Morgunblaðið - 10.05.1996, Síða 44

Morgunblaðið - 10.05.1996, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 9£LL !í//LTUKAORAr I /U f££ÐiO/S£>A0OK_‘ Grettir Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk V 'xux-xú i-x'. ii .ý rI UiAS HAVIN6 THE BE5TTIME 0F Mf UFE! I U)A5 y HAVIN6 FON! r MOU) CAN VOU MAVE FUN IN A PIACE UIMERE D065 AREN'T w ALLOWED? J NOU) LOOK UiMAT YOU DIDIY0U60T ME KICKED OUT OF THESWEETHEART8ALL! Sjáðu nú hvað þú gerð- Ég hef aldrei í lífinu skemmt mér eins vel! ir! Þú lést sparka mér Ég skemmti mér svo vel! Hvernig geturðu út af paraballinu! skemmt þér á stað þar sem hundar eru ekki leyfðir? BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: )auga@mbl.is Miðbæjarskólinn Frá Helgu Þórðardóttur: 6. MAÍ fór ég gangandi í seinustu kennslustundina hjá Námsflokk- um Reykjavíkur þetta árið og virði fyrir mér þetta virðulega gamla menntasetur og greipti það í huga mér eins og það er og var, því á morgun er það orðið of seint. Það verður slys. Miðbæjarskólinn var barnaskól- inn minn og ég á svo margar yndislegar minningar frá þeim tíma. Þar var valinn maður í hveiju rúmi, starfsfólkið allt; skólastjóri, kennarar, umsjónarmenn og ræst- ingakonur var úrvals fólk sem vakti yfir velferð barnanna. Húsið var upphaflega vel hannað sem skólahús, þarna var teiknistofa, söngstofa, landafræðistofa og stofur fyrir matreiðslu og handa- vinnu drengja og stúlkna og ekki má gleyma rúmgóðum leikfimi- sal. Gott er að eiga góðs að minn- ast. Ennþá stendur þetta gamla hús fyrir sínu. Þar iðar allt af lífi. Námsfólk frá öllum hverfum borg- arinnar sækir þangað nám. Skól- inn stendur miðsvæðis í hjarta borgarinnar rétt hjá Lækjartorgi sem er áningarstaður flestra strætisvagna og því auðvelt um vik fyrir nemendur að sækja skól- ann hvar svo sem þeir eiga heima í Reykjavík. Auk þess má sjá fólk af ýmsum þjóðernum sem þangað kemur til að læra íslensku og kynnast háttum og siðum þess lands sem þeir hafa gert að sínu. Þarna er kennt allt sem hugur og löngun hvers og eins stendur til fyrir mjög sanngjarnt verð. Þarna eru úrvals kennarar og frábær skólstjóri og enn er vakað yfir velferð nemenda. Er hægt að hugsa sér betra hlutskipti fyrir gamalt og veglegt skólahús sem stendur á einum fallegasta stað við Tjörnina og geymir verðmætan þátt í skólasögu Islendinga? Nei, nú skal vísvitandi verða slys. Það vantar skristofuhúsnæði, segja hinir háu herrar eða á ég að segja hinar háu konur sem við Reykvíkingar höfum kosið yfir okkur til að stjórna borginni okkar með slíkri lágkúru? Köld eru kvennaráð. Það vill nú svo til að í Reykjavík er nóg til af ónotuðu skrifstofuhúsnæði sem hentar ágætlega og ekki þarf að kosta miklu til. Nú skal taka 70 milljónir úr vösum skattborgara til þess að breyta gamla skólanum okkar í gleðisnauðar lífvana skrifstofur. Lítilla sanda , lítilla sæva. Lítil eru geð guma. HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, Fálkagötu 14, Reykjavík. Skammtímavistun og sumardvöl fatl- aðra að Gufuskálum Frá Magnúsi Stefánssyni: SUNNUDAGINN 5. maí sl. kynnti Þroskahjálp á Vesturlandi starfsemi sína og aðstöðu fyrir skammtímavistun og sumardvöl fatlaðra barna að Gufuskálum í Snæfellsbæ. Sú aðstaða sem um er að ræða er í einu af þeim íbúðarhúsum sem notuð voru meðan loranstöð var rekin á staðnum, en hefur staðið í nokk- urn tíma ónotað. Það var ánægjulegt að verða vitni að því hve kærkomin þessi aðstaða er fyrir börnin og fjöl- skyldur þeirra, þar sem mjög mik- il þörf hefur verið fyrir slíka starf- semi á Vesturlandi og þá ekki hvað síst á Snæfellsnesi. Mörg undanfarin ár hefur slík starfsemi verið rekin að Holti í Borgarfirði, en hefur ekki annað allri þeirri þörf sem fyrir hendi er í kjördæm- inu. Það er því full ástæða til þess að óska öllum þeim er málið varðar innilega til hamingju með þann mikla áfanga í uppbyggingu á aðstöðu og starfsemi í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sem hér um ræðir. Það er einnig ánægjulegt hve bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur tekið vel og myndarlega á þessu máli, með því að stuðla að því að hluti þeirra mannvirkja sem nú standa ónotuð að Gufuskálum séu nýtt á þennan hátt. Þá má einnig nefna hið jákvæða hugarfar og viðhorf fólks og líknarfélaga til starfsemi Þroskahjálpar sem kemur fram í fjölmörgum gjöfum á alls kyns hlutum sem nýtast starfseminni að Gufuskálum. Allt þetta sýnir hve mikilvægt það er að búa fötluðum og fjöl- skyldum þeirra sem mesta og besta aðstöðu, þörfin er víða til staðar og því eiga þeir sem þess eiga nokkurn kost að leggja hönd á plóginn í þessa þágu. Starfsem- in að Gufuskálum ber vitni um dugnað og velvilja viðkomandi aðila í verki og eru ítrekaðar ham- ingjuóskir til allra hlutaðeigandi í þessu tilefni. MAGNÚS STEFÁNSSON, alþingismaður Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplý8ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.