Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjórðu af fimm TÓNLIST Fella- og llólakirkja ORGELTÓNLEIKAR Prófessor Gerhard Dickel. Sunnu- dagur 31. niaí. EKKI aðeins ferna heldur fimm tónleika með einlægt nýjum efnis- skrám leikur prófessorinn frá Ham- borg og í þetta fjórða sinn á Mark- usen-orgelið í Fella- og Hólakirkju, það eina sinnar tegundar á íslandi. Dickel er öryggið uppmálað sem orgelleikari og sýndi það einu sinni enn í kvöld. Eins og ég hef áður nefnt er afrek að spila ferna tónleika dag eftir dag og bjóða hveiju sinni upp á nýja efnisskrá og þá ekki síð- ur þegar tónleikarnir eru fimm og ekki „bara“ fernir. Vitanlega verður megnið af verkefnunum ekki mjög krefjandi leikrænt séð, svo var heldur ekki í kvöld. Orgelkonsert Handels í g-moll er á engan hátt flókin tón- smíð, enda hugsaði Handel þessa orgelkonserta sína ekki á þeim nót- um, þeir voru gjarnan skrifaðir sem einskonar skemmtana-intermesso á tónleikum og sem slíka þarf að flytja þá, orgelið þarf þá að geta svarað þeim kröfum, en gerði það tæpast í þessu tilfelli. Raddirnar dimmar og þunglyndislegar og það sama varð uppi á teningnum í „Slá þú hjartans hörpustrengi", en kannske hefði þar verið gáfulegra að nota einhveija af sóló-röddum hljóðfærisins. Preludían og fúgan í c-moll eftir Bach er stór og flókin tónsmíð og ekki var það orgelleikaranum að kenna að ekki skilaði öll raddfleygun sér greinilega. Tilbrigðin um „Veni Creator Spirit- us“, eftir Flor Peeters, skilaði sér aftur á móti vel. Þessi tilbrigði, sem stundum minntu á pentatonik, voru nauðsynleg og hressandi mótvægi við margdáðan Bach og hefði gjarn- an mátt vera fleira í þeim dúr á efnisskránni. Cesar-Franck-orgel þarf annað og meira en Fella- og Hólakirkju-orgelið býður upp á, ef nást á fram sú kadedral-stemmning sem í verkinu býr, og lengra verður vart komist í að skila verkinu, en Dickel gerði við áðurnefndar að- stæður. Nokkuð það sama má segja um Preludiu og fúgu eftir Fr. Liszt um nóturnar B,A,C,H, sem Dickel lauk tónleikunum með. Dálítið var- færnislega var verkið leikið, og kannske má segja að það sé leik- stíll Dickels, að vera ekki að hætta sér fram á nein hengiflug, eigi að síður var heilmikill skáldskapur og uppbygging í flutningi prófessorsins á verkinu. En hvers vegna svarar orgelið ekki betur en raunin er? Markusen er ein besta orgelsmiðja á Norðurlöndum og orgel þaðan meðal þeirra bestu _og viðurkennd- ustu í heiminum. Astæðurnar eru fyrst og fremst af tvennum toga. Fyrsta, að raddaval orgelsins sé ekki það heppilegasta fyrir kirkjuna, og - eða - að sá, sem intoneraði (raddmótaði) hljóðfærið, hafi haft þennan mjúka, áferðarfallega, en sviplausa smekk, sem veldur því að orgelið hefur ekki þann sterka „kar- akter“ sem Markusenorgelin hafa. Söngmálastjóri nefndi í upphafi tón- leikanna, að mikill meistari hefði intonerað orgelið. Ef svo er, hefur þá einhver utanaðkomandi haft áhrif á meistarann, slíkt gerist? Því miður er svo einnig um ýmis önnur tiltölulega ný hljóðfæri í kirkjum landins. Þau vantar einhvernveginn andlitsdrætti. Einhveiju sinni var til svokölluð orgelnefnd sem leggja átti sitt mat á væntanleg ný orgel, sú tíð mun liðin. En er til slík orgel- nefnd í dag, hver er hún þá og skip- uð af hveijum, eða hefur kannski söngmálastjóri áhrif á raddaval og raddmótun nýrra hljóðfæra? Allt þetta þarf að upplýsast, því miklir peningar skattborgara eru á bak við hvert orgel og orgel eiga að standa lengur en einn mannsaldur og ekki þjóna t.d. eins-manns-smekk. Und- irritaður veit að hér er um stórmál að ræða sem þarf langa umræðu. Því miður hefur hann ekki tíma til að taka þátt í henni næstu tvo mán- uðina, því hann er að fara utan til að spila á mörg orgel, - sum kannske eins og sviplaus ásýnd, - önnur og vonandi flest með sterkan, norrænan eða suðrænan karakter, allavega með raddir sem svara með öðru en hvísli, þegar þær eru kallað- ar fram. Ragnar Björnsson Hátíðleg stund í kirkju Guðs og meistara Hallgríms TÖNLIST Hallgrímskirkja HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA $ Frumflutt stutt mótetta eftir Hafliða Hallgrímsson og Exultate Deo eftir Poulenc. Flytjendur Mótettukór Hall- _ grímskirkju. Stómandi Hörður Áskelsson. Órgelundirleik annaðist Douglas A. Brotchie og á slagverk lék Eggert Pálsson. Sunnudagurimi 2. júní, 1996. VIÐ morgunmessu í Hallgríms- kirkju, sem var helguð hinni heilögu Þrenningu, Sjómannadeginum og Listahátíð í Reykjavík, var frumflutt mótetta eftir Hafliða Hallgrímsson, er hann nefnir Lofið Guð í hans helgi- dóm. Verkið er samið að beiðni stjórnar Listahátíðar í Reykjavík og er texti þess tekinn úr 17. Passíu- sálmi Hallgríms Péturssonar og þýð- ingu á sálmi eftir Waldis, þýskan prest á 16. öld, sem birtist fyrst í Hólabókinni frá 1589 en í þeirri bók munu nútímanótur fyrst hafa sést á prenti hér á landi. Verkið er einfalt að gerð, ómblítt og fagurt I hljóman allri og þó tón- skáldið taki það fram, að verkið sé „að öllu leyti frumsamið og hvergi vitnað í gamla íslenska sálma eða íslensk þjóðlög", ber það glögg merki þeirrar hefðar í tónskipan, sem á rætur sínar gamalli kirkjutónlist og raddfærslan var auk þess á köflum með sterkri tilvísan í hefðbundna hljómfræði. Þetta fallega verk var einstaklega vel flutt af Mþtettukórn- um, undir stjórn Harðar Áskelssonar og í samleik við Brotchie á orgelið og Eggert Pálsson á slagverk. Víst er að mótettan Lofið Guð í hans helgidóm, á eftir að njóta mikilla vinsælda við kirkjuathafnir og hjá kórum almennt, því verk Hafliða ný sýn á feguðina. Mótettukórinn flutti einnig Exultate Deo, eftir Poulenc, glæsilegt verk, sem var afburða vel flutt og jók söngur kórsins mjög á þann hátíðlega svip, sem einkenndi þessa fögru hátíðarstund í húsi Guðs og meistara Hallgríms. Jón Ásgeirsson Á listahátíð Morgunblaðið/ Einar Falur LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1996 hófst um helg- ina. Og eins og listasíður Morgunblaðsins bera með sér er þar margt að sjá og heyra og einnig ýmislegt á dagskrá, sem ekki heyrir beint til lista- hátíðarinnar. Myndlistarsýningar skipa stóran sess á Listahátíð og þessi mynd var tekin við opnun sýningar á verkum Karls Kvarans í Nor- ræna húsinu. I : I I t í í ! I í i I á % i Minnir meira á högg- myndasýningu en dans DANS Loftkastalinn MAUREEN FLEMING Höfundur og dansari: Maureen Flem- ing. Texti: David Henry Hwang. Lýsing og sýningarstjóm: Chris Odo. Lýsing og tæknistjóm: Bob Steineck. mjóðmyndir og effektar: Sandro Tommasini. Myndagerð: Jeff Bush. Hljóðhönnun: Phil Lee. Tónlist ýms- ir. Sunnudagur 2. júní. í LEIKSKRÁ má lesa að Maure- en Fleming sé bandarískur dansari og dansskáld sem hafi lært klass- ískan dans í Bandaríkjunum og numið butoh-dans í Japan, undir handleiðslu meistarans Kazuo Ohno. Verkið Eros skiptist í sjö atriði eða myndir og heitir fyrsta myndin „Hnötturinn" og er þannig að á miðju sviði er hár svartur pallur og uppi á honum er listamaðurinn, allsnakinn, og hreyfir sig ofur- hægt, af því er virðist af mikilli innri ró - enda kemur texti því til skila að butoh sé hugarástand ekki dans og það eru orð að sönnu, því það sem átti eftir að koma fram á sýningunni minnti undirritaða ein- mitt alls ekkert á dans! Það var miklu frekar eins og maður væri á höggmyndasýningu, þar sem höggmyndirnar voru hvorki af kon- um né körlum heldur einhveijum mitt á milli verum, sem líklega eru ekki til nema í huga áhorfandans hverju sinni. Tónlistin var leikin af bandi eftir hina ýmsu höfunda. í þessu fyrsta atriði var hún eftir Mickey Hart, alveg sérstaklega falleg, svo að með því sem fram fór á sviðinu varð til heil kringlótt mynd - sem þó einhvern veginn í minni skynjun - splundrast í lokin. Á milli atriða og í myndunum sjálfum kemur texti á ljósaskilti og úr hátalara sem hluti af verkinu sem stundum gaf léttara yfirbragð en átti kannski líka að hreyfa við fólki, ég veit ekki, einhvern veginn held ég að verkið hefði vel lifað án þess arna. í mynd tvö „Maður á hjóli“ er listamaðurinn í svörtum samfest- ingi, með langa stöng í höndunum sem hún sveiflar af miklum krafti og endurtekur sömu hreyfingarnar nokkrum sinnum. Þar á einfaldan sérstæðan hátt kynnir hún fyrir áhorfendum hjólreiðamanninn sem varð valdur að slysinu forðum, í Japan. I þessari mynd þar sem stöngin, verður að upplýstu aðal- atriði hverfur listamaðurinn í myrkrið en tekst þó undra vel að koma þessum skilaboðum til áhorf- enda. Þriðja myndin heitir „Fiðrild- ið“ við píanótónlist eftir Philip Glass. Nú var eins og höggmyndin úr fyrstu mynd breyttist í snjóhvíta lirfu sem listamaðurinn, aftur orð- inn nakinn, túlkaði svo raunveru- lega, að mér fannst ekki alltaf fal- legt það sem líkami hennar laðaði fram. Hugsanlega var það tilgang- urinn, hver veit. Persónulegt listform Stórar' myndir á baktjaldi juku áhrifin en frekar. „Maðurinn standandi á höfði" sem var fjórða myndin, hafði eiginlega ekkert að segja mér, þar var Maureen Flem- ing í svötum jakkafötum og nú stökk hún svolítið hastarlega um sviðið og á baktjaldinu var mynd af henni standandi á haus. í þessu atriði fengum við aftur að heyra tónlist Philips Glass. Þá er komið að fimmtu myndinni „Þolraunum Psykke“ tónlist eftir Somei Satoh. Á undan þessu atriði var gert hlé, sem var ágætt því nú kom lengsta myndin. Hugvitsamlega hafði verið komið fyrir hringlaga tjörn á svið- inu og ofan í grunnu vatninu lá nakinn dansarinn og hreyfði sig hægt og fallega, svo varla bærðist vatnið. En allt í einu fannst mér ég vera búin að horfa á bakhluta dansarans nógu lengi og allar þess- ar sérstöku fettur og líkamstil- færslur höfðu einhvern veginn ekki alveg sömu áhrif á mig og í byrj- un. I þessari mynd var líkt og ein- hver eyðing væri að fara að eiga sér stað eða væri nýafstaðin, ég áttaði mig ekki á því, en þegar dansarinn var að hreyfa sig með hvítar hríslurnar ofan í tjörninni þar sem spegilmyndir á vatninu tvöfölduðu áhrifin og blæðir úr hjartastað, þar sem hríslu hafði verið komið fyrir - fannst mér eins og móðir jörð væri búin að vera! Eða heimsendir! Svo fannst mér ég vera að horfa á X-Files! Ja hérna. Hreyfilistaverk þetta, ég bið lesendur að fyrirgefa, en mér er lífsins ómögulegt að kalla þetta dansverk, gerir kröfu um vel þjálf- aðan og sveigjanlegan dansara, og það er Maureen Fleming vissulega. Ekki er allt búið því nú er sjötta atriðið „Móðir og barn“, tónlistin eftir Henrik Gorecki. Nú sjáum við Maureen uppi á háa mjóa pallinum og enn og aftur dáist maður að því hve áreynslu- laust henni tekst að hreyfa sig á svo litlu svæði, aðeins er lýsing á henni og allt svart í kring, þar kemur til án efa vel tamin innri ró. Einhvern veginn kemur manni ekkert á óvart lengur, jú og þó, því nú kemur sjöunda myndin og má segja að listamaðurinn sé í merkilegri stellingu, ja svona alls- ber. í þessu atriði verður hver og einn að gera upp við sig hvort hún hafi fundið hina fullkomnu ró eða sé í algerri uppgjöf, er það kannski eitt og það sama? En á meðan leik- húsferð vekur hjá manni spurning- ar er alltaf svolítið gaman. En hvað nú? Mitt í öllum rólegheitun- um hefur Maureen smokrað sér í blómaskýlu og ekki nóg með það heldur fáum við Tsjaikovsky með! Ó nei, nú er hún orðin svo æðru- laus eftir allan þennan línudans milli lífs og dauða, að höfundur og dansari (ein og sú sama eins og við vitum) valhoppar og skoppar í tjörninni sinni alsæl og allt öðru- vísi. Óhætt er að segja að listform Maureen Fleming sé mjög persónu- legt enda byggir hún mikið á eigin reynslu, stundum var eins og mað- ur væri að hnýsást í dagbók sem gleymst hafði að læsa niðri í skúffu. Áhorfendur voru með á nótunum og virtust skemmta sér ágætlega. í Loftkastalanum er sérstök sýning og fólk ætti bara að drífa sig og upplifa það sem fram fer. Ásdís Magnúsdóttir i i i c i i i í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.