Morgunblaðið - 10.05.1996, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996
AÐSENDAR GREINAR
Nafngifta-
kúgunin íslenska
HVERNIG litist
mönnum á að Alþingi
bannaði með lögum er-
lendar málslettur og
tökuorð? Hvað þætti
mönnum til dæmis um
að yfirvöld skipuðu
nefnd sem hefði eftirlit
með öllum texta, lesn-
um og rituðum, í því
skyni að eyða úr honum
hvers konar „smekk-
íeysu“? Persónulega
hrýs mér hugur við því
og er þó áhugasamuir
um málvemd. En þetta
sýnist mér að löggjaf-
inn geti gert með flest-
Þór Jónsson
um hinum sömu rökum og liggja til
grundvallar lögum um mannanöfn.
Mætir menn og skilríkir hafa í
blaðagreinum tekist á um nýtt frum-
varp til mannanafnalaga en enginn
komist að þeirri sjálfsögðu niður-
stöðu að lög þessi eru ólög sem ber
að afnema. Menningin verður ekki
varin fyrir þjóðinni, svo samofnar
eru þær, hvor tveggja lifandi og
taka breytingum hvor með annarri.
■.Þjóðin verður að hafa hug á því sjálf
að vemda menningu sína, það á
ekki síður við um mannanafnahefð-
ina en móðurmálið og er miklu frem-
ur hlutverk þjóðrækinna manna að
brýna fólk til að hafa í heiðri ís-
lenska siði en Alþingis að skylda
þegnanna til þess.
Jónas_ Kristjánsson, áður forstöðu-
maður Arnastofnunar, segir að lög-
gjafarþing íslendinga ætli vitandi
vits að setja lög sem munu í senn
opna gáttir fyrir erlendum eigin-
nöfnum í stað íslenskra og jafnframt
tortíma þeim ævafoma nafngiftarsið
að hver maður kenni sig við föður
sinn eða móður (Mbl. 20. apríl). Ég
dreg stórlega í efa að þessi fomi
siður tortímist og að erlend eigin-
nöfn ryðji úr vegi íslenskum þótt lög
banni það ekki. Ég hef meiri trú á
íslendingum en svo. Enda hafa þeir,
svo að enn sé vitnað í Jónas, um
langan aldur verið einlægir mál-
vemdarmenn og haldið hugsjóninni
lifandi og þeirri viðleitni vakandi að
sporna móti erlendum áhrifum.
Vekja þurfti þjóðina til vitundar
um málvöndun. Má vera að nú sé
þörf á vakningu um nafnvöndun.
Þar mega merkir menn, eins og
Jónas Kristjánsson og
fleiri sem hafa látið
þetta málefni til sín
taka, ekki bregðast. En
nafnvöndun á ekki að
þvinga upp á þjóðina
með lagaboði. í því ligg-
ur misskilningurinn.
Eftirlitsnefnd
mannanafna, sem
starfar samkvæmt lög-
um, er herfiieg tíma-
skekkja. Dómarar í
þeirri nefnd skera úr
um „góðan“ smekk og
„réttar“ skoðanir,
heimila nöfn, sem
byggjast á hefð, en
Með þessu stórkostlega fyrir-
komulagi næst hámarksnýting
á lagersvæði. Mjög hentugt
kerfi og sveigjanlegt við mis-
munandi aðstæður. Greiður
aðgangur fyrir lyftara og vöru-
vagna.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið uþplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725
koma í veg fyrir að nýjar hefðir
geti orðið til. Tveir þeirra tala um
„misheppnað frjálslyndi“ í grein til
vamar núgildandi lögum um manna-
nöfn (Mbl. 24. apríl). En störf þeirra,
sem valdið hafa fjölmörgum sorg
og sársauka, em hins vegar einhver
ljósasti vottur misheppnaðra hafta í
Eftirlitsnefnd manna-
nafna er, að mati Þórs
Jónssonar, herfíleg
tímaskekkja.
samtímanúm. Yfírvöld eiga ekkert
með að ákveða fyrir fólkið í landinu
hvað sé rétt og gott í þessum efnum
— þótt ég sé sjálfur þeirrar skoðun-
ar að tilgangurinn sé göfugur. Kúg-
un er yfírleitt rcttlætt með göfugum
tilgangi.
Nýtt fmmvarp um mannanafna-
lög er skömminni skárra en þau lög
sem í gildi em með því að það veit-
ir aukið svigrúm til nafngifta, það
takmarkar frelsið minna. Þó hefur
verið bent á að það leyfí beinlínis
merkingarlaus nafnskrípi eins og
Skunnar, Skurpur og III. Mér er til
efs að nokkmm heilvita manni detti
í hug að gefa bömum sínum önnur
eins nöfn, en dæmin sýna að löggjaf-
inn er lentur í ógöngum — og færi
betur á að hann skipti sér ekki af
hvaða nöfn menn bera.
Höfundur er fréttamaður.
9.900
Verö frá kr.
hvora leið með
flugvailarskatti
Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku,
Sími: 0045 3888 4214
Fax: 0045 3888 4215
Biddu um Banana Boat
alnáttúrulegu sólkremin
(All natural Chemícal Free)
□ Verndandi, húðnærandi og uppbyggjandi Banana Boat Body
Lotion m/Aloe Vera, A, B2, B5, D og E-vilamin og sóivöm #4.
□ Banana Boat rakakrem f/andlit m/sólvörn #8,115,123.
□ Natúrica húðkremin hennar Birgittu Klemo, eins virtasta
húösérfræðings Norðurlandanna. Prófaðu Naturica Ört+krám
og Naturica Hud+krám húðkremin sem allir eru að tala um.
□ Hvers vegna að borga um eða yfir 2000 kr. fyrir Propolis
þegar þú getur fengið 100% Naturica Akta Propolis á innan
viðlOOOkr?
□ Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% þegar þú
kaupir Aloe Vera gel. 6 stærðir frá 60 kr. - 1000 kr. (tæpur
hálfur litri)
Banana Boat og Naturica fást í sólbaðsstofum, apótekum,
snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur.
Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis-og
exemsjúklinga.
Heilsuval - Barónsstíg 20 u 562 6275
Málefni neyðarsím-
svörunar, séð að norðan
Ingimar Eydal
HÉR Á landi hefur nú verið kom-
ið á fót einu samræmdu neyðar-
númeri. Segja má að það sé eitt
mesta framfaraspor í neyðarþjón-
ustu hér á landi frá upphafí. Lands-
menn þurfa nú ekki að muna nema
eitt þægilegt númer hvar sem þeir
eru staddir á landinu
og sama hvers konar
neyð þeir eru í. Þetta
hefur ekki hvað síst
kosti í mörgum dreifð-
ari byggðum landsins
þar sem ekki eru sól-
arhringsvaktir hjá út-
kallsaðilum. En því
miður hefur ýmislegt
miður farið við fram-
kvæmd málsins sem
gerir það að verkum
að fyrir suma íbúa
landsins er verra að
hringja í 112 en í
gömlu neyðarnúmer-
in.
Frá 1. janúar síð-
astliðnum hefur Neyðarlínan hf.
séð um neyðarsímsvörun, þ.e. svar-
að þegar hringt er í 112. Reyndar
er starfsemi fyrirtækisins enn ekki
hafín nema að litlu leyti en
Slökkvilið Reykjavíkur og Slysa-
varnafélag íslands hafa séð um
svörun frá 1. janúar sl. Það fyrir-
komulag verður fram til 1. júlí
þegar starfsemi Neyðarlínunnar hf.
kemst í fullan gang. Þess ber að
geta að stærstu hluthafar í fyrir-
tækinu eru Securitas, Vari, Örygg-
isþjónustan hf. og Slysavarnafélag
íslands með um 72% eignarhlut en
Reykjavíkurborg og Póstur og sími
eiga um 28%.
Mörgum hefur þótt það sér-
kennilegt að einkavæða neyðarsím-
svörun og veita þessum aðilum
einkarétt á að svara neyðarkalli.
Það þekkist t.d. ekki á hinum Norð-
urlöndunum að einkaaðilar sinni
slíkri þjónustu. Hvernig á nokkurt
fyrirtæki að geta keppt við Neyð-
arlínuna? Hún hefur einkarétt á
neyðarsímsvörun svo varla verður
um mikla samkeppni að ræða.
Heyrst hefur að með þessu móti
hafi átt að reyna að hafa þá aðila
góða sem helst vildu fá að sinna
þessari þjónustu. En hagsmunir
almennings virðast hafa verið fyrir
borð bornir og vikið fyrir hagsmun-
um Neyðarlínunnar hf. og aðstand-
endum hennar. Það hefur komið
niður á neyðarþjónustu og valdið
óþarfa töfum sérstaklega þó á
landsbyggðinni.
Því hefur verið haldið fram að
með stofnun Neyðarlínunnar spar-
ist mikið fé. Erfitt er að sjá hvern-
ig sú fullyrðing stenst. Byggja þarf
hús undir starfsemina. Ráða þarf
á annan tug nýrra starfsmanna.
Og svo þarf að reka fyrirtækið.
Ekki ætla aðstandendur Neyðarlín-
unnar að tapa á henni. Hvaðan
koma þá peningar? Jú, að sjálf-
sögðu frá okkur, mér og þér. Neyð-
arlínan fær greitt hundruð milljóna
frá almenningi næstu árin, og til
hvers? Jú, til að bæta við millilið
milli almennings og þeirra sem
sinna neyðaraðstoð, þ.e. í flestum
tilfelium lögreglu og
slökkviliði. Þá aðila
sem hafa tekið við
neyðarkalli fram að
þessu.
Þá liggur beinast við
að spyija: Af hverju
mátti ekki nýta það
sem fyrir er? Hjá öllum
lögreglu- og slökkvilið-
um þar sem sólar-
hringsvaktir eru, er
fyrir tækjabúnaður og
menn með mikla
reynslu til þess að
sinna þessu, eins og
þeir hafa gert fram að
þessu. Tæknilega væri
það lítið vandamál
þannig að ef hringt er í 112 væri
svarað á næstu vaktstöð. Það hefur
líka komið á daginn að þótt ísland
sé nú ekki stórt þá skiptir miklu
sú staðfræðiþekking og reynsla
sem er á hveijum stað. Sú þekking
og reynsla verður ekki færð í glæsi-
lega nýbyggingu Neyðarlínunnar í
Reykjavík nema að litlu leyti og
þá með mikilli vinnu og tilkostn-
aði. Það hefði verið miklu betri
Hagsmunir almennings
virðast hafa verið fyrir
borð bomir, segir Ingi-
mar Eydal, og vikið
fyrir hagsmunum Neyð-
arlínunnar hf. og að-
standenda hennar.
Herinn nálgast.
I<\
'Ju,
lausn að nota þær vaktstöðvar sem
fyrir voru og fyrst þurfti að stofna
fyrirtæki þá hefði verið nær að eig-
endur væru opinberir aðilar eins og
ríki, sveitarfélög og Póstur og sími.
Það fyrirtæki hefði þá haft það hlut-
verk að sjá um samræmingu og
skráningu upplýsinga, þjálfun
starfsfólks og umsjón tækjabúnað-
ar. Þessi leið hefði verið ódýrari og
skilað betri þjónustu fyrir notendur,
sem ætla mætti að skipti mestu
máli.
Hér á Akureyri hefur verið það
fyrirkomulag að „gamli“ neyðar-
síminn, 462-2222 (sem ennþá er í
fullu gildi) hringir bæði á lögreglu-
og slökkvistöð en á báðum stöðum
er vakt allan sólarhringinn.
Slökkvilið svarar honum og lögregl-
an hlustar. Eins getur lögreglan
talað við viðkomandi. Þet(a tryggir
það að báðir aðilar heyra neyðar-
kall og geta brugðist við um leið.
Hefur góð samvinna þessara aðila
leitt til þess að viðbragðstími hér
er mjög góður en þar hjálpa einnig
stuttar vegalengdir. Símtal er tekið
upp ufn leið og tími skráist sjálf-
krafa og einnig er tölvubúnaður
sem sýnir hvaðan hringt er. Þetta
er sams konar búnaður og Neyðar-
línan hf. notar. Einfalt mál hefði
verið að láta allar hringingar í 112
af þessu svæði færast í þennan síma
og jafnvel að sinna þeim hluta Norð-
urlands þar sem ekki eru sólar-
hringsvaktir. Ef hringt er í 112
svarar Neyðarlínan í Reykjavík og
hringir síðan í gamla neyðarnúmer-
ið á Akureyri þegar ljóst er hvaða
aðstoð þarf. Síðan er símtalið flutt
norður og viðkomandi þarf að end-
urtaka hjálparbeiðnina. Þetta fyrir-
komulag hefur valdið óánægju á
þessu svæði vegna þess að þetta
er tímafrekara og flóknara en að
hringja beint í gamla neyðamúmer-
ið. Jafnvel hefur það gerst að fólk
hefur gefist upp á því að bíða,
meðan starfsmaður Neyðar-línunn-
ar var að reyna að fínna út hvaðan
af landinu var verið að hringja, og
hringdi þess í stað beint í gamla
neyðarnúmerið. Þetta er alvarlegt
mál því oft er fólk í mikilli geðs-
hræringu og erfitt fyrir það að
endurtaka upplýsingar, sérstaklega
þegar líf liggur við.
Það reynir mikið á þann sem
svarar neyðarkalli. Bæði þarf hann
að átta sig á hvaðan nákvæmlega
kallið kemur og eins hvaða útkalls-
aðila á að senda á staðinn. Hefur
það sýnt sig nokkrum sinnum á
þessu tímabili að undirbúningur
hefur ekki verið nægur hvað þetta
varðar. Bæði hefur Neyðarlínan
ekki nægilegar góðar upplýsingar
um útkallsaðila á landinu og starfs-
mörk þeirra og einnig gefur núver-
andi tæknibúnaður ekki nógu
glögga mynd af því hvaðan hringt
er. Ef hringt er t.d. úr farsíma (en
þeir eru ófáir hér á landi) er ekki
hægt að sjá hvaðan hringt er.
Starfsmenn Slökkviliðs Reykjavík-
ur hafa verið látnir vinna við afar
ófullkomnar aðstæður hvað þetta
varðar og hefur þá oft bjargað
miklu þeirra eigin áhugi á landinu
og aðstæðum á hveijum stað.
Framkvæmdastjóri Neyðarlín-
unnar hefur fullyrt að fullkominn
tæknibúnaður, sem verði tekinn í
notkun innan skamms, muni ráða
bót á þessu og notað verður land-
fræðilegt upplýsingakerfi fyrir allt
landið. Þetta getur vart staðist því
þau gögn sem nauðsynlegt er að
hafa í slíku kerfi eru ekki fyrir
hendi nema fyrir lítinn hluta lands-
ins. Aðeins stærstu bæir landsins
hafa slík gögn og ekki er enn til
tæknibúnaður sem sýnir myndrænt
hvaðan hringt er. Þetta mun því
ekki um sinn leysa þann vanda
hvað varðar nákvæma staðsetn-
ingu hringinga, a.m.k. ekki úr far-
símum. Það er einnig umhugsunar-
efni að forsvarsmenn Neyðarlín-
unnar segja það vandamál viðkom-
andi útkallsaðila ef Neyðarlínan
hefur ekki réttar upplýsingar um
þá. Þær upplýsingar sem Neyðar-
línan hefur haft fram að þessu eru
fengnar frá sýslumönnum en þær
hafa í mörgum tilfellum reynst
ónákvæmar. Nú um miðjan apríl
hefur Neyðarlínan fyrst sent út-
kallsaðilum sjálfum formlega
beiðni um þessar upplýsingar en
starfsmenn Slökkviliðs Reykjavík-
ur höfðu áður reynt að forvitnast
um þær, þá oftast eftir að hafa
lent í vandræðum með neyðar-
beiðnir.
Það hlýtur að vera ljóst að allt
þetta mál er mjög illa unnið.
Eignaraðildin er óeðlileg, fyrir-
komulag þjónustunnar er óeðlilegt,
undirbúningi greinilega ábótavant
og svör ráðamanna við gagnrýni
vægast sagt klaufaleg. Það er eins
og þeir haldi að gagnrýni slökkvil-
iðs- og lögreglumanna snúi ein-
göngu að eigin málum. En megin-
atriðið er þetta: Slökkviliðs- og lög-
reglumenn eru, sem fagmenn, að
reyna að benda á hversu alvarlegt
er að klúðra jafnmikilvægu fram-
faramáli sem samræmd neyðarsím-
svörun er. Það er alvarlegt mál
þegar einhver þér nákominn er al-
varlega veikur eða slasaður og þú
færð ekki fullkomna þjónustu
strax. Af hveiju? Jú af því að
stjórnmálamenn vildu ekki styggja
þá sem eiga og reka ákveðin örygg-
isfyrirtæki og þeim sem stjórna
sjálfboðaliðasamtökum.
Höfundur er slökkviliðsmaður í
Slökkviliði Akureyrar.