Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ ■ t Um viðbrögð úr her- búðum Olafs Ragnars Hér fer á eftir greinargerð, sem Morgun- blaðinu hefur borizt frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. vegna umræðu um ákvörðun hans um að víkja sæti sem formaður yfirkjörstjómar Reykjavíkur MIKIL viðbrögð hafa orðið við þeirri ákvörðun minni i síðustu viku að víkja úr sæti mínu í yfirkjör- stjóm Reykjavíkur við forsetakosn- ingarnar 29. júní nk. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig beint og óbeint til að lýsa stuðningi sínum og ánægju með ákvörðun mína. Færi ég því bestu þakkir fyrir. Úr herbúðum forsetaframbjóðandans Ólafs Ragnars Grímssonar hefur hins vegar, svo sem við mátti bú- ast, kveðið við annan tón. Hann sjálfur, talsmaður hans Sigurður G. Guðjónsson hrl og ýmsir aðrir stuðningsmenn hafa gagnrýnt ákvörðun mína og reynt að finna henni flest til foráttu. Hefur þá margt verið sagt og ekki allt gáfu- legt. Erindi þessara skrifa er að leitast við að svara þessum gagn- rýnisefnum. Vona ég að mér yfirsjá- ist ekkert sem máli skiptir. Hvenær átti að víkja sæti? Ólafur og talsmaðurinn hafa tal- ið að ég hefði átt að víkja sæti fyrr, þar sem Ijóst hafí verið lengi, að Ólafur Ragnar Grímsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Þar að auki hafi ég þegar verið búinn að taka þátt í að afgreiða vottorð um meðmælendalista með framboði Ólafs. Þetta sjónarmið fær ekki með nokkru móti staðist. Kjörstjórnar- maður sem verður vanhæfur vegna afstöðu eða tengsla við forseta- frambjóðanda getur ekki að lögum orðið vanhæfur til nefndarsetunnar, fyrr en framboð liggur formlega fyrir. Fyrirætlun um framboð veld- ur ekki vanhæfi, jafnvel þótt teljast megi líklegt að af framboði verði. Menn geta líka gert sér í hugarlund hvemig Ólafur og talsmaðurinn hefðu brugðist við ef ég hefði vikið sæti fyrr. Þá hefðu þeir sagt (og það með réttu), að manninum hafi legið svo á að víkja, að hann hafi ekki mátt vera að því að bíða eftir að Ólafur væri kominn í framboð! Um þátttöku mína í að gefa út vottorð um meðmælendur ðlafs úr Reykjavík er það að segja, að aðili sem er vanhæfur til meðferðar máls getur, þrátt fyrir vanhæfið, tekið þátt í að afgreiða formsatriði í aðdraganda málsmeðferðar. Svo dæmi sé tekið af málsmeðferð fyrir dómi, þá þingfestir dómari mál, þó að hann síðar víki sæti vegna van- hæfis. Útgáfa vottorða um með- mælendur fólst ekki í öðru en að staðfesta heimilisfang og aldur meðmælenda. Vinna við þetta var leyst af hendi af Manntalsskrifstofu Reykjavíkur og frambjóðendum af- hent bréf því til staðfestingar. Eng- in álita- eða úrskurðarefni komu þar við sögu. Ef slikt hefði kpmið upp varðandi meðmælendur Ólafs hefði ég að sjálfsögðu vikið sæti við að úrskurða þau. Allt öðru máli gegnir um störf kjörstjórnarinnar við kosninguna sjálfa. Þar koma upp alls kyns álitamál, þar sem frambjóðendur hafa hagsmuna að gæta. Má sem dæmi nefna ágreining sem oft kemur upp um áróður á kjörstað og álitamál við talninguna, t.d. um vafaatkvæði, sem hreinlega geta ráðið úrslitum kosningarinnar. Ur öllu þessu leysir yfirkjörstjórn. Gagnrýni Ólafs og talsmannsins á þetta atriði er auðvitað ekkert annað en saumnálarleit að einhvetju til að gagnrýna. Það er líka skrítið að segja í öðru orðinu, að ég hafí alls ekki átt að víkja en í hinu að ég hefði átt að gera það fyrr! Besta tímasetningin fyrir Ólaf Össur Skarphéðinsson alþingis- maður skrafar mikið í íjölmiðlum um þjóðfélagsmál. Ég heyrði hann segja í útvarpsþætti á Bylgjunni, að ég hafi vandlega valið tímasetn- ingu ákvörðunar minnar í því skyni að skaða Ólaf sem mest. Sé það rétt, sem ég veit svo sem ekkert um, að ákvörðun mín sé til þess fallin að spilla fyrir framgangi Ólafs við kosningarnar, er það alveg ljóst, að það var Ólafi afar hag- stætt, að ákvörðunin var ekki tekin fyrr en að loknum framboðsfresti. M.ö.o. þarf hann þá ekki að óttast að ákvörðunin auki líkurnar á að nýir frambjóðendur komi fram, sem dregið gætu til sín fylgi frá honum. Út frá hans hagsmunum var ekki unnt að hugsa sér hagstæðari tíma- setningu. Viðurkenndir þjóðmála- skrafarar mega ekki flaska á svona einföldum atriðum. Samsæriskenningar Talsmaður Ólafs hefur talið að ákvörðun mín hafi verið tekin af annarlegum hvötum. Hún sé út- hugsað plott, líklega runnið undan rifjum forsvarsmanna Sjálfstæðis- flokksins, til að koma höggi á Ólaf Ragnar Grímsson. Ég hafi jafnvel verið að ganga erinda einhvers hinna frambjóðendanna. Það gerist ævinlega, þegar menn taka ákvörðun á borð við þá sem ég tók, að umsvifalaust verða til samsæriskenningar. Það er eins og sumir menn telji útilokað, að ákvarðanir af þessu tagi séu teknar Lælcningastofa Hef opnaó lækningastofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6. Tímapantanir virka daga kl. 9.00-12.00 og 13.00-17.00 í síma 567 7700. Margrét Arnadóttir, sérfræóingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Lambakjöt óskast Óskum eftir að kaupa 30 til 60 tonn af lambakjöti fyrir umbjóðanda okkar í Evrópu. Kjötið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Gæðaflokkur DIA • Fitulag 11 mm eða minna • Meðalvigt u.þ.b. 14,5 kg • Pökkun í polyethene plast og grisju • Afhending í 20 feta frystigámum • Slátrun í sláturhúsum sem hlotið hafa vottun til framleiðslu fyrir Evrópumarkað Nánari upplýsingar veittar í síma 553 3020. MEISTARINN Dugguvogi 3, 104 Reykjavík J af ærlegum hvötum. Kannski kann- ast þeir ekki við slíkar hvatir hjá sjálfum sér. A.m.k. er það vel þekkt að sumir menn taka helst aldrei neinar ákvarðanir nema þeir áður hafi af snilli sinni reiknað út afleið- ingarnar. Stundum er sagt um slíka menn, að þeir séu snjallir í pólitík. í því felst líklega fyrst og fremst hæfileiki til að geta breytt gegn betri vitund. Ólafur Ragnar Gríms- son er t.d. áreiðanlega í þessum skilningi snjall í pólitík. Hann hefur þannig sjálfsagt ekki hrapað að ákvörðun sinni um að hætta að taka þátt í deilum um þjóðfélags- mál á síðastliðnum vetri en taka þess í stað að sækja kirkjur, íþrótta- kappleiki og fundi hjá Varðbergi, félagi um vestræna samvinnu. Af sjálfum mér er það að segja, að ákvörðun mín um að víkja sæti úr kjörstjórninni á ekki rót að rekja til neinna svona snillibragða. Ég tók ákvörðun mína einn og ræddi hana ekki við neinn af forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins, áður en hún var tekin og tilkynnt. Aðrir forseta- frambjóðendur eða stuðningsmenn þeirra komu þar hvergi nærri. Ákvörðunin byggist ekki á neinum öðrum forsendum en þeim, sem ég birti opinberlega í greinargerð minni, eftir að ákvörðunin hafði verið tekin. Ég veit ekkert um hvaða áhrif hún kann að hafa fyrir forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Sumir hafa látið þá skoðun í ljós við mig, að hún muni auka veg þess. Aðrir telja hið gagn- stæða. Þetta kemur ákvörðun minni ekkert við. Mér var að réttum lögum skylt að víkja. Þess vegna gerði ég það. Hæfisreglur í stjórnsýslu eru ekki eitthvað sem pólitískir snilli- bragðarefir geta beitt að geðþótta. I þeim felst raunveruleg trygging fyrir því að stjórnsýsluhafar hafi hlutlausa stöðu gagnvart þeim aðil- um, sem eiga hagsmuni sína undir ákvörðunum þeirra. Það er umhugs- unarvert að pólitískir snillibragða- refir skuli telja maðk vera í mys- unni, ef einhver tekur þessar reglur hátíðlega og beitir þeim á sjálfan sig. Um „skítkast" Einhverjir hafa sagt um grein- argerð mína fyrir ákvörðuninni um að víkja sæti úr yfirkjörstjórninni, að í henni felist „skítkast" um Ólaf Ragnar Grímsson forsetaframbjóð- anda. M.a. hafa blaðamenn á Tím- anum og Alþýðublaðinu skrifað þetta í blöð sín og mér skilst að svipuð viðhorf muni hafa birst í útvarpsþættinum „Þjóðarsálinni“ á Rás 2 ríkisútvarpsins. { greinargerð minni rifjaði ég upp nokkrar misgjörðir Ólafs Ragnars Grímssonar í þremur tilteknum málum meðan hann var alþingis- maður og ráðherra. Um þær hafði ég allar þurft að ijalla fyrir dómi. Þessar gjörðir hans eru allar skjal- festar og er enginn ágreiningur um þær. Sigurður G. Guðjónsson hrl., talsmaður Ólafs Ragnars sjálfs, sagði í sjónvarpsviðtali það eitt, að þetta væru allt gömul mál sem mönnum hefði átt að vera kunnugt um fyrir. Vel má vera að umtal um staðreyndir í embættisfærslu Ólafs Ragnars á liðnum árum geti flokk- ast undir „skítkast“, en það er þá bara vegna þess að sú embættis- færsla er full af „skít“, svo notað sé orðfæri þeirra manna sem svona tala. Tilgangur blaðamannanna með notkun orðsins „skítkast" um ástæður mínar fyrir því að víkja sæti er auðvitað að gera lítið úr þeim og koma Ólafi til varnar. Hann hefur sjálfur af skiljanlegum ástæðum ekki viljað fjalla um fortíð sína í kosningabaráttunni. Ég get auðvitað ekki látið hagsmuni hans af þögninni aftra mér frá að skýra ástæður mínar fyrir því að víkja sæti. Blaðamenn þagnarinnar verða sjálfir að fá að ákveða hverra er- inda þeir ganga. Raunar hefur það vakið furðu mína, að aðrir íslenskir fjölmiðlar, sem þykjast vera fijálsir, skuli ekki hafa tekið sér fyrir hend- ur að fjalla á gagnrýninn hátt um fortíð allra forsetaframbjóðendanna í opinberu lífi í landinu. Okkur er ætlað að velja milli frambjóðenda í embætti sjálfs þjóðhöfðingjans. Við það va! skiptir fortíð þeirra öllu máli. Hún er raunar það eina hand- fasta sem við höfum við að styðj- ast, þegar við gerum upp hug okk- ar til þeirra. Fortíð manna felur jafnan í sér vissa forspá um fram- tíð þeirra. Þegar maður er ráðinn í vinnu vill vinnuveitandinn fá að vita eitthvað um fortíð hans og starfsferil. Hvað þá þegar þjóðhöfð- ingi er „ráðinn“. Það er lýðræðisleg skylda frjálsra fjölmiðla að fara á gagnrýninn en sanngjarnan hátt ofan í fortíð frambjóðendanna. Þetta myndi gerast hvarvetna í hin- um fijálsa heimi. En ekki á ís- landi. Hvorki sjónvarpsstöðvar, út- varpsstöðvar né blöð hafa tekið sér þessa verkskyldu á hendur í þessum forsetakosningum. Og ekki nóg með það. Sumir fjölmiðlarnir hefja þegar í stað andóf, þegar vikið er að óumdeilanlegum atvikum úr for- tíð frambjóðendanna! Ólafur Ragn- ar Grímsson rekur kosningabaráttu sína undir formerkjum þagnarinn- ar. Viðbrögð hans við greinargerð minni eru gott dæmi um þetta. Hann og talsmaður hans ræða ekk- ert efnislega um ávirðingar þær, sem ég nefndi þar. Þeir ræða bara um, hvort ég hefði átt að gera þetta fyrr eða síðar, og svo gera þeir mér upp alls konar hvatir fyrir ákvörðun minni um að víkja úr sæti mínu í kjörstjórninni. í þessari kosninga- baráttu þagnarinnar njóta þeir í reynd fulltingis allra fjölmiðla í landinu. Vægt til orða tekið Ég hef heyrt menn gagnrýna mig fyrir að hafa sagt, að ég teldi það „nálgast hneisu fyrir þjóðina, að kjósa hann í embættið, þar sem störf hans á opinberum vettvangi undanfarin ár sýni að hann sé fjarri því að uppfylla þau skilyrði sem ég tel sæma þessu virðulegasta emb- ætti þjóðarinnar", Með þessum tilvitnuðu orðum var ég að lýsa þeirri afstöðu minni til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta- efnis, sem varð þess valdandi að ég taldi mig knúinn til að víkja sæti mínu úr kjörstjórninni. Það var nauðsynlegt að gera til að skýra ákvörðun mína. Ályktun mín um Ólaf að þessu leyti var vitaskuld dregin af dæmunum sem ég hafði nefnt um embættisgjörðir hans og ég hafði í öllum tilvikum þurft að íjalla um í störfum mínum sem málflutningsmaður. Það er vægt til orða tekið að telja það aðeins „nálg- ast“ hneisu, að kjósa í embætti for- seta mann, sem t.d. a) hefur úr ræðustól á Alþingi sakað varnar- lausa einstaklinga utan þings um alvarlega glæpi, sem þeir ekki hafa drýgt, b) hefur sagt ósatt frá trúar- skoðunum sínum fyrir dómi, þegar hann átti að staðfesta framburð sinn og c) hefur látið vin sinn og pólitískan samheija „skila“ háum íjárfúlgum í eigu ríkisins með ónýtu skuldabréfi til margra ára um leið og hann lokar atvinnufyrirtækjum annarra manna fyrir minni sakir. Með því að velja orðin „nálgast hneisu" fór ég eins hóflega og ég gat í að lýsa ályktunum mínum af þessu framferði manns, sem trúað hafði verið fyrir ábyrgðarmiklum opinberum störfum. Ef annað fólk vill gefa framferðinu aðra einkunn en ég, er það ekki mitt mál. Þeir sem vilja kjósa manninn í embætti forseta íslands, þrátt fyrir þetta, gera það auðvitað. Ólafur er hins vegar að biðja fólk um að kjósa sig með lokuð augu fyrir fortíðinni. Þeim hagsmunum hans hafði ég ekki neina ástæðu til að þjóna, þeg- ar ég skýrði ástæður mínar fyrir að víkja sæti úr yfirkjörstjórn Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.