Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ1996 27
Góðar fréttir
fyrir skatt-
greiðendur
I FYRRASUMAR,
nánar tiltekið þann 10.
júní, var í fyrsta sinn
„haldið upp á“ skatta-
daginn á Islandi. Það
var Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjavík,
sem stóð fyrir ýmsum
uppákomum til að
fagna því að frá þeim
degi byijuðu tekjur
landsmanna að renna
í þeirra eigin vasa en
ekki botnlausa hít hins
opinbera.
Ólánið eltir Ingólf
Fyrir ári bentum við
á að það lof sem menn ætluðu Ing-
ólfi Arnarsyni með því reisa styttu
af honum á Arnarhóli væri orðið
hálfgert háð. Stytta mannsins, sem
tók sig upp með alla sína íjölskyldu
til að fiýja ofríki og skattheimtu
Noregskonungs, stendur nú um-
kring opinberum byggingum. Slíkt
hæfir varla manni sem sigldi á opn-
um báti yfir úfið haf til að komast
undan ofríki og skattpíningu. Það
má því segja að ólánið elti Ingólf.
Þó bendir ýmislegt til að eitthvað
sé að rofa til hjá okkur afkomendum
hans.
Meira handa þér!
í ár ber skattadaginn upp á föstu-
daginn næstkomandi 7. júní. Við
byijum því þremur dögum fyrr en
í fyrra að vinna fyrir okkur sjálf.
Það er auðvitað fagnaðarefni, sér-
staklega í ljósi þess að frá stofnun
lýðveldisins hafa landsmenn þurft
nær árlega að bæta á sig vinnudög-
um fyrir hið opinbera. En betur
má ef duga skal. Ríkissjóður er enn
rekinn með halla og þrátt fyrir
góða viðleitni hefur ríkisstjórninni
ekki enn tekist að draga svo um
muni úr ríkisbákninu. Það sogar til
sín nær helming þeirra
tekna sem við vinnum
okkur inn hörðum
höndum. En er það
ekki allt í lagi, því
skattarnir eru væntan-
lega notaðir í okkar
þágu, til að tryggja
okkur betri afkomu?
Velferð reist á
sandi!
Það er deginum
ljósara að velferðar-
kerfið svokallaða, sem
skattarnir okkar sjá
um að ijármagna
(ásamt erlendum lán-
um) er reist á sandi.
Þess bíður ekkert annað en fjár-
hagslegt og hugmyndafræðilegt
í ár ber skattadaginn
upp á föstudaginn 7.
júní, segir Elsa B. Vals-
dóttir. Við byrjum því
þremur dögum fyrr en
í fyrra að vinna fyrir
okkur sjálf.
gjaldþrot, því hvorki höfum við efni
á að reka báknið né skilar ríkisein-
okun í þjónustu og atvinnulífi okkur
betra samfélagi. Ungu fólki í dag
er fullljóst að varanleg velferð
byggir ekki á erlendum skuldum
og skattpíningu borgaranna, heldur
eru jafnvægi í ríkisfjármálum og
minnkuð umsvif hins opinbera einu
raunhæfu lausnirnar.
Höfundur er varaformaður
Heimdallar.
Elsa B.
Valsdóttir
/ Háskólabíói fimmtudaginn
13. júní kl. 20.00
Robert Henderson, Corey Cerovsek,
hljómsveitarstjóri fiðla
'X
Cffnisskrá
&
*
infóníuhljómsveit Islands
Johannes Brahms: Fiðlukonsert
Igor Stravinsy: Eldfuglinn
I. i s t a h a 11 ft
í R e v k i a v í k
96
SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS
Háskólabíói vi& Hagatorg, sími 562 2255
MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HL|ÓMSVEITARiNNAR OC VIÐ INNGANGINN
Skattar og skuldir
SKATTAR einstakl-
inga hér á landi hafa
farið hækkandi á
undanförnum árum.
Lagður hefur verið á
hátekjuskattur og stað-
reynd er að jaðarskatt-
ur einstaklinga nemur
allt að 80%, sem þýðir
að við 100 krónu tekju-
aukningu verða aðeins
um 20 krónur eftir.
Ekki er að undra
þótt fólk sé almennt
þeirrar skoðunar að
skattar eigi að lækka,
kaupmáttur hefur
dregist aftur úr hér á
landi, m.a. vegna hárr-
ar skattbyrði, þar má nefna tekju-
skatta, skatta á vörur og þjónustu
og ýmis önnur gjöld. Ungt fólk
hefur í vaxandi mæli séð þann
kost vænstan að flytja úr landi í
leit að meiri kaupmætti.
enn meiri hagræðingu
sem lækkað gæti skatt-
byrði einstaklinga.
Hagsmunahópar hafa
hins vegar tekið þess-
um hagræðingar-
áfromum misjafnlega
og stundum virðist sem
forsvarsmenn þeirra
neiti að sjá að sam-
hengi þarf að vera
milli útgjalda- og
tekjuhliðar ríkisins
eins og á hveiju öðru
heimili.
Skattar og skuldir
Útgjöldin hafa verið
meiri en tekjur og
skuldir ríkissjóðs hlaðist upp. Til
lengri tíma haldast skattar og
skuldir í hendur. Meðan skuldir
hins opinbera eru jafn miklar og
raun bera vitni er þjóðfélaginu
haldið í sjálfheldu og ekki svigrúm
til skattalækkana nema tii komi
aukinn niðurskurður og hagræðing
í rekstri og samdráttur í umsvifum
ríkisins, t.d. með einkavæðingu
opinberra fyrirtækja. Sumir óttast
að slíkt leiði til lakari þjónustu.
Almennt hefur reynslan þó verið
jákvæð, sala samgönguráðherra á
Breytinga er þörf, segir
Helga Kristjánsdóttir,
til að ungu fólki þyki
fýsilegt að velja búsetu
hér á landi.
Ríkisskipum á sínum tíma er dæmi
um vel heppnaða hagræðingarað-
gerð. Lengra mætti að ganga í
þessum efnum.
Skattadagurinn
Framsetning Heimdallar á
skattadeginum svonefnda er at-
hyglisverð. Skattadagurinn er 7.
júní að þessu sinni. Dagurinn vísar
til þess það tekur almenning nær
hálft ár að vinna upp í útgjöld hins
opinbera og iðgjöld lífeyrissjóða,
þar sem þessir útgjaldaliðir eru nær
helmingur vergrar landsfram-
leiðslu. Áminning af þessu tagi er
ógnvekjandi og ábending um að
breytinga sé þörf eigi ungt fólk að
kjósa að búa hér á landi frekar en
erlendis.
Höfundur er hagfræðingur.
Helga
Kristjánsdóttir
Margir velta því eflaust fyrir sér
hvort líklegt sé að til skattalækk-
ana komi á næstu árum. Óvíst er
að svigrúm verði til þess, vegna
mikils kostnaðar við opibera þjón-
ustu og þess hve greiðslubyrði hins
opinbera af lánum er mikil. Núver-
andi og fyrrverandi ríkisstjórn hafa
beitt sér fyrir niðurskurði og hag-
ræðingu hjá hinu opinbera og fjár-
máiaráðherra lagt fram tillögur um
Bruðhjón
Allur borðbiínaður Glæsilerj gjaídvara Brúðarhjöna listar
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
■Kv'X.i', > ■ H
rafj iMfii • \ AISS