Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNl 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KNUD SALLING
VILHJÁLMSSON
+ Knud Salling
Vilhjálmsson
fæddist 18. mai
1923 í Kaupmanna-
höfn. Hann lést á
Landspítalanum 26.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Gudrun og
Willy A. Larsen.
Willy fæddist 10.
apríl 1900 og lifir
hann son sinn. Willy
og Gudrun ráku um
árabil eigið veit-
ingahús í miðborg
Kaupmannahafnar.
Bróðir Knuds er Mogens Sall-
ing Larsen, kvensjúkdóma-
læknir í Kaupmannahöfn. Kona
hans er Anne-Lise, dr. í hjúkr-
unarfræðum og prófessor við
Odense Universitet.
Fyrri kona Knuds var Elín
Bryndís Bjarnadóttir og eignuð-
ust þau tvær dætur,
Anítu, fædda 2. jan-
úar 1949 og Helen,
fædda 21. mai 1950.
Aníta er gift Þór
Steinarssyni og eiga
þau tvö börn, Stefán
Þór og Sonju. Helen
er gift Guðna Sig-
urðssyni og eiga þau
þijú böm, Bergþóru
og tvíburana Omar
og Ottar. Eftirlif-
andi kona Knuds er
Steinunn S. Jóns-
dóttir.
Stærstan hluta
starfsævinnar rak hann eigið
fyrirtæki er sinnti húsgagna-
viðgerðum. Knud sinnti ýmsum
félagsstörfum fyrir Dani hér á
landi. Sat í stjórn Det danske
selskab í Reykjavík um árabil
og var formaður þess frá 1970
í mörg ár. 1973 veitti Margrét
Kringlan 8-12, sími 568 6062
Skemmuvegur 32 1, sfmi 557 5777
Sendum í póstkröfu
2.490
Mod. 159
Litur: Svartur
2.490
Mod. 158
Litur: Svartur, be:
Júní
tilboð
Fallegir
sumarskór frá
^ T
VlVALDI
FINESTRA DEI.IA VIA PRINCIPALE
1.
Mod. 161
Litur: Svartur
Danadrottning honum orðu
fyrir þessi störf.
Útför Knuds fer fram frá
Fossvogskirkju i dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Mig langar til að minnast í nokkr-
um orðum tengdaföður míns Knud
Salling.
Kynni mín af honum hófust 1968
er leiðir mínar og Anítu dóttur hans
lágu saman. Knud kom strax fyrir
sem mikill heimsmaður og lífs-
kúnstner. Á heimili hans og Sissu
var ætíð gott að koma og dvelja
jafnt í litlum sem stórum hópum.
Haustið 1968 hélt ég utan til Kaup-
mannahafnar til náms og kynntist
þar foreldrum Knuds þeim Willy og
Guðrúnu Larsen. Þau höfðu um
árabil rekið veitingahús í hjarta
Kaupmannahafnar og kunnu vel þá
list Dana að láta fara vel um sína
gesti. Það var auðséð að þaðan fékk
Knud í arf hluta af lífsstíl sínum.
Haustið 1977 snéri ég og fjöl-
skylda mín aftur til íslands og urðu
þá fleiri tækifæri til að ræða málin
við Knud og Sissu. Knud hafði gam-
an af ferðalögum og fóru þau hjón-
in víða. í hugann koma eftirminni-
legar frásagnir af ferðum m.a. til
Mexíkó, Bandaríkjanna og St.
Thomas fyrrum nýlendu Dana.
Knud var mikið fyrir fagra hluti
og kom iðulega með „gullmola"
með sér úr ferðalögum erlendis.
Knud var handlaginn og rak frá
1957 eigið verkstæði er sinnti hús-
gagnaviðgerðum og gerði þar við
allt frá litlum kistlum upp í stóra
fiygla. Ég minnist þess að hafa
komið þangað með kommóðu fagur-
græna á lit. Þessa kommóðu höfð-
um við Aníta keypt hjá skransala
í Kaupmannahöfn og málað í stíl
sjöunda áratugarins, en ekki hreifst
Knud af litnum. Hann kom fljótt
auga á að undir málningunni var
góður viður. Hann tók því kommóð-
una í gegn, fjarlægði málninguna,
lagaði skúffubotna og slípaði og
lakkaði. Þá var allt í einu komin
fögur viðarkommóða úr eðalviði.
Á heimili Knud og Sissu var gest-
kvæmt og kom þar glöggt í ljós
lífskúnstnerinn í Knud og að Sissa
er listakokkur. Saman skópu þau
gestum sínum ógleymanlegar upp-
lifanir yfir góðum málsverði og fag-
urskreyttu borði. Það var ætíð
hugsað um stíl þegar gestum var
boðið í heimsókn.
Ég vil ljúka þessum orðum með
fyrsta erindi úr sálmi eftir Jakob
Knudsen sem sungin var yfir mold-
um Guðrúnar móður Knuds.
Se, nu stiger solen af havets skod,
luft og bolge blusser í brand, í glod;
hvilken salig jubel, skent alt er tyst,
medens lyset lander pá verdens kyst.
Ég veit að algóður Guð mun
geyma þig.
Ég vil biðja góðan Guð að styrkja
Ruslastaukar úr stáli:
gulir, grænir og bláir.
Botnlosun. i .
akta ehf.
Sími: 568 5005 umboðs- og heildverslun
Myndsíml: 588 9262 P.0.B0X: 8064 -128 Rvk.
Sissu, Anítu og Helen og aðra ætt-
ingja og vini í sorg þeirra.
Þór Steinarsson.
Okkur barnabörnin langar til
þess að minnast í fáum orðum afa
okkar, sem yfirgaf þennan heim svo
skyndilega. Maður áttar sig ein-
hvernveginn ekki á því að hann sé
farinn því það er svo stutt síðan
að við vorum í Mávahlíðinni hjá afa
og Sissu og allt var í himnalagi.
Við eigum öll mjög góðar minning-
ar um afa okkar. Það var alltaf svo
gaman að koma í heimsókn í Máva-
hlíðina, skoða í fískabúrið, spila öll
spilin sem þau áttu, borða góðan
mat og síðast en ekki síst að vera
með afa og Sissu sem voru alltaf
svo lífsglöð og hamingjusöm. Hann
afi átti eigið verkstæði þar sem
hann fékkst við endurbætur á göml-
um húsgögnum. Okkur barnabörn-
unum fannst mjög spennandi að fá
að hjálpa til á verkstæðinu, svara
í símann, fá sandpappír og hjálpa
honum að pússa ýmis húsgögn.
Jólaboðin í Mávahlíð voru ekki af
lakara taginu, borðin svignuðu und-
an glæsilegum dönskum jólamat af
bestu gerð sem hann og Sissa höfðu
útbúið í sameiningu. Við vorum alla
tíð mjög náin afa okkar og gátum
alltaf talað við hann, það er því
mjög skrítið að hann skuli ekki vera
meðal okkar lengur. En við vitum
að honum líður vel þar sem hann er
í dag og biðjum við guð að veita
Sissu styrk á svo erfíðri stund.
Hinsta kveðja.
Barnabörnin.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast tengdaföður míns sem lést
í Landspítalanum sunnudaginn 26.
maí síðastliðinn eftir nokkurra
klukkustunda legu.
Nú þegar vorið er búið að vera
svona sólríkt og gott, garðarnir all-
ir að komast í blóma og við hlökkum
öll til sumarsins þá kemur þessi
dapri dagur svo óvænt.
Tengdapabbi er kallaður burt frá
okkur. Fyrir nokkrum dögum var
ég að hjálpa Knud við að koma
gosbrunninum í gang í garðinum
hans. Við löbbuðum um garðinn og
röbbuðum saman um blómin og til-
veruna i siðasta sinn. Þegar ég kom
fyrst í Mávahlíð til Sissu og Knud
þá var eins og maður væri ekki
lengur á íslandi. Allir töluðu dönsku
eins og innfæddir og ég skildi ekki
orð. Þetta var samt mjög skemmti-
legt og framandi fyrir sveitapiltinn
mig að koma þarna. Ég skildi þó
fljótlega að Knud var mjög spaug-
samur og skemmtilegur karl og
hafði þennan danska húmor með-
fæddan. Knud bauð okkur Helen
út til Danmerkur í gullbrúðkaup
foreldra sinna í febrúar 1972 og
kynnti þar með tengdasoninn. Ég
var þá nokkuð síðhærður og skeggj-
aður eins og stællinn var þá.
Tengdapabbi og tengdaafi höfðu
sama húmorinn. Þeir voru nokkuð
vissir á því að Helen hefði fundið
mig í dýragarðinum.
Knud vann alla tíð við húsgagna-
Bhmutstofa
Friðfúms
SuðurlandsbrautlO
108 Reykjavík • Sími 5531099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - cinnig um hclgar.
Skreylingar fyrír öll tilcfni.
Gjafavörur.
viðgerðir og var hann mjög virtur
fagmaður í því starfi. Hann var
snillingur í að laga illa farin hús-
gögn. Hann tók oft mjög erfið verk-
efni að sér, húsgögn sem voru
bæði mjög gömul og illa farin. Þess-
um hlutum skilaði Knud með glæsi-
legu handbragði sem lifir hann.
Knud var mikill gleðimaður og
naut þess að vera innan um fólk,
hann var alltaf mjög snyrtilegur og
vel til fara og lifði fyrir góðan mat
og góðan drykk. Ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að vera sam-
ferða Knud þennan tíma í mann-
heimum og óska þess að honum líði
vel þar sem hann er núna. Megi
góður guð styrkja og vernda Sissu
í þessari miklu sorg. Blessuð sé
minning hans.
Guðni Sigurðsson.
Góðan vin skal nú kveðja þótt
orð séu of fátækleg til að minnast
vinar á borð við Knud sem átti
gnótt af hlýju og traustri vináttu.
Hans lokaferð hófst skyndilega og
lauk eftir fáar klukkustundir og
kom fréttin um missi vinar óvænt
og því erfitt að skilja að þessi lífs-
glaði vinur væri horfinn úr okkar
hópi. En eins og ávallt er um góðan
dreng þá lifir hann í íjölmörgum
minningum um ánægjulegar sam-
verustundir sem ylja og verma
minningaflóru okkar.
Knud var fæddur í Danmörku
og varði æsku- og unglingsárunum
þar en til Islands kom hann sem
ungur maður og lifði og starfaði
hér. Hann var mikill íslendingur í
lund og unni landi og þjóð og hér
eignaðist hann marga góða vini.
En hann var einnig trúr föðurlandi
sínu Danmörku og hélt lifandi
tengslum við ættmenn sína og vini,
sem hann heimsótti oft og minntist
iðulega með hlýjum orðum.
Knud var ákaflega verklaginn
maður og rak í fjöldamörg ár starf-
semi sem annaðist viðgerðir og
endurvinnslu á gömlum húsmunum
en slíkt starf krefst mikillar natni
og vandvirkni. Til hans leituðu
margir með ættargripi og forna
muni til þess að endurnýja þá og
gæða lífíi að nýju. Hann var þekkt-
ur fyrir snyrtimennsku og ná-
kvæmni í öllum störfum og hann
hafði unun af að föndra við gamla
muni sem tímans tönn hafði nagað
og að breyta ásýnd þeirra í upp-
runalegt horf.
Knud var mikið glæsimenni í sjón
og framkomu og allt sem hann tók
sér fyrir hendur, hvort heldur það
var stórt eða smátt, fékk á sig fág-
að yfirbragð. Honum var sérstak-
lega lagið að skapa umhverfi og
viðmót og öllum leið vel í návist
hans enda er minning af samvistum
við hann ánægjuleg og varanleg.
Við mótun á þessu fágaða og hlý-
lega umhverfi naut Knud vissulega
mikils stuðnings frá Sissu eigin-
konu sinni en þau hjónin voru ákaf-
lega samrýnd og samtaka og kunnu
þá list framar öðrum að sinna vinum
sínum.
Knud var einkar hlýr maður og
skemmtilega glettinn. Hann var
vinur vina sinna og vildi öllum gott
gera. Hann var gestrisinn með af-
brigðum og heimili hans var vandað
og glæsilegur rammi um þá hlýju
og tryggð sem var svo ríkuleg í
fari hans. Hann var mikill fagur-
keri og naut þess að skapa glæsi-
lega umgerð við samvistir með vin-
um og allt heimilið bar þess vott
að húsráðendur voru listrænir enda
sérhver hlutur valinn af stakri vand-
virkni svo hann féll vel að heildar-
svip umhverfisins. Það var gott að
njóta samvista við Knud og Sissu
og þær stundir fyrnast seint enda
með þeim hætti að þær mótast
sterklega í minninguna.
Við erum þakklát fyrir þá minn-
ingu sem Knud hefur skilið eftir við
burtför sína til nýrra heima. Söknuð-
ur og eftirsjá er að góðum vini. Sissa
hefur misst kæran lífsförunaut og
dætur hans sjá á eftir föður sínum.
Megi guð styrkja ástvini hans í sorg
þeirra og minningin um góðan sam-
ferðamann kveikja þeim og vinum
hans gleði í framtíðinni.
Guðbjörg og Steinar.