Morgunblaðið - 26.06.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.06.1996, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórunn Berg- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1920. Hún lést á Landspitalan- um 13. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Filippía Ólafsdóttir húsmóðir, fædd á Syrði-Hömrum i Holtum 1. ágúst 1890, dáin 5. nóv- ember 1981, og Bergsteinn Krist- inn Sigurðsson múrarameistari, fæddur í Fljótsdal í Fljótshlíð 9. nóvem- ber 1894, dáinn 15. október 1929. Komu þar saman Ferju- ætt og Grundarætt. Systkini Þórunnar eru Bald- ur Bergsteinsson og Sigríður Skuld Bergsteinsdóttir, bæði búsett í Reykjavík. Þórunn ólst Eitt augnablik helgað af himins náð oss hefja til himins má, svo gjörvöll vor framtíð er geislum stráð, og gæfan ei víkur oss frá. (Stgr. Th.) Eg vona að svo verði um þig. Þessi fögru orð skrifaði Þórunn Bergsteinsdóttir, tengdamóðir mín, á kort, sem fylgdi gjöf til mín fyrir nokkrum árum. Mörg hafa þau ver- ið slík, sem hún hefur fært mér af mismunandi tilefni. Þau fela í sér góða ósk og lýsa jafnframt vel henni sjálfri. Hún hafði mikið að gefa, ekki af ytri auði heldur innri fjár- sjóðum lífsvisku- og virðingar, bjó að heillaridi þokka í fasi og fram- komu og mikilli útgeislun, sem vott- aði líkt og þær æðri lífsforsendur og lindir sem sönn menning fær ávallt viðmið og þrótt sinn frá. Húsið á „Grettisgötu 35 B“ sem var heimili hennar frá fæðingu er enda fyllt hlýjum menningarbrag og blæ. Þar var „Hindbergs píano“ frá fyrri öld, gæðagripur sem Þór- unn hafði leikið á, er hún var við tónlistamám og síðar, en hún hafði mikið yndi af sígildri tónlist og var afar tónnæm og þekkti glöggt höf- undareinkenni helstu tónskálda. Og þar eru bækur í hillum, sem geyma ljóð og annan skáldskap, innlendan og erlendan og fögur málverk á veggjum, myndir líka af fyrri íbúum hússins, foreldrum og ættmönnum upp í Reykjavík og stundaði þar sina skólagöngu. Hún lagði m.a. stund á tónlistar- og tungu- málanám. Lengst starfaði hún sem einkaritari hjá Raf- magnsveitu Reykja- víkur og sá þar bæði um innlendar og erlendar bréfa- skriftir. Dóttir Þórunnar er Þórhildur Ólafs, f. 6. nóvember 1950, safnaðarprestur í Hafnarfirði, gift Gunnþóri Ingasyni, f. 9. september 1948, sóknarpresti á sama stað. Þeirra synir eru Finnur Þ., f. 26. júní 1980. Þórð- ur Þ., f. 7. apríl 1982, og Berg- ur Þ., f. 3. október 1983. Útför Þórunnar fór fram frá Dómkirkjunni 21. júní. Þórunnar, er áttu þar sína sögu í blíðu og stríðu. Þar fæddust böm, þar létust menn, aldraðir, en sumir þó fyrir aldur fram eins og faðir hennar Bergsteinn Kristinn Sig- urðsson, þegar Þórunn var aðeins níu ára og systkini hennar Baldur sex og Sigríður þriggja ára. Það var mikið áfall og breytti mörgum áformum, því hann hafði verið framsækinn atorkumaður. Ekkju hans og móður þeirra Filippíu Ólafsdóttur tókst þó með einurð sinni, skapfestu og einlægri guðstrú að sjá vel um hópinn sinn enda urðu þau systkinin mjög sam- taka og hvort öðru háð um hag og heill. Ragnhildur Filipusdóttir, móðir Filippíu, og tengdamóðir hennar, Sigríður Bergsteinsdóttir, voru á heimilinu og miðluðu lífsvisku og trúarstyrk. Sigríður varð háöldruð og þeim afar minnisstæð sem átttu hana að og höfðu af henni kynni. Hún sá guðsgeisla skína gegnum alla þokkubakka og ský er myrkv- uðu lífsgleði og sýn og gera trúar- arfinn ljósan sem sýndi fegurstu lífsverðmætin. Og henni var gefið að glæða næmi og skilning fyrir þeim. Þórunn bar ávallt vott um þá hollu og traustu mótun, sem hún hlaut í uppvexti. Hún varð gagn- fræðingur og hafði bæði löngun og burði til að feta langa mennta- braut. Ytri efni og aðstæður leyfðu það ekki. En hún jók mjög þekkingu sína og fæmi með því að sækja námskeið og stunda sjálfsnám. Hún náði góðu valdi á erlendum tungu- málum, vélritun og hraðritun, sem fáir kunnu. Þórunn kenndi vélritun um skeið og var einkaritari og ann- aðist innlendar og erlendar bréfa- skriftir, í fyrstu hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga en síðar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var dáð og virt af þeim, sem reiddu sig á hæfni hennar og samviskusemi. Þórunn hafði víða farið og ferð- ast mikið um landið, iðulega á hest- baki og ekki vílað þá fyrir sér að sundríða straumharðar ár og vötn, verið driftug og kjörkuð, unnað landi sínu og teygað að sér ferskan andblæ hálendis og fjallaleiða, og einnig angan af list og lífi erlendra stórborga. En hún hafði enn ung að ámm tapað þreki og heilsu, sem hefti mjög fjör hennar og ferðafrelsi og komst oft nærri landamærum lífs og dauða. Sú reynsla hefur dýpkað lífskennd hennar og gætt hana þeirri auðmýkt og innri styrk, sem kom fram í yfirvegun og æðm- leysi, hvað best síðustu misserin, er augljóst var hvert stefndi. Þór- unn fann löngum til þess, að það er ekki sjálfsagt að lifa og hver stund því dýrmæt og vert að njóta hennar, ekki með því að hygla sjálf- um sér heldur gleðja aðra og gleðj- ast með öðmm, stuðla að lífsgæfu þeirra og heill. Hún var afar ræktar- söm við vini sína nær og fjær og hélt tengslum við venslafólk í Vest- urheimi með bréfaskriftum þótt henni auðnaðist aðeins að hitta fyr- ir fáeina úr þeim góða hópi. Hún hafði fyrir stuttu fengið upphring- ingu frá Kanada, rætt þá í fyrsta og eina skiptið við unga frændkonu sína, sem boðaði komu sína hingað til lands í sumar og vonaðist til að hitta Þómnni á lífi. Þómnn var mér afar hjartfólgin frá fyrstu kynnum, enda mjög að- laðandi, og ég fann vel umhyggju hennar gagnvart mér. Hún hafði fágætan hæfileika til samræðna og lag á því að fá alla til að njóta sín og tjá sig opinskátt og einlæglega um hvað eina sem lá þeim á hjarta. Við ræddum þó sjaldan trúmál. Þess þurfti ekki. Það var sem allt í hennar fari og viðhorfum væri á þeirra bylgjulengd og sýndi sig í göfgi og fegurðarþrá. Það var hljómfall tóna, hrynjandi ljóðs, mynd þess og mál, sem fremur var til umræðu, söguþráður skáldverks, uppbygging þess og vægi, vemleik- inn nærtæki auðvitað líka, sorg og gleði, hagur fólks, velferð þess og líðan. Filippía móðir hennar var öllum góð og skaut oft skjólshúsi yfir þá, sem þurftu og þráðu uppörvunarorð og aðhlynningu og Þómnn var líkr- ar gerðar. Hún var fordómalaus og vildi að allir nytu sannmælis, eink- um hraktir og smáðir. Það var sem hún liti lífið frá háum sjónarhóli og sæi vitt yfir og gæti séð vemleik- ann frá mörgum hliðum og var því skilningsrík og ráðholl og gott til hennar að leita. Synir okkar Þór- hildar, dóttur hennar, fundu það glöggt og löðuðust mjög að henni. Hún hafði lag á því að vekja fróð- leiksþorsta þeirra og kenna þeim ekki aðeins námsefni þeirra hveiju sinni heldur efla sjálfstraust þeirra og glæða með þeim lífstrú og gleði. Hún var brosmild og hlý, látlaus og hógvær en bjó jafnframt að þeirri reisn og tign, smekkvísi og fágun sem aðdáun vakti, virðingu og traust . Þórunn ræddi ekki eigin hag og heilsu, íþyngdi ekki öðrum með því, vildi fremur létta undir með þeim, var afar þolgóð, kunni að slá af undan öldum, vægja og gefa eftir, þegar bámr bmtu og halda áfram ferð, lengur en hægt var að vænta, en hún var ávallt við því búin að enda leið sína hér í heimi, gefa frá sér líf og önd í Drottins líknarlind og hendur. Þegar ég hugsa um Þórunni og sé hana fyrir mér, yfirbragð hennar og svip og skynja áhrifin frá henni enn, er sem merking orða Drottins: „Guðs ríki er innra með yður,“ verði auðsæ og Ijós, því lindir lífs hennar eiga augljóslega uppmna sinn ofar takmörkunum sýnilegrar myndar og heims. „Augnablik helguð af himinsins náð.“ Þau gáfust mörg á vegferð Þómnnar hér í heimi vegna þess, sem hún hafði að gefa ástvin- um og öðmm samferðamönnum með góðum óskum, viðhorfum sín- um og verkum og hennar vegna varð framtíð oft gæfurík og geislum stráð. Fyrir það er Guði þakkað. Gunnþór Ingason. Elskuleg föðursystir okkar Þór- unn Bergsteinsdóttir lést í Reykja- vík 13. júní síðastliðinn eftir erfið veikindi. Lauk þar lífshlaupi sem í huga okkar einkenndist af látleysi, fegurð og hjartagæsku. Þómnn var fædd og uppalin í Reykjavík. Ung að ámm missti hún föður sinn og ólst eftir það upp hjá móður sinni, Filippíu Olafsdóttur, ásamt tveimur yngri systkinum, Baldri og Sigríði Skuld. Þau bjuggu í húsi sem móðurforeldrar hennar höfðu látið reisa við Grettisgötu en þar bjuggu einnig föðurforeldrar hennar og ótal aðrir ættingjar um lengri eða skemmri tíma. Allt frá bamæsku vöndum við systumar komu okkar á Grettisgötuna til ömmu Píu, Þómnnar og Þórhildar dóttur hennar sem héldu heimili saman, en samband þeirra systkina, Þómnnar og Baldurs föður okkar, var alla tíð mjög náið. Hjá þeim mæðgum áttum við ömggt athvarf líkt og allir sem þar komu. Þómnn frænka var há og glæsi- leg kona og björt yfirlitum. Hún var fagurkeri og lét sér annt um útlit sitt og umhverfi. Heimilið á Grettisgötunni bar vitni um þekk- ingu hennar á menningu og listum en um þau efni var hún áhugasöm og fróð. Hún var gagnfræðingur að mennt en eftir að skólagöngu lauk og starfsferill hennar hófst var hún óþreytandi við að afla sér frek- ari menntunar. Lagði hún meðal annars stund á tungumálanám og píanóleik og kom þá í Ijós að hún hafði fágætt tóneyra. Hún hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist töluvert um ísland á sínum yngri árum. Fór hún meðal annars á hest- um um ógreiðfær öræfi landsins og þurfti þá að sundríða jökulár til að komast leiðar sinnar. Frásagnir hennar af þessum ferðum og öðm voru einstaklega lifandi og skemmtilegar og bám vitni um ríkulega frásagnarhæfileika. Þór- unni frænku var samræðulistin í blóð borin, hún var langminnug, ættrækin og ættfróð og hún sagði okkur gjama sögur frá liðinni tíð þar sem hún dró upp lifandi mynd- ir af aðstæðum og fólki sem við ella hefðum ekki kynnst. En þótt hún segði skemmtilega frá þá kunni hún þó eitt öðru betur og það var að hlusta, því hún var gædd þeim fágæta eiginleika að hlusta af ein- lægum áhuga á mál annarra. Kom- um við einatt bættari af hennar fundi því hún lagði ávallt gott til og var umhugað að beina sjónum okkar að uppbyggilegum þáttum mannlífsins. Allir þeir sem kynntust Þómnni fundu manngæsku hennar og mildi því hún var næm á þarfir annarra og henni var einkar lagið að gleðja samferðamenn sína. Umhyggja hennar gagnvart okkur systrum kom fram með margvíslegum hætti. Allt fram á hinsta dag færði hún okkur og síðar einnig börnum okkar vel valdar gjafir við ýmis tækifæri. Gjöfum þessum fylgdu hlýjar og innihaldsríkar kveðjur sem bám vott um kærleiksþel hennar. Vænt- umþykja hennar í okkar garð kom ekki síður fram í því hvernig hún ávarpaði okkur, en hún skeytti jafn- an mín aftan við nöfnin okkar. Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Með þessum orðum Steingríms Thorsteinssonar kveðjum við ást- kæra föðursystur. Það var okkur t Ástkæreiginkona mín og móðirokkar, FRIÐRIKKA PÁLSDÓTTIR frá Sandgerði, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 20. júní sl., verður jarðsungin frá Hval- neskirkju föstudaginn 28. júní kl. 14.00. Þórhallur Barðason, Anna Soffía Jóhannsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Barði Þórhallsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Grenimel 10, Reykjavfk. Valdimar Hergeirsson, BrynjaTomer, Ragnar Sigurðsson, Ragnar Þór Valdimarsson, Brynja Baldursdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir og barnabörn. ÞORUNN BERGSTEINSDÓTTIR mikils virði að eiga hana að og minninguna um hana munum við bera með okkur um ókomna tíð. Sé hún Guði falin. Sigríður, Kristín, Margrét og Bergþóra Baldursdætur. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast elskulegrar móðursyst- ur minnar, Þórunnar Bergsteins- dóttur. Þórunn var ekki bara frænka mín, heldur einnig mjög góð vinkona. Það var alltaf notalegt að koma til hennar á Grettisgötuna og fá kaffi í Norðurstofunni og ræða um lífið og tilveruna. Þórunn var vel heima í málum líðandi stund- ar og áhugasöm um margt. Hún hafði unun af að hlusta á klassíska tónlist og voru Beethoven og Schu- bert hennar eftirlætis tónskáld. Ég minnist þess sem stelpa, hvað ég var montin af henni frænku minni, þegar hún gat iðulega sagt til um höfunda þeirra tónverka er hljómuðu í útvarpinu. Ég sat líka oft í stofunni og pantaði óskalög, þegar Þórunn sat við píanóið. En Þórunn hafði ekki bara næmt tón- eyra, heldur var hún líka næm á hljómfall íslenskrar tungu. Það var ekki ósjaldan sem vinir og vanda- menn leituðu hjá henni ráða við samningu bréfa eða greina, sem vanda þurfti til. Það var fjölskyldunni þung raun og mikil sorg, er Bergsteinn, faðir Þórunnar, lést aðeins 35 ára að aldri og þurfti unga ekkjan að sjá bömum sínum farborða og koma til manns. Með nýtni og sparsemi tókst Filippíu að halda fjölskyldunni saman, jafnframt því sem hún skaut skjólshúsi yfir skyldfólk sitt og hjálpaði eftir megni. Eftir að Þórunn lauk gagnfræða- prófi, 16 ára að aldri, lagði hún stund á píanónám og ensku í einka- tímum hjá Cecilie Helgason, bisk- upsdóttur, í Tjamargötu 26. Að þeim tíma liðnum setti Þómnn á stofn vélritunarskóla á heimili sínu og kenndi framhaldsnám í þeirri grein og var hún sú eina sem gerði slíkt á þeim tíma. Árið 1946 hóf Þórunn störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga og þegar fram liðu stundir, varð hún deildarstjóri vélritunar- deildar. Árið 1955 réðst Þómnn til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fyrst sem einkaritari fjármálastjóra og síðar við ýmis skrifstofustörf, allt fram til ársins 1990. Dóttursynir Þómnnar, Finnur, Þórður og Bergur, voru ömmu sinni miklir gleðigjafar og sóttu mikið til hennar. Það er sárt fyrir þá að sjá nú á eftir slíkri öðlings ömmu. Þómnn átti við vanheilsu að stríða um margra ára skeið, en á sl. ári greindist hún með illvígan sjúkdóm. Hún tók þeim tíðindum af miklu æðmleysi og stakri þolin- mæði, enda var það ekki hennar vani að kvarta. Hún var heilsteypt og listræn persóna, vinur vina sinna, og gjafmild með eindæmum. Það er skrýtin tilfinning að geta ekki lengur heimsótt hana frænku mína. Hún sem svo lengi hefur ver- ið fastur punktur í tilveru minni og húsið á Grettisgötu verið mér nán- ast sem annað heimili, sérstaklega á mínum yngri árum, þegar amma Pía, Þómnn og Þórhildur þjuggu þar allar saman. Ævi heiðurskonu er lokið. Inni- legar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín öllum aðstandend- um. Megi Guð styrkja okkur öll í sorginni. Það er vel við hæfi að amma Þórunnar, Sigríður Bergsteinsdóttir (f.1860, d. 1955), hafi síðasta orð- ið, með lítilli bæn, er hún orti að- eins 18 ára gömul; Þegar lýkur lífi hér, ljúfi Jesú veittu mér vist í þinni himna höll, líkna og græddu meinin öll. Kæra frænka, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir allar ljúfu stundirnar. Hvíli Þórann í Guðsfriði. Bergdís Hrund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.