Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Forsetaembættið skiptir máli Frá Bjarna P. Magnússyni: ÍSLENDINGAR hlusta gjarnan á skáld sín og rithöfunda eins og sagnaþjóð sæmir. Síðustu vikur hef ég oftlega leitt hugann að síðustu áramótaræðu forsætisráðherra, þeim kafla hennar sem tók til þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, og greinir frá bölsýni skáldsins á landsins gæði. Ekki efa ég að Davíð Oddsson var með þessu að stappa stálinu í þjóð sína með því að sýna henni að það hafi hent hennar bestu syni að fyllast bölmóði og láta hann glepja sér sýn á því sem máli skipti og hinu. Samlíkingin datt mér í hug þegar ég hlustaði á bullið í Indriða G. Þorsteinssyni þegar hann í Morgun- þætti Rásar tvö hélt því fram að forsetaembættið væri í raun lítilfjör- legt embætti, á það reyndi aðeins við stjórnarmyndanir. Síðar hafa margir orðið til þess að apa vitleys- una í Indriða eftir. Þeir sem það gera eru í raun og sann að segja að það skipti litlu máli hver gegni embætti forseta íslands. Ég var einn þeirra sem vildi að Davíð Oddsson gæfí kost á sér til embættis forseta íslands. Ég virði þá ákvörðun hans að gera það ekki en það breytir ekki skoðun minni á mikilvægi embættisins. Reynslan kennir okkur að forseti þjóðarinnar er sameiningartákn hennar. Hann er hin þekkta stærð í þjóðskipulaginu. Vald er afstætt en það er varla að ástæðulausu að forseti og ríkisstjóm sjást oft saman á myndum. Það er skoðun mín að ef til þess komi og á reyni muni forsetinn geta tekið sér vald með þegjandi sam- þykki þjóðarinnar langt umfram það sem stjómarskráin segir til um. Það er því rangt að halda því fram að það skipti ekki máli hver gegni embætti forseta íslands. Þá er í núverandi kosningabaráttu lagt mikið upp úr því hver frambjóð- andinn verði best til þess fallinn að „selja“ vöm okkar og þjónustu á erlendri grundu og áhersluröðin eft- ir því. í mínum huga ríkir ekki nokk- ur vafí á því að til þess að forseti geti „selt“ vöra og þjónustu þjóðar sinnar verður að ríkja samsvöran milli forseta og þjóðar. Til þess að svo verði best tryggt er öraggast að velja þann aðila sem skilur gömlu gildin en hefur jafnframt til að bera það fijálslyndi og þá reynslu sem einkennir þjóðarsálina. Slíkur maður mun sjálfkrafa uppfýlla aðrar kröfur sem gerðar era til embættisins. Við sem búum afskekkt þekkjum erfíðleikana sem því era samfara. Æskilegt er að forseti þjóðarinnar hafí reynslu af því svo hann fái bet- ur skilið þjóð sína. Það er enginn vafí að Pétur Kr. Hafstein uppfyllir öll framangreind skilyrði. Hann hefur búið á Vest- fjörðupi og veit hve öðravísi það er um margt að búa úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Hann þekkir vel gömlu gildin, bæði fijálslyndur og umburðarlyndur og umfram allt má treysta Pétri Kr. Hafstein til þess að gegna embætti forseta ís- lands eins og til er ætlast samkvæmt stjómarskránni. BJARNIP. MAGNÚSSON, fyrrv. borgarfulltrúi og sveitarstjóri. Kosningabaráttan og framboð Frá Auðuni H. Jónssyni: NÚ ÞEGAR skammt er til kosn- inga, finnst mér baráttan dræm en vonandi á hún eftir að þróast og lifna verulega yfir henni. Sér- staklega finnst mér að þau sem komið hafa vel út úr skoðanakönn- unum og á ég þar sérstaklega við Ólaf Ragnar Grímsson, sem mun verða næsti forseti hins íslenska lýðveldis, vegna þess að um hann mun flykkjast alþýða þessa lands, landið og miðin. Það er engin spurning að slagurinn mun standa á rnilli þeirra Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Péturs Kr. Hafstein. Fólk- ið í þessu landi er orðið þreytt á kvennaveldi. Enn sem komið er hefur Ólafur haft alla yfirburði í orði og komið best útúr viðtölum. Ræða Péturs Kr. Hafstein vakti mikla athygli og sérstaklega í fjór- um atriðum. Þegar hann hóf ræðu sína á Hótel Sögu sagði hann meðal ann- ars að hann byði sig til framboðs forseta íslands til þess að hafa vald á því að forseti hefði hóf á því hvað embættið eyddi miklu og * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar J. ÁSTVflLDSSON HF. Skiphofti 33,105 Reykjovík, sími 533 3535. færi ekki fram úr áætlun fjárhags- lega. (Ádeila á núverandi forseta íslands?) í öðru lagi mundi hann beita sér fyrir því að sameina land og þjóð, annað dæmi um eyðslu og ferðir undanlands núverandi forseta. I þriðja lagi að hafa aldrei látið þjóð- ina vita hve mikil eyðsla hafði far- ið fram úr áætlun. Og í fjórða lagi spilaði hann rassinn úr buxunum með því að hafa tilkynnt þeim Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Friðriki Soph- ussyni fjármálaráðherra um fram- boð sitt, en þeir hefðu ekki talað um stuðning við sig og hann hafi ekki beðið þá um stuðning. Eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hætti við að vera í framboði og sagði í stórri grein í Morgunblaðinu að embætti til forseta íslands væri lítið embætti og valdalaust og það fólst í orðum forsætisráðherra að þetta embætti ætti að leggja nið- ur. Áður en hann sagði þetta kom frétt um að Sjálfstæðisflokkurinn leitaði nú með logandi ljósi eftir nýjum frambjóðanda fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. í síðustu alþingiskosningum kaus ég Framsóknarflokkinn en ekki Sjálfstæðisflokkinn og alls ekki þessa ríkisstjórn. Ráðamenn Framsóknarflokks virðast aldrei ætla að læra af því að stórfenglegt tap er á því að vera með íhaldinu í ríkisstjórn og nú eru tveir stærstu peningaflokk- arnir í stjórn og sauma nú að alþýð- unni. Kæri kjósandi! Við vinstri menn munum hafna forhertum sjálfstæðismanni sem forseta íslands, setjið x við fram- boð Ólafs Ragnars Grímssonar þann 29. júní næstkomandi. AUÐUNN H. JÓNSSON, matsveinn, Seilugranda 8, Reykjavík. SKÁK llmsjón Margcír Pétursson HVITUR leikur og vinn- ur STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Dos Hermanas á Spáni sem lauk um helgina. Indveijinn Vyswanathan Anand (2.725) hafði hvítt og átti leik, en Boris Gelf- and (2.700), Hvíta-Rúss- landi, var með svart og var að fórna manni fyrir það sem virðist í fljótu bragði vera hættuleg sóknarfæri. En honum hafði yfirsést sterkur leikur í .útreikningum sín- um: 42. Ref6+! og Gelfand gafst upp því eftir 43. - exf6 44. Hg4+ verður hann heilum hrók undir. Úrslit mótsins: 1-2. Kramnik og Topalov 6 v. af 9 mögulegum, 3-4. Anand og Ka- sparov 5‘A v. 5. Illescas 4 'U v. 6-7. Kamsky og Gelfand 4 v. 8. ívantsjúk 3‘/2 v. 9-10. Shirov og Júdit Polgar 3 v. Anand missti af lestinni í síðustu umferðinni er hann tapaði illa fyrir Kam- sky. Kasparov var með koltapað tafl gegn Gelfand en vann heppnissigur og bjargaði andlitinu. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tommi er týndur TOMMI er rúmlega tveggja ára gamall svart- ur og hvítur högni. Hann er ógeltur, ómerktur og ólarlaus og hefur ekki skilað sér heim, í Faxatún 17, í tvo mánuði. Við söknum hans sárt og biðj- um hvem sem orðið hefur hans var um að hafa sam- bannd í síma 569-4300 á daginn og tala við Hönnu, en á kvöldin er hægt að hafa samband við fjöl- skylduna hans í síma 565-8737. Tapað/fundið Hjól tapaðist GLÆNÝTT svart fjalla- hjól af gerðinni Mon- goose Manuver var tekið ófrjálsri hendi þar sem það stóð fyrir utan Laug- ardalslaug sl. föstudag á milli kl. 16.30 og 20. Hafi einhver orðið var við hjólið er hann beðinn að hringja í síma 587-6408 eða 567-5100. Heiðar. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stelpur þær Hrefna Þórsdóttir og Linda Sif Leifsdóttir héldu nýlega tombólu í Hafnar- firði til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 3.750 krónur. ÞESSIR duglegu krakkar þau Konráð Guðjónsson og Guðrún Björg Gunnarsdóttir héldu hlutaveltu á Vopna- firði, til styrktar Hjálparsjóði Rauða Kross íslands og varð ágóðinn 3.400 krónur. ÞESSIR duglegu krakkar sem allir eiga heima í Þykkvabæ, tóku sig til á dögunum og héldu hlutaveltu í samkomuhúsinu í Þykkvabæ. Alls söfnuðu þau 5.300 krónum sem þau gáfu Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Þau heita frá vinstri Gísli Þór Kristjánsson, Aldís Harpa Pálmarsdóttir og Ágúst Erling Kristjánsson. ÞESSAR duglegu stelpur þær Jóna og Hrafnhildur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross íslands og varð ágóðinn 556 krónur. Víkveiji skrifar... LÍKLEGA gera fæstir sér grein fyrir því, að í Kópavogi er höfn, sem smátt og smátt hefur verið byggð upp en við takmarkað- an skilning þeirra, sem veita fé til hafnarmála. Sigurrós Þorgríms- dóttir, formaður atvinnumálanefnd- ar Kópavogs, skrifaði grein hér í blaðið sl. laugardag, þar sem hún vekur athygli á Kópavogshöfn og segir: „Við höfnina í Kópavogi hefur verið unnið mikið átak í að koma upp viðlegukanti, sem vonast er til að verði lokið á næstu árum. Á hafnarsvæðinu eru miklir og ónýtt- ir möguleikar fyrir fyrirtæki, sem þurfa á hafnaraðstöðu að halda. Á þessu svæði ætti því að geta risið öflug og fjölbreytt starfsemi í fram- tíðinni... Bæjaryfirvöld hafa um árabil lagt mikla áherzlu á að fá fjármagn í höfnina frá fjárveiting- arvaldinu á Alþingi en mætt litlum skilningi... Margir telja, að það sé að bera í bakkafullan lækinn að byggja enn eina höfnina á höfuð- borgarsvæðinu og telja, að Hafnar- fjörður og Reykjavík geti fyllilega fullnægt þörfinni á þessu svæði.“ XXX SIGURRÓS Þorgrímsdóttir bæt- ir síðan við: „Hafnargerð fyrir okkur Kópavogsbúa er ekkert smá- mál, sem endalaust er hægt að ýta á undan sér. Á hafnarsvæðinu er mikið og ónýtt byggingarsvæði, sem nauðsynlegt er að geta úthlut- að sem fyrst. Nokkur fyrirtæki eru þegar farin að sækjast eftir lóðum á þessu svæði en halda að sér hönd- um, þar til höfnin rís. Fyrirtæki í fiskiðnaði verða að hafa góða að- stöðu til að skipa upp afurðum sín- um og þjónusta skip sín. Með hafn- araðstöðunni gefst líka fjölmörgum öðrum fyrirtækjum færi á að hasla sér völl á þessu svæði, sem er mjög hentugt undir margs konar starf- semi.“ EINS og sagði í upphafi gera sennilega fæstir sér grein fyrir því, að í Kópavogi er höfn og hefur raunar verið í áratugi. Henni hefur smám saman verið að vaxa fiskur um hrygg. Mikill fjöldi smærri báta hefur nú aðsetur í þessari höfn. Vissulega eru það rök, að Reykjavíkurhöfn og Hafnar- fjarðarhöfn fullnægi þörf höfuð- borgarsvæðisins - en er það endi- lega víst að svo verði til frambúð- ar? Ekki eru mörg ár síðan danskt skipafélag hætti við að taka upp áætlunarsiglingar til íslands vegna þess, að það komst hvergi að hafn- arbakka og fékk heldur hvergi starfsaðstöðu við hafnarbakka. Það verður fróðlegt að fylgjast með baráttu Kópavogsbúa fyrir upp- byggingu hafnarinnar þar í fram- tíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.