Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sögusýning Menntaskólans í Reykjavík Á þriðja ]>ús- und gesta á sunnudag HÁTT á þriðja þúsund manns sóttu sögusýningu í Menntaskólanum í Reykjavík á sunnudag í tilefni af 150 ára afmæli skólans, en hún hófst eftir að ungir sem aldnir nem- endur í MR gengu fylktu liði frá Miðbæjarskóla, margir skrýddir stúdentshúfum sínum. Meðal gesta voru forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Sýningin er opin áfram á milii klukkan 15 og 17 á virkum dögum. Að lokinni skrúðgöngunni lék lúðrasveitin Svanur fyrir framan skólann en þá bauð Ragnheiður Torfadóttir, rektor MR, gesti vel- komna. Frú Vigdís flutti skólanum kveðju og Guðrún Helgadóttir, rit- höfundur, fyrrverandi forseti Al- þingis og áður ritari rektors MR, ávarpaði gesti. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði sýn- inguna formlega með nokkrum orð- um. Afmælið er miðað við flutning skólans til Reykjavíkur 1846. Heim- ir Þorleifsson sagnfræðingur hefur skrifað talsvert um sögu skólans og veitti margvíslega ráðgjöf við uppsetningu sýningarinnar, en Björn G. Björnsson annaðist hönn- un hennar. Farið yfir þróun skólans Gerð er grein fyrir skólanum, samhengi við eldri skóla og upphaf í Skálholti, á Hólavöllum og Bessa- stöðum. Rakin er m.a. að sögn Heimis skólaganga nemenda á sín- um tíma, hveijir voru foreldrar, árangur í skóla og hvaða umsögn hann fékk fyrir námsgreinar, iðni MIKIÐ fjölmenni mætti við opnun sögusýningarinnar í blíðviðrinu á sunnudag og er talið að alls hafi á þriðja þúsund manns sótt hana. og framkomu. Farið er yfir þróun skólans, frá því hann var Latínu- skólinn og hluti af dönsku skóla- kerfi, en 1904 varð hann íslenskur menntaskóli. Rakin er byggingasaga skólans, en Danakonungur úrskurðaði árið 1841 að hann skyldi fluttur til Reykjavíkur og honum reist þar hús. Árið eftir var byggingunni fundinn staður og kom efniviður í hana frá Noregi 1844. Tveimur árum síðar var húsið fullgert. Þá voru 60 nemar í þremur bekkjum og voru þeir í fæði hjá ýmsum íbú- um í bænum en höfðu svefnstofu Jarðvinna og framleiðsla Til sölu verktakafyrirtæki sem starfar 6-8 mán- uði á ári. Framleiðir eigin söluvörur sem er há- gæðavara. Öll tæki fylgja með, aðstaða og þjálf- un. Löng reynsla, vel þekkt fyrirtæki, mikil við- skipti. Laust strax. Aðalvertíðin framundan. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I Sl’MAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Nokkur frábær fyrirtæki 1. Höfum til sölu nokkur lítil vaxandi heildsölu- fyrirtæki. 2. Blómabúð með mikla veltu á frábærum stað. Einnig mikil gjafavörusala. 3. Rit- og leikfangaverslun í stórri þekktri versl- unarmiðstöð. Tryggt framtíðarfyritæki fyrir góða fjölskyldu. 4. Aðstaða fyrir söluturn. Allar innréttingar, tæki og áhöld. Útilúga. Hentugur fyrir dag-, kvöld eða nætursölu. Húsnæðið jafnvel til sölu. 5. Smurstöð í Hafnarfirði í fullum gangi til sölu. Tvær nýjar lyftur. Góð aðstaða. Laust strax. 6. Þekktur pizzastaður á góðum stað í fjöl- mennu íbúðarhverfi. Frábært verð. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. raTTTTTTTT^TTTI^rrrviTTn SUDURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tyllti sér við eitt skólaborðanna frá 1897 sem finna má í endurgerð skólastofu frá þeim tíma og var frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, Ragnheiði Torfadóttur rektor MR, Rut Ingólfsdóttur eiginkonu ráðherra, Birni G. Björnssyni sýningarhönn- uði og öðrum viðstöddum skemmt við tiltækið. EIN elsta Ijósmynd sem til er af skólapiltum Menntaskólans í Reykjavík, en hún sýnir 3. bekk B 1867-1868, stúdentsárganginn 1870. SIGFÚS Eymundsson ljósmyndari tók þessa mynd af Lærða skólanum í Reykjavík um 1868. og daglegt aðsetur í skólanum. Þá eru kennsluhættir í hverri grein yfirfarnir, allt til nútímans og jafn- vel sýnd próf sem stúdentsefni þreyttu í vor. Meðal annars má geta þess að ein skólastofa hefur verið færð til þess horfs sem einkenndi skólahald um aldamótin, en skólaborð frá því um 1897 fundust við eftirgrennslan fyrir sýninguna og voru þau notuð fram að seinni heimsstyijöld. í þeim hluta sýningarinnar sem kallast Hring eftir hring, er gert grein fyrir félagslífi, svo sem starf- semi Herranætur og Framtíðarinn- ar, tolleringum, dimmesjón og fleiru. Gefin eru sýnishorn af kveð- skap nokkurra skólaskálda, bæði meðan á skólagöngu þeirra stóð og að henni lokinni, og ýmis þau skáld nefnd sem haldið hafa áfram að skrifa. Sýndur er elsti fáni skólans, sem gerður var eftir hugmyndum Sig- urðar málara, fornar kennslubækur frá Bessastöðum og Hólavallaskóla, kennarabók skólans, samningurinn um byggingu skólans og ýmis skjöl sem henni tengjast, náttúrugripa- safn Jónasar Hallgrímssonar, mál- verk af rektorum og ýmsum læri- meisturum í gegnum tíðina. Salurinn í fyrra horf? Einnig má nefna svefnloftið á annarri hæð skólans, þar sem 40 piltar gistu að jafnaði og settar voru upp leiksýningar sem allt að 200 manns sóttu. „Sýningin dvelur mikið við eldri hlutann en einstakir þættir eru teknir fyrir sérstaklega, eins og endurreisn Alþingis og hefur hátíð- arsalur skólans verið færður til þess horfs í sætisskipan sem var meðan á þinghaldi stóð. STÚDENTAR frá MR gengu fylktu liði að skólanum á sunnu- dag, þar á meðal Guðni Guðmundsson fyrrum rektor. Salurinn kemur einstaklega vel út í þessari mynd og skemmtilegt væri að hann væri svo áfram, þann- ig að hægt væri að sýna gestum hvernig málum var háttað meðan þingið hafði aðsetur sitt þarna. Raunar væri skemmtilegt ef öll efri hæðin yrði friðuð og þar yrði safn, að minnsta kosti á sumrin þar sem fólk gæti gengið um húsakostinn eins og hann var á sínum tíma,“ segir Heimir. Á sýningunni, sem er í gamla skólahúsinu, íþöku sem hýsir bóka- safn MR og Casa Nova, eru ljós- myndir áberandi og eru þær flestar úr safni skólans. Heimir segir myndimar setja sterkan svip á yfir- litið og sé skemmtilegt að svo marg- ar myndir hafi varðveist sem tengj- ast sögu skólans. Meðal annars eru á göngum myndir af hópum stúd- enta frá fyrstu tíð og vantar ekki marga árganga til að fullkomna það yfirlit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.