Morgunblaðið - 26.06.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 26.06.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 29 Sameinumst um traustan forseta Um hvað snýst leikurinn og hveijir eru með? I FORSETAKOSNINGUNUM þann 29. júní nk. er valið á milli fjögurra frambjóðenda. Einn er embættismaður úr dómskerfmu, einn stjórnmálamaður með alþjóðleg friðarstörf að baki, einn kaupsýslu- maður og talsmaður alheimsfriðar og ein fyrrum þingkona, sem er læknir að mennt og hefur starfað að jafnréttis-, friðar- og mannrétt- indamálum. Allt eru þetta hæfír frambjóðend- ur, en því miður virðast sumir kjós- endur ekki ætla að kjósa þann fram- bjóðanda, sem þeim finnst hæfast- ur. Margir, sem ætla að styðja Ólaf Ragnar Grímsson, gera það einung- is til að tryggja að Pétur komist ekki inn og sama gildir þegar höfð eru nafnavíxl í þessari leikfléttu. Undirritaður var í þessum hópi þar til nýlega. En eitt lítið samtai rykkti mér niður á jörðina og hef ég nú ákveðið að kjósa þann og aðeins þann sem ég treysti best og trúi að mesta sáttin náist um. Atök kljúfa þjóðina Hefðbundinn „hanaslagur" tveggja manna, í þetta sinn í hlað- varpanum á Bessastöðum, klýfur nú tugþúsundir Islendinga í tvær andstæðar fylkingar. Óttast ég að svo dýrkeypt geti atið orðið í þetta sinn, að heil þjóð hafni í raun þeirri manneskju, sem hún hefur að öllum líkindum þegar valið í hug sínum og hjarta og treystir best til þjóðar- forystu. Eg tók þátt í hverfísbardögum í æsku, þar sem einn hrópaði og hin- ir fylgdu í ákveðinni virðingarröð. Fylkingum undir stjórn lágvaxinna leiðtoga laust síðan saman og því gat fylgt sært stolt og jafnvel lík- amsmeiðsli. Með þá karlmannsímynd sundr- ungar og flokkadrátta að vegar- nesti, sem festi rætur í hugum okk- ar í þessu umhverfi, héldum við margir út í lífið og trúðum því að svona ætti þetta að vera. Ungir karlmenn sækja ímynd sína ekki eingöngu í hverfisbardaga heldur einnig í umhverfi kvikmynda, tölvuleikja eða jafnvel-ríkjandi styij- alda í heimalandinu eða næsta ná- grenni. Það þarf vart að fjölyrða um afleiðingarnar - það nægir að horfa á sjónvarpsfréttir daglega í því sambandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar eins og kom í ljós í gömlu Júgóslavíu, þar sem hana- slagurinn komst á mjög alvarlegt stig. Eg tel mig sjá visst samband á milli gömlu hverfisbardaganna, þar sem tveir lágvaxnir forystumenn mættust umkringdir af stuðnings- mönnum, og átaka karlmannanna tveggja í hlaðvarpanum á Bessa- stöðum, þar sem yfir helmingur þjóðarinnar tekur þátt. Aðferðirnar í atinu eru kannski fágaðri, en und- irtónninn sá sami: Flokkadrættir og sundrung, þar sem hvorugur aðilinn getur hugsað sér hinn og því er „barist“ af heift, auk þess sem fólk er oft ekki sátt við þann sem það kýs að endingu. Þjóðarsátt í stað sundrungar En það er til annar möguleiki en sá að taka þátt í þessum átökum. Ég álít nú að hin hefðbundnu átök karlmanna verði að víkja fyrir öðru betra til að friður náist, og að kona með einlægan og djúpan friðarvilja komi í karlmanns stað. Mér sýnist nokkuð öruggt, að stór hópur fólks, sem tekur hér þátt í óvægnum átök- um, vilji í raun Guðrúnu Agnarsdótt- ur. Skoðanakannanir sýna óyggj- andi, að mikill meirihluti fylgjenda Péturs og Ólafs Ragnars getur vel hugsað sér Guðrúnu Agnarsdóttur sem forseta íslands. Þeim, sem til- heyra þessum meiri- hlutahópi og óttast mest að Pétur komist inn en Ólafur ekki eða öfugt og tefla því ref- skák með atkvæði sitt af þeim sökum, vil ég segja þetta: Hikið ekki við að rífa ykkur laus úr þessum niðurlægj- andi og hættulega leik. Það er verið að spila með okkur. Hvern mynduð þið kjósa, ef þið fylgduð aðeins ykk- ar innri rödd? Um Guðrúnu Agn- arsdóttur má í sundr- andi átökum ná víð- tækri þjóðarsátt vegna mannkosta hennar og starfsaðferða sem hún beitir, en ekki síður vegna starfsað- ferða sem hún aldrei mun beita vegna þess að eðli hennar leyfír ekki slíkt. Guðrún hefur sýnt og sannað í störfum sínum og málflutn- ingi að hún er málefnaleg hugsjóna- kona, sem sameinar fremur en sundrar og heldur sig utan við ill- deilur, róg og skítkast. Guðrún Agnarsdóttir var kosin á þing til höfuðs gömlum hefðum í þjóðfélaginu og ríkjandi flokkakerfi. Hún var því aldrei stjórnmálamaður í hinum hefðbundna skilningi þess orðs. Hún markaði hins vegar þátta- skil í íslandssögunni þegar hún lét af þingmennsku á miðju seinna kjör- tímabili sínu og vék fyrir annarri konu til þess að standa við gefin kosningaloforð þar um og ijúfa þrá- setumunstrið á Alþingi. Þetta skil- aði árangri, þó að enn sé ójafnvægi og misrétti alltof mikið. Leið friðar og jafnréttis Ég man ljóslega hvaða tilfinn- ingaleg áhrif framboð íslenskra kvenna hafði meðal íslenskra karl- manna á síðasta áratug, þá ekki síst hvað sjálfan mig varðar. Okkur karldýrunum varð skyndilega ljóst, að hefðbundnum virðingarsætum, tylli- og áhrifastöðum karla í þjóðfélaginu fækkaði og eðli þeirra breyttist um leið. Man ég t.d. eftir deilum um leikfangahorn fyrir börn í höfuðstöðvum íslensks stjórnmála- flokks í þessu sam- bandi. Þeir sem hlustuðu á þingræður Guðrúnar Agnarsdóttur á því sex ára tímabili sem hún sat á Alþingi muna, að þegar hún tók til máls þá hlustuðu allir. Þingheimur þagnaði og þjóðin hlustaði. Sárt var að sjá á bak henni, er hún yfirg- af þingsali til að standa við gefin loforð og tryggja örari útskiptingu og eðlilega endurnýjun í þjóðarfor- ystunni, m.a. á Alþingi. Margir vildu að hún héldi „samt“ áfram, en skoð- anir og sannfæring Guðrúnar Agn- arsdóttur og kynsystra hennar voru aldrei til sölu hvað sem í boði var. Var þetta nýlunda á vettvangi ís- lenskra stjórnmála. Þessi hæfa þingkona hætti þing- mennsku til þess að láta verkin tala og standa við gefin loforð. Nú gefst okkur kostur á að sjá hana í emb- ætti forseta íslands, með karlmann og eiginmann að bakhjarli - ný og æskileg fyrinnynd. _ Ég trúi því að íslendingar geti helst sameinast sáttir um Guðrúnu Agnarsdóttur vegna mannkosta hennar. Nái hún kjöri horfi ég með sérstakri tilhlökkun til framtíðar vegna þess að ég er sannfærður um að óskilyrtu jafnrétti á milli kynja fylgi friður meðal manna, og með því að velja Guðrúnu færumst við sannarlega nær jafnrétti og friði. Þess vegna kýs ég Guðrúnu Agnars- dóttur nú. Erum við ekki allir orðnir örþreyttir á þessu hanaati? JÓN BÖRKUR AKASON Höfundur er stýrimaður. VAR kosningabar- áttan komin í flokks- pólítískan farveg þegar Guðrún Pétursdóttir dró sig í hlé þ. 19. júní? Það var mat Guðrúnar og máli sínu til stuðn- ings nefndi hún að fjöl- margir hefðu lýst yfir samstöðu við sig en jafnframt lýst áhyggj- um af því að atkvæði greitt sér dytti dautt niður. En hvað segir fylgi frambjóðenda og málflutningur um þennan undirtón sem Guðrún túlkar sem flokkspólitískan? Hvað fylgið snertir eru þetta ekki einhlít sannindi. Vissulega hef- ur Ólafur Ragnar obbann af Al- þýðubandalaginu bak við sig, en það dugir þó skammt til að skýra allt hans fylgi. Túlkun Guðrúnar á að einhveiju leyti við um Pétur Hafstein sem hefur mikið af sínu fylgi frá Sjálfstæðismönnum. Að öðru leyti eru þræðirnir flóknir. Hvað málflutning varðar er þetta líka hálfsannleikur. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að menn eru varkárir í yfirlýsingum í baráttu sem þessari, er ekki grundvallar- munur á Ólafi og Pétri í flokkspóli- tískum skilningi. Ólafur hefur lagt áherslu á viðskiptatengsl og mark- aðshagsmuni íslendinga, hann er business- minded og hefur fengið samúð þeirra sem vilja veg ís- lenskra fyrirtækja erlendis sem mestan. Pétur hefur, sem svokallað- ur ópólitískur frambjóðandi, lagt áherslu á skyldur forseta inn á við, ráðdeild og sparnað í hvívetna. Vilji menn endilega ræða á flokkspóli- tískum nótum er nær lagi að túlka tvímenningana sem fulltrúa mis- munandi sjónarmiða innan Sjálf- stæðisflokksins, Pétur íhaldsstefnu og Ólafur fijálslyndis. Ólafur hefur t.d. ekki lagt áherslu á að afrakstri þess markaðsávinnings og þeirra viðskipta- tengsla sem verði aflað fyrir hans atbeina, verði jafnað niður á þegna íslands. Og enn má nefna að sú ímynd sem báðir tefla fram: sterkur karl í forgrunni með maka sér að baki (Reagan) - eða við hlið (Clinton), samræmist frekar þeirri fjöl- skyldusýn sem menn hafa tengt Sjálfstæðis- flokki eða Framsókn- arflokki. Um hvað snýst þá leikurinn? Skoðana- könnun DV og Stöðvar tvö á föstu- daginn sýndi sterka pólamyndun þar sem stuðningsmenn hvors fyrir sig vildu alls ekki hinn. í uppsigl- ingu var einvígi milli tveggja karla, en einvígið er sem kunnugt er ein hinsta staðfesting karlmennskunn- ar. í umræðunni hét það vitaskuld að tveir flokkspólitískir frambjóð- endur tækjust á. Sú orðræða sem maraði í miðju kafi sagði hins veg- ar að röðin væri komin að karl- manni, og að sá kvenframbjóðandi sem eftir væri lenti auðvitað í klemmu milli Péturs og Ólafs eins og sú sem horfin var af vettvangi. Þótt ákvörðun Guðrúnar Pétursdótt- ur sé umdeild kom hún öldugangi á umræðuna og sýndi að talið um flokkspólitík er mikil einföldun. Síðustu dagar sýna að þjóðin gerir sér nú grein fyrir því að fjór- ir frambærilegir einstaklingar eru i kjöri til forseta; þjóðin skilur að kosningarnar snúast ekki um blóð- ugt uppgjör milli stuðningsmanna tveggja karlframbjóðenda, heldur að velja heiðarlega, heilsteypta og trúverðuga manneskju í embætti forseta Islands. ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR Höfundur er félagsfræðingur. Jón Börkur Ákason Þorgerður Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.