Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 31
30 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BREYTINGAR A
LÁNAMARKAÐI
IRAUN hafa orðið gífurlegar breytingar á innlendum
lánamarkaði á undanförnum misserum. Það er liðin
tíð, að forstöðumenn lánastofnana sitji sem eins konar
skömmtunarstjórar á fjármagni. Þess í stað auglýsa
lánastofnanir eftir lántakendum og bjóða betri kjör,
lengri lánstíma og lægri vexti, ef góðar tryggingar
eru fyrir hendi eins og sjá má m.a. á síðum Morgun-
blaðsins.
Þetta er ekki breyting heldur bylting. Óhætt er að
fullyrða, að þetta er í fyrsta skipti á lýðveldistímanum,
sem svo er komið, að fjármagn er ekki skammtað á
íslandi heldur stendur þeim til boða, sem hafa trygging-
ar og sannanlega möguleika á að standa við skuldbind-
ingar.
Með þessari byltingu, sem hefur orðið á nokkrum
síðustu misserum má segja, að eitt síðasta vígi skömmt-
unarkerfisins sé fallið. í stað skömmtunar, sem oft
og kannski oftast byggðist á persónulegum eða póli-
tískum tengslum gilda nú lögmál hins fijálsa markað-
ar á lánamarkaðnum. Fjármálastofnanir keppa nú jafnt
um innlánsfé sem útlán.
Skömmtunarkerfið á fjármálamarkaðnum átti áreið-
anlega þátt í að beina fjármagni í óarðbærar fjárfest-
ingar. Það kerfi gat gengið á meðan vextir voru nei-
kvæðir og óðaverðbólgan greiddi lánin upp en sparifjár-
eigendur sátu eftir með sárt ennið. Verðtrygging og
háir raunvextir kipptu fótunum undan þessu kerfi og
áttu umtalsverðan þátt í gjaldþrotum undanfarinna
ára og miklum útlánatöpum bankanna.
Lögmál hins fijálsa markaðar ríkja nú á fjármagns-
markaðnum. Skömmtunarkerfið hefur að vísu skotið
upp kollinum á nýjum sviðum, svo sem í úthlutun kvóta
til fiskiskipa og sjónvarpsrása til sjónvarpsstöðva, svo
að dæmi séu nefnd. Markaðskerfið á eftir að bijóta
þessi skömmtunarkerfi niður eins og hin fyrri.
EINANGRUN BRETA
ÞAÐ VÆRI hæpið að kalla þá niðurstöðu er náðist
í kúariðudeilunni við upphaf leiðtogafundar Evr-
ópusambandsríkjanna um helgina sigur fyrir málstað
Breta.
Ákveðið var að aflétta banninu í áföngum en engar
tímasetningar nefndar í því sambandi. Þriðju ríki geta
sótt um það til framkvæmdastjórnarinnar að fá að
flytja inn breskt nautakjöt og verða slíkar beiðnir af-
greiddar í samráði við vísindamenn.
Það má gera ráð fyrir, að það taki langan tíma þar
til útflutningur á bresku nautakjöti hefst á ný og enn
lengri tíma áður en eftirspurn verður eftir því á almenn-
um neytendamarkaði.
Deila þessi hefur haft alvarleg áhrif á stöðu breskra
nautabænda en ekki síður á stöðu Breta innan Evr-
ópu. Frá því í maí hafa bresk stjórnvöld fylgt þeirri
stefnu að trufla starfsemi ESB og stöðva ákvarðanir
í öllum málum þar sem þær verða að vera samhljóða.
Engin dæmi eru um jafnróttækar aðgerðir í sam-
starfi aðildarríkjanna síðustu þijá áratugi. Þrátt fyrir
það hafa Bretar ekki náð fram kröfum sínum. Bresku
stjórninni hefur hins vegar tekist að einangra Breta í
Evrópusamstarfinu og æsa upp bresku þjóðina gegn
vinaþjóðum sínum á meginlandinu. Ihaldsflokkurinn
virðist staðráðinn í að láta næstu kosningar snúast
um Evrópumálin þó svo að það gæti klofið flokkinn,
skipt þjóðinni í tvær fylkingar og rekið fleig milli Bret-
lands og annarra Evrópuríkja.
Áður en kúariðudeilan kom upp voru háværar radd-
ir innan ESB um að bíða með niðurstöðu á ríkjaráð-
stefnunni þar til þingkosningar hefðu farið fram í
Bretlandi. Eftir átök síðustu vikna má fastlega gera
ráð fyrir að takmarkað tillit verði tekið til breskra
sjónarmiða á ráðstefnunni og að Bretar eigi erfitt með
að hafa áhrif á þróun ESB á næstu árum.
PRESTASTEFNA
Vona að ákvörð-
un um starfslok
stuðli að friði
Olafur Skúlason biskup Islands segir í yfirlitsræðu sinni
að hann muni láta af störfum eftir hálft annað ár
OLAFUR Skúlason, biskup
íslands, sagði í yfirlits-
ræðu sinni við setningu
prestastefnu að í kirkju-
starfinu væri yfirleitt, og sem betur
fer um landið allt, komið til móts við
þarfir íbúanna eins og vera bæri, en
þó hefði napur vindur gnauðað og
sumir þess vegna fundið sig á ber-
angri fjarri kirkjulegri vernd og hlífð.
„Ég ætla ekki að rifja upp átök
liðinna mánaða, svo fersk eru þau
enn í huga, aðeins lýsa því hér yfir
á prestastefnu svo sem ég hef iðulega
gjört, að það hefur verið mér þyngri
raun en orð fá túlkað, að vegna ásak-
ana á mig hafa sóknarbörn horfið frá
söfnuði sínum með því að segja skilið
við þjóðkirkjuna. Að vísu eru aðrar
ástæður líka tilgreindar, en það fer
ekki milli mála, að ásakanir á hendur
biskupi og óvægin umfjöllun svo
meir líkist árásum en hlutlægri skoð-
un, er í efstu rim skýringa á því hvers
vegna fólk hefur snúið baki við kirkj-
unni og söfnuði sínum. Það er ekki
unnt að loka augum fyrir því að
ýmis átök hafa gert boðunina tor-
tryggilega," sagði Olafur.
Hann sagði að senn yrði fagnað
þúsund ára kirkjustarfi á Islandi, og
spyija bæri þeirrar spurningar hvern-
ig best mætti standa að verki svo að
kynslóðir næsta árþúsunds fengju
notið, og væri það verkefni presta-
stefnunnar í ár.
„En friður um fólk og friður í kirkj-
unni er oft á tíðum forsenda þess að
einhverju miði. Árið tvö þúsund á að
hafa mikinn viðmiðunarþunga fyrir
kirkjuna í heild sinni og íslenska þjóð,
rétt eins og það hefur líka áhrif í
sögu einstaklinga. Fæðingarár mitt
til dæmis veldur því að ég gæti ekki
verið í þjónustu kirkjunnar þetta stóra
ár, og að öðru jöfnu mundi ég láta
af embætti ári fyrr. Það sjá allir að
ekki væri gott fyrir nýjan biskup að
koma að hátíðahöldunum án þess að
hafa hönd í bagga með undirbúningi
og nokkrum aðdraganda. Ég hef því
ákveðið að sækja um lausn frá emb-
ætti mínu áður en aldursmörk gera
skylt. Ég hyggst gegna embætti mínu
í hálft annað ár enn, bæði til þess
að geta sinnt ýmsum málum hér
heima sem og á vegum Lúterska
heimssambandsins, þar sem mér hef-
ur verið falin nokkur ábyrgð, en þing
þess verður haldið næsta sumar á
fimmtíu ára afmæli samtakanna, auk
þess sem fyrirhugaður er fundur nor-
rænna biskupa að ári.
Þá efa ég það heldur ekki að það
mundi ekki farsælt að efna til bisk-
upskosninga núna ofan í þá umræðu
sem hefur verið undanfarið. Það skal
líka viðurkennt að ásakanimar á
hendur mér og ótrúlega neikvæð
umfjöllun í sumum fjölmiðlum hefur
haft sín áhrif. Þótti mér það sláandi
dæmi um ástandið og stöðu mína að
ekki virðist einu sinni hægt að und-
irbúa forsetakosningar án þess að
nafn mitt sé dregið inn í umræðuna
með lítt þægilegum hætti.
Vona ég að þessi ákvörðun mín
um starfslok stuðli að friði innan
vébanda kirkjunnar og utan hennar
einnig. I þeim tilgangi fyrst og fremst
er þetta skref stigið. Hef ég hugsað
þetta nokkra hríð, en ætlaði ekki að
tilkynna fyrr en síðar vegna tvö þús-
und ára hátíðahaldana. En aðstæður
breytast með umfjöllun, svo að ég
kýs að greina frá þessu nú og hef
Ein fjölmennasta prestastefna sem
haldin hefur veríð hófst í gær með messu í
Dómkirkjunni en setningarathöfn var í Digra-
neskirkju að viðstöddum forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur, og Þorsteini Pálssyni
kirkjumálaráðherra. í ræðu sem biskup
íslands, hr. Ólafur Skúlason, flutti við
setningarathöfnina lýsti hann því yfír að hann
hefði ákveðið að sækja um lausn frá emb-
ætti áður en aldursmörk gerðu skylt og sagð-
ist hann ætla að gegna embættinu í hálft
annaðárenn,eðatilársloka 1997.
tilkynnt kirkjumálaráðherra þessa
ákvörðun mína,“ sagði Olafur.
Aukin umfjöllun um
kynferðislega áreitni
Ólafur sagði fjölmiðlaöld setja mik-
inn svip á samfélagið og móta það
meir en menn kærðu sig um að viður-
kenna. Hinn gagnrýni fjölmiðill væri
nauðsynlegur, en á honum hvíldi mik-
il ábyrgð. Sagði hann kirkjuna og
kirkjunnar þjóna hafa orðið fyrir
barðinu á þeirri tilhneigingu fjölmiðla
að hafa meiri áhuga á að ala á spennu
og benda á átök en að upplýsa.
„Ég er ekki að afsaka, hvorki mig
né aðra, með þessu þar sem við eigum
oft sök á því að vindar hefjast og
blása næstum því ailt um koll, en
vegna þessa ættum við að sýna meiri
varkárni en títt er gætt,“ sagði hann.
Ólafur sagði að annað atriði sem
einnig gjörbreytti stöðu prestsins
væri aukin umfjöllun um kynferðis-
lega áreitni og skýrari meðvitund um
það i hveiju hún felst.
„Það fer ekki milli mála að kyn-
ferðisleg valdbeiting eða áreitni er
eitthvert það ógeðfelldasta og ógeðs-
legásta sem þjakar mannlegt samfé-
lag. Kynferðisleg misnotkun barna
veldur líka öllu heilbrigðu fólki mikl-
um áhyggjum, enda vitum við að
misnotkun bams, sérstaklega af nán-
um ættingja eða þeim sem það hefur
borið traust til, hefur áhrif allt lífið
morgunuiauiu/ ovemr
PRESTAR ganga hempuklæddir frá Menntaskólanum í Reykjavík
til messu í Dómkirkjunni í gærmorgun þegar prestastefna hófst.
og mótar títt afstöðu til fólks af gagn-
stæðu kyni auk þess sem það mótar
veruleikatúikun þess alla ævi.
Kirkjunni ber því að koma slíku
fólki til aðstoðar. Kirkjunni ber að
sinna því ekki síður en þeim öðrum
sem eiga við vandamál að stríða. Og
vitaskuld eru ekki þjónar kirkjunnar
undanskildir ábyrgð misstígi þeir sig
á þessu vandrataða einstigi. Þessi
mál eiga að hljóta umfjöllun án þess
að vera borin á torg allt frá fyrstu
stundu. Enda er vonlaust að unnt sé
að græða, bæta og sætta eftir að
fjölmiðlar hafa blásið og farið ham-
förum. Og því má kirkjan heldur ekki
gleyma, því mega prestar heldur ekki
gleyma, að sá sem ásakaður kann
að vera þjáist líka og getur liðið svo
fyrir að líf verður aldrei samt aftur.
Ékki aðeins hjá viðkomandi, heldur
líka fjölskyldunni allri og vinahópi.
Enda hefur yfirleitt verið gætt nafn-
leyndar. Það hefur fram til þessa
verið forðast að birta myndir þegar
svona mál koma upp af tillitssemi við
fjölskylduna og jafnvel þótt sekt sé
sönnuð og viðurkennd. En vitanlega
eru til undantekningar á slíkri var-
færni eins og við ættum að hafa orð-
ið vör við þessa síðustu mánuði,“
sagði Ólafur.
Alvarleg og djúpstæð átök
Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð-
herra sagði í ávarpi sem hann flutti
við setningu prestastefnu að erfiður
vetur væri að baki og þjóðkirkja ís-
lands hefði sennilega ekki á siðari
árum gengið í gegnum jafnmiklar
raunir.
„Á undanförnum mánuðum hafa
átt sér stað mjög alvarleg og djúp-
stæð átök innan þjóðkirkjunnar. Þau
hafa öðru fremur snúist um ávirðing-
ar sem bornar hafa verið á biskup
landsins og deilur milli prests og safn-
aðarstjórnar í Langholtssókn. Ýmsir
eru þó þeirrar skoðunar að hér sé
fyrst og fremst um kennileiti að ræða
og hin raunverulegu átök séu bæði
dýpri og víðfeðmari. En á það legg
ég ekki dóm.
Hefur ekki viljað draga
ríkisvaldið inn í málefnin
Vandinn sem þjóðkirkjumenn
standa frammi fyrir er hins vegar að
þessi átök hafa veikt kirkjuna. Því
verður seint trúað að það sé raunveru-
legur vilji manna eða tilgangur. En
hvað sem því líður hljóta menn nú
að velta fyrir sér hvemig Ieiðin til
nýrrar framtíðar verður best vörðuð
svo takast megi að styrkja og efla
kirkjuna á ný. Það er verkefni dags-
ins. Og gleymum því ekki að kjölfest-
an er traust þrátt fyrir ágjöfma,"
sagði Þorsteinn.
Hann sagði menn hafa eðlilega
velt því fyrir sér hvert eigi að vera
hlutverk ríkisvaldsins þegar þjóð-
kirkja landsins ætti við slíkan vanda
að stríða sem raun hefði borið vitni
á síðustu mánuðum. Ýmsir hefðu lát-
ið að því liggja að rétt væri og eðli-
legt að ráðuneyti kirkjumála blandaði
sér í einstök deiluefni og reyndi að
hafa áhrif með beinum fyrirmælum
eða stjórnvaldsaðgerðum af öðru tagi.
„í samræmi við lög landsins og
grundvallarviðhorf sjálfs mín varð-
andi stöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu
hef ég ekki viljað draga ríkisvaldið
inn í þessi málefni. Fyrir því liggja
mjög veigamikil rök. Fyrst og fremst
er á það að líta í þessu sambandi að
bregðist kirkjan því hlutverki að vera
sinnar eigin gæfu smiður hljóta að
vakna upp fjölmargar spurningar um
gildi hennar og hlutverk. Stjómvalds-
fyrirmæli úr ráðuneyti geta aldrei
komið í stað þess sáttmála sem allt
kirkjulegt starf hlýtur að vera reist
á,“ sagði hann.
Þorsteinn sagði að hann þættist
vita að með þeirri ákvörðun sem Ólaf-
ur Skúlason biskup hefði nú tilkynnt
um að láta af embætti eftir hálft
annað ár vildi hann hafa forystu um
að sá friður skapist innan kirkjunnar
sem nauðsynlegur er. „Það er von
mín að aðrir fylgi þar á eftir þannig
að erfiðleikarnir verði ekki meiri en
orðnir eru. Þá getur verið framundan
nýtt farsældartímabil í starfi kirkj-
unnar og samskiptum ríkis og
kirkju," sagði Þorsteinn Pálsson.
*
Oþolandi áburður réð ákvörðuninni
ÓLAFUR Skúlason, biskup ís-
lands, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ákvörðun sín um að Iáta
af embætti eftir hálft annað ár
væri tekin að vandlega athuguðu
máli og ekki sársaukalaust. Hann
hefði hugsað sér að gegna emb-
ættinu a.m.k. út árið 1998, en
hann teldi að ekki hefði fengist
friður með öðrum hætti. Ólafur
sagði að í fyrradag hefðu komið
saman á óformlegum fundi 20-30
trúnaðarmenn innan kirkjunnar
þar sem hugmynd hans um að
láta af embætti hefði verið rædd,
og fyrstu viðbrögð þeirra hefðu
verið að þetta kæmi ekki til mála.
„Þegar þeir skoðuðu þetta frek-
ar og mín sjónarmið voru flutt á
þennan fund, en ég vildi ekki sitja
hann sjálfur, þá gengust þeir inn
á það margir hveijir með miklum
semingi og vildu ekki að ég til-
nefndi ákveðinn tíma. En mér
þótti að ef ég segði ekki einhver
tímamörk þá myndu menn segja
að þetta væri bara út í loftið og
að ég meinti ekkert með þessu,“
sagði Ólafur.
Þijú mál hafa valdið
boðaföllum
Hann sagði að þrjú mál hefðu
valdið þeim boðaföllum sem orðið
hefðu innan kirkjunnar. Þar væri
um að ræða svokölluð Seltjarnar-
nes-, Hveragerðis- og Langholts-
mál, en alls staðar hefði hann stað-
ið að þessum málum innan ramma
laga og kirkjulegrar hefðar. Ekk-
ert af þessu hefði hins vegar orð-
ið til að hrekja hann úr embætti,
heldur hefði hinn gjörsamlega
óþolandi áburður, sem hann hefði
orðið fyrir, orðið til þess að hann
hefði tekið ákvörðun um að láta
af embætti að átján mánuðum
liðnum.
„Maður sem verður fyrir þeim
ásökunum, sem ég hef mátt líða
undir núna í hálft ár, hann er
ekki samur maður. Ég hef lent í
því að þurfa að kvíða fyrir hverj-
um fréttatíma útvarps og sjón-
varps og ég hef staðið mig að því
að bíða eftir blöðum með skelf-
ingu, ekki bara DV heldur Morg-
unblaðinu stundum líka. Þetta
gengur ekki, og þetta hefur geng-
ið nærri mínu fólki. Ég á tvö börn
í útlöndum og það hefur ekkert
skort á það að það hefur verið
settur á alnetið allskonar áburður
um föður þeirra, og blöðin og
fréttatilkynningar hafa verið
nægjanlegar. Þannig að auðvitað
er það þetta sem fyrst og fremst
veldur þessu,“ sagði Ólafur.
V andi blasir við
Nefnd, sem samdi frum-
varp um stöðu stjórn og
starfshætti þjóðkirkj-
unnar, hefur endurskoð-
að ákvæði þess um stöðu
biskups íslands. Breyt-
ingamar vora kynntar
og ræddar á presta-
stefnu. Gréta Ingþórs-
dóttir fylgdist með.
Sr. Sigurður
Sigurðarson
Sr. Bolli
Gústavsson
Dr. Gunnar
Krisljánsson
FRUMVARP um stöðu, stjórn
og starfshætti kirkjunnar
var til umræðu á kirkjuþingi
í gær. Dr. Gunnar Krist-
jánsson, formaður nefndar þeirrar er
samdi frumvarpið, gerði grein fyrir
endurskoðun þess en biskup kallaði
nefndina saman og fól henni að vinna
samkvæmt samþykkt fulltrúaráðs-
fundar Prestafélags íslands 15. apríl
sl. um að endurskoðuð yrðu „ákvæði
frumvarpsins um embætti biskups
íslands I ljósi þess vanda sem biskups-
þjónustan hefði staðið frammi fyrir á
liðnum vikum,“ eins og sagði í álykt-
un fundarins. Framsögu fluttu einnig
vígslubiskuparnir sr. Bolli Kristjáns-
son og sr. Sigurður Sigurðarson og
á eftir voru umræður um frumvarpið.
Dr. Gunnar Kristjánsson sagði að
nefndin hefði orðið ásátt um megin-
stefnu um yfirstjórn kirkjunnar sem
viki talsvert frá lagafrumvarpinu sem
kirkjuþing samþykkti sl. haust. Hann
tók sérstaklega fram að nefndin hefði
ekki lokið störfum heldur aðeins lagt
meginlínur og stefnt væri að því að
koma þeim í endanlegt form fyrir
kirkjuþing í haust.
Kirkjuþing kjósi sér forseta
úr röðum leikmanna
Ein meginbreytingin í tillögum
nefndarinnar lýtur að kirkjuþingi og
forsæti þess. Nefndin leggur til að
sjálfstæði kirkjuþings verði aukið og
það kjósi sér forseta úr röðum leik-
manna, sem kalli þingið saman árlega
og oftar ef þurfa þykir. í frumvarpinu
var gert ráð fyrir að biskup væri for-
seti kirkjuþings. Óbreytt er að biskup
kallar saman prestastefnu og er for-
seti kirkjuráðs.
Gunnar sagði nefndarmenn að ein-
um undanskildum sammála um að
kirkjuþing kjósi sér sérstaka þriggja
manna framkvæmdanefnd sem ætlað
sé að undirbúa störf kirkjuþings,
fylgjast með störfum fastanefnda og
hafa eftirlit með framvindu mála sem
afgreidd eru á kirkjuþingi. Hann seg-
ir um grundvallarstefnubreytingu í
skipulagi kirkjunnar að ræða sem
komi til með að hafa veruleg áhrif í
tvær áttir; annars vegar að efla lýð-
ræði í stjórn kirkjunnar en hins vegar
séu völd biskups afmörkuð og skil-
greind með skýrari hætti en nú.
Gunnar sagði nefndarmenn sam-
mála um það nýmæli að kirkjuþing
kysi í fastanefndir sem störfuðu ekki
aðeins meðan þingið situr, eins og
nú er, heldur væri þeim ætlað að
starfa allt árið og undirbúa mál und-
ir næsta kirkjuþing auk þess sem
þeim væri ætlað að vinna úr málum
frá kirkjuþingi á undan.
Gunnar sagði nefndina sammálá
um að leikmenn yrðu í greinilegum
meirihluta á þinginu en þess í stað
yrði leikmannastefna aflögð.
Gunnar sagði nefndina ætla kirkju-
ráði að verulegu leyti sama hlutverk
og það hefði nú. Auk þess að það
væri framkvæmdaaðili kirkjuþings
gerði nefndin ráð fyrir að kirkjuráð
yrði áfrýjunaraðili vegna almennra
stjórnsýsluákvarðana lægra settra
stjórnvalda kirkjunnar. Þá gerði
nefndin ráð fyrir að kirkjuráð kysi
stjórnir jöfnunarsjóðs og kristnisjóðs
og sagði Gunnar það breytingu frá
lagafrumvarpinu í haust.
Gunnar gerði grein fyrir hlutverki
biskups og sagði hann hafa nóg verk-
efni. Óráðlegt væri að hlaða meiri
ábyrgð og fleiri verkefnum á biskup
en hann gæti með góðu móti sinnt.
Hann sagði að skipulag kirkjunnar
hlyti að taka mið af þörfum sam-
tímans og þótt biskupsembættið
væri rótfest í gömlum hefðum þá
hlyti það einnig að taka breytingum
með breyttum tímum. Á tímum vald-
dreifingar væri hvorki viðeigandi né
trúverðugt að allir þræðir valdsins
innan kirkjunnar séu i höndum bisk-
ups. Á hinn bóginn væri það heldur
enginn ávinningur að gera biskups-
embættið valdalaust.
Gunnar fjallaði ekki um presta-
stefnu enda hefði nefndin ekki fjallað
um hlutverk hennar á fundum sínum
í sumar.
Áfrýjunarnefnd úrskurði
um ágreiningsefni
Gunnar sagði að í frumvarpinu frá
sl. hausti væri gert ráð fyrir að aga-
og ágreiningsmál væru á verkefna-
sviði biskups íslands. Hann sagði
nefndina hafa lagt þær meginlínur
að biskup ætti að geta komið að aga-
og ágreiningsmálum innan kirkjunnar
sem sáttasemjari og sálusorgari, bæði
presta og leikmanna. I samræmi við
þetta hefði nefndin endurunnið og
útfært betur hugmyndir sínar sem
hún setti fram í fyrra. Þær gerðu ráð
fyrir þremur stigum í lausn ágrein-
ingsmála: Fyrst kæmu slík mál til
kasta biskups, síðan gæti hann vísað
þeim til úrskurðamefndar sem starf-
aði á vegum embættisins en loks
gæti hver málsaðila sem er vísað
málinu til áfrýjunarnefndar sem skip-
uð væri þremur löglærðum mönnum
með réttindi til að vera hæstaréttar-
dómarar auk tveggja annarra sem
þeir kysu til starfa með sér hveiju
sinni. Áfrýjunarnefnd væri ætlað að
fella endanlega úrskurði í þeim mál-
um sem til hennar væri skotið sem
málsaðilum bæri að hlíta.
Gunnar sagði hér um veruleg ný-
mæli að ræða sem veittu áfrýjunar-
nefnd heimild til að beita ákveðnum
viðurlögum sem öllum bæri að hlíta
sem hlut ættu að máli og lögmæltum
kirkjuyfirvöldum væri lögð sú skylda
á herðar að framfylgja endanlegum
úrskurði.
Annað nýmæli sagði Gunnar vera
þá hugmynd nefndarinnar að setja á
stofn kenningarnefnd þangað sem
skjóta mætti ágreiningi um kenning-
arleg efni.
Vandinn blasir við
í lokaorðum sínum rifjaði Gunnar
upp af hvaða tilefni nefndin hefði
verið kölluð saman: „ ... að endur-
skoða ákvæði frumvarpsins um emb-
ætti biskups íslands í ljósi þess vanda
sem biskupsþjónustan hefur staðið
frammi fyrir á liðnum vikum.“ Hann
sagði að sá vandi hefði ekki verið
skilgreindur sérstaklega á fundum
nefndarinnar, enda hefði henni ekki
verið falið að gera það. „Vandinn
blasir við, þótt hann hafi ekki enn
verið skilgreindur fræðilega," sagði
Gunnar.
Hann sagði að ætti vandi kirkjunn-
ar á undanförnum mánuðum að ein-
hverju leyti rætur sínar í úrræðaleysi
hennar þegar um væri að ræða aga-
og ágreiningsmál þá teldi hann að
nefndin hefði sett fram tillögur sem
leystu slík mál. „Það er þó aðeins
einn hluti málsins. Skipulagið sjálft
er annað mál; það þarf að losna úr
álögum liðins tíma og taka mið af
hugsun sem er löngu runnin þjóðinni
í merg og bein, það er deiling á valdi
þar sem hinir bestu eru kallaðir til
ábyrgðar," sagði Gunnar.
Biskupar verði þrír
Sr. Bolli Gústavsson kynnti þá
skoðun sína að ástæða væri til að**
ræða um breytta stjórn kirkjunnar
sem fælist jafnvel m.a. í því að emb-
ætti biskups íslands yrði lagt niður
og landinu skipt í þrjú stifti, Reykja-
víkur-, Skálholts- og Hólastifti. Hann
sagðist ekki halda þeirri skoðun fram
að sinni að hverfa til hinnar upphaf-
legu tveggja stifta skipunar af þeirri
ástæðu að sú breyting næði sennilega
seint fram að ganga. Hins vegar yrði
mun auðveldara að koma á þriggja
biskupa fyrirkomulagi eins og skipan
mála væri nú.
Sr. Bolli sagði þriggja biskupa kerfi
væntanlega leiða til þeirrar róttæku
breytingar að prestastefna legðist af
í þeirri mynd sem nú er þegar öllum
prestum væri stefnt saman árlega.
Hvert stifti héldi þá sjálfstæða presta-
stefnu að jafnaði, en með vissu ára-
bili yrði að líkindum efnt til lands-
stefnu presta. Raunar þætti tals-
mönnum áhrifamikils kirkjuþings
draga úr nauðsyn allsheijarstefnu
allra presta í landinu.
Sr. Bolli sagði eðlilegast að tengsl
þjóðkirkjunnar við útlönd yrðu fyrst
og fremst um biskupsstofu í Reykja-
vík en þátttaka biskupanna í stjóm-
unarstörfum yrði jöfn og þeir skiptu
með sér ábyrgð og álagi ineð því já-
kvæða aðhaldi og þeim heilbrigðá '
metnaði sem því fylgdi. Þannig yrði
kjarni þeirrar nefndar eða ráðs bisk-
upanna sem öllum aga og siðferðis-
brotum starfsmanna íslensku þjóð-
kirkjunnar yrði vísað til úrskurðar.
Mikil vanþekking
á málefnum kirkjunnar
Sr. Sigurður Sigurðarson sagði í
máli sínu m.a. mikið starf framundan
í kirkjunni í mótun kirkjuréttar. í
umræðu um málefni kirkjunnar sagði
hann oft opinberast mikla vanþekk-
ingu á skipan kirkjunnar og þeim
rétti sem prestar teldu að þar yrði
að ríkja. Þessi vanþekking fyndist
víða, allt til Alþingis, eins og í ljós
hefði komið í umræðunni um ráðning-
arkjör presta þegar rætt var um frum-
varpið um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins. í slíkri vanþekkingu
fælist áminning til prófastanna en þó
fyrst og fremst til biskupanna. Hitt
málið sem væri áminning í sömu veru
væri hinn mikli vandi embættis bisk-
ups íslands nú undanfarið. Sigurður
sagðist fullyrða að sá vandi væri að
verulegu leyti skipulagsvandi. „Hann
varð svo mikill sem raun bar vitni
vegna þess að við gerðum okkur ekki
grein fyrir stöðu embættis biskups
Islands í kirkjuskipaninni fyrr en
reyndi á það með nýju móti. Það hef-
ur ekki verið skilgreint og mótað í
samræmi við breyttar aðstæður,"
sagði sr. Sigurður. Hann sagði emb-
ætti biskups íslands standa á ber-
angri vegna þess að það vantaði ofan
á það einvaldskonunginn og um leið
formlegt kollegialt samhengi við aðra
biskupa og prestana sjálfa. s