Morgunblaðið - 26.06.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 47
Kringlukast
í fjóra daga
ÞRETTÁNDA Kringlukast hefst í
dag og stendur það til laugardagsins
29. júní. Verslanir, þjónustufyrir-
tæki og veitingastaðir Kringlunnar
bjóða nýjar vörur og þjónustu á til-
boðsverði. Þetta eru vörur sem eru
í boði á 20-50% afslætti. Einnig
verða tveir leikir í gangi, „Stóri af-
sláttur" og „Hver verður forseti?“.
„Pjórum sinnum á dag meðan
Kringlukastið stendur er einn þátt-
takandi dreginn út, sem fær kost á
að kaupa viðkomandi hlut með stóra
afslætti ef hann gefur sig fram inn-
an fimm mínútna. í Stóra afslætti
eru Heimskringlan með Hotpoint
þvottavél, Skífan með Sony leikja-
tölvu, Byggt & Búið með Ariston
uppþvottavé! og Vero Moda/Jaek
and Jones með fataútekt.
I leiknum Hver verður forseti?
gefst viðskiptavinum tækifæri á að
geta hver verður næsti forseti ís-
lands en þrír getspáir viðskiptavinir
fá 10.000 kr. gjafakort Kringlunnar
í verðlaun en þau gilda í öllum versl-
unum Kringlunnar.
Spumingaleikur Ævintýra-
Kringlunnar er léttur spurningaleik-
ur þar sem yngsta kynslóðin færi
tækifæri til að svara spurningum
um Ævintýra-Kringluna. Þátttöku-
seðil má finna í Kringlukastblaðinu
sem dreift var með Morgunblaðinu
á þriðjudaginn og einnig í Kringl-
unni. Þrír heppnir þátttakendur fá
verðlaun fyrir rétt svör en í verðlaun
er 5.000 kr. vöruúttekt frá leik-
fangaversluninni Vedes, Gettu hver?
spil frá Genus og Atlas hjólahjálmur
frá Byggt & Búið,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Kringlunni.
-----» ♦ ♦-----
Gengið
á milli vatna
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir þremur gönguferðum
í kvöld, miðvikudaginn 26. júní, á
leiðinni milli Tjarnarinnar og Elliða-
vatns.
Mæting er við Miðbakkatjaldið
kl. 20. Þar verður val um að ganga
alla leiðina, um Vatnsmýrina,
Öskjuhiíð, Fossvogsdal og Elliðaár-
dal eða fara með AV að Tjaldhóli
(Nesti í Fossvogi) og ganga þaðan
kl. 20.30 eða fara með SVR inn
undir Rafstöð og ganga þaðan kl.
21. Allir hóparnir hittast um kl. 23
á áningarstað sem Skógræktarfé-
lag Reykjavíkur hefur gert við
Helluvatn. Hægt verður að taka
rútu til baka. Allir velkomnir.
-----»—♦—♦-----
Háskólafyrir
lestur um mann-
legt atferli
HÁSKÓLAFYRIRLESTUR um
rannsóknir í atferlissálfræði verður
haldinn fimmtudaginn 27. júní kl.
16 í stofu 101 í Lögbergi.
Fyrirlesari er prófessor Edmund
Fantino við sálfræðideild Kaliforn-
íuháskóla í San Diego. Fyrirlestur-
inn verður á ensku og nefnist hann
„Decision Making in Mostly Hum-
ans: An Adventure in Choice". Fyr-
irlesturinn er öllum opinn.
-----♦■"♦--♦---
LEIÐRÉTT
„Það var nú og“
I grein Þórðar Reykdal, sem birtist
hér í blaðinu í gær og ber titilinn
hér að ofan, féll niður eftirskrift
sem átti að koma undir greinina.
Hún er eftirfarandi:
„P.S.
Birt með leyfi heimildarmanns,
sem var viðstaddur heitstrengingu
01afs.“
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á mistökunum.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Atli Steinarsson
FRÁ fyrsta stjórnarfundi INL-USA. Við borðið silja Jón Sig.
Guðmundsson, forseti samtakanna, Edda Magnússon, fyrrum
formaður íslendingafélagsins í New York, og Sesselja Seifert,
formaður íslendingafélagsins í Norfolk. Að baki standa Guðlaug
Sobol, varaformaður íslendingafélagsins í Washington D.C.,
Pétur G. Thorsteinsson, sendiráðunautur í Washington D.C. og
John S. Magnússon sem býr í Minnesota.
Þjóðræknifélag ís-
lendinga í Bandaríkj-
unum að hefja starf
Flórída. Morgunblaðið.
FYRSTI stjórnarfundur Þjóðrækn-
ifélags íslendinga í Bandaríkjun-
um, eða The Icelandic National
League of the United States, Inc.
eins og samtökin heita á ensku,
var haldinn 24. apríl sl. í sendiráði
íslands í Washington D.C. Fyrsti
forseti samtakanna og aðalhvata-
maður að stofnun þeirra, Jón Sig.
Guðmundsson, harðviðarsali og
ræðismaður Islands í Kentucky,
hefur sett það markmið að sam-
bandið telji 5.000 gjaldskyldá fé-
laga árið 2000 og þá verði þess
minnst um öll Bandaríkin að þús-
und ár séu liðin síðan Leifur Eiríks-
son fann Vínland.
Hjónabands-
skólinn hefur
starfsemi
STOFNAÐUR hefur verið Hjóna-
bandsskólinn að Laugavegi 11 og
segir í fréttatilkynningu að tilgang-
ur skólans sé að kenna fólki í sam-
búð samskiptaaðferðir sem reynst
hafi vel við að leysa ágreiningsmál
og sem einkenna farsæl hjónabönd.
Þá segir jafnframt: „Kennslan
byggist á aðferðum sem þróaðar
hafa verið við háskólann í Denver
í Colorado undir stjórn dr. Howard
Markman. Kennslan er ætluð fólki
í sambúð sem vill efla og treysta
samband sitt og samlíf. Kennslan
fer fram bæði á námskeiðum og í
einkatímum. Skólastjóri er dr. Hall-
dór Kr. Júlíusson, sálfræðingur.“
Jón Sigurður Guðmundsson
þakkaði þeim stjórnarmönnum er
mættu til fundarins og lagði
áherslu á mikilvægi þess að stofn-
un íslensks þjóðræknisfélags í
Bandaríkjunum hefði nú hlotið
staðfestingu á öllum fylkjum. Sam-
bandið yrði ekki rekið í ágóðaskyni
en árgjöld og gjafir til þess væri
frádráttarbært til skatts. Raunar
væru lög hinna nýju samtaka snið-
in eftir lögum Þjóðræknisfélags
Islendinga í Kanada og væntan-
lega yrði samvinna mikil og góð á
mörgum sviðum. Stjórnarmenn
ræddu á fundinum ýmsar hug-
myndir um framtíð samtakanna,
en vonir standa til að öll félög ís-
lendinga í Bandaríkjunum, um 30
að tölu, leggi þessum nýju heildar-
samtökum Islendinga lið.
Kynning á íslandi
Jón Sig. Guðmundsson bendi á
að The INL-USA eða Þjóðrækni-
félag íslendinga í Bandaríkjunum
hefði ótakmarkaða möguleika til
að koma á framfæri hvers kyns
kynningu á íslandi og íslenskum
málefnum, eflingu íslenskrar
tungu, ættfræði og öllu öðru sem
snertir ísland og íslendinga beggja
vegna hafsins.
Vonast er til að öll íslendingafé-
lögin verði aðildarfélög að þjóð-
ræknisfélaginu, en einnig geta þeir
einstaklingar sem ekki eiga aðild
að neinu íslendingafélagi gerst
félagar í INL-USA.
Allar fyrirspurnir um þessi nýju
samtök má senda til: INL-USÁ,
Inc., P.O.Box 265, La Grange
Kentucky 40031, A.St. Florida.
Vaxandi þörf á að
samstilla kraftana
„FIMMTÍU ár eru liðin á þessu ári
frá því að sósíalistar, Alþýðubanda-
lagið, unnu meirihluta í Neskaup-
stað. Af því tilefni var ákveðið að
efna til sveitarstjórnarráðstefnu í
Neskaupstað. Var ráðstefnan haldin
um síðustu helgi. Margrét Frímanns-
dóttir, formaður Alþýðubandalags-
ins, setti ráðstefnuna með ræðu.
Hún lagði þar áherslu á mikilvægi
sveitarstjórna, hlutverk þeirra og
störf sveitarstjórnarmanna. Þá
minnti hún á að verkefni þeirra
munu fara vaxandi á næstu árum
sem eykur enn mikilvægi þessara
starfa og kallar á frekari samvinnu
og samstarf," segir í frétt frá Al-
þýðubandalaginu.
Á ráðstefnunni flutti Þórður
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
bands ísl. sveitarfélaga erindi um
stöðu sveitarfélaga og framtíðar-
horfur. Kristinn Jóhannsson, fyrr-
verandi forseti bæjarstjórnar í Nes-
kaupstað, fjallaði um meirihlutann í
Neskaupstað, sögu hans og áherslu-
atriði. Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar, lýsti vinnu-
brögðum eins og þau eru í meirihlut-
anum frá degi til dags. Þá lýstu
nokkrir sveitarstjórnarmenn reynsl-
unni af bæjarstjórnarstarfi, það voru
Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi
S Hafnarfírði, Heimir Ingimarsson,
bæjarfulltrúi á Akureyri, Árni Þór
Sigurðsson, borgarfulltrúi í Reykja-
vík, Þuríður Backman, forseti bæjar-
stjórnar á Egilsstöðum og Jón Gunn-
ar Ottósson, oddviti á Stokkseyri.
Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur, sleit ráðstefn-
unni.
Morgunblaðið/Hilmar
FÉLAGAR úr kirkjukórum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Suður-amerísk messa
Reyðarfirði. Morgunblaðið.
Á HVÍTASUNNUDAG messaði
séra Davíð Baldursson að vanda
á Eskifirði og Reyðarfirði.
Það sem frábrugðið var hefð-
bundinni messu var tónlistarflutn-
ingurinn, en félagar úr kirkjukór-
um beggja staðanna sungu þætti
úr suður-amerískri messu: Misa
Griolla eftir Ariel Ramirez.
Stjórnandi var Gillian Haworth
og einsöngvarar voru Helgi F.
Georgsson og Þorsteinn Lýðsson.
Undirleik önnuðust Örn Ingi Ás-
geirsson á trommur, Guðjón
Magnússon á gítar, Sigurborg
Ragnarsdóttir og Gillian á þver-
flautur.
Tókst fiutningurinn ágætlega
og sótti fjöldi fólks guðsþjón-
usturnar á báðum stöðum.
Stígagerð
í þjóðgörðum
SAMTÖK breskra sjálfboðaliða
(British Trust for Conservation Vol-
unteers) og Náttúruverndarráð hafa
undanfarin ár átt gott samstarf í
þjóðgörðunum í Skaftafelli og Jök-
ulsárgljúfrum. Sjálboðaliðarnir hafa
einkum aðstoðað starfsmenn Nátt-
úruverndarráðs við stígagerð og
m.a. eru gamlir járnbrautabitar not-
aðir til að stöðva og leiða vatns-
rennsli af stígum.
„Nýverið gaf breskt fyrirtæki,
Fastline Track Renewals Ltd. sem
sér um endurnýjun og viðhald járn-
brauta á Bretlandi, Náttúruvernd-
arráði hundrað járnbrautarbita til
stígagerða. Fyrirtækið gaf einnig
flutning þeirra að skipshlið á Bret-
landi. Samtök breskra sjálfboðaliða
sáu um allan undirbúning á Bret-
landi að öðru leyti.
Þann 15. maí komu járnbrautar-
bitarnir til Hafnar í Hornafirði með
Múlafossi en Eimskipafélag íslands
flutti þá frá Immingham á Bretlandi
til Hafnar, Náttúruverndarráði að
kostnaðarlausu. Bresku sjálfboðalið-
arnir hafa undanfarnar vikur unnið
að stígagerð í þjóðgarðinum í
Skaftafelli og hafa járnbrautarbit-
arnir komið að góðum notum," segir
í frétt frá Náttúruverndarráði.
Gáfu Húsavíkurbæ
skautbúning
Húsavík. Morgunblaðið.
HANDVERKSKONUR á Húsavík
hafa í nokkur ár rekið handverks-
húsið Kaðlín við góðan orðstír og
fengið gott orð á framleiðslu sína
sem hefur verið margskonar og
ekki síst vefnaður, pijón og sauma-
skapur í fornum og hefðbundnum
stíl.
Bæjarstjórn Húsavíkur veitti
konunum í viðurkenningaskyni
þann fjárstyrk að greiða fyrir þær
húsaleigu fyrstu tvö starfsárin. Til
að sýna í verki þakklæti sitt og
jafnframt að þær væru handverks-
konur hafa þær saumað skautbún-
ing, kyrtil og blæju og afhent bæn-
um að gjöf til afnota við hátíðleg
tækifæri, svo sem 17. júní.
Bæjarstjórinn, Einar Njálsson,
veitti búningnum viðtöku nú fyrir
þjóðhátíðardaginn og sagði að hann
yrði að sjálfsögðu vígður þann dag.
Sagði bæjarstjóri að verkið lofaði
meistarann og þakkaði konunum
þá góðu ímynd sem þær hefðu skap-
að bænum með verkum sínum sem
vakið hafa eftirtekt ferðamanna og
væru nú kominn víða um heim.
Handverkskonurnar hafa nú flutt
úr sínu upphaflega húsnæði og
vinna nú verk sín og selja frá Garð-
arsbraut 17, Húsavík.
MorgunDiaoio/öi
ÞÆR sem saumuðu kyrtilinn voru f.v.: Elín Jónasdóttir, Ólö
Pálsdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, Þorbjörg Björnsdóttir og Raru
veig Benediktsdóttir.