Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FORSETAKJÖR ’96
Ástþór heimsækir Samvinnuferðir og Hrafnistu
Guðrún Agnarsdóttir í prentsmiðjimni Odda hf.
Hægt að bjarga 60
milljónum manna
Getur aukið vægi
íslenskrar menningar
FORSET AFRAMBJ ÓÐ ANDINN Ástþór
Magnússon heimsótti Samvinnuferðir-Land-
sýn og Hrafnistu í Rykjavík í gær og kynnti
friðarstefnu sína og viðhorf til embættisins.
Ástþór var m.a. spurður hvort að hann
gæti mögulega breytt bágu ástandi í heimin-
um, hungri og stríði, ef hann yrði forseti.
Ástþór sagði að eftir því sem fleiri vakni til
vitundar um að hægt sé að gera eitthvað í
málunum því líklegra sé að hafa áhrif. „Ef
allir sameinast um þetta átak er hægt að
breyta miklu. Til dæmis er hægt að gera
fólki skiljanlegt að mögulegt sé að leysa
ágreiningsefni með öðrum hætti en að beij-
ast, eins og sjá má af friðarsögu íslendinga.
Um 600 milljónir manna þjást af hungri eða
annarri áþján daglega. Ef hægt væri að hafa
10% jákvæðari áhrif á heiminn væri hægt
að bjarga 60 milljónum manna frá hungri
og dauða,“ sagði Ástþór.
Starfsmaður Samvinnuferða-Landsýnar
sagði að varla væri hægt að bera friðarsögu
íslands við sögu annarra þjóða þar sem eng-
in þjóðarbrot né landamæri sköpuðu hér mis-
klíð. Ástþór sagði að slíkt þyrfti ekki til.
Stundum væri áróðri gegn þjóðarbrotum beitt
til þess að skapa tilefni til stríðs. Hægt _sé
að efna til ófriðar með ýmsum hætti, en ís-
lendingar hefðu kosið að leysa sín mál með
friðsamlegum hætti. _
Á Hrafnistu lagði Ástþór áherslu á að for-
seti ætti að vera sameiningartákn sem komi
friðarboðskap til leiðar í heiminum.
Starfskona á Hrafnistu spurði Ástþór hvort
hann hefði mótaða afstöðu til aðskilnaðar
ríkis og kirkju. Ástþór sagðist vera þeirrar
skoðunar að þjóðkirkjan í núverandi mynd
gengi ekki upp til frambúðar. Trúfrelsi eigi
að ríkja á íslandi, en rækta ætti kristna trú.
Hann sagði sig vera kristinn mann og vekja
ætti kristin viðhorf með fólki. Slíkt sé ekki
gert með boðum og bönnum, t.d. ætti ekki
að banna fólki að koma í kirkju til að fara
með friðarbæn. Það sé ekki í samræmi við
boðskap Krists. Kirkjan ætti að vera rammi
sem fólk af ýmsum trúfélögum geti starfað
innan. Ástþór taldi öll trúfélög hafa sams
konar kærleiksboðskap að flytja. „Ekki skal
fordæma það að fólk kalli Krist öðrum nöfn-
um. Nafnið skiptir ekki máli heldur boðskap-
urinn. Það ætti ekki heldur að blanda saman
vandamálum einstaklinga og sjálfum boð-
skapnum né að fordæma einstaklinga á
kostnað trúarinnar," sagði hann.
Vistmaður á Hrafnistu spurði hvernig ætti
að stöðva vopnaframleiðslu. Ástþór sagði að
hægt væri að stöðva vopnaframleiðslu með
því að fara í samstarf við framleiðendurna.
Hann vilji leiða þá inn á nýjar brautir hug-
vits og nýsköpunar. Höfða eigi til framleið-
endanna á viðskiptalegum forsendum. Hann
vilji ekki bijóta niður vopnaverksmiðjunar
heldur umbreyta þeim. 40 milljónir manna
vinni við hemað og vopnaframleiðslu. Nota
megi þennan kraft til þess að breyta heimin-
um til batnaðar, reisa skóla, rækta jörðina
og byggja sjúkrahús.
GUÐRÚN Agnarsdóttir, forsetaframbjóð-
andi, heimsótti starfsfólk prentsmiðjunnar
Odda hf. í hádeginu á mánudaginn og talaði
um stefnumál sín og viðhorf til forsetaemb-
ættisins. Hún sagði m.a. að lýðræðið þyrfti
að vera virkara og styttri og greiðari boðleið-
ir ættu að vera á milli fólks og þeirra sem
það kýs. Fulltrúi þjóðar þurfi að vita hvernig
þjóðinni líður og um hvað lífið snýst. Því
þurfi forseti að halda lifandi sambandi við
fólkið í landinu og vitja þess í önn hversdags-
lífsins.
Guðrún sagðist ekki hafa áhuga á valdalít-
illi tignarstöðu og sú umræða sem spunnist
hefði um hefðbundið vald embættis forsetans
finnist sér ekki áhugaverð. Áhrifavaldið sem
fælist í embættinu skapi tækifæri til að vera
málshefjandi og hafa áhrif á hugmyndir og
hugarfar sem gæti verið árangursríkt.
„Ekki er nóg að tala um menntun á hátíð-
arstundu ef enginn vill fjárfesta í henni. Við
verðum að vera sammála um að hún sé skyn-
samleg og vænleg fjárfesting. En til þess
þarf að hugsa lengra fram í tímann. Sá sem
hugsar eitt ár fram í tímann, sáir korni. Sá
sem hugsar 10 ár fram í tímann, gróðurset-
ur tré. En sá sem hugsar 100 ár fram í tím-
ann, menntast," sagði Guðrún.
Starfsmaður Odda spurði Guðrúnu hvort
forseti geti látið til sín taka á pólitískum
sviðum t.d. til að bæta kjör fólks. Sjálfur
sagðist hann ekki sjá að forseti hefði áhrif
og nefndi hann í því sambandi að forseti
þyrfti samþykki utanríkisnefndar ef hann
ætlaði á friðarráðstefnu erlendis. Guðrún
svaraði því til að forseti hefði sjálfstæðar
skoðanir og eigi að hafa hugrekki til að halda
þeim fram þrátt fyrir að þær gangi í berhögg
við stjórnvöld. Hlustað sé á hvað forseti segi.
Hægt sé að hafa áhrif með því að vera sýni-
legur þátttakandi og þannig sé hægt að
leggja málum lið. Forseti geti haldið málum
vakandi og bent á grundvallaratriði eins og
betri lífskjör fólks, en hann skapi ekki leiðirn-
ar að markmiðunum. Það verði aðrir að gera.
En þvert á móti geti hann haldið vakandi
umræðu um bætt lífskjör og þannig ljáð
mikilvægum málum lið.
Guðrún var ennfremur spurð hvort hún
ætlaði að beita sér fyrir útflutningsmálum.
Hún sagði að forseti geti aukið vægi íslenskr-
ar menningar heima og erlendis, svo og ís-
lenskrar framleiðslu og þar með útflutnings.
Forseti geti hjálpað til að ryðja brautir og
slegist í lið með útflytjendum, en forseti sé
ekki og verði ekki bjargvættur.
Að lokum var Guðrún spurð álits á nýj-
ustu skoðanakönnunninni. Hún sagðist vera
ánægð með útkomuna og sjá að dregið hefði
saman með henni og Pétri Hafstein. Könn-
unin sýni að fólk sé óhræddara við að fylgja
sannfæringu sinni. Neikvætt sé ef fólk íeggi
atkvæði sín sem stein í götu einhvers frekar
en að styðja við þann sem það telur vera
besta kostinn. Guðrún taldi að fleiri væru
orðnir ákveðnari að kjósa samkvæmt hug
sínum og hjarta.
KÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR DAGANA 22. og 23. JÚNÍ
Fylgi einstakra frambjóðenda, skipt eftir menntun þátttakenda
Ástþór
Guðrún Agnarsdóttir Magnússon
Niðurstöður eftir
1. og 2. spurningu
Ólafur Ragnar Grímsson
Pétur Kr. Hafstein
|41,7%
3 33,3%
]20,1%
Nám á háskólastigi i
Bókl. á framk. sk.st.
135,7%
....... 128.7%
829,1%
Iðnnám l
Starfsnám Q
GrunnskY landspr. Q
□ 42,3%
149,3%
□ 48,8%
3 42,6%
133,8%
134,2%
□ 30,4%
132,2%
24,1%
□ 15,4%
□ 13,7%
□ 16,3%
□ 3,5%
@4,3%
□ 8,5%
02,7%
□ 4,6%
Fylgi einstakra frambjóðenda, skipt eftir starfsgreinum Niðurstöður eftir , 1. og 2. spurningu Olafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guðrun Agnarsdottir Ástþór Magnússon
Stjórnendur og emb. □ □ 43,8% 139,6% | 110,4% □ 6,3%
Sérfræðingar □ □ 40,5% i |31,0% I 123,8% □ 4,8%
Tæknar/skrifst.fólk □ □ 33,6% □ 43,6% I |21,8% J 0,9%
Ým. þjón./afgreiðsla □ □ 36,1% | 132,5% I 126,0% □ 5,3%
Iðnaðarmenn I □ 43,2% I 135,8% |. 114,8% □ 6,2%
Siómenn oq bændur þ 166,1% I 121,4% I 110,7% □ 1,8%
Verkafólk □ □ 54,8% I "\ 125,0% l 111,5% □ 8,7%
Ekki útivinnandi □ □ 20,8% | 137,5% l 135,4% □ 6,3%
Þeir sem gáfu upp hvern þeir hyggðust kjósa voru spurðir:
Hversu ákveðinn ert þú í stuðningi þínum við þann sem þú hyggst kjósa?
Eftir aldri Mjög ákveðinn:Eftír menntun Mjög ákveðinn:
60-75 ára
45-59 ára
35-44 ára
25-34 ára
18-24ára
72,5%
63,3%
T1 46,7%
54,1%
Námáháskólastigi □:A ’ ■
Bókl. á framk. sk.st.
Iðnnám □
Starfsnám □
Grunnsk./ landspr. □
50,4%
50,7%
46,5%
] 67,1%
0 60,8%
Greint eftir því hvað menn kusu í síðustu Alþingiskosningum Mjög ákveðnir:
Kusu Kusu Kusu Kusu Kusu Kusu
Alþýðuflokk Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag Kvennalista
54,2%
Framsóknarfl.
. 55,0%
53,5%
69,4%
66,7%
Könnun Félagsvísindastofminar
Eldri kjósendur mun
ákveðnari en þeir yngri
KJÓSENDUR í elstu aldurshóp-
unum eru mun ákveðnari í stuðn-
ingp sínum við þann forsetafram-
bjóðanda sem þeir hyggjast kjósa
en þeir sem yngri eru, skv. skoð-
anakönnun Félagsvísindastofn-
unar fyrir Morgunblaðið sem
gerð var 22. og 23. júní.
Rúmlega 72% kjósenda á aldr-
inum 60-75 ára, sem hafa þegar
tekið afstöðu til frambjóðenda,
segjast vera mjög ákveðin í stuðn-
ingi sínum og rúm 63% fólks á
aldrinum 45-59 ára. Yngstu kjós-
endurnir, 18-24 ára, eru hins veg-
ar ekki eins ákveðnir í afstöðu
sinni en rúm 39% þeirra sögðust
vera mjög ákveðin í stuðningi sín-
um.
Kjósendur Alþýðubandalags
og Kvennalista ákveðnari
Svarendur í könnuninni sem
sögðust hafa kosið Alþýðubanda-
lag eða Kvennalista í seinustu al-
þingiskosningum eru til muna
ákveðnari í stuðningi sínum við
þann frambjóðanda sem þeir ætla
að kjósa en stuðningsmenn ann-
arra flokka eða tæp 70% kjósenda
Alþýðubandalags og um 67% kjós-
enda Kvennalista. Rúmlega helm-
ingur kjósenda annarra flokka
sagðist vera mjög ákveðinn í
stuðningi sínum.
Nokkur munur er á afstöðu
kjósenda ti! frambjóðenda eftir
menntun og einnig hversu
ákveðnir þeir eru í stuðningi sín-
um. Tæplega helmingur svarenda
sem lokið hafa grunnskólaprófi,
landsprófi eða starfsnámi segjast
styðja Ólaf Ragnar Grímsson en
hann á innan við 30% fylgi meðal
þess hluta svarenda sem á bóklegt
framhaldsnám að baki og tæp 36%
meðal fólks njeð háskólamenntun.
42,6% kjósenda sem hafa stundað
bóklegt framhaldsnám styðja Pét-
ur Hafstein en um 29-34% kjós-
enda sem eru með annars konar
menntun lýsa yfir stuðningi við
hann. Rúm 32% kjósenda sem
stundað hafa nám á háskólastigi
styðja Guðrúnu Agnarsdóttur en
14-15% kjósenda með starfsnám
og iðnnám að baki segjast styðja
hana. 8,5% svarenda sem stundað
hafa iðnnám lýsa yfir stuðningi
við Ástþór Magnússon.
Um 60% kjósenda sem lokið
hafa grunnskólaprófi og um 67%
svarenda sem eiga starfsnám að
baki segjast vera mjög ákveðin í
stuðningi sínum við þann fram-
bjóðanda sem þeir ætla að kjósa.
Innan við helmingur kjósenda
með iðnnám er mjög ákveðinn í
stuðningi sinum og hið sama á við
um helming kjósenda sem lagt
hafa stund á bóklegt framhalds-
skólanám eða háskólanám.
Ólafur Ragnar Grímsson á mun
meira fylgi meðal sjómanna,
bænda og verkafólks en aðrir for-
setaframbjóðendur. Hann á einn-
ig nokkru meira fylgi meðal
stjórnenda og sérfræðinga en
aðrir. Pétur Hafstein á meira
fylgi en aðrir frambjóðendur
meðal skrifstofufólks, en hann
sækir einnig mikið fylgi til stjórn-
enda, embættismanna og fólks
sem er ekki útivinnandi. 35,4%
kjósenda sem ekki eru útivinn-
andi styðja Guðrúnu Agnarsdótt-
ur og hún sækir einnig mikið fylgi
til afgreiðslufólks og sérfræö-
inga. 8,7% verkafólks styðja Ást-
þór Magnússon og rúm 6% stjórn-
enda, embættismanna, iðnaðar-
manna og fólks sem er ekki úti-
vinnandi segjast ætla að kjósa
hann.