Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 41 Ur dagbók lögreglunnar 32 gistu fanga- geymslurnar 31. maí-3. júní YFIR 30 umferðaróhöpp voru til- kynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Þar af urðu slys á fólki í fjórum tilvikum. Tilkynnt var um 2 líkamsmeiðing- ar, 18 innbrot, 15 þjófnaði og 6 eignaspjöll. Afskipti voru höfð af 55 einstaklingum, sem ekki kunnu fót- um sínum forráð á almannafæri sök- um ölvunar. Þá eru 13 ökumenn grunaðir um ölvunarakstur. Hátt á þriðja tug ökumanna voru kærðir fyrir að aka of hratt miðað við leyfi- leg hámarkshraðamörk. Tilkynntir brunar voru 7 og fjöldi kvartana vegna hávaða voru 27 talsins. Af- skipti vegna heimilisófriðar voru 3 og 2 nauðganir voru kærðar til lög- reglu. Af ýmsum ástæðum gistu 32 fangageymslurnar um helgina. Hraustmenni lenti undir bíl Aðfaranótt föstudags þurfti að aðstoða ölvaðan mann, sem hafði verið að sýna elskunni sinni hversu sterkur hann væri. Sá hafði lagst undir bíi í stæði og reynt að lyfta honum, en svo slysalega vildi til að bíllinn lagðist ofan á manninh. Varð að tjakka bílinn upp svo hægt væri að ná hraustmenninu undan. Skömmu fyrir hádegi á föstudag varð barn á reiðhjóli fyrir bifreið í Dalalandi. Um minniháttar meiðsl var að ræða. Um svipað leyti varð árekstur tveggja bifreiða á Hellis- heiði. Um var að ræða erlenda ferða- menn og urðu þeir fyrir einhverjum meiðslum. Þá varð harður árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Bú- staðavegar og Kringlumýrarbrautar. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Hald lagt á hassreykingahaus Síðdegis á föstudag var aðili handtekinn eftir að hafa hnuplað vindlingum í verslun í Vogunum. Hann var grunaður um að hafa kom- ið þangað ökuréttindalaus á bifreið. Hald var lagt á hassreykingahaus í fórum pars er var á ferðinni í Mið- stræti. Tilkynnt var um lítilsháttar eld í klæðningu húss við Suðurgötu. Slökkviliðið afgreiddi málið. Eftir miðnætti á föstudag var gluggi spenntur upp í húsi við Ing- ólfsstræti en engu stolið. Fremur rólegt var í miðborginni. Þó voru þrír unglingar færðir í athvarf ÍTR og sóttir þangað af foreldrum sínum. Talið er að um 2.000 manns hafi verið á svæðinu þegar flest var. Tveggja ára barn féll fram af svölum Brotist var inn í hús við Fagrabæ. Húsið var mannlaust og virtust irm- brotsþjófarnir eitthvað hafa dvalist í húsinu. Þegar þeir yfirgáfu það tóku þeir ýmis verðmæti með sér. Eftir hádegi féll stúlka á þriðja ári fram af svölum húss við Garðhús. Fallið var rúmlega 3 metrar. Litla stúlkan lenti á grasflöt og virtist ómeidd eftir fallið. Hún var þó flutt til öryggis með sjúkrabifreið á slysa- deild Borgarspítalans. Flytja þurfti mann í fangageymslu eftir að hann hafði hótað heimilis- fólki með hnífí. Reiðhjólamaður varð fyrir bifreið á Hringbraut gegnt Landspítalanum. Hann var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli. Ökumaður var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráða- birgða eftir að hafa ekið á öðru hundraðinu á Gullinbrú þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Aðfaranótt sunnudags var eitt- hvað um að taka þyrfti niður fána fyrir fólk. Andamömmu fylgt að Tjörninni A sunnudag var ökumaður fluttur á slysadeild með meiðsli á höfði eft- ir árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Háaleitisbrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Eldri kona datt á Hofsvallagötu. Hún var flutt á slysa- deild. Maður féll af baki við reiðhöl- lina í Víðidal. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Síðdegis var andamömmu ásamt nokkrum ungum fylgt að Tjörninni. Fjölskyld- an hafði lent í hremmingum á Skot- húsvegi. Eldur kom upp í fyrirtæki við Bíldshöfða. Talsverðar eld- og reykskemmdir hlutust af. Snemma á mánudagsmorgun brann gamall sumarbústaður við Suðurlandsveg til kaldra kola. FRÉTTIR Skólaslit Fjölbrauta- skólans í Breiðholti FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breiðholti brautskráði nemend- ur í 40. sinn laugardaginn 25. maí sl. Athöfnin fór fram í íþróttahúsi skólans við Austur- berg. Á vorönn 1996 stunduðu um 1.500 nemendur nám í dagskóla og um 800 í kvöldskóla. Við skólaslit fengu 225 nemendur afhent lokaprófsskírteini. Af eins árs grunnnámsbrautum luku 32 nemendur prófi, 7 nem- endur luku prófi af tveggja ára námsbrautum og 44 nemendur luku starfsréttindanámi af heil- brigðissviði, matvælasviði og tæknisviði. Stúdentsprófi luku 138 nem- endur, flestir af bóknámssviði og félagsgreinasviði. Bestum árangri náði Margrét Vilborg Bjarnadóttir, en hún hlaut ein- kunnina 9,60. Ennfremur luku fjórir nemendur fimm ára matarfræðinganámi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MARGRET Vilborg Bjarna- dóttir hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi í Fjölbrautaskó- lanum í Breiðholti. NÝSTÚDENTAR frá Flensborgarskóla. Skólaslit Flensbogarskólans FLEN SBORG ARSKÓL ANUM var slitið í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði Iaugardaginn 25. maí og voru þá brautskráðir 45 nemendur frá skólanum 2 með verslunarpróf, 1 með próf af uppeldisbraut og 42 stúdentar. Flestir stúdentanna eða 18 brautskráðust af félagsfræði- braut, 9 af málabraut, 9 af nátt- úrufræðibraut, 4 af hagfræði- braut, 2 af eðlisfræðabraut og 1 af íþróttabraut. Einn braut- skráðist af tveimur brautum, eðlisfræðibraut og náttúrufræði- braut. 22 af stúdentunum eru konur, en 20 karlar. Hæstu meðaleinkunn hlaut Ævar Þórólfsson, sem braut- skráðist af félagsfræðibraut, en fast á hæla honum kom Arnbjörg Jóna Jóhannsdótti.r sem braut- skráðist bæði af eðlisfræðibraut og náttúrufræðibraut og vantaði lítið á til að geta einnig útskrif- ast af þriðju brautinni, tónlistar- braut. Hún var alls með 207 nám- seiningar, sem er það mesta sem stúdent frá skólanum hefur haft frá upphafi. Krislján Bersi Ólafsson, skóla- meistari, flutti skólaslitaræðu, afhenti einkunnir og bókaverð- laun fyrir góðan árangur í námi. Meðal þeirra sem hlutu viður- kenningar voru þrír nemendur, sem hafa á önninni náð góðum árangri í samkeppni milli fram- haldsskólanemenda, þeir Hann- es Helgason og Stefán Freyr Guðmundsson, sem hafa verið valdir í ólympíulið íslands í stærðfræði, og Finnbogi Óskars- son, sem sigraði í þýskuþraut ársins. Elísabet Anddrésdóttir talaði fyrir hönd 20 ára stúdenta og afhenti skólanum fé til bóka- kaupa. Þá talaði Björn G. Karls- son og færði skólanum bókagjöf og silfurskjöld til minningar um Birgi Grétarsson. Birgir lauk stúdentsprófi frá Flensborgar- skólanum fyrir réttum 10 árum en fórst af slysförum á árinu 1987 og var gjöfin frá hópi gam- alla skólafélaga hans. Síðast tók svo til máls fulltrúi nýstúdenta, Gunnar Guðmunds- son, en að því loknu flutti skóla- meistari lokaorð. Við útskriftina söng kór Flensborgarskóla undir stjórn Helga Þ. Svavarssonar. Helgi hefur stjórnað kórnum í 2 ár en lætur nú af störfum og í tilefni þess var honum afhent heiðurs- skjal frá kórnum sem Eyjólfur Eyjólfsson afhenti. Skógrækt- arferð Bandalags kvenna í Hafnarfirði ÁRLEG ferð í gróðurreit Banda- lags kvenna í Hafnarfirði verður farin fimmtudaginn 6. júní nk. Mæting er frá kl. 19. Reiturinn, sem er rétt við Kaldárselsveg, er merktur. Farið er á eigin bílum. Að gróðursetningu lokinni verður í boði hressing. Brúðubíllinn sýnir tvö leikrit FRUMSÝNING Brúðuleikhússins verður í dag, þriðjudag kl. 14 í Haliargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Brúðubíllinn er barna-útileik- hús og er þetta 19. sumarið sem hann starfar. Brúðubíllinn sýnir á öllum gæsluvöllum borgarinnar og á nokkrum öðrum útivistar- svæðum. Hver sýning tekur hálfa klst. og farið er tvisvar sinnum á hvern völl. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Tvö leikrit Fyrra leikritið sem sýnt er í júní heitir Bibbi-di-babbi-di-bú og það sem sýnt er í júlí heitir Gam- an er á gæsló. Handrit og brúður eru eftir Helgu Steffensen. Marg- ar brúður koma fram bæði nýjar og gamlir kunningar krakkanna. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir. Vísur eru eftir Jó- hannes Benjamínsson o.fl. Helga stjórnar brúðunum ásamt þeim Sigrúnu Erlu Sigurðardóttur og Frímanni Sigurðssyni. Raddir brúðanna eru á bandi og það er Pétur Hjaltested sem er upptöku- stjóri. Leikarar eru Júlíus Brjáns- son, Pálmi Gestsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Helga Steffensen, sem ljá brúðunum raddir sínar. Magnús Kjartansson er tónlistar- stjóri. Leiktjöld eru eftir Þorvald Böðvar Jónsson og búninga gerði Ingibjörg Jónsdóttir. Ekiðá skiltabrú Lögreglan í Reykjavík óskar eftir vitnum að því þegar ekið var á skiltabrú á Vesturlandsvegi, vestan við Höfðabakkabrú. Öku- tækinu hefur verið ekið austur Vesturlandsveg einhvern tíma eft- ir kl. 22 á sunnudagskvöld. Öku- maðurinn eða vitni að ákeyrslunni eru beðin um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Ráðstefna um einhverfu og tengdar fatlanir „ORSAKIR einhverfu - frá upp- eldi til líffræði", „Einhverfa og tengdar fatlanir - grunur og grein- ing“, „Heilkenni Aspergers - sér- viska eða sjúkdómur“, „Lyfjameð- ferð - hvenær og til hvers?“ og „Atferlismeðferð - bylting eða bjartsýni“. Þetta eru heiti nokk- urra þeirra átján fyrirlestra sem fluttir verða á XI. vornámskeiði Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins í Háskólabíói 6. og 7. júní. Að auki verður fjallað um fleiri atriði sem varða orsakir og grein- ingu einhverfu, helstu meðferðar- stefnur sem og vanda og einkenni sem fylgja hinum ýmsu tímabilum æviferilsins. Þá verður varpað ljósi á sögu einhverfunnar undanfarna áratugi auk þess sem aðstandendur einhverfra lýsa sjónarhorni sínu og reynslu. Fyrirlesarar eru úr hópi barna- og geðlækna, sérkennara, sálfræðinga og aðstandenda. Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er rann- sókn og greining á fötluðum börn- um og ráðgjöf til foreldra og þeirra sem annast þjálfun, kennslu eða meðferð. Þar starfa 35 manns úr ýmsum starfsstéttum, sérhæfðir á sviði fatlana barna. Forstöðumaður er Stefán J. Hreiðarsson barna- læknir. Sumarhátíð leikskólabarna LEIKSKÓLABÖRN í Suðurborg, Hólaborg og Hraunborg halda sumarhátíð miðvikudaginn 5. júní. Skrúðganga með lúðrasveit í broddi fylkingar heldur frá Suður- hólum kl. 13.30. Gengið verður að íþróttahúsinu við Austurberg þar sem sameiginlegur kór leik- skólabama syngur og Magnús Scheving skemmtir börnunum. Að dagskrá lokinni fer hver hópur til síns leikskóla og heldur áfram skemmtuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.