Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUÐAGUR 4. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðursystir mín, GUÐMUNDA M. GÍSLADÓTTIR, andaðist á vistheimilinu Seljahlíð 20. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Alúðarþakkir til starfsfólks sjúkradeildar Seljahlíðar fyrir góða umönnun. Hulda H. Guðmundsson. t Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA JÓNSDÓTTIR, Melteigi 26, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 30. maí. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju mið- vikudaginn 5. júnl kl. 13.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurnesja fyrir góða umönnun. Friðrik Sigtryggsson, Birgir Friðriksson, Hildur María Herbertsdóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Hólmkell Gunnarsson, Sigtryggur Friðriksson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, PÉTUR ÞÓRÐUR INGJALDSSON fv. prófastur Húnvetninga, lést í Héraðssjúkrahúsinu Blönduósi laugardaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 8. júní og hefst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Héraðssjúkrahúsið Blönduósi, sóknarkirkjur hins látna eða Orgelsjóð Hallgrímskirkju. Dómhildur Jónsdóttir, Pétur Ingjaldur Pétursson, Jón Hallur Pétursson, Guðriður Friðriksdóttir, Guðrún Margrét Jónsdóttir, Auður Anna Jónsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, SVANHILDUR SIGFÚSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, fyrrv. húsfreyja í Gröf á Höfðaströnd, sem lést miðvikudaginn 29.maí, verður jarðsungin frá Hofsóskirkju fimmtudag- inn 6. júní kl. 14.00. Jón Ólafsson, Sigfús Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Edda Ólafsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR KRISTINSDÓTTUR, Siglufirði. Páll Gislason, Katrín Guðmundsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Guðmundur Pálsson, Jóhanna Pálsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Ágústa Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RANNVEIGAR JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Víðihlið, Grindavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Víðihliðar og starfsfólki Vífilsstaðaspítala. Eyrún Jónsdóttir, Magnús Danfelsson, Halla Jónsdóttir, Böðvar Halldórsson, Guðmunda Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Sigrún Jónsdóttir, Eyjólfur Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á ísafirði 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Drífa Viðar rithöf- undur og listmálari, f. 5. mars 1920, d. 19. maí 1971, og Skúli Thoroddsen læknir, f. 3. nóvem- ber 1918, d. 23. ág- úst 1973. Systkini Guðmundar eru: Einar, Theodóra og Jón Thoroddsen. Guðmundur kvæntist Elísa- betu Gunnarsdóttur 31. desem- ber 1986 og eignuðust þau tvo syni. Þeir eru Jón Kolbeinn, f. 6. júní 1991, og Einar Viðar, f. 24. maí 1995. Utför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í svefnherbergi mínu hangir innrömmuð mynd upp á vegg, gulnuð og dálítið krumpuð. Þetta er teikning af litlum dreng og telpu. Þau eru bæði með mikið hár svo að vart sér í augu, kinnarnar eru bústnar og er telpan í ívið betri holdum, jafnvel svo að listamaðurinn virðist hafa orðið gagntekinn af þessu mjúka bams- holdi og teiknar hana í ýmsum stell- ingum; spikfeitir og pattaralegir út- limimir eru dregnir skýrt fram með mörgum og djúpum skorum. Neðst í horni til hægri er skrifað með fín- gerðri hönd: Drífa 1952. Þetta em Baljinn og Lubban á fyrsta ári. Úr rúmi mínu á kvöldin horfi ég líka á ljósmynd af þremur litlum frændsystkinum, tvö hlæjandi telpnaandlit og andlit lítils drengs, sem horfir hryggum augum fram, rétt eins og hann viti hvað bíði sín, en straumþung á hreif hann frá okk- ur nokkmm dögum eftir að myndin var tekin. Hann var frændi og leikfé- lagi dóttur minnar, rétt eins og Ball- inn var áður minn. Ég horfi svo á sofandi dóttur mína, öllu mjóslegnari, og ögn eldri núna og hugsa hve undarleg þessi tilvera sé og hve miskunnarlaus örlög sum- um séu búin. Guðmundur Thoroddsen og ég vorum frændsystkin og jafnaldrar og fylgdumst að í skóla allar götur þar til við urðum stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1972. Ég man eftir okkur báðum fyrsta daginn í ísaksskóla. Ballinn fór að gráta þegar mamma hans skildi hann eftir einan þennan fyrsta dag skólagöngunnar. Mér var eins innan bijósts en harkaði af mér; enginn mátti sjá mig skæla. En Guð- mundur, hann kunni þá list að veita tilfinning- um sínum farveg eins og sjá má í myndum hans og músík. í menntaskólanum var ég alltaf pínulítið skotin í þessum frænda sem hafði svo fallegt bros og mjallhvítt hár. Þótt við ærsluðumst hvort í sínu horni í skóla, sýnd- um við hvort öðru virð- ingu þegar við hittumst á gangi sem fólst í fei- minni kveðju og kank- vísu brosi. Foreldrar mínir fóru í sumarleyfi til útlanda þegar ég var á 2. ári og var ég sett í vörslu for- eldra Guðmundar, þeirra Drífu Viðar listmálara og rithöfundar og Skúla Thoroddsen augnlæknis. Ekki væsti um mig þar nema að Drífu fannst nóg um pelaþamb mitt og vandi mig snarlega af því. Á heimili Guðmund- ar má því segja að ég hafi komist til nokkurs þroska strax á 2. ári. Þegar ég var á 16. ári dvaldi ég einnig um skeið á heimili hans ásamt móður minni, en hún gætti bús og barna meðan foreldrar Guðmundar brugðu sér til Suðurlanda. Yndis- legri, samrýmdari og listfengari systkini held ég að vart finnist að öllum öðrum góðum systkinum ólöst- uðum. Guðmundur málaði myndir, Theodóra lék á píanóið og Einar söng. Líka man ég eftir Einari og Jóni snara Thoroddsen frænda okkar þegar þeir sátu á síðkvöldum og ræddu andans mál eins og þeim ein- um er lagið. Læddist ég niður til þeirra Einars á kvöldin, kom mér fyrir upp í sófa og hlustaði heilluð á þá spjalla og gott ef þeir færðust ekki allir í aukana þegar svona lítil dama horfði á þá þessum líka að- dáunaraugum. Nonni, yngsti bróðir- inn, var hins vegar daglangt í harð- vítugri keppni við Dóru litlu frænku okkar um það hvort þeirra gæti hopp- að úr meiri hæð niður stigann í for- stofunni. Og það var Nonni sem var spurður um það hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór og svaraði að bragði: „Ja, ætli maður verði ekki bara læknir, það er, jú, það eina sem maður kann.“ Ég man að eitt sinn var bankað á dyrnar á heimiii þeirra. Úti fyrir dyrum stóð nágranni og spurði hupp- lega hvort hann mætti fá „Napóleón" lánaðan. Ég hváði. Ýtti þá piltur mér til hliðar, skundaði beinustu leið inn í eldhús. Úr skáp þar dregur hann fram stærsta pott sem ég hafði aug- um litið og mátti sjóða heilan nauts- skrokk í honum. Rogaðist hann svo með Napóleón úr húsi. Ég hef alla tíð horft svoltið á skjön á tilveruna og fór því um kvöldið að hugsa hvort þessi nafngift væri ekki eitthvað misskilin. Var Napóleón ekki með lægri mönnum, já, allt að því dverg- vaxinn? En það var ekki útlit eða umbúðir sem skipti hér máli það var innihaldið, hugur manna, andinn, drýgðar dáðir sem voru í hávegum hafðar á þessu heimili. Um heimsins pijál og tildur létu þau sér fátt um finnast. Mér var oft hugsað til Guðmundar og hvernig hefði verið að fá þau tíð- indi þegar hann var staddur í frum- skógum svörtustu Afríku að faðir hans hefði skyndilega andast, svo stuttu eftir að móðir hans hafði lát- ist. En Drífa, móðir hans, kenndi þess meins sem dró hana til dauða þegar við mæðgur dvöldum á heim- ili þeirra forðum. Svo undarlega haga skapanornirn- ar því til að Guðmundur deyr sama dag og faðir minn, 25. maí, og úr sama sjúkdómi. Kannski hefur faðir minn tekið á móti honum hinum megin. En þennan dag fyrir 35 árum þegar faðir minn lést, hafði einmitt faðir Guðmundar, Skúli, tekið mig í fangið og borið mig heim til sín. Hann var mér sem annar faðir. Vindlalyktin sem fylgdi heimsóknum hans hefur mér fundist betri en nokk- ur ilmvatnslykt. Theodóra dóttir hans og ég sátum svo einar inni í stofu þennan dag og færði Skúli okkur brúðurnar hennar tvær til að ieika við. Biður Skúli nú dóttur sína um að gefa mér aðra brúðuna, leit Theodóra felmtruð á föður sinn, réttir mér svo fallegri brúðuna. En ég hef löngum haft skrýtinn smekk og vildi fremur hina brúðuna sem var með mikið gult strý og horfði á mig hnotubrúnum og skjálgum augum. En Theodóra rétt eins og ég sór sig í ættina með skrýtilegheitin og hikaði hún eitt andartak áður en hún rétti mér brúðu sína sem var henni auðsjáanlega kærari. Fór ég svo heim og var öllu hugarhægra. Theodóra, en svo heitir dúkka þessi, trónir nú uppi á 150 ára göml- um skáp í dragsíðum blúndukjól og blimskakkar augum sínum yfir stof- una hjá mér. Upp á þessum sama skáp, sem er mannhæðarhár með glerhurðum og stóð í stofu á heimili mínu, lékum við Guðmundur okkur í eltingarleik, klifruðum við upp á hann, hlupum eftir skápnum endi- löngum og renndum okkur niður hin- um megin. Flokkaðist þetta fijáls- ræði í mubluklifri undir sænskt upp- eldi. Ég var óþyrmilega minnt á nær- veru dauðans þegar dóttir mín fór í banka með móður minni. Situr hún uppi á borði hjá gjaldkeranum og verður starsýnt á ömmu sína: „Amma hvers vegna ertu ekki dáin?“ „Almáttugur barn, viltu að amma sé dáin, þykir þér ekki vænt um ömmu?“ „Jú, en þú ert bara orðin svo rispuð." Við hlógum dátt að þessu. Daginn eftir voru okkur sögð tíðindin um fráfall Guðmundar frænda okkar löngu fyrir aldur fram. Þegar mér var sagt að hann væri allur var mín fyrsta hugsun hvort ég hefði kvatt hann með kossi þegar ég sá hann síðast. Ég og Þeódóra, dóttir mín, sáum Guðmund síðast á myndlistarsýningu þeirri sem hann hélt nú í vor. Þar sem ég var að vinna opnunardaginn fór ég síðar og gátum við því rætt saman í góðu tómi. Hann brosti bros- inu sínu sem var í senn svo hlýtt, feimið og ljúft. Næmleiki hans fyrir tilfinningum annarra og kurteisi og nærgætni voru svo rík í fari hans. Ekki var á honum að heyra eða finna að hann væri fársjúkur. Það eina sem sem gaf til kynna að hann vissi að hveiju stefndi var að hann fór að tala um frændsemi, hve gaman væri að hitta fjölskyldu sína. Frændur eru eini varanlegi auður okkar. Við lifum áfram í afkomendum okkar og ætt- ingjum, og á sama hátt deyr hluti af okkur þegar skyldmenni deyja. Eða eins og skáldið sagði: Hvort er ég heldur hann sem eftir lifir eða hinn sem dó? Myndir hans voru af sjónum, enda hafið honum hugleikið. Guðmundur sigldi um heimsins höf á skútu sinni, Drífu, sem hann smíðaði sjálfur. Ég spurði hann hvort hann væri ekki hræddur eða fyndist hann vera ein- angraður að vera úti á reginhafi í litlum báti. Nei, ekki aldeilis, sagðist hann gjarnan leggjast flatur og horfa t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KNÚTS ÞORSTEINSSONAR, Goðheimum 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar og Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Oddný Sveinsdóttir, Ósa Knútsdóttir, Jón Hagbarður Knútsson. Úlfhildur Þorsteinsdóttir, Pétur Kr. Árnason. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 GUÐMUNDUR THORODDSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.