Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 23

Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 23 LISTIR 16 ára heldur mál- verkasýningu Siglufirði. Morgunblaðið. BÁRA Kristín Skúladóttir 16 ára gömul heldur um þessar mundir sína fyrstu málverka- sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði. Myndirnar, sem málaðar eru með olíulitum og vatnslit- um, eru ýmist málaðar á striga eða spónaplötur. Aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð. Bára segir að myndmenntin hafi löngum verið uppá- haldsfag sitt í skóla og hún hafi áhuga á að stunda nám við myndlistarskóla, en hvort úr því verði muni tíminn leiða í ljós. Að sögn Báru á Guðmundur Davíðsson, sem sér um æsku- lýðsstarfið á Siglufirði, heiður- inn af þessari sýningu, hún var upphaflega hans hugmynd og hann sá um að koma henni á laggirnar. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir BÁRA Kristín við eitt verka sinna. Tékkneskur listamaður sýnir í Gang- inum TÉKKNESKUR listamaður, Antonín Strizek, sýnir málverk og olíupastel- myndir í Ganginum, Rekagranda 8, og stendur sýningin út maímánuð. Antonín er fæddur 1959 í Rumb- urk í Tékkiandi en býr í Prag. Mynd- ir hans eru sýndar víða bæði á einka- sýningum og samsýningum. Einnig eru myndir eftir hann í eigu helstu safna í Tékklandi og nokkrum söfn- um í öðrum Evrópulöndum. Bíll sniðinn að þínum óskum Volvo gerir ráð fyrir því að þú hafir þína skoðun á því hvernig bíllinn þinn á að vera. Volvo sérsmíðar bílinn þinn eftir þínum óskum án nokkurs aukakostnaðar og fæst hann afhentur á aðeins einum mánuði.* Eigum einnig bíla til afhendingar strax. Volvo 440/460 er á ótrúlega góðu verði en eftir sem áður færðu allt sem Volvo stendur fyrir. Öryggisútbúnað eins og hann gerist bestur, áreiðanleika, endingu umfram flesta bíla og ekki síst umhverfisvænan bíl en Volvo hefur lagt mikla áherslu á þann þátt í framleiðslu sinni. *Afhendingartími getur veriö 25 til 35 dagar eftir skipaferöum. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7000 Verð frá: 1.498.000 stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.