Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands j Morgunblaðið/Jón Svavarsson MINNINGARGUÐSÞJÓNUSTA var í Hallgrímskirkju að morgni sjómannadagsins og hr. Ólafur Skúlason, biskup Islands, predikaði. Meðal viðstaddra voru frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Ís- lands, og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. MINNINGARÖLDUR sjó- mannadagsins voru vígðar í Fossvogskirkjugarði á sunnudagsmorguninn. SVEINN Daníel Arnarson hlaut afreksverðlaun. Hann bjargaði félaga sínum sem tók út af Þorsteini GK í febrúar. Strandveiðiflotinn fái aukna hlutdeild GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sagði í ræðu á hátíðardag- skrá vegna sjómannadagsins í Reykjavík, að í ljósi aukinna veiða á karfa, rækju, síld og þorski utan lögsögu sé orðið raunhæft að strand- veiðiflotinn sem aflar hráefnis fyrir landvinnsluna fái aukna hlutdeild í aflaheimildum. „Ég tel það líka ákveðið réttlætismál að þannig verði staðið að málum og það leiguliða- kerfi sem útgerð og sjómenn á vert- íðar- og ísfiskskipunum hafa mátt búa við verði aflagt,“ sagði Guðjón. Hann sagði þetta þýða að auka þyrfti afla áðurnefndra skipagerða meira en þeirra, sem nú þegar hafa meiri verkefni en þau komast yfir að veiða, ef nýta eigi alla möguleika til veiða utan lögsögu. „Þetta á ekki að gera með því að banna veiðar togara innan lögsögu eins og áköfustu öfgamenn leggja til og nefna þá ýmist 50-200 sjómíl- ur. Þetta á að gera með sömu að- ferð og notuð var þegar sjómenn og útgerðir voru skertir vegna sértekna af veiðum innan lögsögu þegar kvótakerfið var sett á. Við þá skerð- ingu hafa menn mátt búa nú í rú- man áratug og sama var uppi þegar úthafsrækjan var sett inn í kvóta- kerfíð, þá urðu menn að velja hvort þeir vildu rækju og afsöluðu sér þá botnfiski. Þess vegna verða þeir sem nú fá tryggðan aðgang að umsömd- um afla, t.d. úr úthafskarfa og síld, að láta til baka dálítið af heimildum innan lögsögu,“ sagði Guðjón. Afnema Ieigu- og sölukerfi á óveiddum afla Hann sagði að afnema þyrfti leigu- og sölukerfi á óveiddum afla og tryggja að sá afli sem ekki veið- ist komi þá til endurúthlutunar til þeirra skipa sem vantar verkefni. „Verði þetta hvort tveggja gert tel ég að ná megi mun betri sátt um það stjórnunarkerfi fiskveið- anna, „kvótakerfið", en nú er. Reyndar má segja að alls engin sátt sé um núverandi kvótakerfi meðan leigu- og sölukerfíð er við lýði. Það sýna best tvö allsherjarverkföll á fiskiskipaflotanum síðastliðin 3 ár,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. Ábyrg nýtingarstefna borgar sig Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra gerði ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar um heildarafla á næsta fiskveiðiári að umtalsefni í ræðu á sjómannadaginn og sagði að tekist hefði að snúa vörn í sókn með því að þorskveiðiheimildir verða auknar á næsta ári. Hann sagði fiskimiðin umhverfis landið vera sameign þjóðarinnar og hlutverk stjórnvalda að sjá svo um að þau séu nýtt af skynsemi og með fyrirhyggju. „Stundarrekstrarvandi eða jafnvel græðgi má ekki ráða nýtingarstefnunni. Þar verða lang- tímamarkmið um hámarksafrakstur á grundvelli sjálfbærrar nýtingar að sitja í fyrirrúmi,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði ekki hafa verið vanda- laust að fylgja þessari stefnu fram og í hávaðasamri hagsmunatog- streitu og kapphlaupi margra stjórn- málamanna um stundarvinsældir hefði mikilli orku og miklu afli verið eytt í þeim tilgangi að sveigja af leið, en allar þær tilraunir hefðu mistekist. Flestir forystumenn sjó- manna og útvegsmanna hefðu með ábyrgum hætti stutt stjórnvöld í erf- iðum ákvörðunum og án þess væri óvíst að árangur hefði náðst. „Við hina sem barist hafa á móti vil ég aðeins segja þetta. Reynslan hefur kennt okkur Islendingum og öðrum þjóðum að ábyrg nýtingar- stefna borgar sig. 0g það verður enginn minni maður af því að læra af þeirri reynslu,“ sagði hann. Skoðanakönnun Gallups um fylgi forsetaframbjóðenda Olafur Ragnar með 46,9% en hefur tapað þriðjungi ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur fylgis 46,9% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Gallups. Næstur kemur Pétur Kr. Hafstein með 25,3% fylgi, þá Guðrún Pétursdóttir með 12,7%, Guðrún Agnarsdóttir með 11,2% og Ástþór Magnússon er í fimmta sæti með 4% fylgi. Könnunin var gerð 24. maí til 2. júní, að hvítasunnudegi undanskild- um. Úrtak var 2.200 manns, 18-75 ára og var svarhlutfall rúmlega 70%. Allir frambjóðendur hafa bætt við fylgi sitt nema Ólafur Ragnar, enda hefur óákveðnum og þeim sem neita að svara fækkað um 20 prósentu- stig, eru nú 17,8% en voru tæplega 38% í síðustu könnun. Fylgi Ólafs Ragnars hefur minnkað um þriðjung frá síðustu könnun, en hann hefur þó lang mest fylgi. Afsögnin breytti ekki fylgi Þar sem tilkynning Jóns Steinars Gunnlaugssonar um afsögn, sem formaður yfirkjörstjórnar í Reykja- vík, kom fram þremur dögum eftir að könnun Gallups hófst var athugað hvort fylgi Ólafs Ragnars hefði breyst, en ekki fundust þess nokkur merki. Þá er þess getið sérstaklega, að könnunin hafí verið gerð á því tímabili er DV gerði síðustu könnun sína, en allan tímann sem hún stóð hafi Guðrún Pétursdóttir haft heldur meira fylgi en Guðrún Agnarsdóttir, andstætt niðurstöðu DV. Fylgi frambjóðenda eftir kyni og stjórnmálaskoðun kjósenda er mis- jafnt, eins og fram kemur í meðfylgj- andi töflu. Alls Kynjaskipt Skipt eftir stjórnmálaskoðunum Frambjóðandi Fylgi Karlar Konur A B D G V Ólafur Ragnar Grímss. 46,9% 53,5% 40,3% 43,6% 65,6% 25,3% 85,2% 11,8% Pétur Kr. Hafstein 25,3% 24,5% 26,1% 12,7% 16,0% 51,1% 1,3% 5,9% Guðrún Pétursdóttir 12,7% 8,6% 16,8% 21,8% 8,6% 14,0% 3,9% 20,6% Guðrún Agnarsdóttir 11,2% 7,8% 14,6% 13,6% 9,2% 6,2% 7,1% 61,8% Ástþór Magnússon 4,0% 5,7% 2,2% 8,2% 0,6% 3,5% 2,6% 0,0% Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% ÝMIS skemmtiatriði voru á Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn, Þrír á Reykjaneshrygg á sjómannadag Tekið á málinu af fullri hörku JÓNAS Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að það komi líklega í ljós í dag til hvaða aðgerða verður gripið gagnvart út- gerðunum Ögurvík hf. og Granda hf. sem voru með skip við veiðar á Reykjaneshrygg á sjómannadaginn, sem er lögbundinn frídagur sjó- manna. Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambands íslands, segir að tekið verði á málinu af fullri hörku með þátttöku Sjómannasambandsins ef því verði að skipta. Gísli Jón Hermannsson hjá Ögur- vík hf., sem gerir út Frera og Vigra sem voru á Reykjaneshrygg á sjó- mannadaginn, sagði í samtali við Morgunblaðið að engin lög hefðu verið brotin. Skriflegt samkomulag væri við áhöfn Vigra um veiðar á sjómannadaginn, en samkvæmt lög- unum væri heimilt að veiða á sjó- mannadaginn ef mikilvægir hags- munir væru í húfí og samkomulag tækist þar um milli útgerðar og skipshafnar. Telja sig vera í fullum rétti Þá væru veiðar einnig heimilar ef um væri að ræða skip sem ætlaði að sigla með aflann á erlendan mark- að og sagði Gísli Jón að ekki væri ólíklegt að Freri yrði látinn sigla með aflann. „Við teljum okkur vera í rétti en ég er ekkert að segja hvernig verður úr skorið. Þegar tveir deila um lög og lesa þau hver með sínu hugarf- ari þá á dómari eftir að koma í þetta,“ sagði Gísli Jón. Andlát SÉRA PÉTUR Þ. INGJALDSSON SÉRA Pétur Þórður Ingjaldsson, fyrrverandi prófastur Húnvetninga, er látinn. Hann lést á 86. aldursári, þann 1. júní sl. Pétur er fæddur á Rauðará við Reykjavík 28. jahúar árið 1911. Hann varð stúdent í Reykjavík árið 1933 og lauk guðfræðinámi frá Háskóla íslands árið 1938. Kennaraprófi frá Kennaraskólanum lauk hann árið 1939. laust var þar. Prófastur yfir Húnavatnssýslu varð séra Pétur 1. nóv- ember árið 1968. Hann var prófdómari í Kvennaskólanum á Blönduósi frá 1948. Séra Pétur lét af störf- um árið 1981. Hann rit- aði fjölmargar greinar og flutti fyrirlestra. Séra Pétur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Dómhildi Jóns- dóttur húsmæðrakenn- ara, 14. júlí 1956. Þau Honum var veitt Hö- skuldsstaðarprestakall árið 1941. Með því gegndi hann aukaþjónustu í nágrannaprestaköllum þegar prest- eignuðust tvo syni. Útför séra Péturs fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laug- ardaginn 8. júní kl. 14. I I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.