Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 32

Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þeir bijóta lögin sem selja þau í 66. gr. laga um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir m.a.: „Heilsuvemd starfs- manna skal falin þeirri heilsugæslu- stöð eða sjúkrahúsi, sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til.“ Af hverju eru stjóm- völd á móti því að farið sé eftir þessu laga- ákvæði og læknisskoð- un starfsmanna þar með komið í mann- sæmandi horf? Kæruleysi Ekkert bólar enn á að áhuga sé að finna hjá heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra að fara eftir lögum um læknisskoðun starfs- fólks á vinnustöðum, þó svo að nú sé liðinn meira en hálfur annar ára- tugur frá því að lögin vom sett. Kæruleysi yfirvalda hvað þennan mikilvæga heilbrigðisþátt varðar er hreint út sagt alveg ótrúlegt og vítavert, hvað þau komast lengi upp með það að leika sér að heilsu vinn- andi fólks í landinu. Haldi atvinnu- rekendur og stjómvöld að þau spari eitthvað með því að sniðganga eðlilega heilsugæslu starfs- fólks þá er það mis- skilningur, þvf með þessum undanbrögð- um er einungis verið að spara eyrinn en eyða krónunni. Bréfum ekki svarað Verkamannafél agið Hlíf hefur margoft krafist þess að farið sé eftir lögum um heil- sugæslu starfsmanna, m.a. sendi félagið við- komandi ráðherram bréf og greinargerð um málið 14. desember 1993 og aftur 13. mars sl. Seinna bréfinu hafa núverandi heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðherrar ekki séð ástæðu til að svara, þó svo að hér sé um að ræða mjög alvarlegt mál og skv. Ætla heilbrigðis- yfírvöld, spyr Sigurður T. Sigurðsson, að halda áfram að brjóta lög um heilsuvemd á vinnustöðum og læknisskoðun. stjómsýslulögum beri þeim að svara erindinu. Það verður að segja Jóhönnu Sig- urðardóttur og Guðmundi Árha Stefánssyni fyrrverandi ráðherram til hróss, ef hrós skyldi kalla, að þau svöruðu bréfum Hlífar, þó svo að engu væri breytt og þau héldu ótrauð áfram að bijóta og fótum troða lögin. Til skammar í stað þess að fara eftir gildandi lögum og láta heilsugæslu starfs- manna fara fram á heilsugæslu- stöðvum eða sjúkrahúsum, hafa stjómvöld gefið trúnaðarlæknum fyrirtækja fijálsar hendur til að ann- ast hana í verktöku út um allan bæ. T.d. var trúnaðarlækni í íslenska álfélaginu hf. leyft áram saman að annast slíka heilsugæslu í bragga- skrifli suður við Straumsvík. Núna er trúnaðarlæknirinn að vísu kominn í betra húsnæði, en þar svífur sami andinn yfir vötnunum. Það að láta launaða hagsmuna- gæslumenn fyrirtækja sjá um lækn- isskoðun starfsmanna stríðir á móti öllu siðferði og hlýtur að teljast vafasamt lagalega séð. Þetta fyrir- komulag, sem fengið hefur blessun heilbrigðisyfirvalda ætti hvergi að þekkjast og er okkur öllum til skammar. Lög eða lögleysa Eru ráðherrar heilbrigðis- og fé- lagsmála svo önnum kafnir í niður- skurði á velferðarkerfínu, að það fari fram hjá þeim að ekki er farið eftir gildandi lögum um læknisskoð- un? Ætla heilbrigðisyfirvöld ekki að gegna þeirri skyldu sinni að skipuleggja og framkvæma heilsu- vernd á vinnustöðum samkvæmt gildandi lögum? Era fulltrúar at- vinnurekenda kannski búnir að telja bæði Ingibjörgu og Páli trú um að ekkert sé óeðlilegt við það að trún- aðarlæknar fyrirtækja sýsli einnig með heilsuvernd starfsmanna hjá sömu fyrirtækjum? Fjarvistarlögregla Getur það verið að fyrrgreindir ráðherrar telji það vænlegt til fram- búðar að trúnaðarlæknar fyrir- tækja, sem fá laun fýrir að yfirfara og vefengja vottorð heimilislækna, séu heppilegir aðilar til að bera ábyrgð á hlutlausri læknisskoðun starfsmanna? Ég tel svo ekki vera og vitna í því sambandi tii greinar eftir Guðm. Helga Þórðarson, fyrrv. heilsugæslulækni, sem birtist í Morgunblaðinu 23. aprfl sl., en þar segir hann m.a. að í hópi lækna séu trúnaðarlæknar fyrirtækja, sem þessa þjónustu annast, kallaðir fjar- vistarlögregla og ekki orðaðir við heilsuvernd, enda væri þama um að ræða hagsmunagæslu fyrir fyrir- tækin, en ekki heilsuvemd. Höfundur er formnður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Sigurður T. Sigurðsson Grísakjöt er kjötia sem er alltaf ferskt, þa5 er ó sérlega hagstæðu verði og matreiðslumöguleikarnir eru óteljandi. Grísakjöt tilheyrir öllum gleðskap og góðum stundum. í sumar munu grillmeistararnir á flrgentínu steikhúsi kynna grísakjöt í verslunum og leiða okkur í allan sannleika um hversu ótrúlega einfalt er að grilla grísakjöt. Prófaðu að grilla grfsakjöt næstu daga - Það svmvirkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.