Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 39 upp í blámann og inn í víðáttur him- insins og liði aldrei betur. Andinn væri alltaf frjáls. Eg votta Elísabetu, eiginkonu Guðmundar, sonum hans, Jðni Kol- beini og Einari Viðari og systkinum hans okkar dýpstu samúð. Ragnhildur Bragadóttir, Þeódóra A. Thoroddsen. Síðasta ferðin er hafin. Guðmund- ur tengdasonur minn hefur lagt í sína hinztu för. Nú sé ég hann fyr- ir mér siglandi á skútunni sinni, hraustlegan, sólbrenndan, glaðan og nú stefnir hann á ströndina ókunnu. Lífsstíll hans var ferðalög og sigl- ingar um heimsins höf. Kaflinn þar sem Jón Kolbeinn og Einar Viðar komu til sögunnar er rétt nýhafínn. Það er ekki nema ár síðan við vorum saman að dást að nýfæddum syni. Hvað allir voru glaðir og hamingju- samir þá, grunlausir um sorgina sem beið okkar. Það var aðdáunarvert hversu auð- velt honum var að annast syni síns strax sem hvítvoðunga, enda var Guðmundur mörgum góðum eigin- leikum gæddur. Það var gott að fá álit hans þegar spurningar vöknuðu í fjölskyldunni hvort rétt væri tekið á ýmsum málum. Þar fór góður maður og réttsýnn - og með afbrigð- um skemmtilegur. Við biðjum þess að fá að sjá hans góðu eiginleika birtast í sonum hans. Þetta hefur verið erfiður tími frá því sjúkdómur- inn greindist. Hann var aldrei sá sami eftir það. Sjúkdómsstríðið var strangt og baráttuviljinn ótrúlegur. Eina ljúfa minningu á ég þó frá liðn- um vetri. Guðmundur kemur ein- hverra erinda, hámar í sig nýbakað- ar vöfflur í eldhúsinu, sest smástund við píanóið, en er svo farinn. Það er margt ógert og tíminn naumur. Magnús Ásgeirsson hefur þýtt þetta þýzka ijóð svo fallega: Margar leiðir liggja um heim. Einn er endir á öllum þeim. þótt heiman fylgi þér hópur fríður, áfangann hinzta einn þú ríður. Því er mest um þá þekking vert. allt hið þyngsta er af einum gert. Ég kveð tengdason minn með sárum trega og bið þess að hann megi fá ljúfan byr. Jónína Einarsdóttir. Guðmundur Thoroddsen mynd- listarmaður lifði viðburðaríka ævi, þótt stutt væri. Kynni okkar af hon- um náðu ekki til margra ára né daglegra samvista að jafnaði, en hafa dugað til að vekja tómleika og söknuð eftir góðum vini. Eiginleikar hans til að skapa og miðla voru slíkir, að hjá mér kallaði viðskilnaður við hann ávallt fram tilhlökkun eftir næsta tækifæri til að hittast og spjalla eða sprella. Guðmundur hafði af svo mörgu að taka. Hann hafði mjög næman skiln- ing og rómantíska sýn á umhverfí sitt. Hann skóp forkunnarfögur listaverk og hafði djúpa innsýn í list. Hann hafði ferðast um hálfan hnött- inn á seglskútu sinni. Hann hafði farið yfir Sahara-eyðimörkina á vél- hjóli. En mest naut hann líklega samvista við íslenska náttúru og eyddi löngum stundum við að lýsa sérkennum hennar, enda starfaði hann við fararstjórn franskra ferða- manna um land sitt ísland. í minningunni þykir mér eftirtekt- arvert að rifja það upp hversu mynd- rænar og ljóslifandi frásagnir hans voru. Aldrei dró hann fram ljós- myndir af ferðum sínum. Þess þurfti hann ekki. Á heimaslóðum naut hann þess mikið í frístundum að fara í göngu- ferðir um fáfarna dali Vestfjarða með Jóni Kolbeini eldri syni þeirra hjóna. Hann gekk þá gjarnan langar gönguferðir með Jón á „háhesti" og fór létt með enda hraustur vel. Þess- ara stunda nutu þeir feðgar sýni- lega. Á því eina ári og degi betur sem hann og yngri sonur þeirra Ein- ar Viðar áttu samleið, Iagði hann einnig mikla rækt og alúð við upp- eldi hans. Þrátt fyrir að fljótlega eftir fæðingu Einars kæmi í ljós að Guðmundur væri haldinn banvænum sjúkdómi sem hjó skjótt skarð í lík- amlega orku hans, bar hann dreng- inn á höndum sér eftir því sem hann mátti og að því er virtist oft af meiri andlegri orku en líkamlegri. Þá orku skorti Guðmund sannarlega aidrei og dugði hún honum vel við að takast af bjartsýni og hugrekki á við þær raunir sem hann sá sig og rata í. Þeir sem með honum fylgd- ust voru þó sem hríslur í saman- burði við þá sterku stoð sem Elísa- bet var honum allar stundir. Reisn hennar og dug verður vart lýst með orðum. Tómleikinn sem brottför hans veldur er ekki hvað sístur fyrir þær stundir sem ég átti með honum í hópi vina. Þar naut hann sín og þar gaf hann svo ríkulega af sér að eng- inn getur gleymt þeim stundum þeg- ar hann lét gamminn geisa, eða hlátri hans sem smitaði allt um kring. Og þá mátti svila hans Jón Sigurpálsson ekki vanta. Svo sam- tvinnað var líf þeirra orðið allt frá ungri æsku, um unglingsár, um tón- listarlíf er þeir stofnuðu og léku saman í vinsælli hljómsveit, um myndlistarmenntun og síðar sem svilar og búsettir hér á ísafirði. Þeg- ar þeir lögðust á eitt við að skemmta sér og öðrum með sprelli eða tónlist áttu þeir heiminn allan. Þeir sem einhvem tíma lentu í árlegri „kús- kús“ veislu hjá þeim hjónum Guð- mundi og Elísabetu gleyma því seint. Þar elduðu þau arabískan mat, Guð- mundur lék hlutverk sitt til fullnustu og talaði að sjálfsögðu arabísku við matarborðið. Síðan hvarf Guðmundur um sinn í ævintýraferðir sínar, hvort heldur var í eiginlegri merkingu eða við hugrenningar og listsköpun. Þá virt- ist hann einrænn og dulur enda lagði hann sömu orku í þá þætti lífs síns sem aðra. Ekki verður undan því vikist að minnast á stórvirki sem Guðmundur ýtti úr vör en entist ekki aldur til að klára, þótt hann hefði nánast allt fram á síðasta dag reynt að fylgja því eftir. í Skipasmíðastöðinni hf. á Isafirði stendur skrokkur af segl- skútu sem Guðmundur hóf smíði á fyrir um tveimur árum síðan, fljót- lega eftir að hann hafði selt fyrri skútu sína með þeim orðum að nú væri tími til að yfírgefa skútulífíð. Slík var bakterían að nú var á ný hafíst handa um að hanna og smíða skip sem líklega er stærsta segl- skúta sem að öllu leyti er hönnuð og smíðuð á íslandi, um 40 fet. Það verk átti Guðmundur að vel stærst- um hluta einn þó að tæknimenn hefðu dregið hann að landi í ein- staka verki. Starfsmenn hjá skipa- smíðastöðinni sýndu smíðinni áhuga og studdu Guðmund í verki. Um þetta verkefni stofnaði hann hlutafélag og hafði hann það að markmiði að nýta sína þekkingu á skútusiglingum til að lyfta ferða- þjónustu á Vestfjörðum á hærra stig. Hann hugðist og var reyndar búinn að semja við erlendar ferðaskrifstof- ur um sölu á ævintýraferðum þar sem siglt yrði fyrir Vestfírði með viðkomu á völdum stöðum. Það væri óskandi að einhveijir eldhugar fylgdu verki þessu eftir. Guðmundur Thoroddsen lifði iífi sínu á einhvern hátt mun meir en aðrir menn virðast gera. Það er gott fyrir okkur sem eftir sitjum að Guðmundur helgaði líf sitt að mestu listinni. Þau listaverk sem hann skildi eftir sig lýsa svo mikilli fegurð og næmi að allir sem þeirra njóta geta skynjað hug hans til lífs- ins. Hann var framúrskarandi lista- maður enda hreinn og heill í hugs- un. Isfirsk menning er fátækari eft- ir fráfall hans. Það er sárt að horfa á bak svo góðum dreng, það er sárt að horfa á systkini hans kveðja ástvin enn á ný og það er sárt að horfa á tengda- fjölskyldu og æskuvin hans, eigin- konu og lítil börn skilin eftir sem í tómi. Við biðjum aðstandendum, vinum okkar Jóni og Margréti, eiginkon- unni Elísabetu, sonunum Jóni Kol- beini og Einari Viðari allrar bless- unar. Gísli Jón og Anna Kristín. Listamaðurinn Guðmundur Thor- oddsen var mikill rannsakandi ljóss- ins. í verkum hans hin seinni ár blika ólík efni mildu og beittu ljósi, og með vatnslitum náði hann sömu áhrifum: kvikir skýrir bjartir fletir lýsa hver annan og allt sviðið. Þar sem er ljós þar er líf hvort heldur en í dökku hafdjúpi eða hlýrri birtu vestfírskra fjalla. Og á hvítasunnu- morgun var hann allur, horfinn í annað ljós. Horfinn er líka gleðimaðurinn og mannvinurinn sem brá birtu á líf allra sem honum kynntust. Horfinn er líka eldhuginn sem starfrækti metnaðarfullt gallerí norður undir heimskautsbaug og ævintýramað- urinn sem ók vélhjóli suður alla Afríku og sigldi skútu yfir Atlants- haf. Elísabet Gunnarsdóttir á aðdáun okkar allra fyrir þrautseigju sína og dugnað þennan erfiða vetur meðan stríðið hefur staðið. Og ung- ir synir, Jón Kolbeinn og Einar Viðar, sem alltof skammt nutu föð- ur síns, eiga vini í hans vinum. Jón Þór Jóhannsson. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Thoroddsen bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.í blaðinu næstu daga. skólar/námskeið handavinna tungumál ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fðtin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. ■ Alþjóðlegir pennavinir Pennavinaþjónusta á ensku, þýzku, frönsku, spænsku og portúgölsku. Sniðug þjónusta. Fáið upplýsingar hjá: International Pen Friends, pósthólf 4276, 124 Reykjavík, sími 881 8181. ATVIN N U A UGL YSINGA R Barngóð kona óskast frá 1. september til að gæta systkina í Garðabæ alla virka daga frá kl. 14-17. Börnin eru 6 og 8 ára gömul. Upplýsingar í síma 565 6675. Sölustjóri Stórt bifreiðaumboð óskar eftir að ráða sölu- stjóra nýrra bíla. Umsækjandi þarf að hafa reynslu í sölu- mennsku og góða kunnáttu í enskri tungu. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. júní, merktar: „Sölustjóri - 4281.“ Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Sérkennari óskast til afleysinga í eitt ár við Æfingaskóla KHI (Vi staða). Einnig vantar umsjónarkennara til afleysinga í 5. bekk frá 1. september til 1. desember 1996 (2/3 staða). Umsóknarfrestur er til 11. júní. Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 563 3950. Skólastýra. MÝRDALSHREPPUR . Mýrarbraut 13, 870 Vík í Mýrda Kennarar Mýrdalshreppur auglýsir lausa stöðu sér- kennara við Víkurskóla, Vík í Mýrdal, næsta skólaár. Heil staða í afleysingu til eins árs. Einnig stöðu almenns kennara. Upplýsingar gefa skólastjóri í símum 487 1242/487 1124 og sveitarstjóri í síma 487 1210. Framtíðarstarf - prjónamaður Við leitum eftirframtíðarstarfsmanni í prjóna- deild fyrirtækisins. Æskilegt er að viðkom- andi hafi einhverja reynslu af prjónavélum en ekki nauðsynlegt. Um er að ræða skemmtilegt og krefjandi starf. Miklir framtíðarmöguleikarfyrir réttan aðila. Upplýsingar veitir Baldur á staðnum og í síma 451 2453 milli klukkan 16.00 og 18.00. Umsóknarfrestur er til 8. júní. Drífa ehf. er traust fyrirtæki í örum vexti sem stofnaö var árið 1973 og er einn af leiðandi prjónavöruframleiðendum landsins. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 35 manns. Drífa ehf., Höfðabraut 6, Hvammstanga. Rafrún ehf. óskar að ráða rafvirkja eða rafvirkjanema til starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 564 1012 og 557 3687. Sjöundi himinn ehf. auglýsingastofa Engjateigi 19 105 Reykjavík Sími 5811616 Himinn auolYsinqastofa Grafískan hönnuð vantar Góð laun í boði skemmtileg aðstaða og spennandi verkefni! . Okkur vantar góöan, áhugasaman hönnuö með haldgóöa reynslu í framtíðarstarf. Góð tölvukunnátta og létt lund æskileg. Vilt þú vera í Sjöunda himni? Upplýsingar í síma 581 1616 athugið að farið verður með allar fyrirspurnir og umsöknir sem algjört trúnaðarmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.