Morgunblaðið - 26.06.1996, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR
Yrði málið lagt strax
fyrir þjóðina?
ÞAÐ ER viðurkennt að aðild að
Evrópusambandinu gæti orðið heit-
asta og um leið eitt fióknasta deilu-
mál íslenskra stjómmála á næstu
áratugum. Nú getur Evrópusam-
bandið breyst þannig að erfítt sé að
gera sér grein fyrir því hvemig þessi
aðild yrði borin upp á íslandi, en í
umræðu um málið í dag verður að
ganga út frá því að Evrópusamband-
ið yrði óbreytt við þær aðstæður að
^ðild yrði samþykkt. Það er almennt
viðurkennt og enginn ber brigður á
það að í aðild felist afsal sjálfstæð-
is/fuilveldis þjóðarinnar að einhverju
leyti; að þjóðin láti af hendi til útlend-
inga hluta af sínum sjálfsákvörðun-
arrétti. Um það er ekki deilt. En það
er hins vegar ekki tryggt fyrirfram
að þessi mál yrðu lögð fyrir þjóðina
og verður það nú rakið í eins stuttu
máli og hægt er af því að málið er
flókið.
Ein síða festir tíu
þúsund síður í lög
Gerum ráð fyrir svona ferli: Rík-
isstjóm Íslands ákveður að heíja við-
ræður um aðild íslands að Evrópu-
sambandinu - sækir um aðild að
því. Samkvæmt venjum á íslandi
getur þetta gerst án þess að málið
hafí verið borið upp áður á alþingi.
Ríkisstjómin fer í viðræðumar og
að þeim komast í mesta lagi örfáir
þingmenn stjómarflokkanna. Að
öðm leyti er kjömum fulltrúum
meinaður aðgangur að málinu. Að
lokum liggur fyrir niðurstaða og
segjum að ríkisstjómin sé þeirrar
skoðunar að það eigi að samþykkja
aðildina. Þá er málið loksins lagt
fyrir alþingi og það getur gerst með
margvíslegum hætti.
Það getur gerst með
þeim hætti að alþingi
samþykki í raun einfalt
fmmvarp - kallað hér
aðildarfmmvarp - til
laga um að flókin samn-
ingsniðurstaða fái laga-
gildi. Frumvarpið sjálft
er kannski ein síða en
samningsniðurstaðan
eitt þúsund síður eða tíu
þúsund síður. í fram-
haldi af því að þetta
framvarp hefði verið
gert að lögum mæti svo
hugsa sér að samþykkt
yrðu fmmvörp um ein-
stök atriði meðal annars
um breytingar á fjölda laga sem hér
era í gildi um dómstólana, stjómarf-
arið almennt, stjómsýsluna, stjóm-
arráðið og svo framvegis.
Þrjár aðalleiðir
En hvemig ber þá málið að þjóð-
inni?
í þeim efnum era ýmsar leiðir til
en þijár aðalleiðir verða hér nefndar:
Leið 1:
Að meirihluti alþingis ákveði að
láta fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um þau lög sem í raun sam-
þykkja aðildina með því að spyxja
þjóðina einfaldrar pólitískrar spum-
ingar. Niðurstaða þeirrar atkvæða-
greiðslu er því aðeins bindandi að
það sé tekið fram í gildistökuákvæð-
inu að lögin öðlist ekki gildi fyrr en
þau hafa verið samþykkt í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Ástæðan er vitaskuld
sú að alþingi getur ekki - nema í
tengslum við stjómarskrárbreytingu
- afhent þjóðinni eða
neinum öðram löggjaf-
arvaldið.
Leið 2:
Að forseti íslands
synji um staðfestingu á
lögunum og taka þau
þá gildi strax og gilda
áfram nema þjóðin hafni
þeim í þjóðaratkvæða-
greiðslu, en þá faila þau
úr gildi samstundis.
Leið 3:
Að alþingi samþykki
að gera breytingar á
stjómarskránni um leið
og það samþykkir aðild-
arlögin. Þegar sljómar-
skrárbreytingin hefur
verið samþykkt • á alþingi er þingið
rofíð um leið og fram fara almennar
kosningar til alþingis sem jafnframt
fjalla um stjómarskrárbreytinguna.
Nýtt alþingi tekur svo afstöðu til
stjómarskrárbreytingarinnar á ný og
þar með eru lögin samþykkt og
stjómarskránni hefur verið breytt.
Með þessari aðferð verða aðrir þing-
menn að einhveiju leyti að sam-
þykkja stjómarskrárbreytinguna í
annað sinn jafnframt því sem þá
gæti einnig setið önnur ríkisstjóm
en í hið fyrra sinnið.
Eðlilegasta leiðin að mínu mati
væri leið þijú. Ég teldi reyndai’ best
að viðkomanndi ríkisstjóm leitaði
samþykktar alþingis og jafnvel þjóð-
arinnar áður en lagt er af stað í við-
ræður, en ekki eftir að þær eru hafn-
ar eða eftir að þeim er jafnvel í ráun
og veru lokið.
Auk þeirra leiða sem hér hafa
verið nefndar eru margar aðrar leið-
Svavar Gestsson.
ir; ein er til dæmis sú að alþingi
samþykki stjómarskrárbreytingu
sem „opni“ stjómarskrána áður en
til viðræðna kemur um aðild að Evr-
ópusambandinu. Það hafa dönsk
stjómvöld í raun og vera gert jafn-
framt því sem sett var í stjóma-
skrána dönsku ákvæði um bindandi
þjóðratkvæðagreiðslu að ósk þriðj-
ungs þingmanna. Norðmenn hafa
einnig „opnað“ stjómarskrána. Það
mælir því margt með því að þeir sem
vildu knýja á um aðild að Evrópu-
sambandinu reyndu fyrst að breyta
stjómarskránni með viðeigandi af-
greiðslu á alþingi, tvisvar sinnum og
þjóðaratkvæðagreiðslu þar á milli.
Hér verður sú skoðun hins vegar
látin í ljós að ólíklegt sé að sú leið
yrði valin hér á landi.
En forsetinn?
En hvernig horfír þetta mál við
forseta íslands? Verði ákveðið að
viðhafa einhvers konar þjóðarat-
kvæðagreiðslu á einhveiju stigi
málsins er málinu sjálfkrafa af al-
þingi vísað til þjóðarinnar. Verði
leið eitt hér á undan valin má líka
segja að málið sé einfalt séð frá
bæjardyrum Bessastaða. Verði leið
tvö valin synjar forseti um undir-
skrift. Lögin taka þó gildi strax og
alþingi hefur samþykkt þau og þau
halda gildi sínu ef þjóðin samþykkir
í þjóðaratkvæði en annars falla þau
úr gildi um leið og þjóðin hefur
hafnað þeim. Verður að telja ólík-
legt að nokkur ríkistjórn léti ber-
hátta sig á alþjóðasviði með þeim
hætti rúin trausti og stuðningi
heima fyrir. Þess vegna er líklegast
að málið yrði lagt fyrir þjóðina áður
en til þessa kæmi.
Allt ert þetta skýrt.
En segum nú að alþingi samþykki
lögin til dæmis árið 1996, en ríkis-
stjómin telji ekki rétt að láta þjóðar-
atkvæði ganga og því ekki rétt að
gera stjómarskrárbreytingu fyrr en
nokkru, kannski nokkrum árum,
seinna.Til dæmis 1998 eða 1999. Það
er fráleit málsmeðferð að mati allra
þeirra sem ég hef rætt við en þetta
er ekki bannað og þetta er ekki póli-
tískt útilokað. En það eru allir sam-
mála um að þetta væri kolröng leið
og í raun ófær því hún myndi leiða
til veralegra málaferla þar sem
stjórnarskráin væri ekki grunnur
þeirra laga sem ákveða aðild að
Evrópusambandinu. En nú þyrfti
tíminn ekki að vera svona langur -
kannski bara hálft ár frá því að lög-
in eru samþykkt og gert er ráð fyrir
að þau taki gildi og þar til kosningar
um stjómarkrárbreytingu færa
fram. Kannski enn skemmri tími.
Hvað þá? Myndi forseti íslands
leggja aðildarlögin fyrir þjóðarat-
kvæði tafarlaust eða strax og þau
hefðu verið samþykkt þó að ríkis-
stjórnin vildi ekki leggja stjómar-
skrárbreytingu fyrir þjóðina fyrr en
nokkru sfðar? Ég tel að aðildarlögin
ætti alltaf að leggja fyrir þjóðina án
ástæðulausra tafa jafnvel þó að
meirihluti alþingis lýsti því yfír að
ekki ætti að líða nema hálft ár frá
gildistöku laganna og þar til stjórn-
arskrárbreyting hefði verið sam-
þykkt og/eða að þjóðaratkvæða-
greiðsla hefði farið fram.
Nú er mér ljóst að það er erfitt
að svara spurningum um það sem
kann að gerast einhvern tímann í
framtíðinni. En spurningin er engu
að síður brýn og það er mikilvægt
að forsetaefnin nú bregðist við
henni. Sumir frambjóðendanna hafa
reyndar þegar svarað þessari spurn-
ingu allvel að mínu mati. Það skal
einnig tekið fram að þessi grein er
ekki skrifuð til þess að skapa nein-
um frambjóðanda vandkvæði, en
svörin skipta máli. Ekki aðallega
núna í þessum forsetakosningum.
Heldur munu þau skipta máli síðar.
Miklu máli.
SVAVAR GESTSSON.
Höfundur er alþingismaður.
Hræsni, spilling
og yfirborðslegt
lýðræði
VIRÐULEGIR
lendingar!
Tilgangurinn með
þessari grein er að
vekja ykkur til um-
hugsunar um ýmislegt
varðandi framtíð þjóð-
arinnar. í fyrsta lagi
vil ég benda á það að
við eigum rétt á að fá
hreinar upplýsingar
um þau sem bjóða sig
fram til forsetaemb-
ættisins. í öðru lagi vil
ég vekja athygli á því
að það er orðið löngu
tímabært að binda endi
á óréttlæti og hræsni
í landinu, sem endur-
speglast í lágum kjörum lands-
manna, atvinnuleysi og óréttlæti í
.skattakerfi. Á meðan býr forseti
Islands, alþingismenn og aðrir
embættismenn við mikil forrétt-
indi. Hvemig eigum við að bregð-
ast við þessum staðreyndum? Er
ekki kominn tími til þess að mót-
mæla kröftuglega og
hreinlega stöðva þess-
ar vampírur sem lifa á
skattfé okkar og sjúga
okkur til mergjar. Þeir
sem minnst eiga, geta
ekki lengur setið að-
gerðarlausir og verða
að gera eitthvað í
málinu.
Þann 15. júní síð-
astliðinn, var ég
staddur á fundi for-
setaframbjóðenda sem
fram fór í Perlunni.
Mér heyrðust þeir allir
sem einn standa sig
prýðilega í baráttu
sinni um að fá að setj-
ast á þægilegan og skattlausan
forsetastól. Hins vegar var ekki vit
í nokkru sem þeir sögðu, þar sem
enginn þorði að taka afstöðu gegn
spillingu og fátækt í landinu, að
undanskildum Ástþóri Magnússyni.
Ástþór var sá eini sem þorði að
ræða um hinar eiginlegu ástæður
Magnús
Valgarðsson
hinna forsetaframbjóðendanna fyr-
ir framboði sínu og um hræsnina,
spillinguna og hið yfírborðslega
lýðræði sem ríkir í þessu landi. Það
hefur hann gert með sínum bylting-
arkenndu hugmyndum, bæði í
kosningabaráttu sinni og eins í
baráttu sinni fyrir heimsfriði.
Eins og gefur að skilja, ganga
margar hugmyndir Ástþórs gegn
núverandi stefnu ríkisstjórnarinn-
ar. Það vill svo „einkennilega“ til
að nær ekkert af því sem Ástþór
hafði fram að færa kom fram í
fréttum á RÚV eða Stöð 2 og það
litla sem heyrðist voru villandi upp-
lýsingar. Margt af því sem Ástþór
sagði á fundinum tel ég vera mikil-
vægar upplýsingar sem þjóðinni
ætti að vera kunnugt um áður en
hún velur sér forseta; forseta sem
verður fulltrúi og talsmaður þjóðar-
innar, forseta sem upplýsir þjóðina
og ver, forseta sem berst gegn
spillingu og stöðvar framgang kol-
krabbans á íslandi.
Ríkisútvarpið er sameign þjóðar-
innar og því eigum við rétt á því
að fá að vita allan sannleikann en
ekki aðeins að fá brot af honum.
Að lokum vil ég hvetja ykkur til
þess að kjósa Ástþór^ Magnússon
af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi
til þess að stöðva framgang kol-
krabbans og í öðru lagi til þess að
bjarga framtíð Islands og stuðla
að friði í heiminum með því að
banna algjörlega notkun kjarnor-
kunnar í framtíðinni.
Þakkir til íslensku
þjóðarinnar fyrir að
hafa kosið Vigdísi
FORSETINN er andlit
þjóðarinnar erlendis.
Andlit íslands hefur
verið fallegt, gáfulegt
og virðulegt í forsetatíð
Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Þessi jákvæða mynd
færist yfir á land og
þjóð og heimurinn sér
Island fyrir sér sem land
fallegrar, gáfaðrar og
virðulegrar þjóðar, afar
nútímalegraTj með kjöl-
festu bæði í Islendinga-
sögum og tuttugustu
öld.
Traustið sem menn
bera til íslands byggist
á því að Vigdís Finn-
bogadóttir tilheyrir hvorki austri né
vestri, heldur íslandi og Norðurlönd-
um, það er að segja „mitt á milli“
stórveldanna. Hún tilheyrir landi
sem er utan skilgreininga og yfir-
ráða og hefur risið gegn stofnana-
væðingu Evrópusambandsins og
þröngum sjónarhornum sem ennþá
era ráðandi bæði í austri og vestri.
Hún tilheyrir landi sem lætur hvorki
tjóðra sig á hægri né vinstri bás, í
austri eða vestri, heldur stendur
sterkt og sjálfstætt í eigin rétti.
Sögulegt handaband Reagans og
Gorbatjovs hér í Reykjavík 1986
átti sér stað hér vegna hemaðarlegr-
ar staðsetningar íslands. Það vitum
við. En þetta hefði áreiðanlega aldr-
ei átt sér stað ef forseti landsins
hefði á einhvern hátt skipað sér í
sveit annars aðilans, í austri eða
vestri. Aldrei.
Norðurlönd eiga sér langa lýðræð-
ishefð og þau hlusta á uppreisn-
arraddir. Það skiptir okkur öll á
Norðurlöndum óendanlega miklu
máli hvernig kosið er að fara með
þann arf okkar.
Með því að kjósa
Vigdísi Finnbogadótt-
ur forseta hefur ísland
kynnt okkur öll, Norð-
urlandabúa, fyrir
heiminum á virðulegan
hátt og við höfum verið
stolt af að finnast við
vera í sömu fjölskyldu
og þjóðin sem kaus svo
glæsilegan þjóðhöfð-
ingja - sem jafnframt
er kona. Því að það
hefur líka verið mikil-
vægt að hún er kona.
Sú mynd hefur borist
út um heim allan að í
norðri búi sterkar, fal-
legar og hugrakkar
konur. Nú er kannski það eina sem
við, hinar sterku, norrænu konur,
þurfum á að halda að fá viðurkenn-
ingu í okkar eigin samfélögum?
Vigdís Finnbogadóttir hefur valið
að kynna Norðurlönd sem íslend-
ingur úti í hinum stóra heimi og
þar með hefur hún bæði sýnt ís-
lenska höfðingslund og gefið heim-
inum öllum þá mynd af Norðurlönd-
unum að þar sé hreyfanleiki, marg-
feldni og orka höfð í fyrirrúmi. Hún
hefur staðsett bæði ísland og Norð-
urlönd á miðju veraldarkorti tuttug-
ustu aldarinnar.
Því segi ég: Takk, íslendingar
og ég óska ykkur gæfu og gengis
með næstu forseta ykkar. Eg
hlakka til að fá að vera hér og
skiptast á við ykkur á máli og
menningu.
Innilegast vil ég þó þakka Vig-
dísi Finnbogadóttur fyrir það sem
hún hefur gert fyrir okkur öll.
SIRI AGNES KARLSEN
Höfundur er lektor í dönsku við
H&skóla íslands.
Siri Agnes
Karlsen