Morgunblaðið - 26.06.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.06.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 21 tflitti Sarak OaUerí Sara, Hafaarfirii Hafaarfirli Kosningar í vændum SUÐUR-afrískur stjórnmála- maður sýnir fréttamönnum sprengjuvörpu er var meðal vopna er lögreglan gerði upp- tæk á gistiheimili farandverka- manna í Umlazi, skammt frá borginni Durban í Natal-héraði. Gífurlegar ,öryggisráðstafan- ir eru.vegna yfirvofandi kosn- inga í Natal og hefur lögregla handtekið fjölda manns og gert mikinnfjölda vopna upptækan. Mikið hefurverið um pólitískt ofbeldi og morð í Natal á undan- förnum árum eh veruflega hefur dregið ur því að undanförnu Ivegna ájðgerða' lögreglu og hef- ur það yakið upp vonir um að ír geti farið fram á irhátt. .------- Kohl fram kosmngarn, friðsámlega í fimmta sinn? HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hefur tjáð vinum slnum og nánustu stuðningsmönnum að hann hyggist gefa kost á sér til setu fimmta kjörtímabilið I röð er næst fara fram kosningar í Þýska- landi árið 1998. Þetta kemur fram í þýska viku- blaðinu Bild am Sonntag, sem kveður vísbend- 1 ingu í þessa veru einnig hafa kom- ið fram hjá kansl- aranum á blaða- mannafundi þar sem hann ræddi hugmyndir sínar um umbætur á eftirlauna- og skattakerfinu í Þýskalandi. „Ég vil hefja kosn- ingabaráttuna með því að hafa gengið frá samþykkt lagafrum- varpa en ekki þurfa að burðast með yfirlýsingar um ætlanir ríkis- stjórnar minnar,“ sagði kanslar- Helmut Kohl mn. Kohl hefur verið kanslari frá 1982. Hann er nú 66 ára gamall. Hann hefur fram til þessa ekki viljað segja af eða á um hvort hann hyggist sækjast eftir endur- kjöri í næstu kosningum en hins vegar hefur enginn komið fram innan flokks kanslarans, Kristi- lega demókrataflokksins (CDU), sem líklegur þykir til að keppa við hann um útnefninguna. Kohl kanslari þykir nú þegar búinn að tryggja sess sinn á spjöld- um sögunar. Hann var kanslari er Þýskaland var sameinað 1990 og hefur í nóvember á þessu ári setið lengst allra kanslara á valda- stóli á þessari öld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.