkt hljóm- sveitarverk og óperukórar. Lúðra- sveitin flytur Nótt á Nornagnípu eftir Moussorgsky, Forleikinn að William Tell eftir Rossini og kon- sert fyrir básúnu og hljómsveit eft- ir Rimsky-Korsakov. Einleikari í því verki er Helgi Hrafn Jónsson básínuleikari. Kórinn flytur, með undirleik lúðrasveitarinnar, þrjá kóra úr óperum Verdis, þ.e. Fanga- kórinn úr Nabucco, Steðjakórinn úr II Trovatore og Sigurmarsinn úr Aidu. Auk þess fjóra kóra úr Carmina Burana eftir Carl Orff. í kórnum starfa nú 48 manns, en í lúðrasveitinni eru milli 35 og 40 eldri nemendur Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi. Verð aðgöngumiða á tónleikana í Seltjarnarneskirkju er 800 kr. fyrir fullorðna en ókeypis fyrir böm 12 ára og yngri. Miðasala verður við innganginn og hjá meðlimum sveitanna. Stjórnandi Lúðrasveitar Sel- tjarnarness er Kári H. Einarsson. Stjórnandi Selkórsins er Jón Karl Einarsson, en Þuríður G. Sigurðar- dóttir sópran sér um raddþjálfun- ina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.