Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR SKÚLASON Guðmundur Skúlason fædd- ist 9. júlí 1906 í Austurey í Laug- ardal. Hann lést á hjúkrunardeild aldraðra í Víðihlíð, Grindavík, 27. maí 1996. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi og Skúli Skúlason bóndi í Austurey og síðar húsasmíða- meistari í Keflavík. Systkini Guðmundar eru Elín, fædd 1908, Katrín, fædd 1909 (látin), Sigríður, fædd 1910, Sigrún, fædd 1911 (látin), og Skúli, fæddur 1913 (látinn). Guðmundur fluttist til Keflavík- ur með foreldrum sínum árið 1914. Hann var ókvæntur og bamlaus og bjó með foreldrum sín- um, þar til þau lét- ust. Eftir það bjó hann einn á Tún- götu 14 í Keflavík. Guðmundur verð- ur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Móðurbróðir minn, Guðmundur Skúlason, er látinn tæplega níræður að aldri. Hann kom til Keflavíkur ásamt foreldrum sínum 8 ára gam- all og bjó þar alla tíð síðan. Mummi frændi, eins og við systkinin kölluð- um hann, lærði trésmíðar af föður sínum og starfaði við þær árum sam- an, ásamt honum og Skúla bróður sínum. Síðar varð Guðmundur einn umsvifamesti trésmíðameistari í 'Keflavík og var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Keflavíkur, sem stofnað var 1934 og var í fyrstu stjórn þess félags. Hann var einnig einn af stofnendum Byggingarverk- taka Keflavíkur hf. Þær eru orðnar margar byggingarnar í Keflavík, sem Guðmundur hefur komið nálægt á langri starfsævi og margir bygginga- meistarar í Keflavík hafa lært undir hans handleiðslu. Samviskusemi, nýtni og vinnusemi voru kjörorð þessarar kynslóðar og þar var Guð- ■vmundur engin undantekning. Hann þótti góður verkmaður, útsjónarsam- ur og nákvæmur við vinnu sína. Hann var mikill vinnuþjarkur og skipti það hann litlu máli hvort eða hvenær matar eða kaffitímar voru teknir. Aðalatriðið var að ljúka verk- inu og standa við sitt. Þá gat hann verið skemmtilega sérvitur stundum. T.d. treysti hann betur eigin augum en hallamáli. „Þetta er vitlaust halla- mál,“ átti hann til að segja og setti hlutina í réttar skorður eftir auganu. Oft höfðum við strákarnir sem unn- um hjá honum gaman af þessu. Fyrir mig persónulega, var hann frændi minn í næsta húsi og alla tíð hluti af fjölskyldu minni. Hann bjó einn og okkur systkinunum fannst sárt að vita af honum einum og vild- um helst hafa hann alltaf í mat heima hjá okkur. Engin jól voru heldur án Mumma frænda. Hann var barngóð- ur og við urðum strax miklir vinir þótt aldursmunurinn væri næstum hálf öld. Þessi vinátta hélst alla ævi og bar aldrei skugga á. Þegar ég var ungur leiðbeindi hann mér og studdi. Þegar hann eltist og það fór að halla undan fæti hjá honum, studdi ég hann. Þannig átti það að vera. Frá æskuárunum er mér sérlega minnisstætt að Mummi var með marga menn í vinnu og fengu þeir allir jólagjöf frá honum. Þessar jóla- gjafir keyrðum við tveir alltaf út saman á aðfangadag. Hann ók bíln- um og ég, litli snáðinn, hljóp inn með gjafirnar. Síðar meir urðu hlut- verkaskipti, ég ók bílnum og hann sat við hliðina. Þetta skipulag hélst óbreytt í tvo áratugi og var mikil- + Ástkær eiginmaður minn og faðir, FRANK LENAHAN, lést 31. maí á heimili okkar, Rockville, Maryland. Birna Sigurgísladóttir Lenahan, María Lenahan. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TOMASH. DICK, lést á heimili frænku minnar Þórunnar og Davids í Boatwrigth, Connecticut, USA, 22. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Lilja Guðjónsdóttir Dick, Mary Russo, Margrét Barnes, Randy Barnes, Jón H. Dick, Stephanie Dick, Tomas P. Dick, Joan Thomasson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BERGURGUÐNASON, Rjúpufelli 48, Reykjavik, lést þann 1. júní. Kolbrún Erna Jónsdóttir, Sigrún Ósk Bergsdóttir, Lars Frank Jörgensen, Jón G. Bergsson, Ásdís Óskarsdóttir, Magnús B. Bergsson, Guðrún Harðardóttir, Árni Þ. Bergsson, Sigrún Lindqvist, Bergur Ö. Bergsson og barnabörn. vægur hluti af jólunum hjá mér og honum. Eftir að ég flutti frá Keflavík og eignaðist eigin ijölskyldu var vináttu- strengurinn sterkur sem fyrr. Hann varð afi barnanna minna og fylgdist með hveiju fótmáli okkar. Þótt heimshöfin skildu okkur að árum saman leið varla sú vika að hann hringdi ekki til að spjalla svolítið. „Þetta er það eina sem ég veiti mér,“ var hann vanur að segja. Meðan ég bjó langdvölum erlendis var ekki skortur á íslenskum saltfiski og harð- fiski á mínu heimili. Það sá Mummi frændi um. Hann var einstaklega heiðarlegur maður og réttsýnn og skaraði aldrei eld að eigin köku. Hann ætlaðist til hins sama af öðrum og mat menn gjarna eftir þessum eiginleikum þeirra. Hann var hlédrægur málsvari lítilmagnans og allt ytra pijál var honum lítt að skapi. Hann var mjög vel gefinn, hafði gott minni og var víðlesinn. Allur fróðleikur tengdur lífinu og náttúrufræði var honum hugleikinn. Þá var hann mikill skák- áhugamaður, kenndi mér manngang- inn og oft fórum við saman að fylgj- ast með stórmótum í skák. Síðari hluta ævinnar hafði Mummi mikinn áhuga á trúmálum, las mikið um trúarbrögð og Biblían var ávallt á borðinu hjá honum. Síðustu árin átti Mummi við van- heilsu að stríða og dvaldi hann í lok- in á hjúkrunardeildinni í Víðihlíð í Grindavík, þar sem hann naut ein- stakrar umönnunnar starfsfólksins þar. Kæri Mummi, minningin um þig verður ávallt Ijós í lífi okkar. Oddur Fjalidai. Elsku Mummi frændi! Okkur systkinin langar að þakka þér sam- fylgdina í gegnum árin, það var svo gott að eiga þig að. Við sem höfðum misst báða afana okkar. Þá komst þú og reyndist okkur sem afi. Minn- inguna um þig munum við að eilífu geyma í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhann Bragi, Sigríður og Halldór Fjalldal. Móðurbróðir okkar Guðmundur Skúlason er látinn, Mummi frændi, eins og við kölluðum hann alltaf. Andlátsfregnin kom ekki á óvart, hann hafði ekki gengið heill til skóg- ar til margra ára og síðustu árin dvaldi hann að hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þar sem hann naut góðrar umönnunar elskulegs starfsfólks. Allt sem tengist æskuárunum tengist einnig Mumma frænda og það er margs að minnast. Lengst af ævinni bjó hann að Túngötu 14 í Keflavík, í næsta húsi við okkar heimili. Hann var einn af fjölskyld- unni, umgekkst okkur daglega og tók þátt í gleði okkar og sorgum. Mummi var greindur maður, vel lesinn og fróður um menn og mál- efni. Ofáa bíltúra og ferðalög fórum við með honum og miðlaði hann þá af þekkingu sinni. Hann var húsasmíðameistari og vel kynntur í sínum heimabæ, fjöl- mörg hús í Keflavík bera handbragði hans glöggt vitni. Samviskusemi og nákvæmni einkenndu störf hans og nutu margir hjálpsemi hans og greið- vikni. Við kveðjum elsku frænda með þakklæti og virðingu og biðjum góð- an Guð að vernda og blessa sál hans um alla eilífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jóna og Guðrún. Simi 8S3 6989 og SS3 S73S INGVAR RAGNARSSON + Ingvar Ragnars- son var fæddur 3. september 1924 í Stykkishólmi. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfara- nótt 25. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Hinrik Einarsson og Sólveig Þorsteina Ingvarsdóttir. Eftir- lifandi eiginkona Ingvars _ er Guð- björg Arnadóttir, fædd 13. mars 1925, frá Hellnafelli í Grundarfirði. Þau eignuðust fimm börn. Elst er: Edda, gift Sigurði Pétri Guðnasyni, þau eiga þijá syni og þrjú barnabörn; Rann- veig, gift Herði Sig- urjónssyni, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn; Rakel, gift Þorvaldi Karls- syni og eiga þau þrjár dætur; Gústaf Hinrik; B. Gunnar, giftur Sigríði Har- aldsdóttur, þau eiga þrjú börn. Útför Ingvars fer fram í dag frá Hafn- arfjarðarkirkju og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Við viljum með örfáum orðum minnast elsku afa okkar sem lést aðfaranótt 25. maí síðastliðins eftir löng og erfið veikindi. A stundu sem þessari eru þær ófár minningarnar sem koma upp í hugann. Sterkustu minningarn- ar eru heimsóknirnar í Stykkis- hólm til þín og ömmu, þar sem alltaf var tekið yndislega á móti okkur. Það var alltaf gaman að fá sér göngutúr með þér um hólm- inn, út á bryggju að skoða bát- ana, út í Þórsnes sem okkur fannst frábært og svo skoðuðum við alltaf útsýnið af höfðanum yfir bæinn. Alltaf varstu eitthvað að dytta að garðinum á Árnatúni 4, því þú kunnir nú ekki að slaka á þrátt fyrir misgóða heilsu. Þá gastu alltaf fengið okkur barnabörn þín til að hjálpa til þegar við vorum í heimsókn, enda fannst okkur það rosalegt sport að geta rétt hjálparhönd. Árið 1993 fluttu þú og amma í Hafnarfjörð til okkar sem var mikill léttir, því þá var hægt að heimsækja ykkur hvenær sem var, og urðu því samgöngur okkar á milli mjög miklar. Segja má að síðan í september síðastliðinum hafi heimsóknum þínum á Sjúkra- hús Reykjavíkur fjölgað og alltaf stóð amma eins og klettur við hlið þér, ásamt okkur sem reynd- um að gefa ykkur allan þann styrk og stuðning sem þurfti. Elsku afi, við vonum að nú líði þér vel og að þjáningar þínar séu á enda eftir löng og erfið veik- indi. Þær minningar um það hversu hress þú gast verið á milli veikinda og gantast og bullað í okkur munu geymast í huga og hjarta okkar um aldur og ævi. En við vitum að að miklu leyti var það þrjóskan í þér sem gerði það að verkum að alltaf reifstu þig upp úr veikindunum og spít- alavistinni, þó svo að allir í kring- um þig og stundum þú sjálfur segðir að „nú væri þetta líklega að verða búið“. Elsku afi, þín er sárt saknað en minningin um þig mun lifa í hjarta okkar allra, alla tíð. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, hverfi allt, sem kært mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagna mér. (M. Joch.) Þín barnabörn, Lólý, Thelma, Guðbjörg, IDynur, Guðrún Eva og Aron. Ingvar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Stykkishólms. Hann var mikill félagsmálamaður og góður og traustur félagi. Það fengum við að reyna sem með honum störfuðum þar og þegar ’hann flutti úr bænum, fundum við enn betur hversu mikið við höfðum að þakka fyrir góðan fé- laga. Hann var alitaf mættur á réttum tíma, var í stjórn og for- maður um skeið. Stýrði fundum af skilningi og áhuga. Ég man hann vel við blómasölur, sem voru áhugaverð tekjuöflun klúbbsins og er. Þar mætti hann alltaf og lagði sig í líma, og var þar sem annarsstaðar traustur og farsæll. Það fór ekki milli mála að þegar Ingvar lagði lið, var það gert af áhuga og kærleika til þess máls sem þá var á döfinni. Öllu því sem átti í vök að verjast vildi hann leggja það lið sem hann gat og minnist ég hans baráttu fyrir því sem hann taldi að gagnaðist hin- um vinnandi og veikburða og þeim sem báru skarðan hlut frá borði. Ég held að þar hafi hann oft orð- ið fyrir vonbrigðum, en því tók hann jafnan með ákveðnum bar- áttuhug. En hvað sem leið öllu dægurmálaþrasi, var Ingvar hinn góði félagi sem rétti fram hönd og eru mínar ánægjulegustu minningar og sterkustu bundnar starfi hans í Lionsklúbbnum, og kjörorði klúbbsins „Vér þjónum", fylgdi hann af heilum hug og gat með því bætt úr ýmsu því sem úrskeiðis fór í hinni daglegu lífs- baráttu. Hann var bæði alvörumaður og gleðinnar og því verður hann okk- ur minnisstæður. Han átti gott heimili og þess naut hann og sér- staklega þegar árin færðust yfir og veikindi sem hann átti við að stríða jukust. Þetta mat hann mikils. Ég man okkar seinustu sam- fundi, fyrir ekki löngu síðan, þeg- ar við rifjuðum upp góð og gömul kynni, hve hlýjan til Stykkishólms og daganna hans þar frá bernsku, stóð upp úr. Og minningarnar frá Lionstarfinu hér veittu okkur mikla ánægju í upprifjun. Og einnig hlýja handtakið sem fylgdi á eftir, fann ég þar sérstaka tryggð lians í garð okkar félaga hans hér. Þá kom best í ljós hversu góður og tryggur félagi hann var, og nú er hann hefir lokið hérvistargöngu sinni finn ég sjálfur hversu vel við skildum hvor annan. Hann var góður fé- lagi sem varðveitti hið besta sem lífið lætur hverjum og einum í té. Við Lionsfélagar minnumst þessa góða félaga okkar og biðum honum allrar blessunar á vegum ljóss og lífs. Eiginkonu hans og fjölskyldu sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Lionsklúbbur Stykkishólms, Árni Helgason. Elsku afi minn er dáinn. Þú varst eini afinn sem ég kynntist. Alltaf var nú gaman að koma til ykkar ömmu á Sólvangsveginn, sérstak- lega þegar við spiluðum saman Svarta-Pétur. Þrátt fyrir veikindi varst þú alltaf tilbúinn að gantast við mig. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Þín, Tinna Ósk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.