Morgunblaðið - 26.06.1996, Side 13

Morgunblaðið - 26.06.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 13 FORSETAKJÖR ’96 Ólafur Ragnar Grímsson á fundi í Granda Pétur Kr. Hafstein kynnti sjónarmið sín víða Málskotsréttur ofar- Forseti á ekki að vera lega í huga kjósenda pólitískur áttaviti ÓLA.FUR Ragnar Grímsson forsetafram- bjóðandi heimsótti starfsfólk fiskvinnslufyr- irtækisins Granda í Reykjavík sl. mánudag ásamt konu sinni, Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur. Olafur Ragnar sagði m.a. í ávarpi að í stjórnskipan lýðveldisins væri málum tví- mælalaust skipað á þann veg að forsetinn væri einn af máttarstólpum lýðræðisins. Forsetinn hefði samkvæmt stjórnarskránni mikilvægan rétt til að vísa málum til þjóð- arinnar ef hann teldi þau vera það afdrifa- rík að þjóðin ætti að hafa um þau síðasta orðið. Olafur sagðist skynja að málskots- rétturinn væri ofarlega í huga kjósenda og hann tók fram að ef aðild að ESB kæmi til umræðu teldi hann að efna ætti til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Sagði Ólafur að það væri í sívaxandi mæli verkefni forsetans að tryggja hags- muni og orðstýr íslendinga á alþjóðavett- vangi. Það væri að hans dómi tvímælalaus verkskylda forseta að taka þátt í að efla atvinnulífið, bæta lífskjörin og auka tekj- urnar af útflutningsatvinnuvegunum, þann- ig að unnt væri að auka kaupmáttinn, stytta vinnuvikuna og efla framlög til velferðar- mála. Forseti sé virkur þátt- takandi í þjóðlífinu Ólafur Ragnar sagði ennfremur að það væri mikilvægt að forseti íslands væri virk- ur þátttakandi í þjóðlífinu, en ekki fjarlæg- ur embættismaður á Bessastöðum. Hann sagði að vegna þeirra miklu samgöngubóta sem átt hefðu sér stað á síðustu áratugum gæti forsetinn brugðið sér hvert á land sem er í dagstund eða hluta úr degi, ef íbúar teldu mikilvægt að hafa hann sér við hlið. Ólafur sagði það skoðun sína að forsetinn ætti að vera viðstaddur ýmiss konar kapp- leiki og íþróttaviðburði og lýsti furðu sinni á því að sumum þætti það ekki sæma forset- anum að sækja slíkar samkomur. Mikilvægt fyrir íslendinga að eiga tónlistarhús Eftir að forsetaframbjóðandinn hafði lok- ið máli sínu gafst starfsmönnum Granda kostur á að leggja fyrir hann spurningar. Aðspurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss sagði Ólafur Ragnar að það gæti verið mikilvægt fyrir íslendinga að eiga hús af þessu tagi, sem hægt væri að nýta í margvíslegum til- gangi. Hann sagðist telja að nú þegar lokið væri byggingu Þjóðarbókhlöðunnar og end- urbótum á Þjóðleikhúsinu og Þjóðminjasafn- inu væri bygging tónlistarhúss ef til vill næst á dagskrá. Ekki urðu spurningarnar fleiri að þessu sinni því starfsmenn þurftu að hverfa aftur til vinnu sinnar að loknu hádegishléi. PÉTUR Kr. Hafstein forsetaframbjóðandi heimsótti fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík, Garðabæ og Keflavík í gærdag ásamt Ingu Ástu konu sinni. Komu þau hjón meðal ann- ars við í mötuneyti Heklu hf. í hádeginu þar sem Pétur gerði starfsmönnum grein fyrir áherslum sínum í kosningabaráttunni og svaraði spurningum viðstaddra. I ávarpi kynnti Pétur hugmyndir sínar um hlutverk forseta og stöðu í þjóðlífinu og lagði áherslu á að forseti beitti áhrifum sínum af yfirvegun, hlutleysi og dómgreind. Pétur sagði línur greinilega að skýrast í afstöðu frambjóðenda nú skömmu fyrir kosningar og lýsti þeirri skoðun að forseti ætti ekki að leggja pólitískt mat á hvort væri að myndast „bil milli þings og þjóðar" eins og Ólafur Ragnar Grímsson hefði á orði. Forseti ætti ekki að vera pólitískur áttaviti eða að nýta málskotsréttinn eftir pólitískum geðþótta. Þá sagði Pétur kosningabaráttan væri póli- tískari en góðu hófi gegndi, sem skýrðist af framboði tveggja stjórnmálamanna, annar hverra hefði lengi tekið þátt í orrahríð stjórn- málanna. Pétur lagði áherslu á að forseti sýndi gott fordæmi og veitti leiðsögn. Við hæfi væri að hann léti sig varða ýmis þjóðfélagsmál. Hann ætti alls ekki að vera skoðanalaus en jafn- framt að gæta þess að standa utan við flokks- pólitískar deilur. Nefndi hann sérstaklega mannréttindi, umhverfismál og fíkniefna- vandann, sem hann hefði kynnst af eigin raun í embætti. Einn fundarmanna spurði Pétur hvers vegna hann teldi að kjósendur ættu að greiða honum atkvæði sitt. í svari sínu lagði hann frekari áherslu á viðhorf sitt til hlutverks forsetans í þjóðlífinu og aðhalds í rekstri embættisins, sem enginn annar frambjóðenda boðaði. Þá sagði Pétur framboð sitt ekki sprottið af pólitískum rótum og að forseti ætti að rækta sambandið við þjóðina utan hátíðis- og tyllidaga. Pétur var einnig spurður um álit sitt á skoðanakönnunum og framgangi fjölmiðla í kosningabaráttunni. Sagði hann að svo virt- ist sem sumir legðu meira kapp á að hanka frambjóðendur á einhveiju eða að finna á þeim snögga bletti. Vissulega þyrftu fram- bjóðendur að sætta sig við opinskáa umfjöll- un og að líf þeirra væri sem opin bók en umræðan þyrfti að vera málefnaleg. Hvað skoðanakannanir áhrærir sagði Pétur þær sjálfsagðar til upplýsingar en einnig að þær gætu verið skoðanamyndandi og kvað vanta reglur um meðferð þeirra. Til dæmis mætti setja reglur um að kannanir væru ekki birtar síðasta dag fyrir kjördag og dag- inn sem kosning færi fram. Pétur var loks spurður að því hvort búast mætti við hestasteini við Bessastaði næði hann kjöri svo menn gætu komið ríðandi að forsetabústaðnum. Svaraði Pétur þá að von- andi yrðu þeir fleiri en einn og að í hans forsetatíð yrðu hross í túninu að Bessastöð- um. ' m Koma spariskírteinin þín til innlausnar 1. júlí og 10. júlí 1996? Tökum við skipt Ú i spariskx iútboð ti hádegi í Irteinum fyrir Ikl. 12 dag. Ráðgjafar VÍB og um land allt vt áframhaldar \ verðhréfafulltrúar íslandsbanka ?ita þér aðstoð við að tryggja idi öryggi og góða ávöxtun. éerið velkomin. FORYSTA í FJÁRMÁÍ 1 8 VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. ^ • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.