Morgunblaðið - 26.06.1996, Síða 48

Morgunblaðið - 26.06.1996, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens r/ þEGAR KÖTTUR KE/MST 5ETUR HAMN CPP KRVPPtJ OG HVj í UPPíÍAm\ oeM&J Tommi og Jenni IF ANYONE MENTI0N5 SUMMER CAMP TO ME THIS VEARJ'M 60NNA FREAK OUT.. 5UMMER CAMP Ef einhver nefnir sumarbúðir við mig í ár sleppi ég mér... Sumarbúðir BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvað höfum við gert til þess að bæta heiminn? Frá Sigurði Jökli Ólafssyni: HVAÐ HÖFUM við lagt af mörk- um? Fyrir jörðina, mannkynið, dýrin, plönturnar, samfélagið og systkini okkar úti í heimi sem biðja um hjálp. Systkini sem misst hafa trúna á lífið, menn og Guð. Ég á að gæta bróður míns, stendur á góðum stað. Gerum við það? Nei, er því miður svarið!! Eig- ingirnin og óttinn við að missa sneið af kökunni gerir það að verk- um, að við áköllum ekki rétt okkar á að gera heiminn að paradís fyr- ir allt mannkyn. Þar sem við erum hluti af mannkyninu fylgjum við með sjálfkrafa. Við vöknum á morgnana og segjum að samfélagið geri ekkert fyrir mig, aðrir gera ekkert fyrir mig, ég verð að strita sjálfur, það hjálpar mér enginn. (Ef þetta er endanleg og óhagganleg niður- staða, sem verður aldrei breytt þá getum við hætt hér.) Ef við hins vegar vöknum á morgnana og segjum: Hvað getum við gert í dag til þess að bæta heiminn, mann- kynið, samfélagið og um leið okk- ur sjálf? Við höfum allan rétt til þess að öðlast þennan fullkom- leika. Ekki nóg með það heldur munum við fá alla þá hjálp sem við þörfnumst til þess að hjálpa. Munum einnig að við bætum að- eins illt með góðu og að við höfum hæfileikann til að greina á milli, við köllum það samvisku. (Sam- eiginlegu visku okkar allra). Einn maður getur áorkað heil- miklu, ekki þýðir að segja „ég er aðeins peð“. Við erum ekki peð heldur erum við öll skaparar, við sköpum eitthvað allan daginn, alla daga, allt árið, aldrei sköpum við ekki neitt. Þótt við gerðum ekkert annað en að anda, værum við að skapa koltvísýru fyrir plönturnar svo þær gætu skapað súefni. Af hverju þá ekki leggja eitthvað af mörkum og meira til, svo við gæt- um skapað okkur sem allra best líf? Getum við tekið eitthvað betra ævistarf með okkur í gröfina? Sumir myndu segja að við séum mismunandi. Satt er það en þó vitum við öll hvað gott, betra og fullkomið er!! í eðli okkar leitum við eftir full- komnun. Hvern langar í ófullkom- inn bíl, ófullkomið hús, ófullkomna menntun, ófullkomið samfélag eða ófullkomna fjölskyldu? Hvers vegna ættum við þá að sætta okk- ur við ófullkominn heim, ófullkom- ið mannkyn, eða þá ófullkomið líf? Við getum gert eitthvað, við viljum skipta sköpum, við ætlum að leggja okkar af mörkum og við höfum viljastyrkinn!! Góða nótt, á morgun er stór dagur framundan! SIGURÐUR JÖKULL ÓLAFSSON, Hlíðarhjalla 67, Kópavogi. Svar til Guðmundar Bergssonar Frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur: FYRIÍt skömmu ritaði Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178, Reykja- vík mér bréf fyrir milligöngu Morgunblaðsins þar sem hann greinir frá því að hann fái send heim til sín tvö bréf með rukkun fyrir fasteignagjöld, annað af hús- inu og hitt af bílskúrnum. Hann bendir réttilega á að ef þúsundir Reykvíkinga fái tvöfalda sendingu af þessu tagj sex sinnum á ári ætti að vera hægt að spara borgar- sjóði háar upphæðir sé þetta tvennt sameinað. Margt smátt gerir eitt stórt, segir gamalt mál- tæki og undir það getum við bæði tekið. Ég er sammála Guðmundi um það að hagsýni og ráðdeildar þurfti að gæta í borgarrekstrinum og leitaði umsvifalaust skýringa á þessu fyrirkomulagi. í ljós kom að í umræddu tilfelli er bflskúrinn byggður rúmum fjörutíu árum síð- ar en íbúðarhús og til þess má rekja að um tvö skráningarnúmer er að ræða. Þessu hefur nú verið breytt að ósk bréfritara. Þá má geta þess að unnið er að breyting- um á skrásetningarkerfi fasteigna sem munu leiða til þess að tekin verður upp eins konar kennitala eignar sem felur í sér eina skrán- ingu en ekki tvær eins og í framan- greindu dæmi. Ég þakka Guðmundi tilskrifin, það er vel að borgarbúar skuli vera vakandi yfir því sem betur mætti fara í þjónustu og sparnaði og komi hugmyndum sínum á framfæri. Aðra sem svipað kann að vera ástatt um hvet ég til þess að hafa samband við Eyþór Fann- berg hjá skráningardeild fasteigna hjá Reykjavíkurborg. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, borgarstjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.