Morgunblaðið - 10.05.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.05.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 43 FRÉTTIR Alþjóðadagur hjákrunar- fræðinga 11. lands- þing ITC ELLEFTA landsþing ITC hefst klukkan 10 á laugar- dagsmorgun á Grand Hótel með ávarpi Björns Bjarnason- ar menntamálaráðherra. Eftir hádegi er fræðsla undir heitinu „Banvænt við- mót“ og fjalla sex ITC-konur um viðfangsefnið. Ræðu- keppni hefst klukkan 19 og koma þar fram þrír einstakl- ingar sem áður hafa sigrað í keppni hver í sínu ráði. Hátíð- arkvöldverður og skemmtiat- riði hefjast klukkan 20 og verða Ellert B. Schram og Ágústa Jóhannsdóttir gestir kvöldsins. Á sunnudag hefst dagskrá klukkan 10.30 með því að Renée Toolens situr fyrir svörum. Að loknum hádegis- verði flytur Toolens erindi um valddreifgingu. Samtímis er fræðsla er nefnist „Hver er ég? Hvað vil ég vera“. Klukk- an 16.30 verður fundur fyrir nýkjörnar ráðsstjórnir og embættismenn þeirra. Sjálf þingstörfin eru öllum opin og eru sýnishorn af þeirri þjálfun sem ITC býður upp á. Lokadagur- inn haldinn hátíðlegur HALDIÐ verður upp á loka- daginn 11. maí á Miðbakka í Reykjavík með ýmsu móti en daginn ber upp á laugardag. Frá kl. 10-16 verður Slysa- varnadeild kvenna í Reykjavík með kaffisölu í Miðbakka- tjaldinu. Kl. 14 stendur Hafnargönguhópurinn fyrir Gönguferð frá tjaldinu. Geng- ið verður inn með Sundum inn í Rauðarárvík og síðan „Farið í bæinn“ eftir gömlu verslun- argötunum og niður á höfn. Ýmislegt verður sér til gam- ans gert á leiðinni. Frá kl. 22-24 verður loka- ball í Miðbakkatjaldinu. Caprí-tríóið leikur, Jón Tryggvason syngur. Áðgang- ur er ókeypis. Veitingar standa til boða um borð í skemmtiferðaskipinu Árnesi við Miðbakka. Kl. 24 fer Ár- nesið í miðnætursiglingu um Sundin. Starfsfólk Miklagarðs hittist MIKLIGARÐUR var á sínum tíma íjölmennur vinnustaður og var þar oft glatt á hjalla. Nú hefur verið ákveðið að fyrrum starfsmenn Mikla- garðs fjölmenni á Hótel ísland nk. laugardagskvöld, 11. maí, og er mæting kl. 20.30. „Margt af þessu fólki hefur ekki hist síðan Mikligarður var og hét svo vænta má að eftirvænting verði fyrir kvöld- inu. Til að sem mestur glaum- ur og gleði ráði ríkjum er vonast eftir að sem flestir mæti,“ segir í frétt frá fund- arboðendum. ■ OPIÐ hús hjá Samtökum um kvennaathvarf, Vestur- götu 5, verður laugardaginn 11. maí kl. 11-13. Gestur fundarins verður Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur sem kynnir stafsemi Neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ævintýra- Kringlan 1 árs ÆVINTÝRA-KRINGLAN verður 1. árs föstudaginn 10. maí. Haldið verður upp á afmælið með fagn- aði sem stendur í tvo daga. Á föstudaginn verður afmælis- boðið og verður þá ókeypis inn allan daginn. Opnað verður kl. 14 og sýnir Furðuleikhúsið leik- ritið Mjallhvíti og dvergana sjö. I boði verður sælgæti og blöðrur, farið í leiki, sungið og dansað fram eftir degi. Heyrst hefur að Tígri komi í heimsókn og ekki er ólíklegt að fleiri góðir gestir reki inn nefið. Andlitsmálning VORDAGAR Húsasmiðjunnar hefj- ast 10. maí og standa til 25. maí. Á Vordögum Húsasmiðjunnar gefst fólki kostur á að gera góð kaup á ýmsum vörum auk þess sem ýmislegt verður um að vera í og við Húsa- smiðjuna. Af þeim tilboðum sem verða á Vordögum má nefna 20% afsláttur af allri viðarvörn, tvær gerðir af Lamella parketi verða með 22,5% afslætti og hið íslenska Scandic spónaparket. 25 metra garðslanga verður með 27% afslætti, grillvörur verða á allt að 20% afslætti, Hitachi slipirokkur verður með 20% afslætti, mosatætari, bensínsláttuvél, úðara- sett, reiðhjól, álstigar, hjólbörur og margt fleira verður á tilboðsverði og svo_ má lengi telja. Á síðasta degi Vordaga, 25. maí fara fram hlaup bæði í Hafnarfirði og Reykjavík að þessu sinni. GARÐYRKJUMARKAÐUR stendur yfir í göngugötu Kringlunnar fram á laugardag. Margir aðilar í garð- yrkju og gróðurrækt verða í Kringl- unni og sýna, selja og veita góð ráð. Lögð er áhersla á hagstætt verð og því má gera góð kaup á garðdögun- um. í Kringlunni verður mikið úrval af sumarblómum, fjölaírutn blómum og pottaplöntum. Ennfremur verða kynnt og seld garðverkfæri, sláttu- vélar, garðhúsgögn, grill, leiktæki fyrir börn og fleira fyrir garðinn. Byggt og búið færir sig fram í göngugötuna og verður þar með garðáhöld, garðverkfæri, garðhús- gögn, grill, leiktæki og einnig mun tækjaleika-Byko, Hörkutól, kynna starfsemi sína. Hagkaup setur upp RÉTTARHOLTSSKÓLI er 40 ára um þessar mundir en hann hóf starfsemi sína á haustdögum árið 1956. Skólinn hefur frá upphafi verið á unglinga- stigi og er því einn af fáum skólum sem áður fyrr voru kallaðir gagn- fræðaskólar. I tilefni 40 ára afmælisins verður haldin sýning á verkum nemenda á afmælisárinu auk verka sem nemend- ur hafa unnið í sérstakri þemaviku í tilefni afmælisins. Kennir þar margra grasa en áhersla er lögð á tímabilið sem spannar sögu skólans 1956- 1996. Sýningin hefst kl. 11 laugardaginn 11. maí og stendur til kl. 18. Kl. 13 verður hátíðardagskrá á sal skólans verður og geta allir látið mála sig. Á laugardaginn verður áfram boðið sælgæti og blöðrur og áfram verða leikir glens og gam- an. Leikritið Mjallhvít og dverg- arnir sjö verður sýnt aftur en nú kl. 14.30 og kostar 500 kr. á sýn- inguna. Einn af föstum liðum Vordaga er að timburfjölskyidan, þau Palli planki, Kalli kubbur, Stína stöng og Fríða fjöl, kemur í verslanir Húsa- smiðjunnar og dreifír litabókum til krakkanna. Fjölskyldan gerir enga undantekningu þetta árið og verður bæði í Hafnarfirði og Skútuvogi laugardagana 11., 18. og 25. maí og sunnudaginn 12. maí. Með hverri litabók fylgir ein laus síða sem krakkarnir geta litað og sent til Húsasmiðjunnar. Síðan verða valdar 53 myndir og listamennirnir verð- launaðir. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár að allir sem versla í Húsasmiðj- unni næstu sex vikumar verða sjálf- krafa þátttakendur í nótuhappdrætti þar sem kvittunin fyrir viðskiptin er happdrættismiðinn. Dregið verður vikulega í sex vikur og verður ein utanlandsferð í verðlaun í hvetri viku. ávaxta- og grænmetismarkað fyrir framan matvöruverslunina og einnig verða þeir með tilboð á grillum og garðhúsgögnum. Sólblóm verða með mikið úrval af sumarblómum, fjölær- >um blómum og af afskornum blóm- um. Barnasmiðjan verður með sýn- ingu á margs konar útileiktækjum fyrir börn. Garðyrkjufélag íslands verður með kynningu á starfsemi sinni og bókinni Garðurinn. Heild- verslun Þórhalls Sigutjónssonar verður að kynna kristalla fyrir gras og nýja tegund af grasfræum sem vaxa hægar en venjulegt gras. Það minnkar sláttinn. Sorpa kynnir end- urvinnslu jarðvegs og verður með sýningu á því hvernig Molta er fram- leidd. Ennfremur sýnir Vetrarsól garðsláttuvélar og garðverkfæri. og koma þar fram fjölmargir fyrrver- andi nemendur en frá Réttarholts- skóla hefur brautskráðst íjöldinn allur af afreksfólki á ýmsum sviðum, segir í fréttatilkynningu. í íþróttahúsi skólans og sérkennslu- stofum verða ýmsar uppákomur sem og á sal. Sérstakt hátíðarblað hefur verið gefið út í tilefni afmælisins og birtast þar greinar eftir fulltrúa hátíð- arárganga auk viðtala við fyrrverandi kennara og skólastjóra. Núverandi skólastjóri er Haraldur Finnsson. Allt áhugafólk um skólastarf og velunnarar skólans eru boðnir vel- komnir á sýninguna á laugardaginn sem hefst með lúðraþyt af svölum skólans. ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræð- inga verður haldinn sunnudaginn 12. maí og er yfirskrift dagsins: Rann- sóknir í hjúkrun - betri hjúkrun - betra líf. Hjúkrunarfræðingar efna til dagskrár í Ráðhúsi Reykjavíkur frá klukkan 13.30-17 á sunnudag í tilefni dagsins og bjóða almenning velkomin til þátttöku í viðburðunum. Dagskráin hefst klukkan 13.30 með harmonikkuleik Jónu Einars- dóttur _ hjúkrunarfræðings og setn- ingu Ásrúnar Kristjánsdóttur, for- manns fræðslu- og menntamála- nefndar. Síðan flytja eftirtaldir hjúkrunarfræðingar erindi: Sigþrúð- ur Ingimundardóttir, Guðrún Kristj- ánsdóttir, Dagmar Huld Matthías- dóttir, Linda Kristmundsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Margrét Hákonardóttir og Salbjörg Bjamadóttir. Björg Þórhallsdóttir, mezzósópran og hjúkrunarfræðingur, syngur við undirleik Daníels Þorsteinssonar. Ásta Möller, formaður FÍH, slítur samkomunni fyrir klukkan 17. í messu í Fríkirkjunni í Hafnar- firði klukkan 14 predikar Ásta Möll- er og hjúkrunarfræðingar taka þátt í messugjörð. í Hjallakirkju verður kvennaguðþjónusta klukkan 20 og taka hjúkrunarfræðingar einnig þátt í messugjörð þar. Á ísafirði verður opið hús í gamla sjúkrahúsinu klukkan 14-17. Þar verða blóðþrýstings- og blóðsykurs- mælingar, skyndihjálp og „áfalla- hjálp eftir kosningar“, eins og segir í fréttatiikynningu. Litli leikklúbbur- inn verður með óvænta uppákomnu. Á Hótel Húsavík flytur Sæunn Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur og sálgreinir erindi á mánudags- kvöld klukkan 20.30 sem hún nefn- ir: Er heilbrigð sál í hraustum lík- ama? Happdraatti Vinningaskrá 1. útdrittur 9. maí 1996. Bifreiðavinniiigur Kr. 2.000.000 Kr. 4,000.000 (tvöfaldur) 42139 Ferðavinningar Kr. 100.000^Kr. 200.000 (tvöfaldur) 7329 33985 55908 56549 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 00 (tvöfaldur) 4058 7757 9947 44504 56756 57271 7363 8804 33728 56141 57185 77371 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 ( 116 8613 18271 27547 39116 51021 58888 70141 354 8708 18440 27641 39234 51429 60380 72099 452 9206 19586 27714 39725 51502 60883 72826 1537 9515 20193 29202 40063 51527 60893 72919 1634 9671 20241 29317 41087 51535 61893 73674 1813 9917 20513 29479 41133 51567 62741 74214 1995 10148 20570 29533 41258 51568 63887 74737 2270 10245 21148 29869 41970 51799 64186 75552 2322 10999 21384 29962 42072 51802 64305 75916 2886 11082 21534 30139 42975 51823 64399 75948 3935 11482 21555 30362 44360 51991 64414 76149 3986 12026 21593 30383 44441 52382 64817 76204 4429 12426 21785 30533 44529 52645 65221 76299 4696 12482 22093 30695 44934 52987 65524 76386 4809 12529 22666 30825 45711 53197 65653 76414 4954 13324 23081 31227 46330 53906 65719 76751 4999 13784 23409 32242 46442 54453 65721 76839 5342 13799 23892 32471 46591 55099 65764 76920 5672 14674 23953 32767 46891 55448 65809 77174 5785 15235 24405 33481 47144 55470 65995 77383 5926 15655 25325 34893 47324 55501 67153 77688 5984 15805 25862 35406 47452 55569 67171 77758 6278 16011 26108 35472 48579 55803 67250 77907 6472 16293 26109 37330 48822 55872 68658 78605 6870 16503 26337 37370 49085 56614 68713 78710 7004 16775 26387 37421 49509 56821 68866 78749 7038 16828 26740 37535 49628 57572 68882 78975 7921 17990 27113 37889 49789 57585 69277 79611 7937 18083 27312 38491 50153 57901 69937 8564 18227 27470 38923 50299 58518 69971 i 11 Vordagar Húsasmiðj- unnar hefjast í dag Allt fyrir garðinn í Kringlunni Hátíð á 40 ára afmæli Réttarholtsskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.