Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRl RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLUTNINGUR GRUNNSKÓLA GRUNNSKÓLINN flyzt frá ríki yfir til sveitarfélag- anna 1. ágúst næstkomandi. Er þetta mesti verk- efnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga um margra ára skeið. Eftir breytinguna verður rekstur grunnskólans á einni hendi og ætti það að verða til þess að markvissara starf geti átt sér stað innan skólans. Til þessa hefur bygging grunnskóla verið á hendi sveit- arfélaga, en rekstur skólanna á hendi ríkisins og hefur kostnaðinum því verið svo til skipt til helminga. Til þessa hefur ríkið árlega greitt til grunnskólanna fjárhæðir á bilinu 5 til 5,5 milljarða, en sveitarfélögin hafa árlega greitt í rekstrar- og stofnkostnað um 5,2 milljarða króna. Með flutningi grunnskólanna á sér í raun stað mikil valddreifing. Valdið færist í æ ríkari mæli út til sveitarfé- laganna, þar sem heimamenn munu nú verða allsráð- andi. Þetta ætti að efla skólastarfið, því að enginn þekk- ir betur staðbundin vandamál en fólkið sjálft, sem njóta á þjónustu skólans. Því ætti, sé rétt á haldið, að vera unnt að nýta þessa breytingu til hagsbóta fyrir byggðar- lögin í landinu. Flutningur jafn viðamikils verkefnis og rekstur grunn- skólans er kostar sveitarfélögin auðvitað aukna fjár- muni. Með samningum við ríkið hefur Samband íslenzkra sveitarfélaga aflað aukins fjár til þess að standa undir þessum aukna kostnaði og til þess að gera öllum sveitarfé- lögum kleift að sinna verkefninu mun hluti útsvarsins fara til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem mun síðan jafna kennslukostnaðinn. Það á að tryggja, að sveitarfélögin geti veitt öllum grunnskólanemum lögbundna skólaþjón- ustu án tillits til búsetu. Ef vel tekst til ætti þetta mál að geta orðið einhver veigamesti þátturinn í byggðastefnu, sem styrkir sjálf- stæði sveitarfélaganna. NÝRTÓNN FRAMSÓKNAR AFSTAÐA þingmanna Framsóknarflokksins, einkum hinna yngri, hefur breytzt mikið að því er varðar misvægi atkvæða eftir búsetu kjósenda. Þannig sagði Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi, í almennum útvarpsumræðum á dögunum: „Hér eru að sjálfsögðu ekki stunduð kosninga- svik, en vægi atkvæða hér á landi er með þeim hætti að sumir hafa atkvæðavægi á við þrjá og fjóra ...“! Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi, hefur og sterklega tekið undir með þeim sem krefjast leiðréttingar í þessum efnum. „Meðal ungs fólks í stjórnmálaflokkunum er breið samstaða um þá kröfu,“ sagði hún í þingræðu, „að kosningalögin verði endurskoðuð." Hún vitnaði til sameiginlegrar ályktunar ungliðahreyfinga í stjórnmálum, þar sem segir að „núver- andi misvægi atkvæða sé óþolandi brot á grundvallar- mannréttindum". Þar er þess og krafizt að kosningalög tryggi mannréttindi og lýðræði en ekki aðeins „hagsmuni stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna eins og nú er“. Þessi nýi tónn hjá yngri þingmönnum Framsóknar- flokksins vekur vonir um að stjórnarflokkarnir geti náð saman um nauðsynlega leiðréttingu í þessum efnum. SAMEIGINLEGT SENDIRÁÐ OPNUN sameiginlegrar sendiráðsbyggingar Bretlands og Þýskalands í Reykjavík um helgina er um margt merkileg. í fyrsta lagi er hún til marks um að ríki láta hagkvæmnissjónarmið í auknum mæli ráða ferðinni í utan- ríkisþjónustu og hika ekki við að fara nýstárlegar leiðir í því sambandi. Fyrst og fremst er þetta hins vegar táknrænn atburð- ur er sýnir glöggt hversu miklum stakkaskiptum sam- skipti Evrópuríkja hafa tekið frá því að þau bárust á banaspjótum í síðari heimsstyrjöldinni. + Bretar og Þjóðverjar opna nýja sendiráðsbyggingu Fyrsta sameigin- lega byggingin „Gott dæmi um nútíma samvinnu Evrópuríkja,“ segir Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands Morgunblaðið/Sverrir MALCOLM Rifkind, Halldór Ásgrímsson og Werner Hoyer við opnun sendiráðsbyggingarinnar á sunnudag. Ný sendiráðsbygging Bretlands og Þýskalands við Laufásveg var opnuð formlega á sunnudag. Sögðu utanríkisráðherra Bretlands og aðstoðarut- anríkisráðherra Þýska- lands hana táknrænt dæmi um vináttu þjóð- anna. SAMEIGINLEG sendiráðs- bygging fyrir sendiráð Þýskalands og Bretlands var formlega opnuð við hátíðlega athöfn á sunnudagsmorgun. Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, og Werner Hoyer, aðstoðarutanríkis- ráðherra Þýskalands, komu hingað til lands af þessu tilefni og opnuðu bygg- inguna formlega í viðurvist Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra Is- lands. Arkitekt byggingarinnar er Ólafur Sigurðsson og var húsið byggt af Is- tak, sem er eigandi byggingarinnar og leigir hana sendiráðunum. Breska sendiráðið hefur aðstöðu á jarðhæð en þýska sendiráðið á jarðhæð og fyrstu hæð. Rekstur sendiráðanna er aðskilin líkt og áður en þau samnýta ýmsa aðstöðu í húsinu, s.s. fundarsal, anddyri og kaffistofu. í fundarsal sendiráðanna er steind- ur glergluggi, unninn af glerlista- manninum Leifi Breiðfjörð, þar sem fánar ríkjanna beggja auk Evrópufán- ans eru sýndir með táknrænum hætti. Hoyer átti á laugardag fundi með Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Odds- syni, forsætisráðherra auk þess sem hann hitti Vigdísi Finnbogadóttur for- seta. Rifkind átti á sunnudagsmorgun fundi með Halldóri og Davíð, auk þess sem að hann hélt hér blaða- mannafund. í stuttum ávörpum sem ráðherrarnir fluttu við opnunina lögðu þeir ríka áherslu á góð samskipti ríkj- anna og að þessi fyrsta sameiginlega sendiráðsbygging ríkjanna í Evrópu væri táknræn fyrir þau. Einstaklega góð samskipti Rifkind sagði á blaðamannafund- inum að ánægjulegt væri að koma til íslands af þessu tilefni ekki síst í ljós þess að samskipti Islands og Bret- lands væru einstaklega góð. „Eins og þið vitið þá er nýja sendiráðsbygging- in sérstök að því leyti að hún er reist í samvinnu við vini okkar Þjóðveija. Það gleður ekki einungis fjármálaráð- herra ríkja okkar heldur er sömuleið- is gott dæmi um nútíma samvinnu Evrópuríkja." Rifkind var spurður um þau áform Evrópusambandsins að skera niður sóknargetu fiskveiðiflota Evrópusam- bandsríkja um 40% en sá niðurskurð- ur mun m.a. bitna hart á breska flot- anum. Ráðherrann sagði þetta vera mjög umdeilanlegar tillögur. Sjávar- útvegur væri mikilvæg atvinnugrein á Bretlandseyjum, ekki síst á Skot- landi þaðan sem hann kemur. „Við erum einarðir talsmenn fiskverndar- stefnu. Bretar eru sammála nauðsyn þess að aðhaldi sé gætt við fiskveiðar þannig að framtíðar kynslóðir geti einnig gengið að auðlindum sjávar vísum. Það verður því að reka stefnu er tekur jafnt mið af viðhaldi fiski- stofna og rekstrargrundvelli sjávarút- vegsins." Hann vildi ekki tjá sig í smáatriðum um þessi áform, þar sem að þau væru á valdsviði ráðuneytis landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Embættismenn og ráðherra þess ráðuneytis myndu á næstunni taka þetta mál upp í viðræð- um við framkvæmdastjórnina. Hins vegar væri ljóst að Bretar hefðu ýmis- legt að athuga við tillögurnar eins og þær væru settar fram. Sameiginleg fiskveiðistefna nauðsynleg „Stefna Breta varðandi hina sam- eiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusam- bandsins er sú að fiskar virða ekki landamæri og því er nauðsynlegt að ríki samræmi aðgerðir sínar. Við telj- um hins vegar nauðsynlegt að gera ýmsar breytingar á stefnunni, m.a. til að koma í veg fyrir kvótahopp af því tagi sem Spánveijar stunda. Við gagnrýnum hina sameiginlegu fisk- veiðistefnu en teljum eftir sem áður nauðsyn á að hafa sameiginlega fisk- veiðistefnu. Jafnvel þótt að Bretar væru ekki aðilar að Evrópusamband- inu væri nauðsynlegt að samræma fiskveiðar á alþjóðavettvangi til að koma í veg fyrir ofveiði og koma á skynsmalegri fiskveiðistjórnun.“ Rifkind var á fundinum spurður að því að hvort að hin sameiginlega fisk- veiðistefna ESB í núverandi mynd væri ásættanleg fyrir Breta til lengri tima litið. „1 því sambandi verðum við fyrst að skilgreina við hvaða tíma- lengd sé átt. Auðvitað verður að end- urskoða fiskveiðistefnuna reglulega rétt eins og alla aðra stefnumótun. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum en auðvitað verðum við ávallt að fara eftir ráðleggingum vísinda- manna, þó svo að ég viðurkenni að vísindamenn séu ekki ávallt sammála innbyrðis. Það verður hins vegar þörf fyrir sameiginlega fiskveiðistefnu áfram og hún mun ávallt vera um- deild meðal hagsmunaaðila í sjávarút- vegi, þar sem að það er starf ríkis- stjórna að ná sem bestum samningum fyrir sína sjómenn á sama tíma en taka jafnframt tillit til varðveislu auðlindarinnar." Róttækar aðgerðir nauðsynlegar Aðspurður um kúariðudeilu Breta og Evrópusambandsins sagði hann að vissulega væri vandamál til staðar en það snerti ekki bara breskan land- búnað heldur nautakjöt sem afurð. Sum ríki hefðu litið svo á að með því að banna sölu á bresku kjöti myndu neytendur kaupa kjöt annars staðar frá. Staðreyndin væri hins vegar sú að verulega hefði dregið úr nauta- kjötsneyslu í Evrópu og þá ekki bara neyslu á bresku nautakjöti. Sala á þýsku nautakjöti í Þýskalandi hefði hrunið og það sama væri upp á ten- ingnum á t.d. Spáni, Frakklandi og Portúgal. Hann sagði það hafa verið nauðsynlegt fyrir Breta að grípa til jafnróttækra aðgerða og raun ber vitni, þ.e. að hætta samvinnu á hinum ýmsu sviðum starfsemi Evrópusam- bandsins, í kjölfar þess að nokkur ríki hefðu lagst gegn því að slaka á útflutningsbanninu þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin hefði einróma mælt með því að það yrði gert. Þegar Rifkind var spurður hversu langt Bretar væru reiðubúnir að ganga sagði hann að stundum kæmi að þeim punkti að ríki yrðu að grípa nánast til örþrifaráða. Frakkar hafi gert það í stjórnartíð de Gaulle hers- höfðingja og dæmi væru um að önnur ríki, t.d. Ítalía, hefðu stöðvað mál til að þrýsta á um einhver hagsmuna- mál. Hann sagði Breta hins vegar ekki vera á leið út úr Evrópusamband- inu. „Við eigum mikilla hagsmuna að gæta með aðild okkar að Evrópu- sambandinu þó svo að við eigum nú í deilum við aðrar þjóðir á þessu til- tekna sviði. Við erum að vissu leyti með aðrar hugmyndir um hvernig Evrópusambandið eigi að þróast. Andóf okkar innan Evrópusambands- ins mun vafalítið halda áfram þar til að tveimur markmiðum hefur verið náð. í fyrsta lagi að útflutningsbann- inu á aukaafurðum úr nautgripum hefur verið aflétt, líkt og fram- kvæmdastjórnin hefur þegar lagt til, og hins vegar að samþykkt hefur verið áætlun um hvernig aflétta megi banninu í heild sinni. Við höfum orð- ið varir við ákveðna tregðu hjá sum- um samstarfsþjóðum okkar um að semja um jafnvel það atriði." Viljum fá skilyrði Hann sagði það vera meginmark- mið Breta núna að fá samstarfsþjóð- irnar til að setja niður þau skilyrði er Bretar yrðu að uppfylla til að þær myndu fallast á að útflutningsbann- inu yrði aflétt með öllu. Þegar Rifkind var spurður hvort að hann teldi að andófsstefna Breta myndi skaða samskipti þeirra við samstarfsþjóðirnar innan Evrópu- sambandsins til lengri tíma svaraði hann: „Auðvitað eru fyrstu viðbrögð- in, þegar stefna af þessu tagi er kynnt, hvort sem það er frá fram- kvæmdastjórninni eða öðrum aðild- arríkjum, neikvæð. Það væri barna- legt að búast við öðru. Menn verða hins vegar að viðurkenna að stundum eiga ríki sterkra hagsmuna að gæta. Það sem við förum fram á eru viðræð- ur. Því miður hefur hins vegar ekki verið hægt að fá sumar samstarfs- þjóðir okkar til viðræðna og við hörm- um það. Ég segi sumar þjóðir því að við höfum ekkert út á afstöðu fram- kvæmdastjórnarinnar að setja í þessu máli og mörg önnur ríki hafa einnig verið okkur hjálpsöm. Auðvitað áttum við okkur á því að tillögur að Iausn deilunnar verða fyrst og fremst að koma frá Bretum. Það þarf hins veg- ar tvo til að ná samkomulagi og til þessa hefur gætt ákveðinnar tregðu hjá einstaka ríkjum vegna innanríkis- mála þeirra.“ Óvæntur ósigur borgaraflokkanna í tékkneska lýðveldinu Óstöðugleiki enekki afturhvarf Samsteypustjórn Vaclavs Klaus, forsætisráð- herra Tékklands, missti meirihluta á þingi í -----------?-------- kosningum um helgina. Asgeir Sverrisson rekur niðurstöðu kosninganna og segir svig- rúm til myndunar ríkisstjómar takmarkað. Reuter VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands (t.h) ásamt nafna sínum, Havel forseta, við upphaf fundar þeirra í Prag-kastala í gær. Víst er að Havel forseti mun nú þurfa að láta til sín taka með mun afdráttarlausari hætti en áður í tékkneskum stjórnmálum og líklegt má telja að forsetinn vilji að Klaus verði áfram ráðandi við stjórn landsins í þeirri von að þannig megi tryggja stöðugleika. ALGJÖR óvissa ríkir um stjórnarmyndun í Tékk- neska lýðveldinu eftir að samsteypustjórn borg- araflokkanna missti meirihluta á þingi í kosningum, sem fram fóru á föstudag og laugardag. Úrslitin komu mjög á óvart og voru í litlu samræmi við spár og skoðanakann- anir. Stjórnarmyndun kann að drag- ast á langinn og líkur eru á að óstöð- ugleiki taki að einkenna stjórnmála- lífið í Tékklandi en í engu gömlu kommúnistaríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu hafa orðið viðlíka umskipti í efnahags- og stjórnmál- um á síðustu árum. Spár allar og kannanir gáfu til kynna, að þriggja flokka stjórn Vaclavs Klaus forsætisráðherra myndi halda velli, þó svo að meiri- hlutinn á þingi myndi minnka. Stjórnin, sem samanstendur af hin- um Lýðræðislega borgaraflokki Klaus forsætisráðherra (ODS), Lýð- ræðislega borgarabandalaginu (ODA) og Bandalagi kristilegra demókrata og Þjóðarflokksins (KDU-CSL) hafði 112 þingmenn en 200 fulltrúar sitja á þingi. Síðdegis í gær var frá því skýrt að stjórnar- flokkarnir hefðu samtals fengið 99 þingmenn. Töf varð á birtingu loka- úrslita vegna flókinna kosninga- regina. Flokkar þurfa að fá minnst fimm prósent greiddra atkvæða til að fá fulltrúa á þingi. Atkvæðum þeirra flokka sem ekki ná þessu marki er síðan deilt út eftir mjög flóknum reglum til þeirra stjórn- málasamtaka sem fá menn kjörna til þingsetu. Þótt lokaúrslit hafi ekki verið birt fyrr en um miðjan dag í gær var strax á sunnudag fullljóst að stjórn Klaus, sem setið hafði frá 1992, var fallin. Klaus í nýju hlutverki Flokkur Klaus, ODS, er eftir sem áður stærsti stjórnmálaflokkur Tékklands. Óvissa ríkir á hinn bóg- inn um hvort forsætisráðherrann nái að tryggja sér áfram þá yfir- burðastöðu sem hann hefur notið í tékkneskum stjórnmálum frá því hann var fjármálaráðherra í fyrstu samsteypustjórninni, sem við tók eftir hrun kommúnismans í Tékkó- slóvakíu. Klaus innleiddi róttækar umbætur í átt til ftjálsræðis í efna- hags- og atvinnumálum og hlaut fyrir mikið lof á Vesturlöndum. Efnahagslífið í Tékklandi og lífskjör manna, einkum í borgum landsins, hafa tekið stakkaskiptum og nokk- ur sátt hefur á síðustu árum verið um ágæti þeirrar fijálsræðis- og markaðshyggju sem stjórnin hefur fylgt. Því komu úrslit kosninganna svo_ mjög á óvart. Úrslitin hijóta að teljast áfall fyr- ir Vaclav Klaus, sem hefur skyggt á alla aðra tékkneska stjórnmála- menn. Hans bíður nú að beijast fyrir pólitísku lífí sínu en það er hlutskipti, sem hann hefur aldrei þurft að sæta frá því hann kom fram á sjónarsviðið eftir að veldi kommúnista hrundi í „flauels-bylt- ingunni“ árið 1989. Mjög mun nú reyna á hæfíleika Klaus, ætli hann sér að vera áfram lykilmaðurinn í tékkneskum stjórnmálum. Maður- inn, sem vændur hefur verið um yfirgang og hroka, mun nú þurfa að stuðla að sáttum og knýja fram tilslakanir ætli hann sér að halda völdum og tryggja frekari fram- gang umbótastefnunnar. Flokkur Klaus hlaut 29,62% atkvæða, nokkru meira fylgi en spár síðustu dagana fyrir kosningar höfðu gefið til kynna og 68 þingmenn. Sjálfur hafði forsæt- isráðherrann spáð því að flokkurinn fengi um 30% atkvæða og gæti myndað starfhæfa meirihlutastjórn með sömu flokkum og áður. Sigur- vegarar kosninganna eru hins vegar jafnaðarmenn en flokkur þeirra hlaut 26,44% atkvæða, 6-10% meira fylgi en komið hafði fram í könnun- um og 61 mann kjörinn. Þessi sigur Jafnaðarmannaflokksins er einkum eignaður Milos Zeman, leiðtoga flokksins, sem þótti reka vel heppn- aða kosningabaráttu og náði sýni- lega að tryggja umtalsverða fylgis- sveiflu til flokksins síðustu dagana. Zeman lagði í málflutningi sínum einkum áherslu á félagsleg málefni og hét því, að hvergi yrði hvikað frá niðurgreiðslum ríkisins á nokkr- um mikilvægum sviðum svo sem í húsnæðis- og samgöngumálum. Búist hafði verið við því að markaðs- lögmálin yrðu í auknum mæli gerð ráðandi á þessu sviði, héldi stjórn Vaclavs Klaus velli og er því trúlegt að þessi atriði hafi reynst þung á metunum þegar leitað er skýringa á þessum sigri Jafnaðarmanna- flokksins. Framganga Milos Zemans er þó ekki eina skýringin á fylgisaukn- ingu jafnaðarmanna. Tékkneski kommúnista- flokkurinn (KSCM) hefur ekki gengið í gegnum við- líka hreinsunareld og fyrr- um bræðrafiokkar hans í flestum öðrum gömlu sovésku lepp- ríkjunum í Evrópu. Valkostirnir á vinstri vængnum eru því ekki marg- ir og fullyrða má að jafnaðarmenn fengu bróðurpart atkvæða þeirra lýðræðissinna sem ekki hafa sætt sig við þá fijálshyggjustefnu sem fylgt hefur verið og hafa enn ekki fengið að njóta bættra lífskjara. Kommúnistar eru þriðji stærsti flokkurinn í tékkneskum stjórnmál- um og hlutu rúm 10,3 prósent at- kvæða og 22 fulltrúa á þingi. Fylgi flokksins er nánast algjörlega bund- ið við landsbyggðina þar sem kjörin eru allt önnur en í stærstu borgum og bæjum. Þetta á einkum við um kola- og stálframleiðslusvæðin þar sem margar verkamannafjölskyldur eru uggandi um framtíðina og ótt- ast uppsagnir og atvinnuleysi. I þessu efni líkist Tékkland öðrum fyrrum kommúnistaríkjum; umbæt- urnar hafa einkum náð að hafa áhrif í stærstu borgunum en víða í sveitum landsins hefur lítið breyst. Einangrun kommúnista Litlar líkur eru á því að kommún- istar komist í oddaaðstöðu þrátt fyrir nokkra fylgisaukningu. Fiokk- urinn er einangraður í tékkneskum stjórnmálum og ólíklegt má teija að jafnaðarmenn leiti eftir samstarfi við hann. Slíkt myndi hvorki styrkja Jafnaðarmanna- flokkinn á heimavelli þeg- ar til lengri tíma er litið né leggja drög að styrkri stjórn sem nyti við- urkenningar erlendis. Þótt jafnaðarmenn hafi mjög styrkt stöðu sína og hljóti að teljast sigurvegarar kosninganna kann að vera að fylgisaukning öfgaflokka, ekki síst Repúblíkanaflokksins (SPR-RSC), sem er lengst til hægri í stjórnmálum Tékklands, hafi kost- að Vaclav Klaus sigurinn. Sam- kvæmt tölum kjörstjórnar fengu repúblíkanar um 8% greiddra at- kvæða og 18 þingmenn kjörna í stað 14 árið 1992. Þegar horft er^ til þessarar þingmannatölu og þeirr- ar staðreyndar að samsteypustjórn Klaus vantaði aðeins 1-2 menn til að mynda starfhæfan meirihluta er ljóst að þessi fylgissveifla til hægri reyndist þung á metunum. Líkt og aðrir evrópskir öfgaflokk- ar leggja repúblíkanar þunga áherslu á lög og reglu og reyna að nýta sér það óvissuástand sem umskiptin frá miðstýringu til mark- aðshagkerfis hafa haft í för með sér. Þeir vilja stórherða baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi og innleiða dauðarefsingar. í Tékk- landi njóta sígaunar minnstrar virð- ingar allra þjóðfélagshópa eins og glöggt má sjá á götum höfuðborgar- innar, Prag, þar sem margir þeirra reyna að draga fram lífið með betli. Leiðtogi repúblíkana, heimspeking- urinn Miroslav Sladek, hefur ákaft reynt að höfða til haturs og fordóma í garð sígauna og m.a. látið þau orð falla að rétt væri að vísa þessum minnihlutahópi, sem telur um 300.000 manns, úr landi. Þessi málflutningur mælist vel fyrir í ákveðnum hópum, ekki síst á meðal fátækra verkamannafjölskyldna, sem fá ekki séð að markaðshyggjan „ hafi breytt nokkru um kjör þeirra. Fylgisaukning repúblíkana er vís- bending um að kynþáttahatur fari vaxandi í Tékklandi en fram til þessa hefur lítið farið fyrir öfgaöfl- um til hægri í stjórnmálum landsins. Samstarfsflokkar forsætisráð- herrans, ODA og KDU-CSL, fengu nokkuð minna fylgi en búist hafði verið við. ODA hlaut 6,36% atkvæða og 13 menn en kristilegir demó- kratar 8,08% atkvæða og 18 menn. Samtals hlutu stjórnarflokkarnir- þrír því 99 menn og töpuðu 13 frá síðustu kosningum. Minnihlutastjórn? Tveir möguleikar virðast einkum vera á myndun ríkisstjórnar í Tékk- landi eftir þessar kosningar. Annars vegar getur Klaus freistað þess að mynda minnihlutastjórn sömu flokka og áður og reynt að ná sam- komulagi við jafnaðarmenn um framgang þingmála. Fyrstu yfirlýs- ingar talsmanna jafnaðarmanna benda til þess að flokkurinn hyggist koma í veg fyrir slíka stjórnarmynd- un undir forsæti Vaclavs Klaus. Ætli jafnaðarmenn sér að mynda meirihlutastjórn munu þeir trúlega * leita til Kristilegra demókrata og jafnvel bjóða þeim stól forsætisráð- herra og síðan þurfa að biðla til kommúnista. Fyrir kosningarnar hafði Zeman, leiðtogi jafnaðar- manna, tekið þunglega í myndun stjórnar með kommúnistum og má telja þá niðurstöðu afar ólíklega. Jafnaðarmenn munu hins vegar trú- lega í krafti flokksaga geta komið í veg fyrir myndun minnihluta- stjórnar Klaus, sem sagði fyrir kosningarnar að sú skipan mála væri honum lítt að skapi. Óvissan er því algjör og líkur á að boðað verði til kosninga á ný á næstu mánuðum umtalsverðar. Ljóst er að þessar kosningar marka að ýmsu leyti þáttaskil í tékkneskum stjórnmálum þótt nið- urstaðan sé að sönnu óljós. Eftir fyrstu þingkosningarnar frá því að Tékkland klauf sig frá Slóvakíu liggur nú fyrir að tveir stórir lýðræðis- flokkar ráða mestu í stjórnmálum landsins og almenn sátt ríkir um að einangra öfgaöflin. Þannig má halda því fram að ákveðin festa sé við að komast á þótt óstöðugleiki kunni að einkenna stjórnmálástand- ið á næstu mánuðum. Umbótastefn- unni verður tæpast breytt í meg-. inatriðum og Tékkar munu áfram hafa allar forsendur fyrir því að- skipa sér í flokk með evrópskum lýðræðisþjóðum þar sem þeir eiga heima. Mikill mun ur á borg og sveit Líklegt að brátt verði kosið á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.