Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TBL BLAÐSINS Tommi og Jenni Ferdinand EVERYBOPY IN THE IVORLDHA5A 006! WHV CAN'T I HAVE A Af hverju get ég ekki átt hund? YOU UJOULONT KNOIaJ HOUJ TO TAKE CARE OF A D06..V0U WOULDN'T EVEN KNOUJHOWTOFEEDIT -----uc D065 UKE COLD CEREAL! Allir í heiminum eiga Pú myndir ekki vita hvern- hund! Af hverju get ég ig á að annast hund. Þú ekki átt hund?! myndir ekki einu sinni vita hvernig ætti að gefa hon- um að éta. Hundum finnst gott morgun- korn með kaldri mjólk! Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Allir undir sömu sök seldir Athugasemdir við Reykjavíkurbréf Frá Svanfríði Jónasdóttur: í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgun- blaðsins 2. júni sl. er undir millifyr- irsögnunum „Tímamót“ og „Ný verðmæti" fjallað nokkuð um rétt- mæti þess að útgerðarmenn greiði eiganda auðlindarinnar fyrir afnot af henni. Sérstak- lega er vikið að þeim auknu þorskveiðiheim- ildum sem væntanlega verður úthlutað fyrir næsta fiskveiðiár. í greininni kemur fram að höfundur hennar trúir því vart „að Alþingi íslend- inga ljúki störfum án þess að ræða með hvaða hætti sjálfsögð greiðsla komi í almannasjóði fyrir þessar auknu þorskveiðiheimildir.“ Þá er þess getið að samningar við erlend ríki um veiðiheimildir okkar flota til handa séu einnig verðmæti, ný verðmæti. Af þessu tilefni fínnst mér rétt að fram komi, að eftir að Samtök iðnaðarins höfðu á ráðstefnu um framtíð iðnaðar í síðasta mánuði óskað eftir því að stjórnvöld hefðu viðbúnað varðandi sveiflujöfnun í atvinnulífinu vegna aukinna veiði- heimilda og bent á upptöku veiði- leyfagjalds sem leið til þess og jafnframt bent á sérstaka aðferð, ekki ósvipaða þeirri sem Morgun- blaðið bendir á, þá hafði ég frum- kvæði að utandagskrárumræðu á Alþingi um þetta efni. Fjöldi al- þingismanna tók þátt í umræðunni sem varpaði að mínu mati nokkru ljósi á viðhorf alþingismanna varð- andi upptöku veiðileyfagjalds vegna aukinna þorskveiðiheimilda í haust. Ég varð þess ekki vör að Morgunblaðið sinnti á þeim tíma þessari umræðu um úthlutun við- bótarveiðiheimilda og viðbrögð stjórnvalda. Nú er til meðferðar á Alþingi frumvarp um stjórn fiskveiða þar sem lagt er til að leggja niður svokallaða línutvöföldun og verður þeim „potti“ úthlutað að 60% til þeirra sem hafa nýtt'sér slíkar heimildir á undanförnum þremur árum. 40% verður síðan úthlutað til þeirra sem þegar hafa veiði- heimildir í efnahagslögsögunni. Um er að ræða um 17.000 tn af ýsu og þó aðallega þorski og ljóst að um er að ræða verðmæti uppá nokkra milljarða. Á þetta benti ég í umræðu um frumvarpið sl. föstu- dag sem og ábyrgð alþingismanna við breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þar sem nánast í hvert skipti ér verið að færa til eða af- henda verðmæti uppá milljarða. Ég hef ekki séð þess stað í Morg- unblaðinu að menn kipptu sér mikið upp við þessa verðmætaút- hlutun úr áður sameiginlegum potti sem ráðstafað var með skil- yrðum en er nú „gefinn" án skil- yrða sem hlutdeild í heildarþor- skaflanum og því framseljanlegur frá þeim degi sem lögin taka gildi. Þá er einnig til umfjöllunar á Alþingi frumvarp til laga um út- hafsveiðar. Þar er lagt til að sjávarútvegsráðherra megi skerða veiðiheimildir þeirra sem hafa afl- að veiðireynslu á úthafinu, hvort sem um strandríkisrétt er að ræða s.s. á Reykjaneshrygg og í síldinni eða algert frumkvæði íslenskra útgerðarmanna einsog í Smugu og á Flæmingjagrunni. Hægt er að líta á þessa skerðingar sem e.k. veiðileyfagjald. En það gjald á ekki að renna til greiðslu þess kostnaðar sem Morgunblaðið tí- undar að orðinn sé vegna aðgerða íslenskra stjórnvalda á undanförn- um árum. Nei, þær veiðiheimildir sem úthafsveiðiútgerðirnar verða látnar borga fyrir að fara á úthaf- ið verða látnar renna til þeirra útgerða sem nú þegar hafa heim- ildirnar innan lögsögunnar. Þeim sem leggja í mestan kostnað og hafa mesta áhættu við veiðar verð- ur, ef frumvarpið verður að lögum, gert að afhenda þeim forréttind- aútgerðum sem þegar hafa hlut- deild í auðlindinni frekari veiði- heimildir sem þeir geta síðan selt næsta dag ef þeim sýnist. Á þessa þversögn, að úthafsútgerðirnar skuli með þessum hætti greiða útgerðunum innan lögsögunnar veiðileyfagjald, hef ég einnig reynt að benda í umfjöllun málsins á Alþingi. Ég hef hinsvegar saknað þess að Morgunblaðið léti þetta ranglæti til sín taka. Nú get ég ekki amast við því þótt Morgunblaðið láti hjá líða að geta þess að ég geri réttlætismál eða stórmál að umtalsefni á Al- þingi ef blaðinu hentar að horfa framhjá mínum málflutningi. Hitt á ég verr með að líða að ég og fleiri mínir líkar, skuli í umkvört- unum blaðsins vera samsamaðir þeim meirihluta á Alþingi sem hvorki hefur frumkvæði í umræðu um þessi mál né ljær þeim sinn stuðning eins og gert er í því Reykjavíkurbréfi sem ég geri hér að umræðuefni. Eitt er að hundsa umræðuna ef henni er ekki haldið uppi af réttum aðilum, annað að fella alla undir þá sök að sinna ekki slíkum stórmálum og þeim sem hér eru tekin á dagskrá. Ég hef sinnt þessari umræðu, bæði áður og eins með frumkvæði í málatilbúnaði á allra síðustu vik- um og þykist því eiga annað skilið. SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, alþingismaður og fulltrúi i sjávarútvegsnefnd Alþingis. Svanfríður Jónasdóttir Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.